Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
7
DV Sandkorn
Borað í bossa
Héraðsfréttablaöið Vestri á ísa-
firði sagði ný-
lega frá Valdi-
mar nokkrum
skipasmiða-
meistara á Suð-
ureyri sem sat
í trébáti og var
að gera við
byröinginn.
Meistaranum
til aðstoðar var
félagi hans,
Guðmundur að
nafni. Valdi
smiður bað fé-
laga sinn að bora í gegnum annað
borð i þriðja bandi bátsins. „Ég
skil, ég skú,“ svaraði aöstoöarmað-
urinn að bragði og byrjaði að bora
af krafti þar sem honum fannst lík-
legast. Ekki vildi betur til en svo að
þegar borinn gekk í gegnum byrð-
inginn lenti hann beint í óæðri
enda Valda. Honum brá skiljanlega
enda svo sárt að hann tókst á loft.
Hann öskraði á Gvend, aðstoðar-
mann sinn: „Það þýðir ekkert að
skilja og skilja og skilja svo ekki
neitt."
Hesturinn sem
sparkaði
í nokkrum fjölmiðlum var sagt
frá þvi fyrir
skömmu að
hestur hefði
sparkað i mann.
Það hafa senni-
lega fleiri en
Sigurður Ó.
Pálsson, fýrrum
kennari, orðið
hissa þegar þeir
heyrðu orðalag-
ið, en Sigurður
orti þegar hann
las fréttina:
Það tilkynnist öllum sem tíðindi
fá
og tjáir ei um að þjarka.
Nú eru hestamir hættir að slá
hér eftir munu þeir sparka
Heilablóðfall
Eins og frægt er orðið hafa knatt-
spyrnuþjálfarar
átt undir högg
að sækja og
margir fengið
að gúka. Marg-
ir þjálfarar eru
sagðir vera
orðnir útúr-
stressaðir og
viðskotaillir.
Þannig var það
á dögunum í
úrvalsdeild í
kvennaboltan-
um að ónefhd-
ur leikmaður klúðraði hverju mark-
tækifærinu af öðru. Þjálfarinn reif
hár sitt og skegg í örvæntingu og í
þriðja sinn sem stúlkan brenndi af
æpti hann:„Hvað er eiginlega að
gerast með þig: Ertu meö heilann í
klofinu eða hvaö?“
Daginn eftir var haidin æfing að
venju en þá bar svo til að sú sein-
heppna mætti ekki á æfinguna.
Þjálfarinn spurði stallsystur hennar
hvort þær vissu hvar hún væri.
Hún var sögð vera veik heima.
Þjálfi spurði þá hvort veikindi
hennar væra þekkt. „Já, hún er
með eins konar heilablóðfall," var
svarið.
Lifandð krufnir
knattspyrnukon-
an sem glíma
við sjúkdóma
tengda heilan-
um. Þannig var
í Morgunblað-
inu fyrir
nokkra sagt fiá
þvi á baksíðu
að ný aðferð
væri fúndin
frétt blaðsins
er sagt fiá upp-
finningu japanskra visindamanna
sem nota sneiðmyndatæki til að
greina þennan banvæna og ólækn-
anlega sjúkdóm. „Blað allra lands-
manna" upplýsir svo að eina aðferð-
in til að greina sjúkdóminn hafi
fram að þessu verið sú að beita
heilakrufningu „sem venjulega er
gerð þegar sjúklingur er látinn",
segir í blaðinu. Nú er þess beðið að
blaðið upplýsi um þau óvenjulegu
tilvik þegar heilakruftiing hefur far-
ið fram á lifandi fólki.
Umsjón Reynir Traustason
við greiningu á
alzheimersjúk-
dómnum. I
Það era fleiri en
Ný aðferð
við grein-
ingu
alzheimers
Fréttir
Einstakt högg á Vestfjarðamóti í golfi:
Kúla á sjöundu
braut lenti
í brjóstvasa
Nilfisk AirCare Filter®
Ekkert nema hreint loft sleppur í
gegnum nýja Nilfisk síukerfið.
Fáðu þér nýja Nilfisk
og þú getur andað léttar!
/rQniX
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SlMI 552 4420
Einstakur atburður varð á Vest-
fjarðamóti I golfí nýverið á 7. braut á
golfvelli ísfirðinga í Tungudal. Þá átti
Kristján Helgason úr Bolungarvík
högg og sló boltann hátt í loft upp.
Sveif hann í fallegum boga en í stað
þess að lenda á flötinni hafitaði hann í
brjóstvasa eins þátttakandans, Ragn-
heiðar K. Þórðardóttur, eiginkonu
Jóns 0. Magnússonar, formanns Golf-
klúbbs Patreksfjarðar.
Ragnheiður sagðist hafa verið að
koma út á pallinn fyrir framan golf-
skálann þegar hún heyrði kaflað
„fore!“ Lítur hún þá upp en sér enga
kúlu. Síðan finnur hún að eitthvað
lendir á bijóstinu á henni og telur vist
að þar sé boltinn. Lítur hún þá niður
Ragnheiöur K. Þóröardóttir fékk golfkúlu í brjóstvasann á móti fyrir
vestan. DV mynd PJ
Fasteignaviðskipti Landsbankans:
Bankinn neitar að
veita upplýsingar
- virðist flokka viðskiptin undir bankalög
Bankastjóm Landsbanka íslands
hefur neitað DV um upplýsingar um
fasteignaviöskipti og leiguviðskipti
sín með íbúð að Miðleiti 10 í Reykja-
vík.
Bankinn keypti umrædda íbúð
samkvæmt þinglýstu afsali 1. nóv-
emþer 1994 af Hallvarði Einvarðssyni
ríkissaksóknara. Kaupverð er ekki
tilgreint í afsalinu og kaupsamningi
var aldrei þinglýst. DV óskaði því eft-
ir upplýsingum um kaupverð íbúðar-
innar. Bankastjómin hafitaði að veita
þessar upplýsingar.
Fyrri eigandi bjó áfram í íbúðinni
frá söludegi og þar til nú í sumar og
var óskað eftir upplýsingum um mán-
aðarlega upphæð húsaleigu. Banka-
stjómin hafnaði að veita þær upplýs-
ingar.
Landsþankinn seldi íbúðina að
Miðleiti 10 í maímánuði sl. DV óskaði
upplýsinga um söluverð íbúðarinnar.
Bankastjóm Landsbankans hafnaði
að veita þær upplýsingar.
í svari bankastjómar Landsbank-
ans, sem undirritað er af bankastjór-
unum Sverri Hermannssyni og Björg-
vin Vilmundarsyni, segir orðrétt:
„Vegna þessarar beiðni vill Lands-
bankinn taka fram að bankanum er
óheimilt lögum samkvæmt að láta
yður í té upplýsingar og gögn af því
tagi sem hér um ræðir nema hlutaö-
eigandi viðskiptaaðili bankans óski
þess sérstakiega. Beiðni yðar er því
hafnað." Höfnuninni hefur veriö vís-
aö til úrskurðamefndar upplýsinga-
mála.
-SÁ
en sér þó engan bolta detta á pallinn.
Þegar betur var að gáð hafði golf-
kúlan góða hafnað í brjóstvasa Ragn-
heiðar. Ekki varð henni meint af en
var óneitanlega bmgðið við þetta sér-
kennilega atvik.
Til gamans má geta þess að fyrir
tveimur árum var Jón, eiginmaður
Ragnheiðar, að slá kúlu á þessari
sömu 7. þraut. Sú kúla sveif líka í fal-
legum boga en í stað þess að hafna á
flötinni small hún í húni á miðstöng af
þremur fánastöngum sem þar vora og
braut hann mélinu smærra. -HKr
Útivistarjakkar
og -buxur
Algjör vatnsheldni, betri öndun
í roki og rigningu.
Líistíðarábyrgð.
Cortina Sport
Skólavörðustíg 20 - Sími 552-1555
Það er gott að til er gott
sem gerir manni gott
ÍSLENSK GARÐYRKJA
£dÁtu/ Etáa/