Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 2
16 rikmyndir Bíóborgin - Matvins Room: Fjölskylda í blíðu og stríðu ★★★ Bandaríkin eru stór og vegalengdir miklar. Vegna þessa vegalengda er hætta á að fjölskyldu- tengsl slitni, mun meiri hætta heldur en í löndum Evrópu þar sem hin mörgu tungumál og afgirt landamæri gera það að verkum að fjöl- skyldumeðlimir búa yfirleitt nær hver öðrum. Hin ágæta kvikmynd, Marvin’s Room, er um íjölskyldu sem sundrast og nær saman aftur, fyrst er sundrungin vegna ágreinings. En fjarlægöin á milli fjölskyldumeðlima verður síðan til þess að sambands- leysið er algert. Aöalpersónumar eru systurnar Bessie og Lee sem ekki hafa hist í tuttugu ár. Orsök aðskilnaðarins var í fyrstu ólíkar skoðanir á því hvemig ætti að annast sjúkan föður, Bessie er sú umhyggjusaman, en Lee sú sjálfstæða. Þegar Bessie greinist með hvítblæði er eina von henn- ar að fá beinmerg úr ættingja. Lee sem hafði átt í erfiðleikum með son sinn svarar kallinu, enda húsnæðislaus eftir að eldri sonur hennar hafði kveikt í íbúð þeirra. Leggur hún í langferð frá Ohio til Flórída með syn- ina. Öll fjölskyldan er því samankomin á einum stað og vandamálin, sem era mörg, koma hvert af öðru upp á yfirborðið. Marvin’s Room er fjölskyldukvikmynd í orðsins bestu merkingu. Per- sónur era djúpar, mikið lagt í þær frá höfundar hendi og þær á móti endurspegla það sem hverri fjölskyldu er verðmætast, ræktun hennar inn á við. Myndin ber þess lítinn keim að vera gerð eftir leikriti, ekki mikið um löng samtalsatriði þótt vissulega liggi styrkur myndarinnar í töluðu máli. Stórleikkonumar Meryl Streep og Diane Keaton sýna sannkallaðan snilldarleik í hlutverkum systranna, spila á allan tilfinningaskalann af mikilli list án þess nokkum tímann að ofleika. Þær hera annars af mjög góðum leikhópi og það er ekki síst þeim að þakka að Marvin’s Room er jafn hugljúf og áhrifamikil kvikmynd og raun ber vitni. Vert er einnig að geta Leonardos DiCaprios í hlutverki sonarins Hanks. Þessi ungi leik- ari hefur allt frá því hann lék í What’s Eating Gilbert Grape? sýnt óvenju þroskaðan leik og í Marvin’s Room á hann í fullu tré við alla stórleikarana. Hilmar Karlsson Leikstjóri: Jerry Zaks. Handrit: Scott McPherson, eftir eigin leikriti. Kvikmynda- taka: Piotr Sobocinski. Leikarar: Meryl Streep, Diane Keaton, Leonardo DiCaprio, Robert De Niro, Gwen Verdon og Dan Hedaya. Stjörnubíó — Auðveld bráð: Hróaður höttur ★★★ Auðveld bráð (Shooting Fish) segir frá tveimur munaðarlausum strákum sem dreymir um að eignast herragarð. Og láta drauminn ræt- ast. Til þess að svo megi verða þarf að afla pénínga og þarsem hvorugur fær vinnu verða (pöru)piltamir að leita anncirra leiða, svo sem þeirra sem felast í því að hafa péníng út úr ríku fólki með prettum. Dylan (Dan Futterman) er bandaríski sjarmörinn sem getur talað sig út úr hvaða klípu sem er, og Jez (Stuart Townsend) er feimna breska tölvuséníið, sem veit nákvæmlega hvemig brauðristinni þinni léið áður en hún bil- aði. í einni af sinni fjársterkustu brellum hitta þeir Georgie (Kate Beck- insale) og falla báðir flatir, en stúlkan sú er ekki öll þar sem hún er séð. Bretar virðast vera farnir að afla sér fjár fyrir fyndni, þar sem hver gullmolinn rekur annan. Þessi klassíska saga um smáfiskana sem ræna stórfiskana er virkilega ánægjuleg og vel útfærð. Persónusköpunin er bráðskemmtileg og handritiö almennt gott, þar sem fjárglæfrabrellur þeirra félaga eru hreint ótrúlega klikkaðar og uppátækin era óhikað og fimlega yfirkeyrð. Það er vel hugað að öllum smáatriðum, allt frá frá- bærri innréttingu á heimili þeirra tveggja í vatnstanki yfir i umræður um brauðristar og sofandi japanska túrista á söngleiknum Dogs. Hér er unnið markvisst með klisjur, þar sem gert er jöfnum höndum grín að stereótýpískum tunguliprum Kana og félagslega heftum vandræðalegum Breta. En grínið er alltaf góðlátlegt og öllum andstyggilegheitum er út- hlutað til efnaðra smáborgara, sérstaklega þeirra sem eru svo lúðalegir aö stela frá fátækum og munaðarlausum sakleysingjum eins og vinum okkar tveimur. Enn er spumingin um atvinnuleysi viðvarandi, en líkt og i The Full Mounty er þjóðfélagsgagnrýnin laus við dramatískan áróð- ur og húmorinn nýttur i staðinn. Úifhildur Dagsdóttir Leikstjóri og handritshöfundur: Stefan Schwartz. Kvikmyndataka: Henry Gruber Leikarar: Stuart Townsend, Dan Futterman og Kate Beckinsale. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 JLí"V Hetja eða morðingi Keenan Ivory Wayans leikur hermann á flótta í Most Wanted. Laugarásbíó framsýnir í dag spennumyndina Most Wanted með þeim Keenan Ivory Wayans og Jon Voight í aðalhlutverkum. í mynd- inni leikur Wayans liðþjálfann James Dunn, heiðraðan foringja úr Persaflóastríðinu, sem hefur verið ákærður fyrir morð á yfirmanni sínum. Hann hefur verið dæmdur til dauða og bíður aftöku í klefa sín- um þegEU- háttsettur hermaður, Gr- ant Casey, yfirmaður leynilegrar deildar innan hersins, heimsækir hann og býður honum aðstoð við að flýja úr fangelsinu, ef hann á móti tekur að sér að drepa iðnjöfur sem selur eiturefni á svörtum markaði. Dunn á enga von um náðun og gríp- ur því tækifærið. Þegar kemur að því að drepa á fómardýrið þá fer allt úrskeiðis og röng manneskja er drepin. Dunn uppgötvar fljótlega að hann hefur verið leiddur í gildra og það var alltaf ætlunin að skotmark- ið yrði annað en hann hélt. Keenan Ivory Wayans leikur ekki aðeins aðalhlutverkið heldur skrif- ar hann einnig handritið að mynd- inni. Auk hans leika Jon Voight, Jill Hennesy, Paul Sorvino og Eric Roberts. í fyrstu ætlaði Wayans að leikstýra Most Wanted en hætti við og fékk David Glenn Hogan til að taka að sér leikstjórn, en hann er nýliði, sem hefur verið aðstoðarleik- stjóri þekktra leikstjóra og leikstýrt tónlistarmyndböndum. Keenan Ivory Wayans er frægast- ur fyrir gamanleik enda varð hann fyrst þekktur sem aðalstjaman í In Living Color, margverðlaunaðri gamanseríu í bandariska sjónvarp- inu. Gengi hans í kvikmyndum hef- ur verið upp og ofan, gamanmyndir þær sem hann hefur verðið aðal- stjaman í, myndir á borð við A Low down Dirty Shame og Don’t Be a Menace to South Centr£d..., hafa verið vinsælar í Bandaríkjunum en hvergi annars staðar. -HK Jon Voight Jon Voight á að baki glæsileg- an feril í kvik- myndum. Eftir frammistöðu sína Midnight Cowboy varð hann ein skærasta kvik- I myndastjaman í Bandaríkjimum. Eftir mörg góð ár og margar góð- | ar myndir tók hann sér hvíld frá kvikmyndum í ein níu ár, var ekki ánægður með það sem í boði var, lék í sjónvarpsmyndum og á sviði. Á undanfömum þremur árum hefur ferill hans heldur betur tekið kipp og er hann í dag meðal eftirsóttustu karakterleikara í Hollywood. Jon Voight byrjaði feril sinn í sviði í New York og lék þar í nokkur ár. Hann var að gera góða hluti í merk- um uppfærslum þegar hann var ráðinn til að leika á móti Dustin Hoffman í Midnight Cowboy. Fékk hann óskarsverðlaunatil- nefningu í kjölfarið. Voight lék í hverri úrvalsmyndinni á fætur annarri á áttunda og ní- unda áratugnum, má þar nefna Deliverance, Catch-22, The Odessa File og Coming Home, en fyrir leik sinn í henni fékk hann óskarsverð- laun. Síðar fékk hann einnig tilnefn- ingu til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Runaway Train. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Jon Voight hefur leikið í: Hour of the Gun, 1987 Fearless Frank, 1967 Midnight Cowboy, 1969 Catch-22,1970 The Revolutionary, 1970 Deliverance, 1972 The All American Boy, 1973 Conrack, 1974 The Odessa File, 1974 End of the Game, 1976 Coming Home, 1978 The Champ, 1979 Looking to Get Out, 1982 Table for Five, 1983 Runaway Train, 1985 Desert Bloom, 1986 Mission: Impossible, 1995 Heat, 1996 Anaconda, 1996 Rosewood, 1997 Most Wanted, 1997 U-Turn, 1997 Operudraugurinn í DV fyrir rúmri viku var þess getið að John Travolta væri líkleg- astur til þess að leika aðalhlutverk- ið í fyrirhugaðri kvikmynd byggðri á hinum vinsæla söngleik Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice. Þessi hugmynd hefur ekki vakið mikla hrifningu meðal margra aðdáenda söngleiksins og nú hafa sprottið upp samtökin „Björgum draugnum frá Hollywood", en yfirlýst mark- mið þeirra er að koma í veg fyrir að Travolta fari meö aðalhlutverk- ið (sjá: http://www.shadow- song.com/notravolta/). Söngleikur Webbers og Rice er gerður eftir frægri sögu Frakkans Gastons Leroux (1868-1927), en Le Fantome de l’Opera kom fyrst út árið 1911. Hana má kalla nútíma- ævintýri í anda Fríðu og dýrsins frá sjónarhóli ófreskjunnar. Sagan gerist í Parísaróperunni og segir CNAHEY Auglýsingaplakatið fyrir The Phantom of the Opera frá árinu 1925. frá ungri söngkonu sem nýtur tilsagn- ar dularfullrar veru sem um langt skeið hefur hrærst í afkimum og und- irgöngum óperunnar. Óperudraugur- inn hefur margoft verið kvikmyndað- ur. Árið 1943 léku þau Nelson Eddy og Susanna Foster elskendurna ungu en Claude Rains var i hlutverki óp- erudraugsins. Terence Fisher, sem nú er eflaust frægastur fyrir mynd sína The Horror of Dracula (1958), leik- stýrði Hammerútgáfunni árið 1962 með Herbert Lom í titilhlutverkinu. Tvær sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni með Maximilian Schell (1983) og Charles Dance (1990), en einnig má nefna Robert Englund sem lék drauginn í hræðilegri kvik- mynd árið 1989. Á næsta ári verður svo ný útgáfa af Phantom of the Op- era frumsýnd, en henni er leikstýrt af ítalska hrollvekjumeistaranum Dario Argento.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.