Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 Mnlist Hljómsveitin Beastie Boys kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1986 þegar lagið Fight for Your Right to Party, af breiðskífunni Licensed to ni, sló í gegn. Hljómsveitin var stofn- uð árið 1981 af þeim Adam Yauch (MCA) og Mike Diamond (Mike D). Þá spilaði sveitin pönktónlist og má til gamans geta að einn meðlimur sveitarinnar var þá Kate Schellen- bach sem nú er í hljómsveitinni Luci- ous Jackson. Eftir að hafa gefið út þröngskífuna Polly Wog gekk nýr maður til liðs við sveitina. Það var Adam Horowitz (Ad Rock) sonur leik- ritaskáldsins Israel Horowitz. Be- astie Boys eru allir frá New York og hrifust þeir mjög af rappinu sem hljómaði á hverju götuhorni og ákváðu að reyna fyrir sér á þeim vettvangi. Árið 1983 gáfu þeir út fyrstu tólftommuna sína sem innihélt rapptónlist. Hún bar nafnið Cokkie Puss og vakti áhuga útgefandans Rick Rubin sem bauð hljómsveitinni samning hjá útgáfufyrirtæki sínu Def Jam sem hann rak í samvinnu við Russel Simmons, umboðsmann Run DMC. Rick Rubin ráðlagði hljóm- sveitinni að halda sig við rappið og fara að þróa sinn eigin stíl innan þeirrar stefnu, sem hún gerði. Áður en Licensed to 111 kom út árið 1986 voru Beastie Boys búnir að fá mikla og góða kynningu. Þeir hituðu bæði upp fyrir Run DMC á tónleikaferða- lagi þeirra um Bandaríkin og fyrir Madonnu. Licensed to 111 fór beint á topp bandaríska Billboardlistans þeg- ar hún kom út. Hörðustu rókkaðdá- endur vegsömuðu plötuna líkt og rappaðdáendur og er platan mest selda frumraun hljómsveitar hjá Col- umbia-útgáfunni fyrr og síðar. Árið 1989 kom önnur breiðskífa Beastie Boys út undir merkjum Capitolútgáf- unnar eftir langar og harðar lagadeil- ur við Rick Rubin. Hún bar nafnið Paul’s Boutique og endurspeglaði nýjar hliðar á Beastie Boys. Upptöku- stjóramir Dust Brothers, sem meðal annars hafa unnið mikið með Beck, sáu um upptökur á Paul’s Boutique sem er bræðingur af funk-, soul- og djasstónlist. Þótti rappstíll Beastie Boys breytast á Paul’s Boutique og voru þeir ffekar í rólegri kantinum á henni. Þeir komust þó inn á topp 40 á bandaríska listanum með lagið Hey Ladies sem varð geysivinsælt á MTV- sjónvarpsstöðinni. Hurðin gaf sig Árið 1992 má segja að Beastie Boys hafi farið aftur til upphafs ferils síns. Þá kom út breiðskífa þeirra, Check Your Head, sem er að mestu leyti handspiluð af hljómsveitinni sjálfri. Þeir djömmuðu saman og röppuðu svo ofan á lögin. Þeir önnuðust allan hljóðfæraleik sjálfir en fengu þó til liðs við sig húsasmiðinn og hljóð- færaleikarann Mark Ramos Nishita (Money Mark) til að sjá um útsetn- Djassinn í dansinum Drum n’ Bass stefnan gerist æ öfl- ugri meö hverju árinu sem líður. Margir litu svo á að hún hefði fest sig í sessi fyrir alvöru þegar Roni Size fékk Mercury-tónlistarverð- launin á dögunum fyrir breiðskíf- una New Forms. Eins bíða menn í ofvæni eftir nýrri breiðskífu Goldie sem kemur út í janúar. Á henni nýt- ur hann aðstoðar tónlistarmanna á borð við David Bowie og Noel Gallagher. En að sjálfsögðu eru þess- ar tvær breiðskifur einungis toppur- inn á isjakanum. Drum n’ Bass er í sífelldri þróun og margir að fást við þetta form tónlistar. Tony Justice er annar helmingur dúettsins Blame & Justice sem kom fyrst fram á sjónar- sviðið árið 1990 með laginu Death Row sem markaði viss tímamót og er að vissu leyti upphaf Drum n’ Bass stefnunnar. Hann kynntist svo DJ Pulse sem rekur Creative Wax útgáfufyrirtækið og í sameiningu ákváðu þeir að einbeita sér að því ingar og hljómborðsleik. Það kom þannig til að í partíi sem Beastie Boys hélt var fjörið svo mikið að úti- dyrahurðin gaf sig. Þá var hringt á viðgerðarmann sem var enginn ann- ar en Money Mark og tókst vinskap- ur með þeim upp úr því. Check Your Head markaði nýja stefnu i rapptón- list þar sem platan var að mestu laus við sömpl og tölvufitl. Allt var hand- spilað á henni og fylgdi hljómsveitin svipaðri stefnu á 111 Communication sem kom út fyrir einum þremur árum. Þá var MTV-sjónvarpsstöðin jafnmikilvægur hlekkur í kynningu og fyrri daginn. Myndbandið við lag- ið Sabotage varð eitt vinsælasta myndbandið á MTV árið 1994. Sama ár var Beastie Boys aðalnúmerið á Lollapalooza tónleikaferðalaginu sem jók enn á vinsældimar. Snemma árs 1996 sendi Beastie Boys frá sér plöt- una The in Sound from the Way out sem er uppfull af instrumental lögum sem eru helst í ætt við kvikmynda- og easy listening tónlist. Það er reyndar ekkert skrítið að Beastie Boys séu ekki iðnari við eigin útgáfu þar sem þeir reka sitt eigið útgáfufyr- irtæki og hafa nóg að gera þar. að gefa út framúr- steínulegt og djassað Drum n’ Bass. Fyrsta samstarfs- verkefni þeirra var breiðskífan Emotions with Intellect sem hlaut frábæra dóma og var talin ein albesta drum n’ bassplatan þar til Roni Size og Reprasent-klík- an hans stálu senunni með New Forms. Síðan eru liðin þrjú ár og nú eru þeir DJ Pulse og Tony Justice mættir aftur til leiks með breiðskíf- una Modem Urban Jazz. Á henni er að fmna samruna djasstónlistar og Drum n’ Bass. Þetta er eitthvað sem maður hefði haldið ómögulegt fyrir nokkrum árum. Að djasstónlist myndi nokkum tíma tengjast poppi eða danstónlist. En það virðist vera raunin á Modem Urban Jazz. Hvað svo sem alvörudjössurum finnst um það. -JAJ Evrópsk tónlist í öndvegi Adam Horowitz er kvæntur leik- konunni Lone Skye og hefur hann snúið sér talsvert að leiklist. Hann hefur farið með hlutverk í myndun- um Lost Angels og Roadside Prop- hets. Mike D sér að mestu um dagleg- an rekstur Grand Royal-útgáfunnar og um útgáfu tímaritsins Grand Roy- al. Adam Yauch, sem er búddisti, hef- ur verið ötull stuðningsmaður tíbet- sku frelsishreyfingarinnar og haldið tvenna risatónleika til styrktar mál- staðnum. Nýlega opnaði Beastie Boys skrif- f stofu Grand Royale í Bretlandi. Þar ætlar hljómsveitin að einbeita sér aö því að gefa út evrópska tónlistar- menn og hljómsveitir og jafnvel gefa út tímaritið sitt fyrir breskan mark- að. Ný breiðskífa frá Beastie Boys er væntanleg á nýju ári og bíða sjálfsagt margir spenntir eftir henni. -JAJ mbrace og egóið Árið 1976 var pönkið í algleym- ingi í Bretlandi og flestir heilluð- ust algjörlega af þessari tónlist- arbombu sem tröllreiö heims- byggðinni. Það er að segja allir nema hinn fimm ára Danny McNa- mara sem var gjörsamlega heillað- ur af Elvis Presley. Hann sat lang- tímum saman fyrir framan sjón- varpið og horfði á kvikmyndir kóngsins. Seinna meir lærði hann mjaðmasveiflu kóngsins og aðra tilburði, vinum og vandamönnum til mikillar kátínu. Eftirhermum- ar vöktu líka mikla hrifningu stúlknanna í skólanum hans og voru þær allar langskotnastar í honum. Það má með sanni segja að sem ungur drengur hafi Danny verið kóngur. Nú er hann orðinn 26 ára og er forsprakki hljómsveit- arinnar Embrace og ætlar sér að endurheimta einhvers konar kon- ungdóm að minnsta kosti. Hann hefur haldið því fram frá þvi í febrúar að Embrace sé miklu betri hljómsveit en Oasis og The Verve og virðist ætla að halda þeirri fullyrðingu til streitu. „Oas- is hefur samið ein sex eða sjö klassísk lög. En við erum betri,“ segir Danny. Þess má til gamans geta að Noel Gallagher, sem mætti á tónleika Embrace í sumar, sagði að Danny þyrfti að læra að syngja. Þessi rígur milli hljómsveita er að verða hefð í bresku rokki þar sem menn upphefja sjálfa sig og hljóm- sveitir sínar á kostnað annarra tónlistarmanna. -JAJ Á ±1 Sóldögg á Akranesi Hljómsveitin Sóldögg leikur á Langasandi á Akranesi í kvöld og í Stapanum í Njarðvík ásamt Helga Bjömssyni annað kvöld. Anna Vil- hjálms á Næt- urgalanum í kvöld og annað kvöld leikur hljómsveit Önnu Vilhjálms á Næturgalan- um í Kópavogi. GOS á Akra- nesi Hljómsveitin GOS leikur í Fjölbrautaskóla Akra- ness í kvöld og á Gauk á Stöng annað kvöld. Skítamórall á Norðurlandi Hljómsveitin Skítamórall leikur í Sjallanum á Ak- ureyri í kvöld og I Víkur- röst á Dalvík annað kvöld. 8-villt Hljómsveitin 8-villt leik- ur á veitingastaðnum ír- landi um helgina. Greifarnir á Hótei íslandi Greifarnir spila á Hótel íslandi í kvöld og á Ing- hóli á Selfossi annað kvöld. Tilefnið er útkoma nýs geisladisks þeirra, „í ljósaskiptunum". Klappað og klárt Dúettinn klappað og klárt, sem er skipaður Garöari Karlssyni og Kristbjörgu Löve, skemmtir á Rauða Ijón- inu um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.