Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1997, Page 20
AUK / SÍA k739-120
34
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 DV
T
Lónsöræfi
Lónsöræfi eru stórkostlegt gönguland austan Vatnajökuls og upp frá Lóni.
Landið er afar litríkt, enda er það eitt fegursta líparítsvæði á íslandi.
Fallegur kjarrgróður er víða og mikið um fallega náttúrusteina.
Oft má sjá hreindýr á beit á Lónsöræfum.
Hafðu þessi orð ofarlega
í huga þegar þú heldur
til fjalla í sumar.
Á fótunum ættirðu svo að
hafa ítalska Scarpa skó
sem geta borið þig hér um
hvert á land sem er.
Scarpa skórnir eru fram —
leiddir úr bestu efnum sem
fáanleg eru. Skórnir eru
mótaðir, fóðraðir og síðan
saumaðir saman á botninum.
Því næst er sólinn límdur á þá
þannig að samskeytin lokast
en þetta tryggir endingu og
vatnsheldni skónna.
Scarpa skórnir fást í miklu
úrvali - spurðu okkur til vegar
og við aðstoðum þig við valið.
FRAMMK
Advance leðurskór
með Gore-Tex vatnsvöm
Lite Trek GTX léttir skór
úr næloni og rúskinni
með Gore-Tex vatnsvöm
jura - mjúkir skór
úr burstuðu leðri.
NýrVibram veltisóli
Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík • Síml 561 2045
Netfang skatabud@itn.is
Ferðagleði
úthald,
skipulag
þrautseigja
Skaftafellsýsla er fögur mjög.
Skaftafell:
Vinsæll þjóðgarður
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er
einn vinsælasti ferðamannastaður
landsins enda aðstaða fyrir ferða-
menn góð og frábært útsýni upp á
Vatnajökul og sérstaklega Ör-
æfajökul. Skaftafell er gamall þing-
staður og Skaftafellssýslur eru
kenndar við staðinn.
Það var að frumkvæði dr. Sigurð-
ar Þórarinssonar jarðfræðings sem
Skaftafell var gert að þjóðgarði árið
1967.
Lómagnúpur
Lómagnúpur i Vestur-Skaftafells-
sýslu, skammt ffá Skaftafelli, er eitt
sérstakasta og fallegasta fjall lands-
ins. Hann er 688 metrar á hæð, eitt
af hæstu strandbjörgum á íslandi.
Líklegt er að Lómagnúpur hafi áður
fyrr náð fram í sjó.
Útsýniö frá Skaftafelli er glæsilegt.
Landsmót hvítasunnumanna:
Söngur og
samkomur
Hvítasunnumenn halda ár-
legt landsmót sitt í Kirkju-
j lækjarkoti við Fljótshlíð um
j verslunarmannahelgina. Mótið
S verður sett fimmtudaginn 31.
júlí og er dagskráin fjölbreytt.
Kvöldvökur, varðeldur og lífleg-
| ur söngur eru meðal þess sem
? einkenna hátiðina auk sérstaks
:S móts fyrir börnin þar sem verð-
ur dagskrá allan daginn.
Gæsla verður fyrir yngstu
bömin á meðan á samkomum
| stendur. Allir eru boðnir vel-
komnir til að njóta verslunar-
Imannahelgarinnar i góðum fé-
lagsskap og fallegu umhverfl.
Hótel Bifröst:
Jasstríó og
veisluhlaðborð
Margt verður um að vera á Hótel
Bifröst um verslunarmannahelgina.
Til dæmis mun jasstríó Þóris Bald-
urssonar spila og harmóníkuleikari
kemur í heimsókn.
Bifröst er góður staður tii að
slaka á. Þeir sem vilja vera á far-
aldsfæti geta fengið þar góð ráð um
gönguferðir, hestaferðir og veiði-
ferðir í nágrenninu.