Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Side 4
18 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 Þrfr léttir og liprir ESím M-Com 506 • 215g • 60 kist. rafhiaða í biðstöðu og (180 mín. ístöðugu tali • 100 númera minni i símanum • Skyndihringing 9 númer • CLI númerabirting 10 númer • SMS skilaboö • 12 mismunandi hringingar • Tölvu og faxteng- ingar 9600bps Smáauglýslngar BOSCH Esrm M-Com 906 «135g • 55 klst. rafhlaða í biðstöðu og í 180 mfn. í stöðugu tali > Grafískur skjár • Innbyggð klukka > 100 númera minni með nafni f símanum • Skyndihringing 9 númer* CLI Númerabirting 10 númer • SMS skilaboð >12 mismunandi hringingar • Tölvu og faxtengingar 9600bps • Hraðhleðslu- BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 ESnDTQ-G700Y 185g • 70 klst. rafhlaða íbiðstöðu og í 170 mín. ístöðugu tali • Innbyagt: klukka, vekjari og reiknivél • Grafískur skjár • Titrings hringing • 100 númera minni I símanum • SMS skilaboð 10 númer Endur- númer tférðir___________________________________________ Þjóðhátíð í Eyjum: Dansað undir flugeldadýrð Hundrað tuttugu og þrjú ár eru liðin síðan þjóðhátíðin var fyrst haldin í Eyjum. Hún hefur alla tíð síðan verið haldin í Herjólfsdal ef undan eru skilin þrjú fyrstu árin eftir gosið í Heimaey. Iþróttafélögin Týr og Þór hafa skipst á um að halda þjóðhátíðina frá árinu 1920. Að næstu þjóðhátíð mun hins vegar standa ÍBV, nýtt sameiginlegt íþróttafélag þeirra Eyjamanna. Húkkaraball Þjóðhátíðin um næstu verslunar- mannahelgi hefst með húkkaraballi flmmtudaginn 31. júlí. Þar munu peyjar og pæjur leitast við að ná sér í félaga yfir helgina. Þeim til aðstoð- ar verða hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Skítamórall. Þjóðhátíðin verður formlega sett klukkan 15 föstudaginn 1. ágúst. Síðan hefst samfelld skemmtidag- Þaö er alltaf fjör fyrir alla fjölskylduna á þjóöhátíð í Eyjum. skrá. Á Brekkusviðinu leika Sálin hans Jóns míns og Skítamórall en Papar leika á Tjamarsviðinu. Fjöldi annarra skemmtikrafta kemur fram. Þar á meðal eru Emilíana Torrini, Jón Ólafsson, KK, D-7, Land og synir, Gos, Johnny on the North Pole og Á móti sól. Barnadansleikir Mjög vönduð barnadagskrá verð- ur alla dagana fyrir yngstu kynslóð- ina. Haldnir verða þrír barnadans- leikir og söngvakeppni fyrir börn. Svo má ekki gleyma brennunni á föstudagskvöld, flugeldasýningunni á laugardagskvöld og brekkusöngn- um á sunnudagskvöld. Árni John- sen er kynnir á þjóðhátíð og sér um brekkusönginn. Vopnafjarðardagar: Greifar og fjársjóðsleit Vopnafjarðardagar hefjast þann 26. júlí næstkomandi og ná há- marki um verslunarmannahelg- ina. Fjölbreytt dagskrá hátíðarhald- anna hefst með hagyrðingakvöldi í íþróttahúsinu laugardaginn 26. júlí. Meðal atburða næstu daga má nefna brigdemót í Miklagarði, gönguferð, sagnakvöld og golfmót. Föstudaginn 1. ágúst fer svo fjör að færast í leikinn. Þá er fyrst farið í skrúðgöngu niður á kaupfé- lagsplan þar sem boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá. Um kvöldið munu svo Greifarnir spila í Miklagarði og stendur ball- ið fram undir morgun. Laugardaginn 2. ágúst verður sjóstangaveiðimót og dorgkeppni. Þá veröur farið í fjársjóðsleit og um kvöldið heldur Todmobile uppi íjörinu langt fram á nótt. Sunnudaginn 3. ágúst er svo efnt til sundlaugarhátíðar og um kvöldið spilar hljómsveitin SSSól í Miklagarði. Engan aðgangseyri þarf að greiða að dagskrárliðunum nema dansleikjunum í Miklagarði og sagna- og hagyrðingakvöldunum. Tjalda má ókeypis á tjaldstæðinu. Einnig er frítt inn á unglingatón- leika, sem hljómsveitirnar þrjár sem áður voru nefndar, munu halda áður en dansleikimir hefj- ast. Hér sést sýning á fornum vinnubrögö- um á Vopnafjaröar- dögum. , I Mjög fallegt útsýni er til allra átta úr vitanum í Papey en hann var byggöur áriö 1922. Papey við Hamarsfjörð: Stórkostleg fuglabjörg Papey úti fyrir Hamarsfirði var lengi vel eina byggða eyjan við aust- urströnd íslands. Sagnir herma að írskir munkar, svokallaðir papar, hcifi verið í eynni á sama tíma og norrænir menn fundu ísland. Fyrsti ábúandi eyjunnar sem vitað er um meö vissu var hins vegar Eiríkur Höskuldsson, prestur á 17. öld. „Það er farið út í Papey á bát sem heitir Gísli í Papey,“ segir Már Karlsson, framkvæmdastjóri Papeyjarferða. „Þetta er 16 tonna yf- irbyggður stálbátur. Mjög skemmti- legur bátur. Siglingin tekur 45 til 50 mínútur." Göngustígar Papey er um tveir ferkílómetrar að stærð og því mjög hæflleg ganga umhverfis eyjuna. Margar smærri eyjar umkringja Papey. Þeirra stærst er Amarey sem er talin fög- ur mjög. Fuglabjörg eru stórkostleg í Papey og hefur þar um aldir verið sigið eftir eggjum. „Þegar út í Papey er komið eru fuglar i björgunum skoðaðir. Það er mikið af fugli í eynni núna. Síðan er gengið um eyna eftir merktum göngustígum. Einnig er farið upp á Hellisbjarg sem er hæsti punktur- inn á eyjunni," segir Már. Elsta og minnsta kirkjan „Kirkjan í Papey er elsta og minnsta timburkirkja á íslandi. Hún er frá 1807. Þar er líka alda- mótahús sem Gísli í Papey byggði - sá sem báturinn heitir eftir,“ segir Már. „Hún kom þarna út með okkur í fyrra hún Rósa B. Blöndal. Þá skrif- aði hún þessa vísu í gestabókina:“ Gísla í Papey gleymum ei, gamla Eyjajarlinum Gísli heitir fagurt fley, fékk það nafn af karlinum. Papeyjarferðir eru famar frá Djúpavogi og er vel þess virði fyrir ferðamenn að koma við í þessari sögufrægu eyju eigi þeir leið um sunnanverða Austfirði. Ferðin tek- ur fjóra tíma og kostar 2500 krónur á mann. Böm að sjö ára aldri fá frítt en fyrir 7 til 13 ára kostar 1000 krón- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.