Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1997, Page 1
Lottó:
10 17 19 24 32 B: 34
Enski boltinn:
12x 2xx 122 xllx
Eiður aftur í uppskurð?
óvíst hvort PSV vilji endurnýja samninginn sem rennur út 1. desember
Svo getur farið að Eiður
Smári Guðjohnsen, knatt-
spyrnumaður hjá PSV í
Hollandi, þurfi að gangast
undir annan uppskurð á
fæti en í ljós kom þegar
hann fór í myndatöku á
fóstudaginn að bem hefur
myndast í ökklanum sem
getur leitt til þess að hann
þurfi að fara aftur undir
hnifmn.
Eiður Smári hefur ver-
ið frá æfmgurn og keppni
síðan i maí 1996 þegar hann
var tæklaður illa í landsleik
með unglingalandsliðinu
gegn írum og 1 kjölfarið
þurfti hann að fara í upp-
skurð. Hann missti því al-
veg af keppnistímabilinu á
síðustu leiktíð með PSV og
það horfir ekki vel hjá þess-
um snjalla leikmanni fyrir
þetta timabil
Eiður Smári hitti lækni
í Belgíu í dag, Dr. Martins,
og það kemur í hans hlut að
ákveða hvort Eiður verður
skorinn eða ekki. Læknir
PSV liðsins vill ekki skera
heldur láta beinið vaxa
saman viö sköflung og
kálfabein.
Samningur Eiðs við PSV
rennur út 1. desember næst-
komandi og það er óvíst
hvort félagið vilji endur-
nýja hann vegna þessa
meiðsla. -GH
Sampras
bestur
Bandarlkjamaðurinn Pete
Sampras tryggði sér í gær
heimsmeistaratitilinn í einliða-
leik karla í tennis þegar hann
lagði Rússann Jevgeny Kafel-
nikov í úrslitaleik, 6-3, 6-2 og
6-2 á heimsmeistaramóti at-
vinnumanna sem fram fór í
Hanover í Þýskalandi.
Sampras hafði mikla yfirburði
í úrslitaleiknum og gerði út um
hann á 88 mínútum. Rússinn átti
ekkert svar við góðum leik
Sampras og var hann i nauðvöm
nær allan tímann. Þetta var
fiórði heimsmeistaratitiU Samp-
ras en hann vann einnig sigur á
þessu móti í fyrra og hann und-
irstrikaði enn og aftur að hann
er besti tennisleikari heims.
í undanúrslitunum sigraði
Sampras Svíann Jonas Björk-
man, 6-3 og 6-4 og Kafelnikov
lagði Spánverjann Carols Moya í
hörkuleik, 7-6 og 7-6. -GH
MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1997
Sigurgang-
an heldur
áfram
Keflvíkingar unnu öll mót á vegum
Körfuknattleikssambands íslands í
fyrra og þeir halda uppteknum
hætti í ár þrátt fyrir rólega byrjun
í úrvalsdeildinni. Þeir urðu
meistarar meistaranna í haust og
á laugardag unnu þeir
deildabikarinn annað árið í röð
þegar þeir unnu stórsigur á
Tindastóli í úrslitaleik í
Laugardalshöllinni.
„Við ætluðum að ná í
an bikar og vorum ekkert að
verja neinn titil í þessum leik.
Við vorum afslappaðir i
leiknum, gerðum það sem við
lögðum upp fyrir leik enda
vitum við vel hvað þarf í
svona úrslitaleiki," sagði fyr-
irliði Keflvíkinga, Guðjón
Skúlason, við DV eftir úrslita-
leikinn.
Guðjón, sem lyftir bikarn-
um hér til hliðar, átti góðan
leik og með því að hitta úr öll-
um 4 vítaskotum sínum í
leiknum hefur hann nýtt öll 42
vítin sín sem hann hefur fengið
í fyrirtækjabikar KKÍ, bæði í ár
og í fyrra.
Sjá nánar um leikinn á bls. 28
-ÓÓJ
Gústaf í speglun
Gústaf Bjamason, landsliðsmaður i handknattleik og leikmaður
Hauka, verður frá keppni og æfingum næstu 4-6 vikumar. Hné-
meiðsli hafa verið að angra Gústaf í nokkum tima og í æfingaleik
landsliðsins í gegn þýska liðinu Bad Schwartau fyrir landsleikinn
gegn Litháum í Kaunas ágerðust meiðslin.
„Ég fór i speglun á föstudaginn og það kom í ljós að þetta hefði
ekki mátt bíða lengur. Það er auðvitað hundfúlt að lenda í þessu en
maður verður bara að taka því og maður kemur vonandi frískari
til leiks á nýju ári,“ sagði Gústaf í samtali við DV.
Gústaf missir af þremur deildarleikjum með Haukunum og bik-
arleik auk þess sem íslenska landsliðið verður án hans í leikjunum
gegn Júgóslövum í undankeppni EM siðar í þessum mánuöi.
-GH
Stjarnan
í efsta
sætið
- Bls. 23
Valur til Noregs?
Talsverðar líkur em á því að Valur Fannar Gíslason, knatt-
spymumaður hjá Arsenal, sé á leið til norska úrvalsdeildarliðsins
Strömsgodset. Valur sagði við DV i gær að „þreifingar væru í
gangi“ en vildi ekki taka dýpra í árinni en það. DV hefur hins veg-
ar heimildir fyrir því að málið sé nokkuð langt komið. Valur á
hálft annað ár eftir af samningi sínum við Arsenal en virðist ekki
eiga möguleika á að spila þar með aðalliðinu. „Bmce Rioch keypti
mig á sínum tima en síðan tók Arsene Wenger við, keypti mikið af
mönnum og þeir hafa forgang hjá honum," sagði Valur Fannar við
-VS
Stórleikur Konráðs
Konráð Olavsson átti stórleik í gær þegar lið hans, Niederwúrz-
bach, sigraði Minden, 26-20, í sextán liða úrslitum þýsku bikar-
keppninnar í handknattleik í gær. Konráð var markahæstur i sínu
liði ásamt Dittert en þeir gerðu 7 mörk hvor. Hetja Niederwúrs-
bach var þó hinn frægi rússneski landsliðsmarkvörður, Andrei
Lavrov, sem varði fiögur vítaköst gestanna. Fyrir Minden skoraði
Farkas mest, 8 mörk.
-VS
- Keflavík bu
ur
- Bls. 28