Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Blaðsíða 5
24 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 1997 MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 1997 25 íþróttir Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari í handknattleik: Tökum enga áhættu í valinu - ísland mætir Litháum í Kaunas á miðvikudag „Við höfum ekki efni á neinni til- raunastarfsemi í hinum mikilvæga leik gegn Litháum. í okkar huga kemur ekkert annað til greina en að liðið fari í úrslitakeppnina á Ítalíu næsta vor. Ég ákvað því að byggja valið á þeim mönnum sem við eig- um og hafa leikið hvað mest með liðinu," sagði Þorbjöm Jensson eft- ir að hann hafði tilkynnt landsliðið sem mætir Litháum í riðlakeppni Evrópumóts landsliða í Kaunas á miðvikudaginn kemur. Þorbjöm ákvað að fara út með 14 leikmenn en Valdimar Grimsson, sem átti upphaflega að vera í hópn- um, gefur ekki kost á sér vegna anna í vinnu. I 14 manna hópnum em átta leikmenn sem leika með er- lendum félagsliðum. Það fóru því aðeins sex leikmenn frá íslandi Þessir fara til Litháen Landsliðshópur Þorbjarnar Jenssonar fyrir leikinn gegn Litháen lítur þannig út: Markverðir era Guðmundur Hrafhkelsson, Val, og Bergsveinn Berg- sveinsson, Aftureldingu. Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, Drammen, Gústaf Bjamason, Hauk- um, Róbert Sighvatsson, Dormagen, Geir Sveinsson, Wuppertal, Björgvin Þór Björgvinsson, KA, Ólafur Stefánsson, Wuppertal, Dagur Sigurðsson, Wuppertal, Jason Ólafsson, Aftureldingu, Róbert Julian Duranona, Eisenach, Patrekur Jóhannesson, Essen, Júlíus Jónason, St. Gallen. Sú breyting er gerð frá síðasta leik gegn Sviss að Konráð Olavsson, Niederwúrsbach, er ekki valinn núna en sæti hans í liðinu tekur Björgvin Þór Björgvinsson. Þegar Þorbjörn Jensson var inntur eftir þessari breytingu taldi hann Björgvin henta betur en Konráð gegn liði eins og Litháum. Valdimar á ekki heimangengt. 'JKS ’orbjörn Jensson landsliðsþjálfari. snemma í morgun. Þorbjöm sagði að sér hefði fund- ist nokkuð vanta upp á spilaæfingu í síðasta leik gegn Sviss. Það var því þess vegna sem við ákváðum að leika æfingaleik í Þýskalandi áður en við héldum til Kaunas. Viö þekkjum nokkuð vel til litháíska liðsins frá HM í Japan á sl. vori. Þeir leika pressuvörn og við eigum ágætt svar við henni,“ sagði Þor- björn. Hann vildi enn fremur lýsa yflr ánægju með íslandsmótið til þessa. „Handboltinn er betri en oft áður og það kemur landsliðinu til góða. Fólk leggur meira leið sína á völl- inn en áður. Þetta er ánægjuleg þró- un fyrir handboltann," sagði Þor- bjöm. -JKS íslenska landslidiö í handknattleik leikur við þýska liðið Bad Schwartau í Lúbeck í kvöld. Um hádegið á morgun heldur liðið síðan til Kaunas en leikur þjóðanna verður á miðvikudag og hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. Rúmenskir dómarar dæma leik Litháens og íslands i Kaunas á miðvikudag. Eftirlitsdómarinn kemur frá Finnlandi Undirritaður hefur verið samstarfssamningur á milli HSÍ og VÍS. Allir landsliðsmenn í öllum flokkum era nú tryggðir í bak og fyrir. Theodór Guöfinnsson, landsliösþjálfari kvenna: Á brattann að sækja gegn Búlgörum í Sofiu - báöir leikirnir fara fram á heimavelli Búlgara íslenska kvennalandsliðið i hand- knattleik, sem mætir Búlgöram tví- vegis ytra um næstu helgi, hefur verið valið. Eins og kom fram fyrir helgina dró Aserbaídsjan þátttöku sína til baka í forkeppninni af fjár- hagsástæðum og fyrir vikið standa tvær þjóðir eftir í riðlinum. í kjölfarið ákvað evrópska hand- boltasambandið að báðir leikir ís- lands gegn Búlgöram færa fram i Sofiu um næstu helgi. HSÍ fannst eðlilegra að leikið yrði heima og heiman, kom fram kvörtunum við Evrópusambandið, en fyrri ákvörð- unin stendur. „Mér finnst þetta ósanngjörn af- staða og finnst í raun að verið sé að traðka á okkar rétti. Evrópusam- bandið hefur ekki staðið sig sem skildi í þessu máli. Það er verið að verðlauna Búlgara fýrir að hafa ekki efni á því að koma til íslands og leika annan leikinn þar sem okk- ur finnst réttlætismál," sagði Theo- dór. Hann sagði þó að komandi leikir við Búlgari legðust bara vel í sig. „Við verðum að taka því sem að höndum ber. Það verður þó að við- urkennast að það verður á brattann að sækja í þessum leikjum en til að eiga möguleika verðum við að leika mjög vel. Það er annars góð stemn- ing í hópnum og stelpumar eru ákveðnar í að standa sig vel í þess- um tveimur leikjum," sagði Theo- dór Guðfinnsson landsliðsþjálfari við DV. -JKS Iþróttir Sigmar tok 28 bolta - þegar ÍBV skellti KA, 36-28 DV, Eyjum: „Þetta var dæmigerður bikarleikur, hörkubarátta og jafn og spennandi leikur lengst af. KA-liðið gaf eftir á endasprettinum en ekki hefði þurft mikið til að leik- urinn hefði snúist þeim í vil. Ég er ánægður með að út- haldið hjá okkur er í lagi og strákarnir hafa sigurviljann og ætla sér langt í bikarnum. En auðvitað þarf ýmislegt að lagast hjá okkur,“ sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, þjálf- ari ÍBV, eftir frábæran sigur ÍBV á íslandsmeisturum KA í Eyjutn, 36-28. Þar með missti KA af möguleikcmum að leika til úrslita í bilkarn- um fjórða árið i röð. Strax í upphafi var ljóst að Sigmar Þröstur, hinn 36 ára gamli markvörður Eyja- manna, var í þrumustuði og með kompásinn rétt stilltan. Sóknarleikurinn var í háveg- um hafður en varnarleikur- inn slakur framan af. Björg- vin Björgvinsson var eini norðanmaðurinn sem kunni lagið á Sigmari Þresti og fór á kostum í horninu. í síðari hálfleik kipptu Eyjamenn fljótlega út einni skyttu KA, Karin Yala, og við það riðlaðist sóknarleik- ur þeirra mjög. Sigmar Þröstur, sem hafði varið 14 skot í fyrri háifleik, hélt upp- teknum hætti. Rothöggið kom þegar KA-maðurinn Sævar Árnason, þá nýkom- inn inn á í fyrsta skiptið í leiknum, fékk að líta rauða spjaldið fyrir ótrúlega fram- komu. Eyjamenn vora vel að sigrinum komnir og vex ás- megin með hverjum leik. Þætti Sigmars er áður lýst en Litháinn Robertas er þrasu- skytta og var duglegur við að dæla boltanum inn á línuna á Svavar. Björgvin var best- ur norðanmanna og Sig- tryggur varði vel. „Ég vil ekki kenna dóm- urunum um tapið. Þetta var einfaldlega uppgjöf í mínu liði. Við skoraðum 17 mörk í fyrri hálfleik en fengum á okkur 18 þannig að vömin var ekki í lagi. Það vsir einfaldlega okkar klúður að klára ekki leikinn. Við get- um sjálfum okkur um kennt,“ sagði Atli Hilmars- son, þjálfari KA, við DV eftir leikinn. Mörk fBV: Zoltan Belanýi 10/6, Svavar Vignisson 7, Robert- as Panzuolis 5, Guðfinnur Krist- mannsson 4, Hjörtur Hinriksson 3, Haraldur Hannesson 3, Erling- ur Richardsson 3, Gottskálk Ágústsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 28/3. Mörk KA: Björgvin Þór Björg- vinsson 8, Halldór Sigfússon 6/3, Jóhann G. Jóhannsson 4, Sverrir Björnsson 3, Leó Örn Þorleifsson 3, Heimir Ámason 1, Atli Þór Samúelsson 1, Kári Jónsson 1, Karin Yala 1. Varin skot: Sig- tryggur Albertsson 18/1. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Ómarsson. Engan veg- inn starfi sinu vaxnir. -ÞoGu 32-liða úrslit í bikarkeppni karla í handknattleik: - Framarar mættu mjög ákveðnir til leiks og sigruðu FH-inga örugglega, 21-31 FH-ingar, toppliðið á íslandsmótinu í handknattleik, töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar þeir steinlágu gegn mjög frísku Fram- liði í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í Kaplakrika á laugardaginn. Framarar léku við hvem sinn fingur og þegar upp var staðið var munurinn 10 mörk á liðunum, 21-31, en í hálfleik var staðan 11-12 Fram i vil. „Það má segja að þetta hafi verið fyrsti heilsteypti leikurinn hjá okkur á tímabilinu. Við erum búnir að eiga mjög erfitt enda hafa mikil meiðsli herjað á hópinn. Núna er þetta hins vegar að smella saman og ég var virkilega ánægður og stoltur af frammistöðu minna manna í þessum leik. Viö lögðum grunninn að sigrinum með sterki vöm og góðri markvörslu og ég var mjög sáttur við sóknar- leikinn. Þetta var ekki góður dagur hjá FH-liðinu en það er alltaf erfitt að vera á toppnum," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálf- ari Fram, við DV eftir leikinn. Framarar gerðu út um leikinn á fýrsta stundarfjórðungnum í síð- ari hálfleik. Eftir að FH-ingar höfðu skorað fyrsta markið í síðari hálfleik og jafnað metin skoruðu Framarar fimm mörk i röð, flest úr hraðaupp- hlaupum, og breyttu þannig stöðunni úr 12-12 í 12-17. Framarar færðust allir í aukana eftir þennan góða leikkafla en að sama skapi létu FH-ingar mótlætið og dómarana fara í taugamar á sér. Gestim- ir úr Safamýrinni juku muninn jafnt og þétt enda gáfust FH-ingar hreinlega upp löngu áður en leiktíminn var úti. Framarar hreinlega slátruöu okkur á kafla í síöari hálfleiknum „Framaramir hreinlega slátraðu okkur á fyrstu 10-15 mínútunum i siðari hálfleik. Við vorum þá að klára sóknir okkar illa og fengum þá í bakið með hraðaupphlaupin. Við gáfumst upp allt of snemma og voram að láta allt fara í taugamar á okkur. Ég veit ekki hvort eitthvað vanmat hafi verið í gangi hjá okkur fyrir leikinn. En Fram- arar era með mjög sterkt lið og þeir voru einfaldlega miklu betri en við í þessum leik,“ sagði Guðmundur Pedersen, leikmaöur FH, við DV eftir leikinn. FH-ingar vora ekki sjálfum sér likir í þessum leik. Leikur þeirra var á afar lágu plani og menn virtust hreinlega ekki verið tilbúnir í leikinn. Sóknarleikurinn var í molum þar sem hvað eftir annað var reynt að spila í gegnum hina hávöxnu varnarmenn Framara í stað þess að teygja á vöminni og nýta hornaspilið. Lee var ekki öfundsverður að standa á milli stanganna enda vöm- in mjög götótt og Framarar fengu að auki fjöldann allan af hraða- upphlaupum. Sem sagt, alls ekki dagur FH-inga en þeirra skástu menn voru Hálfdán Þórðarson og Gunnar Narfi Gunnarsson. Það verður ekki af Frömurum tekiö að þeir voru að leika mjög vel. Vörnin með turnana þrjá í miðjunni, Oleg Titov, Gunnar Berg Vikt- orsson og Daða Hafþórsson í broddi fylkingar, var FH-ingum mjög svo erfið og Reynir Reynisson átti góðan leik í markinu. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson fór á kostum í vinstra hominu og Oleg Titov var hrikalega öflugur á línunni. Eftir þennan leik er ljóst að Framarar era að vakna til lífsins og þeir hafa burði til ná langt í deild og bikar með þennan mannskap. Mörk FH: Hálfdán Þórðarson 5, Guðjón Árnason 3, Gunnar N. Gunnarsson 3, Láras Long 3, Sigurjón Sigurðsson 3/2, Knútur Sig- urðsson 2, Stefán Freyr Guðmundsson 1, Guðmundur Pedersen 1. Varin skot: Lee 10/1. Mörk Fram: Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 10/1, Oleg Titov 8/3, Magnús A. Amgrímsson 4, Daði Hafþórsson 3, Njörður Árnason 3, Gunnar Berg Viktorsson 2, Kristján Þórsteinsson 1. Varin skot: Reynir Þ. Reynisson 16/1. Brottvísanir: FH 18 mín., Fram 10 mín. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson, sæmilegir. -GH Halla María Helgadóttir á fleygiferð með knöttinn á landsliðsæfingu hjá kvennalandsliöinu um helgina. DV-mynd Hilmar Þór Estergal í hópinn - og leikur fyrsta landsleik sinn fyrir ísland í Sofíu Landslið kvenna í handknattleik, sem mætir Búlgörum um næstu helgi, var endanlega valið um helgina. 18 leikmenn hafa æft að undanfómu en á laugardaginn fækkaði landsliðsþjálfarinn leikmönnum um þrjá. Þær sem duttu út voru Hugrún Þorsteinsdóttir, Fram, Dagný Skúladóttir, FH, og Gerður Beta Jó- hannsdóttir, Val. Þrjár sterkar stúlkur gáfu ekki kost á sér í þessa leiki. Auður Hermannsdóttir og Hulda Bjamadóttir vegna anna í námi og Heiða Erlings- dóttir, Víkingi, sem átti ekki heimangengt. Judith Estergal úr Haukum, sem fékk eigi alls fyrir löngu ríkisborgararétt, er valin í liðið. Theo- dór Guðfinnsson sagði að hún myndi styrkja liðið mikið. Eftirtaldar stúlkur skipa landsliðið að þessu sinni: Markverðir: Fanney Rúnarsdóttir, Tertnes, Helga Torfadóttir, Eslövs, og Vigdís Sigurðardótt- ir, Haukum. Aðrir leikmenn: Björk Ægisdóttir, FH, Brynja Steinsen, Val, Halla María Helgadóttir, Víkingi, Harpa Melsteð, Haukum, Herdis Sigurbergsdóttir, Stjörnunni, Hrafnhildur Skúladóttir, FH, Inga Friða Tryggvadóttir, Stjömunni, Ingibjörg Jóns- dóttir, ÍBV, Judith Estergal, Haukum, Ragnheiður Stephensen, Stjömunni, Svava Sigurðardóttir, Es- lövs, og Thelma Ámadóttir, Haukum. -JKS Bikarkeppni, 32-liða úrslitin: Önnur úrslit voru nánast eftir bókinni Úrslit í öðram leikjum i 32-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ: Breiðablik-Haukar.........25-35 Örvar Arngrímsson 6, Darek Brown 5, Ragnar Kristjánsson , Darik Heath 3 - Jón Freyr Egilsson 8, Aron Kristjánsson 7, Einar Gunnarsson 3, Einar Jónsson 3, Sigurður Þórðarson 3. Stjarnan-ÍH ..............45-15 Valdimar Grímsson 10, Sigurður Viðarsson 7, Heiðmar Felixson 7, Hilmar Þórlindsson 7, Magnús A. Magnússon 5. Fylkir-Þór Ak. . . 34-33 2. framl. Andri Már Jóhannsson 9, Ágúst Guðmundsson 8 - Páll V. Gíslson 10, Þorvaldur Sigurðsson 6, Geir Aöalsteinsson 6. Víkingur-Valur b............35-16 Valur-ögri..................41-16 HM-ÍR ......................22-27 Síðasti leikurinn í 32-liða úrslitunum fer fram á fóstudaginn en þá leika KS og Grótta KR. Liðin sem sátu hjá voru HK, Hörður, Fjölnir, Selfoss og Austri/Valur. -JKS/-SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.