Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Blaðsíða 3
u"\?r FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997 Spilling í borg englanna Fáar kvikmyndir á árinu hafa vakiö jafnmikla athygli í Bandaríkj- unum og nýjasta kvikmynd Curtis Hansson, L.A. Confidental, sem Kringlubíó frumsýnir í dag. í þess- ari sakamálamynd, sem gerist í byrjun sjötta áratugarins, hefur Hanson safnað saman góðum leik- arahópi, þekktmn og óþekktum sem mynda sterka heild. Handritið aö myndinni skrifuðu Hanson og Bri- an Helgeland eftir skáldsögu James Elroy sem á sínum tíma var met- sölubók. Myndin segir frá spillingu innan lögreglunnar í Los Angeles og eru aðalpersónumar þrir ólíkir lög- reglumenn sem vinna allir sinn aö hverja málinu sem leiða þá á sömu braut. Leikstjórinn Curtis Hanson vakti fyrst athygli fyrir tíu árum með mynd sinni The Bedroom Window sem hann gerði Aifred Hitchcocks til tveggja þarlendra „óskara“ fyrir leik sinn í Proof og Romper Stomper. Meðal þekktra ástralskra kvik- mynda, sem hann hefur leik- ið í, má nefna The Crossing, Prisoners of the Sun, The Efficiency Expert, For the Moment og The Silver Brumby. Guy Pearce hefur einnig í mörg ár leikið í áströlsk- um kvikmyndum. Má þar nefna Snowy River, The McGregor Saga, Himting og Heaven Ton- ight. lék á móti Sharon Stone og Gene Hackmann, og Virtu- osity þar sem hann lék óvættinn sem Denzel Was- hington var að eltast við. í Ástralíu er hann einn þekktasti leikarinn þar í áifu og hefur unnið Russell Crove leikur harðjaxlinn Bud White sem þykir vel liðtækur þegar þarf að fá játningar frá glæpamönnum. Hans stóra stökk kom í The Adventures of Pricilla, Queen of the Desert. L.A. Confidental er fyrsta bandaríska kvikmyndin sem hann leikur i. til heiðurs. í kjölfarið fylgdu síðan Bad Influence, The Hand That Rocks the Craddle, sem varð óhemjuvinsæl, og The River Wild. Hanson hefur auk þess að leikstýra skrifað handrit fyrir aðra, The Silent Partner, White Dog og Never Cry Wolf eru meðal mynda sem hann hefur gert handrit að. Þeir leikarar sem mesta at- hygli hafa vakið í L.A. Con- fidental, Russell Crowe og Guy Pierce, koma báðir frá Ástralíu og eru lítt þekktir á vesturhveli jarðar. Russell Crowe er að vísu fæddur í Nýja-Sjálandi en ólst upp í Ástralíu. Hann hefur leikið í tveim- ur bandarískmn kvikmyndum, The Quick and the Dead, þar sem hann Kim Basinger leikur vændiskonuna Lynn Bracken sem er látin líkjast leikkonunni Veronicu Lake. Kevin Spacey leikur lögreglumanninn Jack Vincennes, flottan gæja, sem kann einkar vel við sig í sviðsljósinu. Kringlubíó - L.A. Confidental: Löggur, bófar og sætar stelpur L.A. Confidental hefur af mörg- um verið líkt við kvikmynd Rom- ans Polanskis, Chinatown, og það er að nokkru leyti skiijanleg, þær ná báðar að lýsa á áhrifamikinn hátt spillingu í Los Angeles, seint á fimmta og sjötta áratugnum, hafa yfírbragð film noir-mynda frá þess- um tíma, þar sem stutt er á milli hetju og þorpara og heiðarleika og glæpa. Tímabil þetta hefur oft ver- ið viðfangsefni margra leikstjóra með misgóðum árangri, síðast var það Lee Tamahori sem reyndi í Mullholland Falls að ná andrúms- lofti og þunga fiim noir-myndanna án þess að takast. Það tekst aftur á móti Curtis Hanson í L.A. Con- fidental. Strax frá því sögumaður- inn, æsifréttamaðurinn Sid Hudge- ons (Danny DeVito) byrjar að segja okkur frá þeim heimi sem hann hrærist í, glæpum, spillingu og mútum, er ljóst að við erum á leið inn í veröld þar sem hver er sjálfum sér næstur, hættulegir menn og hættu- legar konur nánast á hverju strái og dollara- seðlar eru það sem gefur lífmu gildi. Þær persónur sem standa áhorfandanum næst eru þrír lögreglumenn, ákaflega ólíkir og með sitt hvom skilninginn á því hvað er rétt og hvað er rangt. Sá eini sem hægt er að sjá í gegn- um strax er Jack Vincennas (Kevin Spacey), smart klæddur töffari sem lætur ekkert tæki- færi ónotað til að auglýsa sjáifan sig, enda er litið á hann sem stjömu, nánast flokkaður með vinsælum kvikmyndastjömum. Hinir tveir, Bud White (Russell Crowe) og Ed Exley (Guy Pierce) era aftur á móti mun flóknari persónur og alls ekki þeir menn sem í fyrstu mætti ætla. White er kannski ekki beint spilltur en lítur fram hjá spillingunni þegar það hentar honum og er sérstaklega liðtækur ef þarf að lemja ein- hvem í klessu. Exley er nýliðinn sem vill gera allt samkvæmt bókinni. Hann er fæddur frama- potari sem hækkar fljótt i tign á kostnað félaga sinna. Eins og vænta má líta þessar þrjár lögg- ur hver aðra homauga og vilja sem minnst samskipti hafa við hver aðra, en það kemur að því að þær verða að snúa bökum saman þegar þær lenda allar á sömu slóð í morðmáli hver eftir sinni leið. Efnislega er L.A. Confidental einstaklega efii- isrík og persónur áhugaverðar. Fyrir utan lög- reglumar þrjá og æsifréttamanninn má nefna Lynn Bracken (Kim Basinger), vændiskonu sem starfar hjá hórmangara sem lætur vændis- konur sínar likja eför kvikmyndastjömum. Lynn er eftirlíking af Veronicu Lake, hörð skelin kemur þó ekki í veg fyrir að hún hrífist af Bud White, kafteininum í lögreglunni, Dudley Smith (James Cromwell), traustur foringi, sem leiðbeinir sínum mönnum inn á réttar braut- ir. Er til betri leikari í slíkt hlut- verk en svínahirðirinn í fjöl- skyldumyndinni Babe, maður skyldi ætla að hann sé traustsins verður og Sid Hudgeons (Danny DeVito) sem gerir allt til að fá sem mest krassandi frétt, skiptir þá litlu máli hver á í hlut. Saman mynda þessar persónur sterka og áhugaverða heild sem gleymist ekki svo fljótt. Leikaramir eru allir frábærir, Kim Basinger hefur aldrei verið betri, Kevin Spacey bregst ekki frekar en fyrri daginn og Danny DeVito kann svo sannarlega að gera sér mat úr æsifréttamanninum og léttir myndina talsvert. Það era þó nýliðamir, áströlsku leikaramir Russell Crowe og Guy Pearce sem standa upp- úr og fullkomna snjallt leikaraval. Curtis Han- son (The Hand That Rocks the Craddle) hefúr með L.A. Confidental gert einhverja áhugaverð- ustu sakamálamynd síðari ára. Það er aðeins í stuttum samskiptum Ed Exley og Lynn Brac- ken sem myndin missir aðeins trúverðugleik- ann, einhvem veginn passar það ekki inn í karakter Ed Exley að freistingin heltaki hann á tveimur mínútum. Það hefur þó ekki mikil áhrif á heildarútkomuna sem er óvenjuinni- haldsrík og spennandi sakamálamynd sem eng- inn ætti að missa af. Leikstjóri: Curtis Hanson. Handrit: Curtis Hanson og Brian Helgeland. Kvikmyndataka: David Spinotti. Tónlist: Jerry Goldsmith. Aðal- hlutverk: Kevin Spacey, Russell Crove, Guy Pe- arce, Danny DeVito, Kim Basinger og David Strathairn. Hilmar Karlsson Qívikmyndir Face off I þessari nýju mynd slnni skapar Woo spennuhasar sem jafnframt því að vera vel skorðaður í bandarísku kvikmyndasam- hengi ber stíl og hæfni Woos fagurt vitni. Travolta og Cage eru þarna i súperformi; sérstaklega er gaman að sjá Travolta sanna sig þarna enn og aftur og að öllu leyti er val- inn maður í hverju rúmi. -úd Lady and the Tramp Þessi klassíska teiknimynd seglr frá tíkinni Lafði og fiækingsrakka sem viö skulum kalla Snata. Hún er sak- laus og fögur, hann kankvis þorpari meö hjarta úr gulli. Þegar Lafði lendir í ræsinu tekur Snati hana upp á arma sína (ef hund- ar geta slíkt). Römantikin blómstrar og þau lenda í ýmsum ævintýrum. -GE Everyone Says I Love You Myndin sækir í dans- og söngva- myndir fjóröa áratugarins og þótt dansatriðin séu misjöfn að gæðum eru sum þeirra frábær. Myndin stenst ekki saman- burö við það besta sem Allen hefúr sent frá sér en allir aðdáendur Allens ættu þó að sjá hana. Leikaramir eru ferskir og slagararnir standa ávallt fyrir sínu. -GE Perlur og svín ★★★ Fýndln mynd um hjón sem kunna ekki að baka en kaupa bakarí og son þeirra sem selur rússneskum sjómönnum Lödur. Óskar Jónasson hefur einstaklega skemmtilegan húmor sem kemst vel til skila og í leiðinni kemur hann viö kaunin á landanum. ðlafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Siguröarson eru eftirmlnnileg í hlutverkum hjónanna.-HK Með fullri reisn WHc Eftir að hafa hneykslast upp í háls (og verða létt skelkaöir iíka) á hinum íturvöxnu fata- fellunum The Chippendales uppgötva þeir félagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) aö það að fækka fötum uppi á sviði er hið arðbærasta athæfi. Það er varla hægt að hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannar- lega skilaði myndin því grini sem hún lofaði, meö fullri reisn. -úd Contact *★★ Jodie Foster er konan sem féll til stjarrr anna I þessari geim(veru)mynd um trú og tilverur. Leikstjóra er mikiö í mun að greina sig frá tæknibrelluþungum og fantasíufullum geimmyndum og skapa I staðinn raunsæja og vitræna mynd en smáfantasla hefði verið holl og góö og létt aðeins á öllu dramanu. I heildina er Contact sterk og skemmtileg mynd af því einfalda en samt viðtæka atviki sem sam- band við verur utan úr geimi hlýtur aö vera. -úd Men in Black ★★★ i MIB er eins og yfirfærslan úr teiknimynda- sögu í kvikmynd sé aldrei fullfrágengin og kemur þetta sérstaklega niður á „plottinu". Áherslan er slík á húmor og stíl að sjálfur hasarinn verður út undan og I raun virkar MIB meira sem grinmynd en hasar. En þrátt fýrir alla galla er þessi mynd ómissandi fyr- ir alla þá sem láta sér ekkert mannlegt óviðkomandi. -úd ■ Breakdown r** Sakamálamynd sem kemur á óvart, góö saga með myndrænni frásögn um mann sem verð- ur fyrir því aö eiginkona hans hverfur, I bók- staflegri merkingu orðsins. Seinni hlubnn er ákaflega spennandi og hraður. Jonathan Mostow er leikstjóri og handritshöfundur sem vert er að fylgjast með. -HK The Peacemaker *** Dæmigerð Hollywood-afþreying þar sem allt sem lagt er af stað með gengur upp, mynd- in er hröð, spennandi og vel gerð en eins og með marga „sumarsmellina" sem komiö hafa frá Hollywood í ár þá er hún innihalds- rýr og skilur ekkert eftir. Spielberg og félag- ar í Draumasmiðjunni hefðu átt að byrja af meiri metnaði. -HK Bean ★★■* Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborganlegar senur sem ég hefðl koslð að sjá fléttaðar saman af melri kostgæfnl. -GE Air Force icki Harrison Ford er trúverðugur forseti Banda- ríkjanna, hvort sem hann setur sig I spor stjórnmálamannsins eða fyrrum Vietnam- hetju, I spennumynd sem er hröö og býður upp á góð atriöi. Brotalamir í handriti ásamt klisjukenndum persónum veikja hana þó til muna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.