Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1997, Síða 3
MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 1997 23 íþróttir U & á3 Deborah Compagnoni frá Italfu nábi sór vel á strik f fyrstu keppninni um heimsbikarlnn á skf&um sem fram fór f Tignes f Frakklandi um helgina. Compagnoni kom í mark á 2:24,84 mfn. en Martina Ertl frá Þýskalandi varð önnur á 2:26,72 mín. og Martina Fortkord frá Svíþjóö þri&ja á 2:27,30 mfn. Sfmamynd Reuter Diego Armando Maradona var f svi&sljósinu um helgina f stórleik Boca Juniors og River Plate. Maradona féll ekki á lyfjaprófi heldur lék hann annan hálfleikinn f leiknum en li& hans, Boca Juniors, sigra&i, 2-1, og ná&i þar með forystunni í 1. deild argentfnsku knattspyrnunnar. Á myndinni fagnar Maradona sigrinum en gífurlegur fjöldi áhorfenda fylgdist með nágrannaslagnum. Símamynd Reuter Formula 1 kappakstur: Sáfyrsti fráKanada - J. Villeneuve heimsmeistari Óþægindi í nefí Paul Gascoigne: Charles Barkley var a& skemmta sér um helgina en skemmtunin enda&l bak vl& lás og slá. Sfmamynd Reuter Barkley handtekinn Körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley átti ekki náðuga helgi. Barkley, sem er einn þekktasti leik- maður NBA-deildarinnar, var að skemmta sér á næturklúbbi um helgina er hann lenti í miklum slagsmálum. Kalla varð til lögreglu og það var ekki fyrr en laganna verðir mættu á staðinn að Barkley og aðrir ólátabelgir róuðust. Barkley veitti enga mótspyrnu við handtökuna og var færður í fangelsi. Þaðan losnaði hann fljótlega eftir að tryggingarfé að upphæð um 400 þúsund krónur hafði veriö greitt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barkley lendir í vandræðum. Oft hefur þessi kjaftfori leikmaður komist í hann krappan á leikvellinum en nú hafa vand- ræði hans færst út á skemmtistaði og uppákoman um helgina er honum ekki til mikils sóma. -SK Kanadamaðurinn J. Ville- neuve varð í gær heims- meistari í Formula 1 kappakstri en þá lauk langri baráttu um heimsmeistara- titilinn. Villeneuve er fyrsti Kanadamaðurinn sem vinn- ur heimsmeistaratitilinn í Formula 1 kappakstri. Ville- neuve varð að hafa mjög mikið fyrir sigrinum í gær því Þjóðverjinn Michael Schumacher hafði forystu lengst af. Schumacher nægði að vera framar en Villeneuve á Spáni í gær til að tryggja sér heimsmeist- aratitilinn. Þegar um 25 hringir voru eftir gerðist mjög umdeilt atvik. Ville- neuve komst fram úr Schumacher sem beygði í veg fyrir bíl Kanadamanns- ins. Minnstu munaði að báð- ir dyttu úr keppni. „Ég veit ekki hvað Schumacher var að hugsa. Hann ók viljandi á mig og þetta var mjög harður árekstur. Ég var hissa á því að ég gat haldið áfram keppni,“ sagði Villeneuve á fjölmiðlafundi eftir keppn- ina og var greinilega óá- nægður með framkomu Schumachers. Vera kann að Schumacher verði dæmdur í keppnisbann eða háa sekt. Atvikið var óíþróttamanns- legt og honum til lítils sóma. Eftir atvikið ók Ville- neuve af miklu öryggi, hægði á sér og hugsaði fyrst og fremst um það að hafna í einu af sex efstu sætunum sem nægöi honum til að vinna titilinn. Finninn Mika Hakkinen tókst að tryggja sér sigur í keppn- inni í gær á lokahringnum en hann hefur ekki fagnað sigri áður. -SK/-ÓSG Ólánið leikur enn við Stan Collymore, sóknarleikmann Aston ViUa í ensku knatt- spymunni. CoUymore var keyptur á sjö miUjónir punda frá Liverpool og hefúr ekki náö að sýna sitt rétta andlit með Villa. Á dögunum var hann rekinn af leikveUi gegn Bolton og fékk tveggja leikja bann. Ákveðið hefúr veriö að CoUymore fari í aðgerð þar sem gert veröur við nef kappans en hann hefúr lengi haft ein- hver óþægindi í nefinu. CoUymore verður frá í þrjár vikur og missir af leikjum Villa í Evr- ópukeppninni og úrvalsdeildinni gegn Arsenal og Chelsea. „Þetta er gífurlegt áfaU fyrir okkur. Við reiknuðum með 10 daga fjar- veru hans vegna aðgerðarinnar,“ sagði Brain Little, stjóri Aston Villa. -SK Samdi við Rangers Ljóst varð um helgina að Paul Gascoigne verður áfram leikmaður með skosku meisturunum í Glasgow Rangers. Gascoigne, sem hefur verið orðaður við annað hvert félag á Bretlandseyjum síðustu vikumar, var á meðal áhorfenda á Highbimy í gær þar sem Arsenal gerði markalaust jafhtefli við Aston ViUa. „Ég hef skrifað undir þriggja ára samning við Rangers og er ánægður með það félag sem ég leik fyrir í dag,“ sagði Gascoigne í samtali við Sky sjónvarpsstöðina í gær. -SK Kanadama&urinn Villeneuve eftir a& hann haf&i tryggt sér heimsmeistaratitilinn í Formula 1 kappakstri og orðið fyrsti ökumaöurinn frá Kanada til að vinna slíkt afrek. Me& Villeneuve eru þeir Mika Hakkinen frá Finnlandi sem sigra&i í sí&ustu keppninni á Spáni í gær og Bretinn David Coulthard sem varö í ööru sæti í gær. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.