Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Síða 12
myndbönd MYNDBAllDA aMjm'i Fools Rush in: Kaflaskipt * Alex Whitman er að vinna að verkefni í Lí hittir þar Isabel Fuentes og á með henni eii nótt. Nokkrum mánuðum síðar leitar hún ha segir honum að hún sé ólétt. Þau ákveða af hvelli, en fljótlega fara erfiðleikar að koma u bandinu, enda þurfa þau að kynnast hvort ö frá byrjun. Isabel vissi ekki einu sinni að hann byggi ekki í Las Vegas held- ur í New York. Þessi mynd er í flokki þeirra sem kallast rómantískar gam- anmyndir. Eins og í mörgum öðrum slíkum þýðir það að myndin er gaman- mynd í hálftíma og síðan leiðindavella i klukkutíma. Ástarmyndir geta ver- ið fallegar, en þegar þær eru algiörlega innihaldslausar, skarta óspennandi og ótrúverðugum persónum og fylgja formúlunni út í ystu æsar er ekki von á góðu. Salma Hayek er þolanleg, en Matthew Perry er hreinn hryllingur og sést vonandi ekki aftur í bráð. Myndin fær eina stjörnu fyrir nokkur skop- leg atriði í byrjun, en það má i raun slökkva á henni eftir það. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Andy Tennant. Aðalhlutverk: Matthew Perry og Salma Hayek. Bandarísk, 1996. Lengd: 109 mín. Öllum leyfð. -PJ The Godfather: Klassískt verk **** A Guðfoðurserían hefur mikið kvikmyndasögulegt gildi og er einhver jafnbesta sería sem um getur í kvik- myndunum. Fyrsta myndin var gerð árið 1972 og byggð á samnefndri skáldsögu eftir Mario Puzo. Þar var sagt frá Corleone-fjölskyldunni og lék Marlon Brando höfuð fjölskyldunnar, Vito Corleone, guðföðurinn sjálfan. í raun er þó aðalhlutverkið hjá A1 Pacino, sem leikur Michael, yngsta son Vito, sem um síðir tekur við ættar- veldinu af föður sínum. Hér sameinast allt til að gera myndina að klassísku verki. Sagan af valdahrölti fjöl- skyldunnar er í senn epísk og tragísk. Afar vönduð per- sónusköpun og góður leikur gæða persónumar lifi, þannig að þær ná að höfða tU áhorfandans, þrátt fyrir að vera í flestum til- vikum siðblindir hrottar og glæpamenn. Myndin nær vel að sýna bakgrunn- inn, hefðina sem skapast i kringum morðin og glæpina og veldur því að per- sónurnar eru eins og þær eru. Fyrir utan Marlon Brando og A1 Pacino eru margir leikarar i misstórum hlutverkum sem sýna mjög góðan leik og má þar nefna James Caan, Diane Keaton, Robert Duvail, John Cazale, Richard Castellano og A1 Lettieri. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Marlon Brando, Al Pacino o.m.fl. Bandarísk, 1972. Lengd: 164 mín. Bönn- uð innan 16 ára. -PJ The Godfather Part II: **** Tvær sögur Yfirleitt rýmar innihaldið mikið þegar ffamhalds- myndir eru gerðar, enda eru þá oftast gróðasjónarmið listrænni tjáningu yfirsterkari. Önnur guðfóðurmyndin er undantekning á þeirri reglu og er jafnvel enn epísk- ari og tragískari en fyrirrennarinn. Aðalsagan er af valdatíð Michael Corleone. Draumur hans er að losa fiölskylduna út úr allri ólöglegri starfsemi, en ýmislegt verður til að tefla fyrir þeim fyrirætlunum. Hann reyn- ir jafnframt af fremsta megni að vemda fjölskyldu sína en tekst aðeins að simdra henni og stendur að lokum einn eftir sem einmanalegur kóngur yfir glæpaveldi sínu. Hin sagan er af Vito Corleone, flótta hans frá Sikiley og uppgangi hans og frama á sínum yngri árum í Bandaríkjunum. Sú saga er mjög athyglisverð og hefði að ósekju mátt fá stærri sess í mynd- inni. Myndin er vel heppnuð viðbót við fyrri myndina, tekur við þar sem frá var horfið og skýrir margt sem á undan er gengið. Leikararnir sem lifðu fyrri myndina endurtaka hlutverk sín og nokkrir nýir bætast við. Sá bita- stæðasti er auðvitað Robert DeNiro í hlutverki hins unga Vito, en einnig má nefna Bruno Kirby, Lee Strasberg og Michael V. Gazzo. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlut- verk: Al Pacino, Robert DeNiro o.m.fl. Bandarísk, 1974. Lengd: 190 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ The Godfather Part III: Hrömun *** Sextán árum eftir gerð myndar númer tvö kom síðan sú þriðja. Þar er Michael Corleone hér um bil húinn að slfta öll tengsl við glæpastarfsemi og rær nú öllum árum að því að festa fjölskylduauðinn í gamalgrónu fyrirtæki ög tryggja þannig kjölfestu í lögmætri starfsemi. Hinar fjölskyldurnar vilja hins vegar ekki sleppa honum og valdamiklir aðilar reyna að spilla samningum við hluthafa fyrirtækis- ins. Þessi mynd er mun síðri en fyrri myndimar tvær. í fyrri myndunum voru atburðimir látnir tala en hér útskýra persónurnar sjálfar afstöðu sína og tilflnningar og myndin verður fyrir vikið nokkuð til- gerðarleg. Meiningin hefur sjálfsagt verið að færa epíska og tragíska þætti sögunnar í nýjar hæðir, en of fast er blásið og blaðran springur. Viðhaldið er þeirri venju að leysa fjölskylduvandamálin í lokin með ser- íu grimmilegra morða, en hér missir þetta marks, vegna þess að morð- in eru bara hálf-bjánaleg (þetta með gleraugun var alveg út í hött). Myndin á þó sínar stundir og skartar feikigóðum leikhóp. Fyrir utan A1 Pacino em aðeins Diane Keaton og Talia Shire eftir af upprunalega leik- hópnum, en öflugar viðbætur era m.a. Eli Wallach, Joe Mantegna og Ge- orge Hcimilton. Fulltrúar yngri kynslóðarinnar, þau Andy Garcia og Sofia Coppola, era síðri. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Al Pacino o.m.fl. Bandarísk, 1990. Lengd: 163 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 TTTy «cTI J fyrri VIKUR j TITIII ‘*T,J VIKA líUSW ,ITIU ÚTfiEF. í TEfi 14 17 Ný Ný Ný Ný J J J J J J ) J ) ) ) ) ) ) ) J J ) ) ) ) ) J J J J ) ) J ) ) ) J ) ) J J 151 J ) ) ) ) ) J J J ) ) 20 1 12 10 11 12 | 16 13 10 10 j 14 Jli 1S i 13 10 j 11 11 Pwple VS. LmyFlynt Vegas Vaeation j j ) j j .) j ) Wtfntr Hjndff j SkffM Smilla's Sense «f Snew j Smhwom j Spwu FmU Rush In English Patient Skffa Skffa Beavis and Butt-Head Ds Anerica j ciCHqmdkM cmmb Crash Relic j j j j j j j ) HáskéUbíé j SpMM Myadfm | $pmm tlM nvnAlaJ - t|Mn« MHTVJUUfHa «MM SkffM jtjinihfé • $pmm SkffM SkffM Metro JenyMasuire Ghast and the Þarítness Lnrins in Peiil CaspenA Spiríted Beginning ReniM + Juliet Michael Albine Ailipter She's the One BleedandWine Star Trelu First Centact j ckhmmMmi j s*mm j j Extreme Measures SkffM VyMlfMM 1 SpMM SkffM Ekki staldraði Chevy Chase og fjölskylda í Vegas Vacation lengi við í efsta sæti listans. Myndin um klámhundinn Larry Flynt náði að komast í efsta sætið. Fast í kjölfar þessara mynda eru svo nýjar myndir, hin dramatíska sakamálamynd Smilla’s Sense of Snow og rómantíska gamanmyndin Fools Rush in. Stuttu neöar er svo nýjasta kvikmynd hins umdeilda leikstjóra Davids Cronenbergs, Crash, mynd sem hefur farið fyrir brjóstiö á mörgum enda er umfjöllunarefni Cronenbergs mjög svo óvenju- legt, svo að ekki sé meira sagt. Einu sæti neðar, eða í áttunda sæti, er hryllingsmyndin The Relic. People vs. Larry Flynt Woody Harrelson og Courtney Love Myndin fiallar um Larry Flynt, hinn umdeilda útgefanda Hustlers. Þegar blað- ið kom út í fyrsta skipti upphófust strax háværar raddir um að slíkt blað ætti að banna. Flynt neyddist til að hefja baráttu sína fyrir lífi blaðsins, prentfrels- inu og tjáningarfrels- inu í hvaða mynd sem var. Málið fór alla leið fyrir hæsta- rétt Bandaríkjanna og aðstæðurnar urðu til þess að Flynt var skyndilega talinn síðasti krossfari síns tíma. Vegas Vacation Chevy Chase og Beverly D'Angelo Þegar Clark Griswold skipulegg- ur sumarleyfi gerir hann sér grein fyrir öllum þeim smáatr- iðum sem upp kunna að koma og nú skal halda til Las Vegas. En einhvem veginn er það svo að Griswold-fjölskyld- an dregur að sér óvænta hluti. Clark gat til dæmis ekki séð það fyrir að fjöl- skyldumeðlimimir myndu umhverfast og brátt verður spumingin sú hvort fjölskyldan geti nokkurn tímann horfið til fyrra lífs. Smilla s Sense of Snow Julia Ormond og Gabriel Byrne Smilla er hálf- grænlenskur Dani, búsett í Kaupmanna- höfn. Þegar Isah, sex ára drengur, ná- granni Smillu, finnst látinn með höfuðið niður í snjóinn er Smilla ekki sammála lögreglunni um að slys hafi orsakað lát hans, heldur telur hún að hann hafi verið myrtur. Þegar hún lýsir grunsemd- um sínum fyrir lög- reglunni mætir hún engu nema áhuga- leysi og fordómum. Hún ákveður að rannsaka málið upp á eigin spýtur. Fools Rush in Salma Hayek og Matthew Perry Ungur maður frá New York, Alex Whitman, hittir hina fógru Isabel í Las Vegas. Þau eyða einni nótt saman og halda svo til síns heima. Þeg- ar Isabel birtist dag einn á þröskuldin- um hjá Alex og til- kynnir honum að hún sé ófrísk verð- ur hann hinn glað- asti og vill ólmur giftast henni. Isabel samþykkir en það er annað að elska og þekkja hvort annað eins og hinir ungu elskendur eiga fljótlega eftir að komast að. English Patient Ralf Fiennes og Kristin Scott Thomas Undir lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar leita nokkrar stríðshrjáðar mann- eskjur skjóls í gömlu klaustri í Toscana- héraði á Ítalíu. Allar leitast þær við að græða sár sín og finna frið, hver á sinn hátt. Við hverf- um aftur til fortíðar, kynnumst sandbreið- um Sahara-eyði- merkurinnar, þar sem nokkrir menn vinna að kortagerð og finna merka staði. í öllum hitanum og ringulreiðinni kviknar ást sem á eftir að hafa afdrifa- ríkar afleiðingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.