Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Qupperneq 6
ferðir
20
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
HOTEL KEA
19 4 4
*
% I
* •"-'iy
EITT
1 9.4 4
GLÆSILEGASTA
19 4 4
HOTEL
19 4 I
LANDSINS
19 4 4
AVERÐI
19 4 4
FYRIR
1 9 4 4
ÍSLENDINGA
1:9-4 4
NYR VEITINGASTAÐUR
&&***$ .
iWA'
\fv
Z> HÓTEL KEA
HAFNARSTRÆTI 87-89
600 - AKUREYRI - SlMI 460 2000
Feröafélagiö hefur látiö reisa útsýnisskífu á Esjunni til aö galvaskir göngugarpar geti tengt örnefni viö fagurt útsýniö. Paö eru enda fáir staðir jafn vel til
þess fallnir aö sitja og horfa á fjölbreytt landslagið.
Ferðafálag íslands býður fjölbreytt ferðalög:
Ódýr, fróðleg og skemmtileg
- segir Þórunn Þórðardóttir
Feröafélag íslands stendur fyrir fjölda gönguferöa
um landiö. Þessi mynd er úr gönguferö félagsins
frá Loömundarfiröi til Seyöisfjaröar.
Ferðafélag íslands var stofnað 27.
nóvember árið 1927 og á því 70 ára
afmæli í ár. Það var Sveinn Björns-
son, síðar forseti íslands, sem hvatti
Björn Ólafsson stórkaupmann til að
stofna félagið. Það hefur vaxið og
dafnað jafnt og þétt síðan.
„Félagarnir eru um átta þúsund
og dreifast um allt land,“ segir Þór-
unn Þórðardóttir hjá Ferðafélaginu.
„Það eru tíu deildir í félaginu sem
starfa sjálfstætt og sinna sínum
svæðum. Þetta er eitt fjölmennasta
félag landsins."
32 sæluhús
Ferðafélagið á 32 skála víðs veg-
ar um landið sem allur almenning-
ur nýtir, óháð því hvort fólk er í fé-
laginu eða ekki.
„Hlutverk Ferðafélagsins er
ferðalög og rekstur sæluhúsa í
óbyggðum og hefur veriö það frá
upphafi ásamt útgáfu árbókar sem
komið hefur út óslitið frá árinu
1928,“ segir Þórunn.
„Fyrsta sæluhúsið var reist árið
1930 á Kili þvi að frumkvöðlar fé-
lagsins töldu að það væri framtíðar-
land fyrir ferðafólk. Síðan hafa
fleiri svæði bæst við. Sæluhúsin eru
það sem við leggjum mikla áherslu
á að reka og við höfum skálaverði í
þeim flestum. Okkar aðalmarkmið
er að sjá til þess að það sé góð um-
gengni og ekki áníðsla á landi í
kringum sæluhúsin."
Fyrsta ferð á vegum Ferðafélags-
ins var farin árið 1929. Síðan hefur
félagið staðið fyrir óteljandi ferðum.
Gönguferðir vinsælar
„Gönguferðir með bakboka eru
vinsælastar. Það má nefna svæði
eins og Hornstrandir.
Það fara yfir hundrað
manns þangað árlega.
Siðustu árin hefur
Laugavegurinn þar
sem gengið er með
bakpoka á milli skála
verið vinsælasta
svæðið. í fyrra voru
það yfir fimm hundr-
uð manns sem við
fórum með yfir
Laugaveginn og það
verður ekki minna
núna. Á Kjöl eru
færri ferðir en við
erum að ná vinsæld-
um þeirra upp. Það er
mjög fallegt svæði.
Þar er einnig gengið
á milli skála.
Síðan erum við
auðvitað um allt land.
Gönguferðir hafa
unnið mikið á og fólk
á orðið góðan ferða-
búnað. Undirstaða
þess að njóta ferðar er
að vera með réttan
búnað.
Við erum líka með
dagsferðir. Það er
mjög vinsælt. Þá er keyrt eitthvað
stutt og gengið í þrjá til fimm tíma.“
Gönguferðir Ferðafélagsins eru
nokkuð frjálslegar. Fólk kemur til
dæmis með sinn eigin mat og ræður
hvenær það snæðir. Þá er göngu-
hraða oft hagað eftir veðri og að-
stæðum í hverri ferð.
„Þessar ferðir okkar eru vinsælar
vegna þess sem fólk getur lagt af
mörkum sjálft. Við höfum einnig
góða staðkunnuga fararstjóra og sjá-
um um gistingu og flutning."
Innifalið í félagsgjaldi Ferðafé-
lagsins er árbókin og afsláttur í
ferðir.
„Það eru margir sem hafa áhuga
á félagsaðild til að fá þessa árbók.
Hún þykir mjög góð staðfræði og
ein besta íslandslýsingin sem til
er,“ segir Þórunn.
Ferðir um verslunar-
mannahelgina
Ferðafélagið er með margar ferð-
ir á dagskrá um verslunarmanna-
helgina.
Þann 1. ágúst verður lagt af stað í
þrjár helgarferðir. Frá Nýjadal til
Tungnafellsjökuls, um Þórsmörk og
Fimmvörðuháls og í Landmanna-
laugar.
Þá verður farið í sex daga bak-
pokaferð um Fljótshverfi og í Núps-
staðarskóga.
Þann 2. ágúst verður svo farið í
tveggja daga ferð um Núpsstaðar-
skóga.
„Vonandi hefur fólk þá ímynd af
Ferðafélaginu að við séum að leggja
áherslu á ódýr, fróðleg og skemmti-
leg ferðalög og svo rekstur sælu-
húsa sem við reynum að gera af
myndarskap," segir Þórunn.
Kántríhátíð á Skagaströnd:
Dansleikir alla helgina
Kántríhátíðin er ómissandi þátt-
ur í mannlífi Skagastrandar um
verslunarmannahelgina.
í ár verður boðið upp á dans-
kennslu og línudanskeppni undir
stjóm Hennýar Hermanns.
„Viö ætlum að reyna að stefna
hingað eins miklu af linudans- og
kántríáhugafólki og hægt er,“ segir
Guðjón Sigvaldason, skipuleggjari
Kántrihátíðar. „Þetta er fjölskyldu-
hátíð. Við verðum með ýmislegt fyr-
ir bömin. Það verður til dæmis rat-
leikur og hestaleiga.
Siðan verður útimarkaöur þar
sem verða til sölu hlutir tengdir
kántrítónlist og ýmislegt annað.“
Dansleikir
„Við erum með dansleiki alla
verslunarmannahelgina,“ segir
Guðjón. „Síðan er Kántríbær opinn
og við erum með hótel hér á Skaga-
strönd. Fólk getur komið við hérna
og átt notalegan dag með okkur,
hvort sem það kemur alla helgina
eða bara einn dag.“
Tjaldstæði em ókeypis á Kántrí-
hátíð.