Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1997, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1997
23
GÓ5 þraut
hiá Jóni
íþróttir
Hnefaleikar:
Yfirhuröir
hjá La Hoya
Oscar De La Hoya varði um
helgina heimsmeistaratitil sinn
í veltivigt hnefaleika.
La Hoya baröist gegn
Hector Camacho, fyrrver-
andi heimsmeistara og
. Hoya dæmdur
eftir tólf lotur.
La Hoya hafði mikla
'firburði og hefur
kki enn tapað í
iringnum.
-SK
'IU
í
- hlaut 8.246 stig
og hafnaði í 5.
sæti á sterku móti í
Talence í Frakklandi
cantabrian
Jón Amar Magnússon náði mjög
góðum árangri í tugþrautarkeppni í
Talence í Frakklandi um helgina.
Jón hafnaði í 5. sæti og hlaut 8.246
stig.
Chris Huffins frá Bandaríkjunum
sigraði og hlaut 8.425. Tomas
Dovrak frá Tékklandi, heimsmeist-
ari, varð annar með 8.380 stig og
Eistlendingurinn Erki Nool þriðji
með 8.363 stig.
Tékklendingurinn Romar Sebrle
varð fjórði með 8.301 stig, aðeins 55
stigum á undan Jóni Amari.
Jón Amar hljóp 100 m hlaup á
10,65 sekúndum en íslandsmet hans
í greininni er 10,56 sekúndur. í lang-
stökki stökk hann 7,44 metra og kúl-
unni varpaði hann 14,89 metra.
Þá var komið að hástökki en þar
stökk Jón Amar 2,01 metra. 400
metrana hljóp hann síðan á 47,93
sekúndum og var með 4.369 stig eft-
ir fyrri daginn.
Þurfti að gefa eftir í lok
þrautarinnar
Jón Amar hóf keppni í gær með
þvi að hlaupa 110 metra grinda-
hlaup á 14,21 sekúndu. Kringlunni
kastaði hann 45,04 metra. Þegar hér
var komið sögu vom
þrjár greinar eftir.
Jón Amar stökk 4,80
metra í stangarstökki,
kastaði spjóti 59,98
metra og hijóp síðan
1500 metra hlaupið á
4:57,78 mínútum.
Jón Amar meiddist
á heimsmeistaramót-
inu í Aþenu fyrr í
sumar og með hlið-
sjón af þeirri stað-
reynd er árangur hans
mjög góður um helg-
ina.
Ljóst er þó að hann
var þreyttur í lok
þrautarinnar enda
hafði hann misst úr
æfmgatima vegna
meiðslanna.
íslandsmet Jóns
Amars er 8.470 stig en
á síðustu ólympiuleik-
um hlaut hann 8.274
stig, aðeins 28 stigum
meira en í Talence um
helgina, sem sýnir að
hann er á réttri leið.
-SK
NM í goffi:
Fjótba sætið varð
hlutskipti íslands
íslensku landsliðin í golfi, karla-
og kvennalið, uröu í fjórða sæti á
Noröurlandamótinu í golfi sem fram
fór um helgina f Noregi.
Svíar unnu tvöfaldan sigur. Þeir
sigraðu í karlaflokki og léku samtals
á 755 höggum. Finnar komu næstir á
770 höggum og bronsverðlaunin fóm
til Norðmanna sem léku á 776
höggum. íslenska karlaliðið lék
samtals á 778 höggum og var því
aðeins tveimur höggum frá því að
tryggja sér bronsið. Danir ráku
lestina hjá körlunum og léku á 784
höggum.
Sigurlið Svía í kvennaflokki lék á
483 höggum. Norðmenn náðu öðm
sæti og léku á 487 höggum.
Bronsverðlaunin fóra til Dana sem
léku á 491 höggi. íslenska liðið varð
fjórða eins og áður sagði og lék á 501
höggi.
-SK
Gott hjá O’Meara
Mark O’Meara frá Bandaríkjunum
vann sigur á stórmóti atvinnumanna
í golfi sem lauk um helgina i
Frakklandi.
O’Meara lék á 271 höggi. Jarmo
Sandelin, Sviþjóð, varð annar á 272
höggum og Greg Norman, Ástralíu,
þriðji á 273 höggum. -SK
Guðrún í fremstu röð í Japan
Guðrún Amardóttir varð í sjötta sæti 1 400 metra grindahlaupi á síðasta Grand Prix-mótinu sem fram fór í
Japan um helgina. Guðrún hljóp á 55,96 sekúndum. Það eitt að Guörún vann sér þátttökurétt á mótinu sýnir
styrk hennar og sjötta sætið undirstrikaði að hún er í allra fremstu röð í heiminum í greininni. Á myndinni
stormar Guðrún yfir eina grindina en á hæla hennar kemur Anne Knoroz frá Rússlandi. ReuterASK
sigursælt á
U.S. Open
Daninn Poul-Erik Hoyer-
Larsen og Kim Dong Moon frá
Suöur-Kóreu unnu til þriggja
gullverðlauna á opna bandariska
meistaramótinu í badminton
sem lauk um helgina.
Þeir félagar unnu gullverð-
laun í sömu greinum á síöustu
ólympíuleikum í Atlanta.
Hoyer-Larsen sigraði landa
sinn, Peter Gade-Christensen, í
úrslitum einliðaleiks, 15-6, 7-15
og 15-6.
Dong Moon vann tvíliöaleik
og tvenndarleik og sýndi að
hann er með allra bestu
badmintonleikurum heims í dag.
Danskur sigurkvenna
Danska stúlkan Camiila Mart-
in sigraði í einliðaleik kvenna.
Hún lék til úrslita gegn kín-
versku stúlkunni Dai Yun og
sigraði í hörkuleik, 11-4, 6-11 og
12-10. -SK