Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Qupperneq 19
MANUDAGUR 1. DESEMBER 1997
menning
Grýla í öllu sínu veldi. Mynd Þórarins Gunnarssonar Blöndal.
Lengi lifi Grýla
Tröllskessan og jólasveinamamman
Grýla er viðfangsefni Gunnars Helga-
sonar, leikara og rithöfimdar, í nýrri
bók sem heitir einfaldlega Grýla. Þar
segir frá Grýlu, jólasveinum og öðrum
fjölskyldumeðlimum, jólahaldi þar á
bæ, jólakettinum og fleiru skemmti-
legu.
Gunnar leitast við að samræma
ýmsar munn-
mælasögur um
Grýlu, bæði gaml-
ar og nánast
gleymdar og þær
sem eru nýrri af
nálinni, og tengja
þær með eigin skáldskap. Hann reynir
að skapa tengingar og sýna fram á þró-
un þar sem það á við, til dæmis á
háttalagi og klæðnaði jólasveinanna,
og tekst það sérlega vel. Úr verður
hressileg frásögn sem Grýla segir sjáif
og henni vefst ekki tunga um tönn.
Bókin er óvenjulöng ef miðað er við
aðrar bækur fyrir þann aldurshóp sem
ætla mætti að hefði mest gaman af
henni en hún er svo skemmtileg að
hún heldur athygli forskólabama allan
tímann. Þar að auki er hún kaflaskipt
þannig að ef lestrartíminn er af skom-
um skammti er óþarfi að lesa hana alla
í einu.
Það virðist samofið eðli mannsins
að skelfast og bjóða við samruna
manns og dýrs. Þær verur sem hafa
verið hvað ógurlegastar í bókmennt-
um og trúarbrögðum í gegnum aldim-
ar em í mannsmynd en hafa þó ýmis
dýrsleg einkenni. Skrattinn sjálfúr hef-
ur hom, hala og klaufir, þó ætla mætti
að illt innræti hans væri hveijum
manni nóg. Stundum er iiiskan ekki
einu sinni til staðar. í elstu sögunni
um Fríðu og dýrið felst óhugnaður sk-
rýmslisins aðeins í dýrslegu úthtinu.
Það eina sem Fríða þarf að gera er að
elska hans ljúfa og blíða innri mann.
íslensk böm em ekki svo heppin.
Grýla Gunnars
Helgasonar étur
böm eins og Grýla
þjóðsagnanna en
það er lán í óláni
að hún étur aðeins
virkilega óþekk og
vond böm. Hér er þó ekki verið að
hræða saklaus böm á mannáti og
skessulátum. Það er nefnilega ógerlegt
að vera bæði hræðilegur og fyndinn og
þegar Grýla kitlar hláturtaugamar er
óþarfi að hræðast hana. Gunnar á því
hrós skilið fyrir að opna umræðuna
um þennan mesta skelfi íslenskra
bama. Hann á einnig hrós skihð fyrir
að draga fram i dagsljósið ýmsar hlið-
ar Grýlu, t.d. fyrri eiginmenn hennar,
Bola, sem lesa má um í Þjóðsögum
Jóns Ámasonar, og Gust, sem ég
þekkti ekki áður.
Bókina prýða myndir Þórarins
Gunnarssonar Blöndal. Þær era fyndn-
ar og sniðugar skrípamyndir og hæfa
sögunni vel. Takk fyrir mig.
Gunnar Helgason:
Gryla
Myndir gerði Þórarinn Gunnarsson
Blöndal
Hólar 1997
Bókmenntir
Margrát Tryggvadóttir
Smáauglýsingadeild DV er opin:
• virka daga kl. 9-22
• laugardaga kl. 9-14
• sunnudaga kl. 16-22
Tekið er á móti
smáauglýsingum
til kl. 22 til birtingar
nœsta dag
Ath. /
Smáauglýsing i
Helgarblað DV
þarf þó að berast
okkur fyrir kl. 17
á föstudag
Smáauglýsingar
inrrai
550 5000
19
NSX-AV65
St l U7f»
Á I 1
3-Diska geislaspilari • Magnari 15+15 W RMS • SUPER T-BASSI • Hægt er að
tengja myndbandstæki við stæðuna • KARAOKE hljóðkerfi • Hægt er að tengja
hljóðnema við stæðuna • Fyrirfram forritaður tónjafnari með ROCK-POP-JAZZ
Al leidsögukerfi með Ijósum • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og
svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara (Super Woofer) • Tvöfalt segulband
Fjarstýring • Segulvarðir hátalarar.
3-Diska geislaspilari • Magnari 45+45 W RMS • SUPER T-BASSI (3ja þrepa)
Hægt er að tengja myndbandstæki við stæðuna • KARAOKE hljóðkerfi með
sjálfvirkum radddeyfi • Hægt er að tengja hljóðnema við stæðuna • Fyrirfram
forritaður tónjafnari með ROCK-POP-CLASSIC • Nýr fjöllita skjár
Al leiðsögukerfi með Ijósum • 32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og
svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara (Super Woofer) • Tvöfalt auto reverse
segulband • Fullkomin fjarstýring fyrir allar aðgerðir • Segulvarðir hátalarar.
Þessum
hljómtækjum
fylgja
5 hátalarar
3-Diska geislaspilari • DOLBY PRO-LOGIG Surround magnari 40+40 W RMS
á framhátalara, 25 W RMS á miðjuhátalara, 25 W RMS á bakhátalara • 5 hátalarar
fylgja • SUPER T-BASSI (3ja þrepa) • Hægt er að tengja myndbandstæki við
stæðuna • KARAOKE hljóðkerfi með DIGITAL ECHO og sjálfvirkum radddeyfi
Hægt er að tengja 2 hljóðnema við stæðuna • Fyrirfram forritaður tónjafnari með
ROCK-POP-CLASSIC • Nýr fjöllita skjár • Al leiðsögukerfi með Ijósum
32 stöðva minni á útvarpi, klukka, timer og svefnrofi • Tengi fyrir aukabassahátalara
(Super Woofer) • Tvöfalt auto reverse segulband • Fullkomin fjarstýring fyrir
allar aðgerðir • D.S.P. „Digital signal processor" fullkomið surround hljómkerfi
sem líkir eftir Disco-Hall-Live • Segulvarðir hátalarar.
. 197Í2rL9|97 ; ■
1998 hljómtækin frá aiwa eru kraftmikil,
hljómgóö og nýstárleg í útliti. Taekin eru
hlaöin öllum tækninýjungum sem
völ er á. Komið og kynnist
hljómtækjum í algjörum
sérflokki.
RflDIOBÆR
Ármúla 38 • Sfmi 553 1133
UMBOÐSMENN AIWAUM LAND ALLT: Reykjavík: Heimskringlan Kringlunni - Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla - Grindavík: Rafeindaþjónusta
Guðmundar - Keflavík: Radíókjallarinn - Akranes: Hljómsýn - Borgarnes: Kaupfélag Borgfirðinga - Blönduós: Kaupfélag Húnvetninga
Hvamstangi: Rafeindaþjónusta Odds Sigurðssonar - Sauðárkrókur: Skagfirðingabúð - Búðardalur: Verslun Einars Stefánssonar
Bolungarvík: Vélvirkinn - ísafjörður: Ljónið / Frummynd - Siglufjörður: Rafbær - Akureyri: Tölvutæki Bókval - Húsavfk: Ómur
Vopnafjörður: Verslunin Kauptún - Egilsstaðir: Rafeind - Neskaupsstaður: Tónspil Eskifjörður: Rafvirkinn - Seyðisfjörður:
Turnbræður - Höfn: Rafeindaþjónusta BB - Hella: Gilsá - Selfoss: Radíórás - Þorlákshöfn: Rás - Vestmannaeyjar: Eyjaradió