Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Blaðsíða 2
22 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 1997 íþróttir Marel Guölaugsson skoraöi 15 stig í leiknum viö ÍA. Hér brýst hann í gegnum vörn Akur- nesinga án þess aö þeir fái rönd viö reist. DV-mynd Hilmar Pór Sterk vörn skóp sigur hjá Njarðvík DV, Suöurnesjum: Njarðvikingar efndu ófaranna í Hafnarfirði með 77-64 sigri á Haukum í gærkvöldi í Njarövík. í hálfleik var staðan 40-35. „Við verðum að skora fleiri stig ætlum við okkur að vinna Njarðvík. Það fór ekkert ofan í og Njarðvík vara bara sterkara," sagði Pétur Ingvarsson eftir leikinn i Njarðvík. „Það var liðsheildin og vamarleikurinn sem lagði grunninn að sigrinum,“ sagöi Njarðvíkingurinn Friðrik Rúnarsson. Viðureignin var spennandi en bæði liðin áttu í erfiðleikum með sóknina framan af en hún batnaði hjá Njarðvíkingum eftir því sem á leiö. Sigfús og Jón Amar lentu í villuvandræðum í fyrrir hálfleik. í síöari háífleik snem Njarövíkingar leiknum sér í hag og var það vamarleiknum að þakka sem á stundum var mjög sterkur. Hjá þeim skoraði Teitur Örlygsson 23 stig og Örvar Kristjánsson 17. Sherrick Simpson skoraði 21 stig fyrir Hauka og Jón Amar Ingvarsson 16 stig. Fyrri leikurinn Haukar virtust vera að innbyrða stórsigur í fyrri leik liöanna í Hafnarfirði á fóstudagskvöldið. Þeir gáfu eftir á lokasprettinum og Njarðvíkingar minnkuðu muninn í fiögur stig, 74-70, áður en leiktíminn rann út. Sherrick Simpson var stigahæstur Hauka, skoraði alls 22 stig, og Sigfús Gizurarson kom næstur meö 18 stig. Dalon Bylnum skoraði 29 stig fyrir Njarðvíkinga og Friðrik Ragnarsson 19 stig. JKS/ÆMK - er KR-ingar slógu Skagamenn út á Nesinu Jafntefli, 68-68, varð í síðari leik KR og ÍA í Eggjabikarnum, sem fór fram á Seltjarnarnesi á laugardagskvöld. í fyrri leiknum, sem fór fram á Akranesi, sigraði KR með 16 stiga mun og nægði því jafntefli en slík úrslit í körfubolta sjást annars aldrei. Það var loks á síðustu mínútu leiksins að KR- ingum tókst að komast yfir, 67-66. „Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með leik- inn í heild. Við þurftum að vinna upp 16 stiga forskot og gekk nokkuð vel í fyrri hálfleik en ég á bara enga haldbæra skýringu á hinum slæma leik okkar í þeim síðari. KR-ingar sýndu að vísu styrk í síðari hlutanum. Við munum fai-a yfir leikinn og reyna að lagfæra þetta og mætum sterkir í næsta leik,“ sagði Ermolinski, þjálfari ÍA. ÍA-liðið byrjaði mjög vel og fór Damon John- son á kostum, hirti helling af fráköstum og skor- aði grimmt og Dagur Þórisson og Sigurður Þór- ólfsson voru í miklum ham og sýndu bestu hlið- ar sínar. Ermolinski var einnig drjúgur fyrir lið- ið, sterkur í vöminni og hirti aragrúa frákasta. „Ég er mjög ósáttur með leik manna mina í fyrri hálfleik, enda léku þeir flestir undir getu. En við getum líka tekið okkur á eins og kom í ljós í síðari hálfleik. Okkur tókst að komast inn í leikinn og ná jöfnu og er ég mjög ánægður með að vera kominn áfram í keppninni og hlakka til næsta leiks,“ sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR. Það var ljóst að þjálfari KR hafði lesið hraust- lega yfir sínum mönnum í hálfleik því KR-liðið átti oft mjög góða kafla í síðari hálfleik og sýndi hvers það er megnugt. Það bókstaflega kviknaði í Nökkva Má Jónssyni sem átti frábæran kafla í seinni hlutanum, skoraði dýrmæt stig, vann marga bolta og barðist eins og ljón. Marel var einnig mjög virkur ásamt Kevin Tuckson. Ingimar Ómarsson átti nokkuö köflótt- an leik að þessu sinni. í heild er KR-liðið nokk- uð vel skipað og á alla möguleika á að bæta leik sinn. Stig KR: Nökkvi Már Jónsson 20, Kevin Tuckson 18, Marel Guðlaugsson 15, Ingimar Ómarsson 11, Hermann Hauksson 2, Sigurður Jónsson 1 stig og Atli Einarsson 1 stig. Fráköst KR: Sókn: 11. Vöm: 18. Stig ÍA: Dagur Bjömsson 19, Sigurður Þór- ólfsson 18, Damon Johnson 16, Brynjar Sigurðs- son 6, Trausti F. Jónsson 5, Björgvin K. Gunn- arsson 2, Guðjón Jónsson 1 og Ermolinski 1 stig. Fráköst ÍA: Sókn: 9. Vöm: 20. Dómarar: Kristinn Óskarsson, Eggert Aðal- steinsson og Rúnar Gíslason. Áttu góðan dag. -Hson Framlenging - þegar Tindastóll sló Grindavík út úr Eggjabikarnum DV, Suðnrnesjum: Það gekk mikið á í Grindavík í gærkvöldi er heimamenn börðust fyrir lífi sínu í Eggjabikam- um gegn frísku liði Tindastóls frá Sauðárkróki. Á brattann var að sækja fyrir heimamenn sem töpuðu fyrri leiknum á Sauðárkróki með tuttugu stiga mun. Þegar leiktíminn var úti var staðan 97-77, Grindavik í vil, og því þurfti að fram- lengja leikinn enda samanlögð stigatala jöfn. Grindavík hafði sigur að lokum, 106-100, en það dugði skammt og Tindastóll vann samanlagt meö 14 stiga mun. Torrey John skoraði 38 stig fyrir Tindastól en Arnar Kárason var með 17 stig. Hjá Grindavík var Darrel Wilson með 40 stig en Helgi Jónas Guðftnnsson skoraði 25 stig. Tindastóll vann fyrri leikinn á Sauðárkróki á föstudagskvöldið með tuttugu stiga mun, 88-68. Stólamir léku við hvem sinn fingur í leiknum og komu Grindvíkingum í opna skjöldu strax í upphafi. Torrey John átti stjömuleik fyrir Tindastól og skoraði 33 stig. Jose Maria skoraði 18 stig og þeir Sverrir Sverrisson og Amar Kárason gerðu 13 stig hvor. Darryl Wilson skoraði 25 stig fyrir Grindvík- inga og Unndór Sigurðsson 13. -SK/-ST Hamagangur í Keflavík DV, Suöurnesjum: Keflvíkingar em komnir áfram í bikamum eftir sigur á KFÍ í Keflavík, 84-72, í gærkvöldi. í hálfleik var staðan 46-38. Leikurinn var spenn- andi og skemmtilegur. Þegar sex mínútur voru eftir var David Bevis vikið af leikvelli hjá KFÍ eftir að hafa hrint leikmanni Keflvíkinga og þá var staðan 69-67. Dana Dingol kom inn á til að skakka leikinn en fékk að fara sömu leið og Bev- is. Þeir eiga yfir höfði sér leikbann. Stuttu síðar lenti Birgir Örn Birgisson í samstuði og var fluttur á sjúkrahús með heila- hristing Falur Harðarson skoraði 25 stig fyrir Keflavík og Gunnar Einarsson 15. Hjá KFÍ skoraði David Bevis 24 stig og Ólafur Ormsson 18. Keflvíkingar gerðu góða ferð í fyrri leiknum vestur á ísafjörð. Þeir unnu leikinn með þriggja stiga mun, 81-84, eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 42-42. Leikurinn var lengst af i jafn- vægi en gestimir reyndust sterkari á lokakafl- anum en þá skoraði Falur Harðarson síðustu fjögur stigin í leiknum. Ólafur J. Ormsson skoraði 29 stig fyrir Isfirð- inga og David Bevis 21. Falur Harðarson skoraði 31 stig fyrir Keflvík- inga og Guðjón Skúlason 19 stig. -JKS/ÓA Fáheyrðir yfirburðir Fáheyrðir yfirburðir voru í Grindavik þegar heimastúlkur sigmðu Breiðablik, 124-24, i 1. deild kvenna í körfuknattleik sl. laugardag. í hálfleik var staðan 60-14. Penny Peppas skoraði 27 stig fyrir Grindavík og Birna Valgarðsdóttir 20 stig. Steinunn Dúa Jónsdóttir var stigahæst í Breiðabliki með 7 stig og Margrét Harðardóttir kom næst með 4 stig. Þá sigmðu KR-stúlkur lið ÍR með 52 stigum gegn 66 í Seljaskóla á laugardaginn var. KR hafði leikinn í hendi sér allan tímann. KR trónir á toppnum meö fullt hú stiga. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.