Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 7
B lV FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 sem hægt er að kaupa tvö verk á verði eins. Birgitta Jónsdóttir hefur haldið fjölda sýninga á hefðbundum myndverkmn og ljóð hennar og smásögur hafa birst um víða veröld. Hún hefur helst unnið að listsköpun á Internetinu undanfarin ár. Baldur Helgason hefur tekið þátt í fjölda sýninga. Hann hefur líka unnið að listsköpun á Intemetinu. Sýningin verður opin daglega frá 14.00 18.00 til 3. desember Stórsöngvarinn Keith Reed. Tónleikar Keiths Reeds Bandaríski bassabarítonsöngvar- inn Keith Reed heldur sína fyrstu einsöngstónleika eftir sigur sinn í Tónvakakeppni Ríkisútvarpsins 1997 á morgun kl. 17. Tónleikarnir verða haldnir í Egilsstaöakirkju. Undirleikari Keith Reeds er hinn landskunni píanóleikari, Ólafur Vignir Albertsson. Norskur píanóleikur Norski píanóleikarinn Jan Henrik Kayser heldur tónleika í Listasafni íslands á morgun, kl. 18, og í Akureyrarkirkju á sunnudaginn, kl. 20.30. Á efn- isskránni era verk norska tón- skáldsins Haralds Sæveruds. Tilefni tónleikanna er hund- rað ára fæðingarafmæli Har- alds Sæveruds. Sæverud var sérhyggjusinni sem fór ótroðn- ar slóðir og skapaði mikla og heilsteypta röð tónverka. Hon- um tókst að draga fram hið ljóðræna og viðkvæma í tón- list sinni, m.a. í Rondo Am- oroso, sem er eitt verkanna sem flutt verða um helgina. Jan Henrik Kayser er fremst- ur í flokki norskra túlkenda á píanóverkum Sæveruds. Hann hefur haldið tónleika m.a. á Ítalíu, Spáni, í Belgíu, Frakk- landi, Sviss, Þýskalandi, Póll- andi, Eistlandi, Bandaríkjun- um og í Kína. Auk þess hefur hann unnið til fjölda verðlauna, m.a. Grieg- verðlaunanna árið 1978. Píanóleikarinn Jan Henrik Kayser. Upplestur á Gráa kettinum Á sunnudaginn kl. 15 verður lesið upp úr funm nýjum bókum á kaffi- húsinu Gráa kettinum að Hverfis- götu 16a. Félagsskapurinn Besti vinur ljóðs- ins stendur fyrir upp- lestrinum ásamt eigendum Gráa kattarins, mynd- listarmönnunum Jóni Óskari og Huldu Hákon. Eftirtalin skáld munu koma fram á sunnudaginn: Sigurður Páls- son, sem les úr ljóðabók sinni, Ljóð- línuspili, Kristján Þórður Hrafns- son, sem mun lesa sonnettur úr bók- inni Jóhann vill öllum í húsinu vel, Kristján K. Guðjónsson, yngsti skáldsagnahöfúndur ársins, sem les úr bók sinni, Óskaslóðinni, og Jón Kalman Stefánsson, sem les upp úr bók sinni, Sumarið bakvið brekkuna. Síðast en ekki síst verður lesið upp úr nýútkominni ljóðabók Sigfúsar heitins Daðasonar sem ber heitið Og hugleiða steina. Þá munu gestir einnig fá að heyra upplestur Sigfúsar sjálfs af geisladiski sem er ný- kominn út. Aðgangur að upplestrinum er ókeypis. Kynnir verður Hrafn Jökulsson. Hrafn Jökulsson verður kynnir á upplestrinum. trú fólksins Gunnar gera stuttlega grein fyrir bók- inni og flytja erindi sem hann kýs að kalla: Er kirkjan í takt við trú fólksins í landinu? Að erindinu loknu mun Gunn- ar svara fyrirspumum. Auk þess munu örfá málverk Gunnars verða til sýnis. Hann hefur málað alls um 30 myndir og prýðir ein þeirra forsiðu bókarinnar. Fundurinn er öllum opinn og aðgang- ur er ókeypis. ígum á fundinum á sunnudaginn. Vinsalmegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtud. 20. nóvember. Miðvikudaginn 26. nóvember nk. mun aukablaðið „Matur og kökur" fylgja DV en í því er að finna fjölbreyttar upp- skriftir að gómsætum spariréttum, tertum og smákökum fyrir jólin. Kennt verður hvernig hægt er að útbúa villi- bráðarhlaðborð, girnilegt jólaborð og fólki ráðlagt með val á víni með matnum. Einnig verður umfjöllun um jólavenjur, borðskreyt- ingar og margt fleira. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Guðna Geir Einarsson, auglýsinga- deild DV, hið fyrsta í síma 550 5722. Umsjón efnis er í höndum Ingibjargar Óðinsdóttur, í síma 567 6993. " um helgina =. SÝNINGAR Dada, Kirkjutorgi 4. Sýning á nútíma- list eftir 30 listamenn. Opið 12-18 virka daga, 12-16 iaug. til jóla. Flugstöð Leifs Eirikssonar. Kynning á verkum Margrétar Sveinsdóttur til 5. janúar. Galleri Borg, Síðumúla 34. 15. nóv- ember opnar Pétur Gautur sýningu á nýjum myndum. Opið virka daga kl. 10- 18, ld. kl. 12-18 og sd. kl. 14-18 til 30. nóvember. Gaileri Fold, Rauðarárstig. Elin G. Jó- haniisdóttir sýnir málverk í baksal. Opiö virka daga frá kl. 10-18, ld. 10-17 og sud. 14-17. Gallerí Gluggi, Kirsubeijatré, Vest- urgötu 4, Reykjavík. Dagana 8.-16. nóv. verður kynning á hönnun. Opið virka daga frá kl. 12-18 og á lau. kl. 11- 15. Gallerí Handverks & Hönnunar. Dag- ana 14.-29. nóvember stendur yfir sýn- ingin „Kátir krakkar“. Opið þd.-fód. frá 11-17 og ld. frá 12-16. Gallerí Homið, Hafharstræti 15. Sell- out. Baldur Helgason og Birgitta Jóns- dóttir. Til 3. des. Opið alla daga kl. 11- 23.30 Sérinngangur gallerísins opinn kl. 14-18. Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýning á verk- um Daníels Þorkels til 16. nóvember. Gallerí Regnbogans, Hveríisgötu 54. Sýning á verkum Sigurðar Örlygssonar er opin virka daga frá kl. 16-24 og 14-24 um helgar. Gailerí Skruggusteinn, Hamraborg 20a, Kóp. Sýning Bjamheiðar Jónsdótt- ur á klukkum. Opið virka daga frá 12-18 og um helgar kl. 11-16 til 29. nóvember. Gailerí Svartfugl á Akureyri. Kristin Sigfríður Garðarsdóttir sýnir leirverk til 30. nóv. Opiö virka daga frá kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mán. Gallerí 20m2, Vesturgötu lOa. Jón Berg- mann Kjartansson með sýningu til 23. nóvember. Gerðuberg. Sýning á verkum Eggerts Magnússonar til 23. nóv. Sýtúng Ragn- ars Erlendssonar stendur til 9. febr. 1998. Opið mán.-fim. 10-21; fós.-sun. 12- 16. Hafharborg, Strandgötu 34, Hafnar- firði. Rebekka Rán Samper er með myndhstarsýningu til 24. nóvember. Sýning á nýjum verkum Gunnars Krist- inssonar. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga til 24. nóvember. Hæöarbyggö 24, Garðabæ. Jónina Magnúsdóttir „Ninný“ er með sýningu samtímis á Intemetinu og i vinnustofu sinni. Opið daglega til 23. nóv. frá kl. 14-18. Netfang sýningarinnar er http://www.if.is/ninny. Intemational GaUery of Snorri Ás- mundsson, Akureyri. „To Hell with All of Us“. Opið frá kl. 14-18 alla daga. Kjarvalsstaðir viö Flókagötu í vestur- sal og miðrými em sýndar ijósmyndir eftir þijátíu erlenda listamenn til 23. nóv.; í austursal era verk eftir Kjarval tii áramóta. Opið kl. 10-18 alla daga. Listasafn ASI, Freyjugötu 41. „Óður- inn til sauðkindarinnar“, samsýning 48 félaga FtM. Arinstofa: Jóhannes S. Kjar- val, verk úr eigu Listasafhsins. Opið aila daga nema mánudaga frá kl. 14-18 til 16. nóvember. Listasafii íslands, Fríkirkjuvegi. Sýn- ing á úrvah úr dánargjöf Gunniaugs Schevings i öllum sölum safiisins til 21. des. í fyrirlestrasal verður sýnd sjón- varpsmynd um Gunnlaug frá 1992. Opið alla daga nema mán. 11-17. Listasafh Islands, Safh Ásgríms Jóns- sonar, Bergstaðastræti 74. Sýning á uppstillingum og útimyndum til febrú- arloka 1998. Opið kl. 13.30-16 ld. og sd. Lokað í desember og janúar. Listasafh Kópavogs, Gerðarsafn. Guð- ný Magnúsdóttir sýnir á neðri hæð. Opið alla daga nema mán. frá kl. 12-18 til 21. desember. Listasafnið á Akureyri. Sýning á verk- um listahópsins CREW CUT, „(un)blht“. Listhús 39, Hafnarfiröi. Gunnar 1. Guöjónsson sýnir verk sín. Opið virka daga kl. 10-18, ld. 12-18 og sd. 14-18. Listasafh Siguijóns Ólafssonar, Laug- amesi. Sýning á 27 völdum verkum eft- ir Siguijón. Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-17. Listhús Ófeigs, Skólavörðustfg 5. Sýn- ing á verkum Harris Syrjánens. Opið mán.-fós. frá kl. 10-18 og lau. frá kl. 11-14. Norræna húsið. Tryggvi Ólafsson með sýningu á málverkum og grafik. Sýning- in stendur til 30. nóv. og verður opin kl. 14-18 alla daga nema mán. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b. Birgir Andrésson, Raif Samens, GHK Gut- mann, SAM & BEN, Ragna Hermanns- dóttir og Hannes Lárusson með sýning- ar. Opið daglega nema mán. frá kl. 14-18 til 23. nóv. Stöðlákot, Bóklilööustíg 6. 15. nóv- ember kl. 15 verður opnuö sýning á vatnslitamyndum eftir Gunnar Öm. Opið daglega frá 14-18. Henni lýkur sd. 30. nóvember. Vogasel 9. Ingunn Eydal heldur sýn- ingu á glerlistamunmn í vinnustofu sinni. Opið daglega kl. 16-19 í nóvember. Café Menning, Dalvik. Sýning á verk- um Þorfinns Sigurgeirssonar. Hótel Höfði, Olafsvík. Sýning á sam- tímalist eftir fjölda íslenskra iista- manna. Listasafn Ámesinga, Selfossi. Perlur úr Eystrihrepp, 23 málverk Jóhanns Briems ásamt svartlist Katrínar Briem til 23. nóv. Opið 14-18 alla daga. Listsetrið, Kirkjuhvoli, Akranesi. Síð- asta sýningarhelgi Bjama Jónssonar. Opið frá kl. 14-19 um helgina. Safnhúsið, Borgamesi. Bjami Þór Bjamason sýnir málverk. Opið virka daga 14-18 til 15. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.