Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Síða 17
JLlV MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 31 férðir Isafjarðarhátíðin 25. til 27. júli: Bryggjuball og furðufley Ísafjarðarhátíðin hefur farið fram í lok júlí undanfarin ár við fögnuð heimamanna og ferðalanga. Núna í sumar verður hátíðin haldin 25. til 27. júlí. „AUan ársins hring tökum við á móti gestum hér í þessum bæ, flest- um þó yfir sumarmánuðina," segir Þórunn Gestsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra. „Ferðamenn leita hing- að til að njóta útivistar og hér eru sannarlega möguleikamir til þess. Ferðaþjónustuna eflist með hverju árinu.“ Gönguferðir, siglingar, skoðunar- ferðir, sumarkvöld í Neðstakaup- stað, sandkastalakeppni, veiði- og hestaferðir eru meðal þess sem ferðamenn geta skemmt sér við á ísafirði, að sögn Þómnnar. Dansað um borð í tilefni Ísafjarðarhátíðarinnar verður margt gert til hátíðabrigða. Siglt verður norður á Hesteyri, haldinn markaður í Neðstakaup- stað, farið í kvöldverðarferð í Vigur og dansað á dekkinu við harmón- íkutónlist. Þá verða dansleikir í landi á öldurhúsum bæjarins. Á Hótel Eddu, Núpi, Dýrafirði, verður föstudagskvöldið 25. júlí dúndrandi sveitatónlist og dansaður línudans undir stjórn hótelsfjórans Jóhanns Gunnars. Fjörið heldur áfram á laugardeginum og þá fer fram dorgkeppni og furðufleyja- keppni. Einnig verður boðið upp á siglingar með áætlunarbátmn og ferju, skemmtitæki ýmiss konar, götukeppni í körfubolta, ratleik, kveðskap í kaffileikhúsi og fleira. Isafjarðarhátiö hefur verið haldin nokkur undanfarin ár. Hafa bæöi ungir sem aldnir skemmt sér konunglega við ýmis skemmtiatriöi. Lautarferð og blysför hingað í heimsókn og mun skemmta bæjarbúum á ísa- fjarðarhátíðinni. Þá verður bryggju- ball í Sundahöfn á laugardagskvöld- inu og á Hótel ísa- firði mun Rúnar Þórisson leika á gítar fyrir matar- gesti. Á sunnudaginn eru siglingar í boði, einnig lautar- ferð inn í Tungu- dal. Þá verða tón- leikar Guðrúnar Jónsdóttir söng- konu og Margrét Gunnarsdóttir pí- anóleikara í Tjöru- húsi. Ísafjarðarhátíð lýkur með blysför frá Safnahúsinu á Eyrartúni. Þaðan verður haldið upp í Stórurð kveiktur varðeldur. Eins og að fram- an greinir verður keppt í siglingum á furðufleyjum á Ísafjarðarhátíð- inni. Áhugamenn um slíka uppá- komu eru hvattir tii að koma með fley sín til keppni. Nánari upplýs- ingar um Ísafjarðarhátíðina eru veittar í Upplýsingamiðstöð ferða- mála ísafirði í síma 456 5121. Þá má geta þess að sænsk lúðra- sveit frá Linköping er væntanleg flfl iW Snorrabraut 27 105 Reykjavík. sími: 551 3060 • Sumartilboð með öllu, mat, drykk og gistingu, verð frá kr. 4.900 á mann. • Sælkerahlaðborð, 25 rétta, á sunnu- dagskvöldum í júlí og ágúst, verð kr. 1.800 á mann. • Verslunarmannahelgarpakki, matur, músík og mikið fjör. • Gisting frá 2.325 kr. á mann. • Happdrætti, tveir heppnir gestir fara til Irlands í haust. • Fyrsta flokks þjónusta. • Ný og uppgerð herbergi, að auki svefnpokapláss. • Hvert sem tilefnið er þá mundu Hótel Bifröst. Lettlð upplýsinga og pantanlr á Hótel Blfröst, Norðurárdal, Borgarfirði, siml 435 0005, fax 435 0020. < Tjaldvagnar og fellihýsi njóta alltaf vinsælda. Það færist í vöxt að fólk taki gripinn meö sér til útlanda. Hér sést Bogi Baldursson hjá Títan fyrir framan laglegan tjaldvagn. Fellihýsi og tjaldvagnar: Fimmtán sekúndna verk - segir Bogi Baldursson hjá Títan Fellihýsi og tjaldvagnar njóta alltaf vinsælda. Mörgum finnst þægilegt að geta sofið í einhverju sem er veigameira en tjald en jafn- framt það meðfærilegt að gott sé að ferðast með það um landið. „Tjaldvagnar hafa verið vinsælir frá því að þeir komu á markað árið 1971. Mesta salan er í júní og júlí. Tjaldvagnamir eru fjögurra til sex manna,“ segir Bogi Baldursson hjá Títan. „Það er fimmtán sekúndna verk að setja þá upp. Um leið og menn eru komnir á staðinn er þetta orðið klárt og tilbúið.“ Það er sem sagt mjög einfalt að setja upp tjaldvagnana: „Þegar menn koma á tjaldstæöið finna þeir sér þann blett sem þeir vilja vera á. Síðan taka þeir yfir- breiðsluna af og stilla vagninn af. Þeir losa hespumar og velta vagnin- um yfir.“ Fellihýsi einnig vinsæl Fellihýsin seljast mest í maí og júní,“ segir Bogi. „Þau eru sex til átta manna og það tekur um fimm mínútur að sefja þau upp. Þau em skrúfuð upp með sveif og síðan draga menn svefntjöldin út sitt hvorum megin. Síðan þarf að ganga frá hurð og ööm þess háttar. Ungt fólk er farið að sækja meira í tjaldvagnana en það gerði. Þetta hefur verið fólk yfir fertugt sem hef- ur verið stærsti hópurinn. Yngra fólkið, sem greinilega hefúr kynnst þessun vögnum sem krakkar, er að veröa stór hópur núna. Það þekkir ekki annað en þennan þægilega feröamáta." „Það sem er að aukast núna er að menn fari með vagnana til útlanda. Það er mjög þægilegt," segir Bogi. Tjaldvagnamir hjá Titan kosta frá ríflega 300 þúsundum króna en fellihýsin frá 520 þúsundum. ‘JBP-• Æ] # ’ j * WljA WU' mtm Nýju ostasneiðarnar eru tilvaldar í ferðalagið! Á ferðalagi getur veriö gott að losna við óþarfa umstang. Með nýju ostasneiðunum er tekið tillit tilþessa, því sneiðunum er einfaldlega rennt út á bakka þar sem þœr eru tilbúnar beint á brauðið. Að lokinni máltíð er bakkinn settur aftur ípokann og hann brotinn í endann. ekkert vesen / nyju umbúöunutn eru Gouda 26%, Gouda 17%,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.