Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 23 *Qprðir fbúar Borgarfjaröar eru mjög hrifnir af álfum enda heitir hátíöin þeirra Álfaborgarsjens. Borgarfjörður eystri nýtur sífellt meiri vinsælda sem ferðamanna- staður enda landslag fagurt og margar góðar gönguleiðir í ná- grenninu. Nú búa um 170 manns í Borgarfirði. Á sumrin er orðið al- gengt að gestir á staðnum séu fleiri en heimamenn. Undanfarin ár hafa Borgfirðingar gert sér og gestum sínum glaðan dag um verslunarmannahelgina. Hátíðin Álfaborgarsjens verður í ár haldin í fjórða sinn en það er Ferða- málahópur Borgarfjarðar sem skipuleggur hátíðarhaldið. Byijað verður aö hita upp fyrir helgina strax fimmtudaginn 31. júlí þegar gengin verður fjöruganga. Föstudaginn 1. ágúst verður ósvikin kráarstemning í Fjarðarborg og mun þar meðal annars fara fram hagyrðingamót. Laugardaginn 2. ágúst verður mikið um að vera. Hafnardagur verður í Hafnarhólma, knattspymu- leikur á Geitlandsvelli, Álfaborg- arsjens hjá Álfaborg og hið vinsæla kvenfélagsball i Fjarðarborg. Magnús Scheving verður í Fjarð- arborg sunnudaginn 3. ágúst. Þar verður flutt leikritið Áfram Lati- bær. Sama dag verður guðsþjónusta í Bakkagerðiskirkju og lagt í ævin- týraferð frá Fjarðarborg. Svo verður grillað og skemmt sér að hætti heimamanna. Margar gönguleiðir Fyrir þá sem vilja hressa sig á góðri gönguferð eru merktar göngu- leiöir frá Borgarfirði til Loðmund- arfjarðar umhverfis Dyrfjöll með viðkomu í Stórurð. Þá er einnig merkt gönguleið um Gönguskörð, hina fomu leið milli Njarðvíkur og Héraðs. Tilvalið er fyrir þá sem vilja fara í styttri gönguferðir að skoða Hvannagil í Njarðvík, Bakkaárgil, Lobbuhraun eða Kiðubjörg. Frá útsýnispalli sem settur var upp í Hafnarhólma í vor er frábært útsýni yfir Borgarfjörð og fjöllin í kring, en þau era meðal þeirra elstu á íslandi, um það bil 10 til 15 millj- ón ára gömul. Mikið er um fagra steina í Borg- arfirði en öll steinatínsla er bönnuð nema með leyfi landeiganda. Hins vegar er hægt að heimsækja versl- un Álfasteins en þar er að finna mikið úrval af steinum og ýmsa gripi unna úr steinum og bergi frá svæðinu. Auðvitað er líka margt að skoða í þéttbýliskjamanum Bakkagerði sem er í fjarðarbotninum. í kirkj- unni er til dæmis fræg altaristafla sem meistari Kjarval málaði árið 1914. Heppilegur áningastadur við þjóðveginn Bjóðum upp á aðstöðu til stærri eða smærri mannfagnaða Veitíngar - Fjölbreyttír gistímöguleikar Bensínajgreiðsla - Seðla - og kortasjálfisali Hraðbanki - Upplýsingamiðstöð Tjaldstœði - Ferðamannaverslun Veriö ávallt velkomln /PtMVMl Hrútafirði - Sími 451 1150 f . ...... \ Hvernig líður þínum bíl? Svona? Inntaksventill bílvélar sem gekk 12.000 km á venjulegu bensíni. Eða svona? Inntaksventill bílvélar sem gekk 12.000 km á HreintSystem3 benslni. Olís og ÓB selja eingöngu HreintSystem3 bensín. Tæknivæddasta og léttbyggð- asta V6 vél sem framleidd er í dag. ABS, loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Fjöllíðafjöðrun, þjófavörn. Bíll með frábæra aksturseigin- leika, á verði sem enginn annar getur boðið. ingvar " Helgason hf. Sawtitiijifóa 2 NI5SAN \ / 1 \ / \ / h \ \ / / v\—/ 1—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.