Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1997, Blaðsíða 1
21 FH-ingar höföu ærna ástæöu til að gleðjast á Laugardalsvellinum um helgina. DV-myndir Hilmar Pór Vésteinn Hafsteinsson sýndi gamalkunna takta í kringlukastinu. Hann sigraöi og færöi ÍR dýrmæt stig. DV-myndir Hilmar Pór Siglfirðingurinn sló í gegn með Skagamönnum Bls. 24-25 Gísli stefnir á tvöfaldan sigur í torfærunni Bls. 28 GR og Keilir unnu sveitakeppnina í golfi Bls. 22 Noröurlandamót öldunga í frjálsum: Besti árangur ís- lendinga til þessa - aldrei áður jafnmörg verölaun NM öldunga í frjálsum fór fram í Lillehammer í Noregi um helg- ina. íslenska keppnisliðið hefur aldrei verið jafnfjölmennt og nú, 19 keppendur og þeim gekk líka mjög vel í veðurblíðunni úti þar sem þeir náðu 27 verðlaunum en ís- lenskt lið hafði mest náð 18 verð- launum áður. Af þessum 27 verðlaunum voru sex gullverðlaun. I flokki karla 35-39 ára náði Jón Oddsson gull- inu bæði í langstökki, stökk 6,99 m, og í þrístökki þar sem hann stökk 14,44 m. í flokki 65-69 ára fékk Karl Torfason gull í lang- stökki fyrir stökk upp á 4,57 m. Helga Bjömsdóttir fékk gullverð- laun í 800 m hlaupi í flokki 45-49 ára, hljóp á tímanum 2.33,71. í flokki 50-54 ára náði Anna Magn- úsdóttir tvennum gullverðlaunum. Hún sigraði með nýjum íslands- metum bæði í spjótkasti og kúlu- varpi. Hún kastaði spjótinu 25,11 m og kúlunni 10,57 m. -ÖB Guðrún fimmta í Mónakó Guðrún Arnardóttir hafnaði í fimmta sæti í 400 m grinda- hlaupi á Grand-Prix móti í Mónakó í fyrrakvöld. Hún hljóp á 55,22 sekúndum og var þvi nokkuð frá íslandsmetinu, 54,79 sekúndur, sem hún setti í Zúrich á mið- vikudaginn. Kim Batten frá Bandaríkjun- um sigraði á 53,06 sekúndum, Deon Hemmings frá Jamaíka varð önnur á 53,22, Tatjana Ter- eshcuk frá Úkraínu þriðja á 53,64 og Debbie-Anne Parris frá Jamaíka fjórða á 55,06 sekúnd- um. Rétt á eftir Guörúnu voru Andrea Blackett frá Barbados, Anna Knoroz frá Rússlandi og Susan Smith frá írlandi. Önnur helstu úrslit á mótinu eru á bls. 27. -vs Þórður skoraði og Genk er efst Þórður Guðjónsson skoraði fyrsta mark Genk þegar liðið vann góðan útisigur á Lokeren, 1-5, í belgísku 1. deildinni í knattspymu í fyrrakvöld. Genk hefur byrjað mjög vel og er á toppnum eftir tvær fyrstu umferðimar. Úrslitin og staðan í Belgíu eru á bls. 27. -VS Eyjólfur frískur í bikarnum Eyjólfur Sverrisson lék mjög vel á laugardag þegar Hertha Berlín sigraði Stahl Eisenhútt- enstadt, 4-0, á útivelli í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í knattspymu. Eyjólfur skoraði fýrsta mark Herthu strax á 5. mínútu og á 55. mínútu komst Hertha í 2-0 þegar boltinn fór af vamarmanni heimaliðsins í netið eftir fyrir- gjöf Eyjólfs. Rheinische Post sagði að Eyjólfur hefði verið annar tveggja bestu leikmanna Herthu. -VS Cantona í mál við Man. Utd? Eric Cantona, fyrrum fyrirliði enska knattpspymuliðsins Man- chester United sem lagði skóna á hilluna í vor, íhugar að fara í mál við félagið. Cantona á í deilum við United um hagnað af treyjum sem bera nafn hans og hefur lagt málið í hendur lögfræðings síns. -VS Ásthildur ekki meira með Ásthildur Helgadóttir leikur ekki meira með íslandsmeistur- um Breiðabliks í knattspymu kvenna í úrvalsdeildinni í sum- ar. Hún fór til náms i Bandaríkj- um strax eftir lokaleik Blika- stúlknanna á Norðurlandamót- inu á laugardag. Ásthildur kemur þó heim til að spila bikarúrslitaleikinn með Breiðabliki gegn Vai. Hún mun stunda nám í verkfræði viö Vanderbilt-háskólann í Tenn- essee og leika knattspymu með skólaliðinu. -ih/VS Lottó: 6 7 19 31 35 - 2 Ensk/sænski boltinn: 212 X21 X21 11X2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.