Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 19 'ki ★ . £ ** helgina ★ ★ Myndlistarkonan Ninný. Sýning á verk- um Ninnýjar Myndlistarkonan Ninný hefur staðiö fyrir sýningu á verkum sínum í sýningarsal að Hæðar- byggð 24 í Garðabæ. Sýningin stendur til sunnudags og er hún opin milli kl. 14 og 18. Verkin á sýningunni eru einnig til sýnis á Intemetinu og verða áfram þar til sýnis eftir lokun sýningarinn- ar í Garðabæ. Netfang að sýning- unni er: http://www.if.is-/ ninny. Tónleikar í Hafnarborg Elin Ósk Óskarsdóttir sópran- söngkona og Hólmfríður Sigurð- ardóttir píanóleikari halda út- gáfutónleika í Hafharborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar, á sunnudaginn, kl. 20.30. Flutt verður efni af nýútkomn- um geisladiski þeirra sem ber heitið Söngperlur. Á diskinum er að finna íslensk og norræn sönglög ásamt ítölskum aríum. Elín Ósk og Hólmfríður hafa starfað saman undanfarin sjö ár en nýútkomni geisladiskurinn er fyrsti sameiginlegi geisladiskur- inn þeirra. Aðstandendur Leikbrúðulands. Jólasveinar einn ogátta Leikbrúðuland sýnir á sunnudag- inn kl. 15. bamaleikritð Jólasveinar einn og átta eftir Jón Hjartarson. í leiknum koma fram margar þekktar þjóðsagnapersónur; jóla- sveinar brölta ofan úr fjöllum, skrautklæddir álfar dansa á svell- um, jólakötturinn skýtur upp kryppunni og Grýla gamla og Leppalúði koma við sögu. Palli og amma hans eru ein heima á jólanótt og fá óvænta heimsókn frá álfum og jólasveinum. Leikstjóri er Jón Hjartarson og ljósahönnuður sýningarinnar er Sigurður Kaiser. Brúðuleikarar í Leikbrúðulandi eru Ema Guðmars- dóttir, Helga Steffensen og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikritið er sýnt að Fríkirkjuvegi 11. Áhorfendum gefst tækifæri á að skoða leikbrúður úr safni Leik- brúðulands sem era til sýnis í hús- inu. Haraldur Bilson opnar á morgun sýningu á verkum sínum í Gallerí Fold aö Rauðarárstíg. Sýningin ber yfirskriftina Ævin- týri-ævintýri. Á sama tima verður kynning á olíumálverkum Krist- bergs Ó. Péturssonar í kynningar- homi gallerísins. Haraldur Bilson er fæddur í Reykjavík árið 1948 en flutti ungur til Bretlands. Hann hefúr dvalist í Asíu, Evrópu og Ástralíu við list- sköpun sína síðan 1969 og sýnt verk sín úti um allan heim. Kristbergur Ó. Pétursson stund- aði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands 1979-1985 og Ríkis- listaháskólann í Amsterdam 1985-1988. Hann hefúr haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í íjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Haraldur Bilson viö eitt verka sinna. Ævi ntýri-æ vi ntýri Nýtt barnaleikrit á Sauðárkróki Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir í kvöld kl. 21 nýtt bamaleikrit með söngvum sem félagið hefur látið semja fyrir sig. Höfundar era hjón- in Hulda Jónsdóttir og Hilmir Jó- hannesson. Höfundur tónlistar er Eiríkur Hilmisson. Leikritið er ævintýri byggt upp með persónum úr sögunni um Ál- finn álfakóng. Eins og í öllum góð- um ævintýrum takast á tvö öfl, hið góða og hið illa. Að sjálfsögðu sigr- ar hið góða að lokum eins og í öllum öðrum góðum ævintýrum. Leikstjóm er í höndum Ingunnar Ásdísardóttur og um tónlistarstjóm sér Rögnvaldur Valbergsson kirkju- organisti. Félagar í Leikfélagi Sauöárkróks. Eitt verka Toon Michiels. Hollensk list í Gallerí Ingólfsstræti 8 Myndlistarmaðurinn Toon Michiels hefur opnað sýningu á verkum sínum í Gallerí Ingólfs- stræti 8. Toon Michiels er fæddur í Boxtel í Hollandi árið 1950 og hef- ur starfað sem ljósmyndari og grafiskur hönnuður. Hann hefur einnig kennt grafiska hönnun og ljósmyndun við listaskóla í Hollandi. Toon Michiels hefur hannað plaköt og annað efni fyrir Hol- lensku óperuna og Hollenska út- varpið. Hann hefur gefið út tíu bækur með ljósmyndum sínum og sýnt á stærstu söfnum Hollands. Sýningin í Gallerí Ingólfsstræti 8 ber heitið Rósir 1997. Þar er um að ræða ljósmyndir sem gerðar vora á Englandi og eiga þær að sýna ást á ljóðlist, erótík og rómantík. Laurence Fishburne Joely Richardson L—L LIZL L^Z_LZH L\L w w w w HASKOLABIO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.