Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 7
TIV FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 Iffll helgina *. Sjálfsblekkingin allsráðandi „Leikurinn gerist á heimili hjón- anna Pavels og Elenu. Þar búa, auk þeirra, Lísa, systir Pavels, og þjón- ustustúlkan Fima. Inn á heimilið koma kynlegir kvistir með skemmti- legar ætlanir. Ég leik Dimitri sem er æskuvinur húshóndans á heimilinu og heldur við konuna hans. Dimitri er listmálari með mjög stórar hugsjónir en minni hæfileika til að fylla upp í þær. Hann er svona kaffíhúsalistamaður," segir Guðmu ndur Ingi Þorvaldsson, einn af leikurum Nemendaleikhússins. Aöspurður um hvort hlutverk hans sé krefjandi segir Guðmundur Ingi: „Já, þetta er krefjandi, bæði hlutverk- ið sjálft og einnig leikstillinn sem við glímum við. Við erum í raun að búa tO hálfgerðan farsa úr Gorki sem er af- skaplega spennandi og skemmtilegt verkefni." En til hvaða áhorfendahóps á verk- ið helst að höfða? „Ég myndi segja að þetta verk höfð- aði til allra. Við erum búin að fá menntaskóla- og grunnskólakrakka og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. eldra fólk og allir virðast hafa gaman af þessu. Að sjálfsögðu viljum við svo einnig fá það fólk sem gæti ráðið okk- ur í vinnu í framtíðinni. Nemendaleik- húsið er okkar leið til að koma okkur á framfæri.“ En hvernig fer valið á verkefnum Nemendaleikhússins fram? „Við erum ábyrg fyrir Nemenda- leikhúsinu að öllu leyti. Við ráðum til okkar leikstjóra og veljum síðan verk- efni i samráði við hann. Verkið verð- ur að bjóða upp á hlutverk fyrir alla svo við fáum öll tækifæri til að sýna hvað í okkur hýr. Við völdum Börn sólarinnar vegna þess að það verk fjallar á svo skemmti- legan hátt um fólk sem lifir í sjálfs- blekkingu, þ.e. þennan feluleik sem flestir kannast að einhverju leyti við. Allir halda alltaf að enginn viti hvað þeir eru að bralla þótt þeir viti hvað allir aörir aðhafast. Þetta er mjög skemmtilegt því í verkinu lifa allir í sínum heimi, vissir um að ekkert fái raskað honum, en á endanum verðui’ að koma til einhvers uppgjörs." -glm Björn Thoroddsen plokkar gítarstrengi sína í Norræna húsinu á sunnudaginn. Djass í Norræna húsinu Nokkrir lcmdskunnir tónlistarmenn leika djass á myndlistarsýningu Tryggva Ólafssonar í Norræna húsinu á sunnudaginn, kl. 15. Tónlistarmennirnir eru Björn Thoroddsen gítarleikari, Ámi Sche- ving víbrafónleikari, Carl Möller pí- anóleikari, Róbert Þórhallsson kontra- bassaleikari og Guðmundur Stein- grímsson trommuleikari. Páll Óskar í Ingólfscafé: Ætla að afstressa fólk „Ég renni eiginlega alveg blint í sjóinn með viðtökumar við þessari tónlist. Það má kalla þessa tónlist þægindatónlist eða „easy-listen- ing“. Ég ætla aö gera tilraun í Ing- ólfscafé til að afstressa fólk,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem í kvöld ætlar að hregða sér í hlutverk plötusnúðs- ins og spila þægindatón- list og „soft“ diskólög fyrir gesti Ing- ólfscafé milli kl. 23 og 03. Að sögn Páls Óskars er þæginda- tónlist létt og svífandi tón- list frá sjötta og sjöunda áratugnum. „Þessi tónlist er aftur að verða vinsæl „. . . ...„ í Evrópu, t.d. PaM 0skar i anda sjotta við opnanir á myndlistarsýningum því fólk er far- ið að fatta brandarann við þessa tónlist. Hana á ekki að taka alvar- lega. Þetta er ekki danstónlist því fólk á að geta notið þess að tala saman undir henni og rétt dillað sér með kokkteilglösin i hendi. Ég ætla að reyna að skapa þægi- legt andrúmsloft með þessari tónlist sem er algjör andstæða við þetta venjulega grenjandi stuð þar sem áratugarins. fólk nær að drekka sig fullt, lenda á trúnaðarskeiðinu og fara heim með einhverjum á tveimur timum." Allar plötiunar sem Páll Óskar mun spila á Ingólfscafé em úr einkasafhi hans. En hvemig kviknaði áhugi Páls Óskars á þessari tegund tónlistcir? „Ég er alinn upp á músíkheimili þar sem allir reyndu að skapa sér sérstöðu með því að hlusta á mis- munandi tegundir tónlistar. Þess vegna er ég op- inn fyrir öllum stefnum i tónlist og útiloka ekki neitt fyrirfram. Þessi þæginda- tónlist hlífir ekki neinum að því leyti að þar má finna brot úr öllum stefnum. Mér finnst hún hara svo yndis- leg og full af húmor.“ Aðspuröur um hvort íslending- ar þekki lögin sem teljast til þessarar þæg- indatónlistar segir Páll Óskar: „Já, flest þeirra þekkir fólk og mörg þeirra eru eiginlega „time- less classics". Ég mun spila lög eftir tónlist- armenn eins og Sergio Mendes, Burt Bacharach, Jean Jacques Perry og Klaus Wund- erlich. En svo mun ég líka spila „soft“ diskólög með Donnu Sum- mer, Ami Stewart, Three Degrees og fleirum.“ -glm •4 hausa Lp/sp Nicam-stereo *2xscart* MyndvakiShowView * Allar aðgerðir á skjá * Sjálvirkur hreinsibúnaður. * Árs minni • 8 liða upptaka * Fjarstýring (j(r. 47,900.-^ usa Lp/sp Nicam-stereo sp.* 2xscart • Myndvaki • Allar aðgerðir á skjá insibúnaður a upptaka SONHF 54,900/j » Simi 533 2800 G æ ð i á góðu verði • 2 hausa • Mono •scart • Myndvaki Show View • Allar aðgerðir á skjá • Sjálvirkur hreinsibúnaður. • Árs minni • 8 liða upptaka • Fjarstýring ÍKr. 29,900.^ )g Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal. Vestffiröir: Geirseyjarbúöin, aumur, ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraösbúa, ;taö. Suöurland: Á.rvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. 1" SÝNINGAR Dada, Kirkjutorgi 4. Sýning á nú- tímalist eftir 30 listamenn. Opið 12-18 virka daga, 12-16 ld. til jóla. Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kynn- ing á verkum Margrétar Sveinsdóttur. Gallerí Borg, Síðumúla 34. Pétur Gautur sýnir nýjar myndir. Opið virka daga kl. 10-18, ld. kl. 12-18 og sd. kl. 14-18 til 30. nóvember. Gallerí Fold, Rauðarárstig. 22. nóv. kl. 15 opnar Haraldur (Harry) Bilson málverkasýningu sem stendur til 7. desember. Opið daglega frá kl. 10-18, ld. kl. 10-17 og sud. kl. 14-17. Gallerí Handverks & hönnunar. 14.-29. nóvember stendur yfir sýning- in Jíátir krakkar“. Opið þd.-föd. frá 11-17 og ld. frá 12-16. Gallerí Hornið, Ilafnarstræti 15. Seilout. Baldur Helgason og Birgitta Jónsdóttir til 3. des. Opið kl. 11-23.30. Gallerí Ingólfsstræti 8, Reykjavík. Toon Michiels sýnir rósir til 14. des. Gallerí Listakot, Laugavegi 70.' Sýning á verkum Bryndfsar Björgvins- dóttir, opin virka daga og líka á sd. frá 14-18 til og með 30. nóv. tGallerí Regnbogans, Hverfisgötu 54. Sýning á verkum Sigurðar Örlygs- 1 sonar er opin virka daga frá kl. 16-24 f* og 14-24 um helgar. Gallerí Skruggusteinn, Hamraborg 20a, Kóp. Sýning Bjarnheiðar Jóns- S dóttur á kiukkum. Opið virka daga frá 1" 12-18 og um helgar kl. 11-16 til 29. nóvember. Gallerí Svartfugl á Akureyri. Krist- ín Sigfríður Garðarsdóttir sýnir leir- verk til 30. nóv. Opið virka daga frá kl. 15-18 og um helgar kl. 14-18. Lokað á mán. j Gallerí 20 m2, Vesturgötu lOa. Jón I Bergmann Kjartansson með sýningu jí til 23. nóv. B Gerðuberg. Sýning á verkum Eggerts | Magnússonar til 23. nóv. Sýning Ragn- f ars Erlendssonar stendur til 9. febr. I 1998. Opið mán.-fim. 10-21; fös.-sun. 1 12-16. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafn- arfirði. Rebekka Rán Samper til 24. nóvember. Ný verk Gunnars Kristins- sonar. Opið kl. 12-18 alia daga nema 1 þriðjudaga til 24. nóvember. ‘ Hæðarbyggð 24, Garðabæ. Jóm'na Magnúsdóttir, J4inný“, er með sýningu samtímis á Intemetinu og í vinnustofu 15 sinni. Opið daglega til 23. nóv. frá kl. f: 14-18. Netfang sýningarinnar er i| http://www.if.is/ninny. Intemational Gallery of Snorri Ás- mundsson, Akureyri. „Tb Hell with All of Us“. Opið frá kl. 14-18. : Kjarvalsstaðir við Flókagötu. í :g vestursal og miðrými eru sýndar ljós- I myndir eftir þrjátíu erlenda listamenn | til 23. nóv.; í austursal eru verk eftir | Kjarval til áramóta. Opið kl. 10-18. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. 122. nóv. kl. 16 verða tvær sýningar opnaðar. GryQa: Hulda B. Agústsdótt- Iir, skartgripir. Ásmundarsalur: Hafdís Ólafsdóttir, „ísfletir", tréristur. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 til 7._desember. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. ■ Sýning á úrvali úr dánargjöf Gunn- i laugs Schevings í öllum sölum safnsins 1 til 21. des. f fyrirlestrasal verður sýnd 1 sjónvarpsmynd um Gunnlaug frá 1992. Opið alla daga nema mán. 11-17. : Listasafn íslands, Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. | Sýning á uppstillingum og útimyndum f til febrúarloka 1998. Opið kl. 13.30-16 Id. og sd. Lokað í desember og janúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. | Guðný Magnúsdóttir sjmir á neðri hæð. Á efri hæð: Ný aðfóng. Opið alla 1 daga nema mán. frá kl. 12-18 til 21. f desember. 1 Listasafnið á Akureyri. Sýning á j verkum listahópsins CREW CUT, I „(un)blin“. Listhús 39, Hafnarfirði. Gunnar í. (( Guðjónsson sýnir verk sín. Opið virka daga kl. 10-18, ld. 12-18 og sd. 14-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi. Sýning á 27 völdum verkum eftir Siguijón. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Listhús Ófeigs, Skólavörðustig 5. s Sýning á verkum Harris Syijánens. * Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. frá kl. 11-14. ; Norræna húsið. Tryggvi Ólafsson sýnir málverk og grafík. Sýningin I stendur til 30. nóv. og verður opin kl. 14-18 alla daga nema mán. J Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b. Birgir 1 Andrésson, Ralf Samens, GHK Gut- í mann, SAM & BEN, Ragna Her- I: mannsdóttir og Hannes Lárusson með sýningar. Opið daglega nema mán. frá kl. 14-18 til 23. nóv. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6. Sýning á vatnslitamyndum eftir Gunnar Örn. Opið daglega frá 14-18. Vogasel 9. Ingunn Eydal heldur sýn- i ingu á gleriistmunum. Opið daglega kl. j 16-19 í nóvember. j Café Menning, Dalvík. Sýning á ! verkum Þorfinns Sigurgeirssonar. J Hótel Höfði, Ólafsvík. Sýning sam- j tímalist eftir íslenska listamenn. * Listasafn Árnesinga, Tryggvagötu 23, Selfossi. Perlur úr Eystrihrepp, 23 málverk Jóhanns Briems ásamt svart- J list Katrínar Briem til 23. nóv. Vernd- arenglar. Englar eflir þekkta lista- menn og hönnuði. Opið frá kl. 13-18 frá laugard. 22. nóv. alla daga til föstud. 28. nóv. í Safnhúsið, Borgarnesi. Bjami Þór Bjamason sýnir málverk. Opið virka . daga 14-18 til 15. desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.