Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Síða 1
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997 Sætur sænsk sigur Bls. 32 ísland tapaði fyrir Júgóslavíu í Evrópukeppninni:^ I - Bls. 24-25 Þórður með sigurmarkið DV, Belgíu: Lottó: 5 19 26 31 36 B: 6 Enski boltinn: 122 212 211 2111 - íslenska liðið þarf að Barkley í ham Bls. 32 Stórsigur í toppslag Ole Gunnar Solskjær skoraöi tvö mörk þegar Manchester United sigraöi Blackburn, 4-0, í toppslag ensku úrvalsdeildar- innar f gær. Hér fagnar hann ööru markanna. Sjá nánar á bls. 30. Sfmamynd Reuter Það birti heldur betur hjá Þórði Guðjónssyni og fé- hans í Genk um helgina en liðið vann góðan útisigur á Lierse, 1-2, í belgísku 1. deildinni í knattspymu. Þórður skoraði sigurmark Genk snemma í síðari hálfleik. Markið skoraði hann af stuttu færi eftir að markvörður Lierse hafði varið skot en misst boltann frá sér. Þórður átti góðan leik og var óheppinn að skora ekki fleiri mörk. Aime Anthenus, þjálfari Genk, sagði að Þórður væri nú kominn í sitt fyrra form og væri það með- al annars ástæðan fyrir hinu góða gengi Genk í síðustu tveim- ur leikjum en liðið er 3. sæti deildarinnar. Úrslit og staða eru á bls. 31. -KB Karate: Sólveig vann tvöfaldan sigur Sólveig Krista Einarsdóttir úr Þórshamri varð i gær tvöfaldur íslandsmeistari kvenna í shotok- an karate. Hún sigraði bæði í kata og kumite. Ragna Kjartans- dóttir varð önnur í kata og Sara Auðardóttir önnur í kumite og Katrín Haraldsdóttir varð þriðja í báöum greinum. Þær koma all- ar úr Þórshamri. Ásmundur ísak Jónsson úr Þórshamri sigraði í kata karla, Jón Ingi Þorvaldsson, Þórs- hamri, varð annar og Hrafn Ás- geirsson, Akranesi, þriðji. Ólafur Hrafn Nielsen, Þórs- hamri, sigraði í kumite karla, Daníel Pétur Axelsson, Þórs- hamri, varð annar og Jón Ingi þriöji. -VS Siguröur var ekki í hópnum Celtic sigraði Dundee United, 3-0, í úrslitaleik skoska deilda- bikarins i knattspyrnu í gær. Mark Rieper, Hendrik Larsson og Craig Burley skoruöu mörkin. Sigurður Jónsson var ekki í leik- mannahópi Dundee United en hann samdi við félagið síðasta mánudag, eins og kunnugt er. -VS Fyrsta konan i aðalstjórn hjáKSÍ Bls. 26 Teitur heitur í Eistlandi Bls. 27 á eftir LASKog Austria Helga Austurrísku knattspymu- félögin LASK frá Linz og Austria Wien eru á höttunum eftir Helga Kolviðssyni, leik- manni með Lustenau þar í landi. Dagblaðið VN skýrði frá því um helgina að mjög líklegt væri að Helgi væri á förum til LASK, sem er í þriðja sæti deild- arinnar. „Ég hef ekki heyrt frá félaginu sjálfur en hef vitað um áhuga þaðan í nokkr- ar vikur. Þetta er félaganna á milli og ég bíð bara og sé hvað gerist á næstunni,11 sagði Helgi við DV í gær en hann fer með íslenska landsliðinu til Sádi-Arabíu á morgun. „Hvað Austria Wien varðar hef ég heyrt af þeirra áhuga. Sjálfsagt er hann tilkom- inn vegna þess að við höfúm þrisvar spil- að við þá í vetur og mér gengið mjög vel í öll skiptin," sagði Helgi. Hann var valinn í lið vikunnar eftir fyrsta leik liðanna í haust, skoraði í öðr- um leiknum, og á laugardaginn spilaði Helgi vel í stöðu vamartengiliðar þegar Lustenau vann Austria, 3-1, í 1. deild- inni. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.