Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1997, Page 3
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1997
27
x>v
Iþróttir
Kristinn Björnsson kominn í mark og fagnar innilega.
Reuter-mynd
íþróttamaður
af lífi og sál
- segir framkvæmdastjóri SKÍ
„Árangur Kristins er
ekki bara auglýsing fyrir
skiðaiþróttina hér á landi
heldur einnig um alian
heim. Þetta er líka hvatn-
ing til allra ungra skíða-
manna. Árangur Kristins
í Park City í Utah er í
raun ólýsanlegur og setti
aUt á annan endann. Ég
held ég geti sagt að ég hafi
svarað á milli 50-60 sím-
hringingumá laugardags-
kvöldið. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að þetta
er bara byrjunin hjá
Kristni," sagði Kristinn
Svanbergsson, fram-
kvæmdastjóri Skíðasam-
bands íslands, í samtali
við DV.
„Þrotlausar æfingar og
rétt hugarfar skilar
Kristni þessum frábæra
árangri. Hann er einstak-
ur eljumaður og er fljótur
að læra. Hann er liðtækur
í öllum íþróttum en hann
ákvað aö leggja rækt við
skíðin á sínum tima. Við
getum sagt fullum fetum
að Kristinn er íþróttamað-
ur af lífi og sál.“
-JKS
Kristinn Bjömsson vann
það frábæra afrek að verða
fyrstur íslenskra skíða-
manna til að komast á
verðlaimapall í svigkeppni
heimsbikarmótsins sem
fram fór í Park City i
Bandaríkjunum á laugar-
dagskvöldið var. Kristinn
var í 17.-18. sæti eftir fyrri
umferðina. Síðari umferð-
ina fór hann frábærlega
og útkoman var sú að
hann fór brautina hraðast
allra og hlaut hann siifur-
verðlaun. Afrek Kristins er
einstakt og er tvímæla-
laust eitt besta íþrótta-
afrek íslendings. Kristinn
var tíu hundruðustu úr
sekúndu á eftir Austurrík-
ismanninum Thomasi
Stangassinger en í þriðja
sæti varð Norðmaðurinn
Finn Christian Jagge.
„Það er varla að maður
trúi þessu enn. Þetta er
mesta upplifun í minu lífi.
Ég hafði aldrei gert mér í
hugarlund hvað svona
árangur hefði í för með
sér. Ég var umsetinn
fréttamönnum eftir að
úrslit lágu fyrir. Þetta er
ógleymanleg lífreynsla.
Mér gekk ágætlega í fyrri
umferðinni en í þeirri
síðari hafði ég mikið
sjálfstraust sem hjálpaði
mér mikið. Það verður
örugglega erfitt að fylgja
þessum árangri eftir. Ég er
samt ákveðinn í að halda
áfram á sömu braut. Nú
veit ég að þetta er hægt og
þaö skiptir öllu máli. Ég
hef lengi stefnt að þessu en
ég átti ekki von á því að
það gerðist svona hratt.
Þrotlausar æfingar eru
famar að skila árangri,"
sagði Kristinn Bjömsson, í
samtali við DV, skömmu
eftir keppnina í Park City.
Kristinn sagði að það
hefði verið sérkennileg til-
finning að vera innan um
allar stórstjömumar á
blaðamannafimdi eftir
keppnina.
„Ég verð að viðurkenna
að ég naut þess vel og var
spurður margra spum-
inga. Það kom flatt upp á
alla að íslendingur hreppti
annað sætið. Það þekkti
mig enginn og Stang-
assinger, sem vann gullið,
þekkti mig ekkert og haföi
aldrei séð mig áður.
Fréttamenn héldu i fyrstu
að ég væri frá ísrael en ég
var fljótur að leiðrétta þá.
Þessi árangur minn gefur
mér betra rásnúmer fyrir
næstu keppni sem haldin
verðm- á Ítalíu um miðjan
næsta mánuð,“ sagði
Kristinn Bjömsson við
DV.
-JKS
Austurríkismaöurinn Thomas Stangassinger, sigurvegarinn í sviginu, óskar Kristni
Björnssyni til hamingju meö annaö sætiö. Reuter-mynd
Trúi þessu
ekki enn þá
- sagði Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði
Efstu menn
í svigkeppninni
Tíu efstu skíðamenn í sviginu
í Park City urðu eftirtaldir.
1. Thomas Stangassing., Aust. 1:39,21
2. Kristinn Bjömsson, ísl . . 1:39,31
3. Finn C. Jagge, Noregi .... 1:39,34
4. Kjetil A. Aamodt, Noregi . . 1:39,42
5. Michael Gruningen, Sviss . 1:39,63
6. -Hans P. Buraas, Noregi . .. 1:39,81
7. -8. Siegfried Voglreit, Aust. .1:40,11
7.-8. Sebastian Amiez, Frakkl. 1:40,11
9. Tom Stiansen, Noregi .... 1:40,20
10. Fabrizio Tescari, Ítalíu . . 1:40,30
Kristinn hlaut
80 stig
Kristinn Bjömsson hlaut 80
stig fyrir annað sætið I sviginu í
Park City sl. laugardagskvöld.
Staða efstu tíu manna eftir
fyrsta mót vetrarins í sviginu er
þessi:
1. Thomas Stangass., Aust.....100
2. Kristinn Bjömsson, ísl.......80
3. Christian Jagge, Noregi......60
4. KjetU Aamodt, Noregi ........50
5. Von Gruningen, Sviss.........45
6. Hans Petter Burass, Noregi . . 40
7. -8. Siegfried Voglreiter, Aust. . 36
7.-8. Sebastien Amiez, Frakkl. .. 36
9. Tom Stiansen, Noregi .......29
10. Fabrizio Tescari, Ítalíu...26