Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 14
Leitið upplýsinga og tilboða.
Snæfellsássmótið í tíunda sinn:
Sjálfsrækt og
andleg vinna
Snæfellsássmótið, Mannrækt
undir Jökli, verður haldið í 10. sinn
dagana 1. til 4. ágúst. Mótið er fyrir
alla sem viija fræðast um sjálfsrækt
og andlega vinnu á gleðiríkan og já-
kvæðan hátt, að sögn mótshaldara.
Þar verður hægt að kynnast fólki
með sams konar áhugamál.
Margir munu leggja hönd á plóg
til að dagskráin verði sem fjöl-
breyttust og áhugaverðust fyrir
mótsgesti. Mótið er sett klukkan 22
fóstudaginn 1. ágúst.
Boðið verður upp á fjölda fyrir-
lestra, auk þess sem hægt verður að
komast í einkatíma í spila- og spá-
lestri, fá áruteikningu og heilun. Þá
verða reikimeistarar meö heilunar-
vígslu, losunarathöfn verður í
hringnum og friðarathöfn við frið-
arstólpann. Einnig mun fara fram
kynning á alþjóðlegmn friðarsam-
tökum, námskeið verða fyrir þá sem
vilja hætta að reykja og einnig í
málun ánunynda og í seiðmennsku.
Boðið verður upp á skyggnilýsing-
ar, dáleiðslu í leit að fyrra lífi og
helgistund við Maríulindina.
J&S
Bílaleigan
Álfhólsvegi 49,200 Kópavogur
Sími 554 2626, fax 554 3842
- segir Markús Einarsson framkvæmdastjóri
TROÐFULL BUÐ
af ferðatöskum og handtöskum
r a w « • w
Skólavöröustíg, 101 Reykjavík
Sími5515814, Fax 552 9664
Að gista á farfugla-
heimili er með algeng-
ari gistimátum í mörg-
um löndum heims.
Vinsældir farfugla-
heimila fara einnig
vaxandi á íslandi enda
er hér búið að byggja
upp net gististaða sem
bjóða upp á ódýra en
þægilega gistingu.
„Við erum með þrjá-
tíu heimili hringinn í
kringum landið,“ segir
Markús Einarsson,
framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra
farfúgla. „Þau eru mis-
munandi að stærð. Allt
frá 8 rúmum upp í
hundraö eins og er hér
í Reykjavík. Netið er
þannig upp byggt að
fólk á að geta ferðast
hringinn í kringum
landið og dvalið ein-
göngu á farfuglaheimil-
um.“
Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra farfugla.
Góð aðsókn
„Það hefur verið
ágætis aðsókn og menn
ættu að panta fyrir-
fram til að vera örugg-
ari með gistingu. Þetta
er bæöi ódýr og vinsæll
gistimáti," segir Mark-
ús.
„Fólk getur ráðið
hvort það er í svefnpoka eða upp-
búnum rúmum. Á öllum farfugla-
heimilunum er gestaeldhús svo að
fólk geti eldað sér sjálft mat. í sum-
um þeirra er einnig seldur morgun-
verður en þetta byggist samt aðal-
lega á því að fólk geti komið með
sinn eigin mat og eldað sér á hag-
kvæman hátt.
Útlendingamir eru enn í meiri-
hluta meðal gesta. Þetta eru mikið
hópar sem koma hingað og eru að
ferðast um landið í rútum. Það hef-
ur aftur á móti verið umtalsverð
aukning íslendinga hjá okkur á
undanfornum árum. Fleiri og fleiri
eru að uppgötva þennan gistimögu-
leika.“
Alþjóðlegt samstarf
Farfuglaheimilin á íslandi eru að-
ilar að alþjóðlegu sambandi far-
fuglciheimila:
„Hreyfingin er mun meira þekkt í
mörgum öðrum löndum heldur en
héma. Það er kannski þess vegna
sem fleiri útlendingar nýta sér þetta
en íslendingar. Þeir þekkja frekar
merkið og vita fyrir hvað það stend-
ur.
Það er lagt upp úr því að skapa
gott andrúmsloft á heimilunum. Við
erum með setustofur og annaö slíkt
svo að fólk getur blandað geði hvað
við annað," segir Markús.
Rúmið á þúsundkalf
Fyrir þá sem eru með farfugla-
skírteini kostar rúm 1000 krónur
fyrir eina nótt á farfuglaheimilun-
um. Ferðamenn geta annað hvort
notað svefhpoka eða komið með sín
eigin sængurföt. Fyrir aukagreiðslu
er einnig hægt að fá uppbúin rúm.
Þeir sem ekki hafa skírteini borga
1250 krónur. Böm innan 5 ára fá
frítt inn og 5 til 13 ára greiða hálft
gjald.
Það kostar svo 1200 krónur að fá
farfúglaskírteini sem gildir um all-
an heim í eitt ár. Síminn hjá Banda-
lagi íslenskra farfugla er 553 8110.
i
■