Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 42
50
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
Afmæli__________________________
Douglas Alexander Brotchie
Douglas Alexander Brotchie, for-
stöðumaður Reiknistofnunar Há-
skólans, til heimilis að Efstasundi
79, Reykjavík, er flmmtugur 1 dag.
Starfsferill
Douglas fæddist í Edinborg í
Skotlandi og ólst þar upp til átján
ára aldurs. Hann stundaði nám við
George Heriot’s School í Edinborg
1953-66 og við St Andrews háskól-
ann i Austur-Skotlandi en þar er
elsti háskóli Skotlands, stofnaður
1414. Hann lauk B.Sc.-prófi í efna-
fræði 1970, Ph.D.-prófi í rannsókn-
um í skammtaefnafræði 1973.
Douglas starfaði hjá Burroughs
Machines í Skotlandi og Englandi
1973-80 og var þar undir lok ábyrg-
ur fyrir deild sem sá um tæknilega
þjónustu við Burroughs-stórtölvur í
Skotlandi.
Douglas fór síðan til Ósló og var
þar verkefnastjóri hjá Burroughs
Machines í Noregi, 1980-1981.
Þaðan fór Douglas til íslands þar
sem hann starfaði hjá SKÝRR
1981-1991), fyrst sem
kerfisforritari, þá deild-
arstjóri og loksins fram-
kvæmdastjóri tæknisviðs
fyrirtækisins. Hann var
ráðinn forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskól-
ans 1991.
Douglas hefur haldið
fjölda fyrirlestra í
Skotlandi, á Norðurlönd-
um og á íslandi um mál-
efni tengd tölvum, tölvu-
stýrikerfum, skipulag og
stefnumótun í þeim efn-
um og upplýsingatækni. Hann hef-
ur veitt fyrirtækjum ráðgjöf á því
sviði, skrifað greinar, t.d. í DV, um
tölvumál og í tímarit Skýrslutækni-
félagsins.
Douglas lærði á píanó frá sex ára
aldri og á orgel frá fermingaraldri.
Var fastráðinn organisti og kór-
stjóri við Balerno-sóknarkirkju í
grennd við Edinborg sextán ára
gamall. Var um tíma tónlistargagn-
rýnandi DV og var löngu áður tón-
listargagnrýnandi fyrir
stúdentablaðið „Aien“ í
St Andrews á meðan
hann var háskólastúdent
þar. Douglas hefur þreytt
einleikarapróf í orgelspili
frá Tónskóla þjóðkirkj-
unnar, undir leiðsögn
Harðar Áskelssonar org-
anista. Hann hefur í org-
elspilamennskunni lagt
sérstaklega áherslu á org-
eltónlist Johanns Sebasti-
an Bach og Oliviers
Messiaen og er sérfróður
þar um. Þá hefur hann haldið fjölda
tónleika bæði sem einleikari og
orgelleikari með kórum, t.d. á
kirkjulistahátíð hér í Reykjavík og
kirkjutónlistarhátíð í Gautaborg í
Svíþjóð í september 1996. Hefur
spilað sem organisti inn á fjóra
geisladiska með ýmsum kórum en
þrír þeirra koma út nú fyrir jól.
Douglas er annar organisti
kaþólsku dómkirkju Krists kon-
ungs, Landakotskirkju, spilar oft í
Hallgrímskirkju, er viðhafnar-
organisti við Árneskirkju 1 Tré-
kyllisvík á Ströndum og hefur spil-
að í mörgum öðrum kirkjum.
Stutt sjónvarpsmynd var gerð
1992 i þáttaröðinni „Fólkið í land-
inu“ um starfsemi afmælisbarns
með sérstaka áherslu á organista-
starf í Ámeskirkju á Ströndum.
Douglas hefur lengi verið í stjórn
Skýrslutæknifélags íslands, og er
þar nú varaformaður. Hann situr
einnig í stjórn skjalasafns HÍ.
Áhugamál hans eru fjölmörg, fyrir
utan tónlist, s.s. myndlist, bók-
menntir, ferðalög, gönguferðir,
rækta vinskap, andleg málefni og
nú síðast jóga.
Bróðir Douglas er Alan W.
Brotchie, f. 29.5. 1938, byggingaverk-
fræðingur, búsettur í Skotlandi.
Foreldrar Douglas voru M. Wini-
fred Jones Allan f. 6.9. 1911, d. 6.11.
1992, í Edinborg og F. Walter Alex-
ander Brotchie f. 14.8.1911, d. 25.8.
1974 (Edinborg).
Douglas Alexander
Brotchie.
Axel Kristjánsson
Axel Kristjánsson verkamaður,
Þorsteinsgötu 21, Borgarnesi, er ní-
ræður í dag.
Starfsferill
Axel fæddist í Grísatungu í Staf-
holtstungum 1 Borgarfirði og ólst
þar upp til sjö ára aldurs en flutti þá
með foreldrum sínum og systkinum
í Borgames þar sem foreldrar hans
byggðu hús við Borgarbraut.
Axel var vinnumaður á sveita-
bæjum í Borgarfírði, var til sjós á
vertíð í Vestmannaeyjum einn vet-
ur og síðan háseti á Lagarfossi. Þá
var hann í vegavinnu við lagningu
vegarins yfir Holtavörðuheiði um
1930.
Axel stundaði almenna verka-
mannavinnu í Borgarfirði, vann þar
hjá breska setuliðinu, var í bygging-
arvinnu hjá Kaupfélagi Borgfirð-
inga, stundaði uppskipun, pakkhús-
vinnu og starfaði í sláturhúsi KB.
Hann starfaði hjá Borgarnes-
hreppi 1961-79 m.a. við vegagerð,
vatnslagnir, skolplagnir, rafmagns-
og símalagnir.
Axel byggði sér og fjölskyldu
sinni hús við Þorsteinsgötu á árun-
um 1957-58 og hefur átt þar heima
síðan. Hann var einn af stofnendum
Verkalýðsfélags Borgarness og
Kommúnistaflokksins þar og hlut-
hafi í Kaupfélagi Borgfirðinga.
Fjölskylda
Axel kvæntist 26.6. 1938 Ingi-
björgu Jónsdóttur, f. 16.6. 1907, d.
19.2.1970, húsmóður. Hún var dóttir
Jóns Júlíusar Bjamason-
ar og Dorotheu Kristínar
Múller, í Stykkishólmi
og í Reykjavík.
Sonur Axels og Ingi-
bjargar er Jón Júlíus, f.
12.9. 1937, verkamaður í
Borgarnesi, er heldur
heimili með föður sínum.
Systkini Axels: Sigríð-
ur, f. 14.10. 1893, d. 12.3.
1976, húsmóðir í Borgar-
nesi; Kristín Sigurlaug, f.
22.1. 1896, d. 30.4. 1983,
húsfreyja að Dagverðarnesi í
Skorradal; María, f. 24.12. 1897, d.
4.6. 1983, búsett í Reykjavík; Stein-
unn, f. 28.4. 1901, d. 15.9. 1983, búsett
í Borgarnesi; Helgi, f. 1.1. 1903, d.
21.3. 1985, búsettur í Reykjavík;
Ingvar, f. 4.10. 1904, d.
5.12.1987, bifreiðaeftirlits-
maður í Reykjavík; Hall-
dóra, f. 9.6. 1906, búsett í
Reykjavík; Karl, f. 8.4.
1909, d. 26.5. 1982, búsett-
ur í Reykjavík; Ágúst
Hannibal, f. 2.8. 1911, d.
114.12. 1990, lögreglumað-
ur í Reykjavík; Davið, f.
17.2. 1913, d. 17.12. 1939;
Emilía Katrín, f. 19.10.
1917.
Foreldrar Axels voru
Kristján Kristjánsson, f. 7.10. 1869,
d. 10.9. 1949, bóndi í Grísatungu og
síðar verkamaður í Borgarnesi, og
Þuríður Helgadóttir, f. 26.10. 1870, d.
15.6. 1959, húsmóðir.
Axel Kristjánsson.
Síðustu ár hefur skátahreyf'mgin selt sígræn
eðaltré, í hæsta gæðaflokki og prýða þau nú
mörg hundruð íslensk heimili.
i*. 10 ára ábyrgð
10 stærðir, 90 - 370 cm
>»■ Stálfótur fylgir
Ekkert barr að ryksuga
t*. Truflar ekki stofublómin
?». Eldtraust
*»■ Þarf ekki að vökva
*■». Islenskar leiðbeiningar
**■ Traustur söluaðili
Skynsamleg fjárfesting
/
{Jrval
-960síðuráári-
fróðleikur og skemmtun
sem lifir mánuðum og
árumsaman
DV
Tll hamingju
með afmælið
1. desember
80 ára
Guðbergur O. Guðjónsson,
Blesugróf 25, Reykjavík.
Guðmundur Eiðsson,
Lindasíðu 4, Akureyri.
75 ára
Guðmundur Arnaldur
Guðnason,
Aðalgötu 22, Suðureyri.
Gunnar H. Jónsson,
Bogahlíð 10, Reykjavik.
Sigríður Benediktsdóttir,
Eyjaholti 10 A, Garði.
Sigríður Jónsdóttir,
Lagarási 12, Egilsstöðum.
70 ára
Guðmxmdur Helgason,
Akm-gerði 60, Reykjavík.
60 ára
Eygló Óskardóttir,
Sóleyjargötu 10,
Vestmannaeyjum.
Guðbjartur Guðmimdsson,
Húnabraut 34, Blönduósi.
Halldór Valgeirsson,
Laufbrekku 30, Kópavogi.
Sigurður Sigurðsson,
Lækjarkinn 6, Hafnarfirði.
Þórhallur Guðmundsson,
Háholti 21, Keflavík.
50 ára
Ágústína Ólafsdóttir,
Hraukum, Djúpárhreppi.
Börkur Karlsson,
Freyjugötu 10 A, Reykjavik.
Einar J. Sigurðsson,
Álftahólum 4, Reykjavík.
Einar Ólafsson,
Látraseli 5, Reykjavík.
Erlingur Guðmundsson,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Guðrún Egilsdóttir,
Holtsseli, Akureyri.
Gunnar Kai l Jónsson,
Síðumúla 21, Reykjavík.
Sesselja Hákonardóttir,
Dalbraut 43, Akranesi.
Sigurður Aðalsteinsson,
Björgum III, Arnarneshreppi.
Þórey Þorkelsdóttir,
Grundarási 9, Reykjavík.
40 ára
Ásdís Sigurðardóttir,
Logalandi 25, Reykjavlk.
Hildur Jóna Mikkaelsdóttir,
Hamrabergi 4, Reykjavík.
Lilja Hallsdóttir,
Mosarima 7, Reykjavík.
Unnur Runólfsdóttir,
Grænukinn 21, Hafnarfirði.
Þórunn Svava
Guðmundsdóttir,
Lindarbyggð 3, Mosfellsbæ.
34.9009
N -770
» Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8£2)
■ Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni • Geislaspilari: Tekur 26 diska
• Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B • Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN)
N -170
Magnari: 2x25w (RMS, 1kHz, 6£2)
Útvarp: FM/AM, 30 stöðva minni
Geislaspilari: Þriggja diska
Segulbandstæki: Tvöfalt
Hátalarar: Tvískiptir 30w (DIN)
PIONEER
N -470
Magnari: 2x70w (RMS, 1kHz, 6n)
Útvarp: FM/AM, 24 stöðva minni
Geislaspilari: Einfaldur „Siot ln“
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar: Tvískiptir 70w (DIN)
The Art of Entertainment
4*
Umbodsmenn um land ailt
Reykjavík: Byggt og Búiö Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búöardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafiröi.
Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Kf. Héraðsbúa, Egilsstööum. Verslunin Vík, Neskaupstað. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi.