Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Page 8
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 1997 £3 íþróttir 0 Þýski handboltinn: Wuppertal heldur enn sínu stríki Wuppertal sigraði Gummersbach, 32-29, í þýska handboltanum um helgina. Ólafxu- Stefánsson átti mjög góðan leik og skoraði átta mörk. Geir Sveinsson var einnig mjög áberandi á línunni og skoraði fimm mörk. Þriðji íslendingurinn í liðinu, Dagur Sigurðsson, var enginn eftirbátur og skoraði fimm mörk. íslendingarnir þrir hafa verið að leika mjög vel með Wuppertal undanfarið undir stjóm Viggós Sigurðssonar. Patrekur er allur aö koma til Patrekur Jóhannesson er ailur að koma til og skoraði átta mörk fyrir Essen gegn Nettelstedt. Þau dugðu skammt því Essen laut í lægra haldi, 29-24, gegn hinu stjömuprýdda liði Nettelstedt. Róbert Sighvatsson og félagar í Bayer Dormagen / gerðu jafntefli við Grosswaldstadt, 22-22. -JKS DV Lokeren láfyrir Udinese DV, Belgía: Ekkert var leikið í Belgíu um helgina vegna leiks Belga gegn írum í aukakeppni um sæti á heimsmeistaramótinu i Frakklandi, Sömuleiðis léku ítalir ekki vegna leiks þeirra við Rússa. Udinese og Lokeren notuðu tækifærið og léku æfingaleik eins og reyndar mörg lið um Evrópu um helgina. Udinese sigraði Lokeren, 2-0, og lék Amar Þór Viðarsson síðustu fimm mínútur leiksins með Lokeren. Liðið fór illa með þrjú dauðafæri í leiknum. -JKS/KB Genk tapaði fyrir B-liði Belga DV, Belgía: Genk, liö Þórðar Guðjóns- sonar, tapaði fyrir B-landsliði Belga, 3-4. Þórður kom inn á í stööunni, 2-1. Hann hefur verið í svolitlum öldudal aö undanfómu. -JKS/KB Uppskeruhátið í Safamýrinni Uppskeruhátið verður haldin hjá Knattspyrnufélaginu Fram í dag og hefst hún klukkan 18 í Safamýri. Allar foreldrar eru hvattir til að mæta svo og allir velunnarar félagsins. Skvassmót hjá Veggsporti: Kim Magnús sigurvegari Kim Magnús Nielsen varð sigurvegari á Veggsport- skvassmótinu sem lauk í Veggsporti í gær. Kim Magnús lék til úrslita í meistaraflokki karla gegn Albert Guðmundssyni og sigraði, 3-0. Ragnheiður Vík- ingsdóttir vann írisi Ragnarsdóttur í úrslitum í kvenna- flokki, 3-0. -SK Petr Korda frú Tékklandi ,. st „ , , *' varð 1 gær sigurvegari a opna Stuttgart-motmu í tennis. Korda lék til úrslita gegn Richard Krajicek frá Hollandi og vann 7-6, 6-2 og 6-4. Eins og tölumar bera með sér var sigur Tékklendingsins nokkuð öruggur. Sigur Korda kom nokkuð á óvart enda hefúr hann ekki sigrað á móti atvinnumanna síðustu tvö árin þrátt fyrir að hafa oft verið í allra fremstu röð. „Ég lék vel alla þessa viku og draumurinn rættist. Ég hafði sett mér ákveðin markmið en það var að komast aftur í hóp 10 bestu tennisleikara heimsins á næsta ári. Það er ekki verra þegar maður er á undan áætlun og þessi sigur er mér afar kærkominn," sagði Korda í gærkvöldi þegar sigurinn gegn Krajicek var í höfn. „Ég hef lagt mjög hart að mér við æfingar undanfarið en átti samt ekki von á þessum árangri svona snemma,“ sagði Korda enn fremur. Margir þekktir tennisleikarar féllu úr mótinu í Stuttgart að þessu sinni. Nægir þar að nefna þá Pete Sampras frá Bandaríkjunum, Boris Becker frá Þýskalandi og Króatann Goran Ivanisevic. -SK Sund: Frá- bært met hjá Emi Öm Amarson setti í gær glæsilegt ís- landsmet í 200 metra baksundi á unglinga- móti hjá Ármanni. Öm synti vega- lengdina á 1:59,06 mín. og varð þar með fyrsti íslenski sund- maðurinn til að synda á skemmri tíma en tveimur mín- útum. Gamla metið átti Logi Jes Krist- jánsson og setti hann það í Eyjum fyrir tveimur árum. Árangur Arnar er einnig nýtt piltamet. Þess má geta aö nýja metið skipæ- Emi í 39. sætið á heims- afrekalistanum í 200 metra baksundi í 25 metra braut. -SK Essen sagði nei við Patta kemur samt til móts viö íslenska landsliðiö í dag Aðalfundur Forráðamenn Essen, liðs Patreks Jóhannesson- ar í þýska handboltanum, tilkynntu honum um helgina að þeir væm ekki hrifnir af því að hann léki með íslenska landslið- inu gegn Litháen í Evrópu- keppninni á mið- vikudag. Þeir raun- ar lögðust gegn því að hann Aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar verður haldinn í Þróttheimum, mánudaginn 3. nóvember og hefst kl. 20.00. Stjórnin færi. Liðinu hefur gengið illa í úrvalsdeildinni og er í neðsta sætinu. Patrekur hefur lengst af verið meiddur en hefur náð sér að fúllu. Forráðamenn Essen telja í lagi að hann leiki með Essen en ekki íslenska landsliðinu. Komin upp örvænting „Ég skil afstöðu þeirra að sumu leyti. Fimm leikmenn era meiddir og ég er nýstiginn upp úr þeim. Svo er staða liðsins ekki beysin þannig að upp er komin viss örvænting. Það er af þeim sök- um sem þeir leggjast gegn því að ég fari með landsliðinu til Litháen. í aðra höndina finnst mér þeim ekki stætt á að gefa mér ekki leyfi. Núna fer í hönd tveggja vikna pása í deildinni og hana vilja þeir nýta til hins ýtrasta. Ég ætla að koma til móts við strákana í landsliðinu í Lúbeck í kvöld. Ég trúi ekki öðra en að Essen gefi mér á endanum leyfi til að leika með landsliðinu. í samningi mínum við félagið segir meðal annars að mér sé heimilt að leika með landsliðinu sé þess óskað og það stangist ekki á við leiki með Essen,“ sagði Patrekur Jó- hannesson í samtali við DV í gær. Mikil meiösli Patrekur sagði gengið á liðinu langt fyrir neö- an það sen menn gerðu sér vonir um fyrir tíma- bilið. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn. Núna era menn að stíga upp úr þeim og ég er að vona að eftir fríið forum við að sýna hvað virki- lega býr í liðinu," sagði Patrekur. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.