Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Blaðsíða 6
30
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
Iþróttir
‘
f
1
i
[X#T EH6LAND
Úrvalsdeild:
Bamsley-Leeds .............2-3
1-0 Liddell (8.), 2-0 Ward (28.), 2-1
Háland (35.), 2-2 Wallace (79.), 2-3
Lilley (82.)
Bolton-Wimbledon............1-0
1-0 Blake (89.)
Chelsea-Derby...............4-0
1-0 Zola (12.), 2-0 Hughes (35.), 3-0
Zola (66.), 4-0 Zola (77.)
Coventry-Leicester .........0-2
0-1 Fenton (32.), 0-2 EUiott (75.)
Crystal Palace-Newcastle .... 1-2
0-1 Ketsbaia (45.), 0-2 Tomasson (63.),
1-2 Shipperley (67.)
Everton-Tottenham..........0-2
0-1 Vega (72.), 0-2 Ginola (76.)
Southampton-Sheff. Wed. ... 2-3
0-1 Atherton (28.), 1-1 Hirst (48.), 2-1
Palmer (55.), 2-2 Collins (69.), 2-3 Di
Canio (84.)
West Ham-Aston Villa.......2-1
1-0 Hartson (18.), 1-1 Yorke (47.), 2-1
Hartson (47.)
Arsenal-Liverpool..........0-1
0-1 McManaman (58.)
Manch. Utd-Blackbum .......4-0
1-0 Solskjær (17.), 2-0 Solskjær (52.),
3-0 sjálfsmark Henchoz (60.), 4-0
sjálfsmark Kenna (85.)
Manch. Utd 16 10 4 2 40-12 34
Chelsea 16 10 1 5 35-17 31
Blackburn 16 8 6 2 27-17 30
Leeds 16 9 2 5 26-19 29
Arsenal 16 7 6 3 30-18 27
Leicester 16 7 5 4 21-14 26
Liverpool 15 7 4 4 26-14 25
Newcastle 13 7 3 3 18-17 24
Derby 15 7 2 6 28-24 23
Cr. Palace 15 5 4 6 15-17 19
Wimbledon 16 5 4 7 18-21 19
West Ham 15 6 1 8 20-25 19
Aston Villa 16 5 3 8 16-23 18
Sheff. Wed. 16 5 3 8 28-37 18
Coventry 16 3 8 5 13-21 17
Southampt. 16 5 1 10 20-26 16
Tottenham 16 4 4 8 13-22 16
Bolton 15 3 7 5 11-21 16
Bamsley 16 4 1 11 14-43 13
Everton 16 3 3 10 16-27 12
1. deild:
Birmingham-Portsmouth........2-1
Bradford-Norwich.............2-1
Charlton-Swindon.............3-0
Huddersfield-Bury............2-0
Ipswich-Nottingham Forest .... 0-1
Middlesbrough-WBA............1-0
Oxford-Port Vale.............2-0
Sheffield United-Crewe ......l-o
Stockport-Manchester City .... 3-1
Stoke-Reading................1-2
Sunderland-Tranmere..........3-0
Wolves-QPR ...................3-2
Nott. For. 20 12 5 3 32-16 41
Middlesbro 19 11 5 3 33-16 38
WBA 19 11 4 4 22-14 37
Sheff. Utd 18 9 8 1 26-14 35
Swindon 20 10 4 6 26-27 34
Charlton 19 9 5 5 38-26 32
Stockport 20 9 5 6 33-26 32
Sunderland 19 8 6 5 29-21 30
Wolves 19 8 5 6 24-22 29
Bradford 20 7 8 5 19-19 29
Port Vale 20 7 5 8 25-25 26
QPR 19 7 5 7 25-31 26
Stoke 19 7 5 7 22-23 26
Birmingham 20 6 7 7 20-17 25
Norwich 19 6 4 9 17-29 22
Tranmere 19 6 3 10 26-28 21
Bury 20 4 9 7 21-29 21
Reading 20 5 6 9 19-31 21
Oxford 20 5 5 10 23-28 20
Ipswich 18 4 7 7 20-22 19
Man. City 19 4 6 9 22-24 18
Crewe 20 5 3 12 22-31 18
Huddersf. 20 4 5 11 16-32 17
Portsmouth 18 3 5 10 21-30 14
SKOTIAND
Hibemian-Motherwell 1-1
Kilmamock-Dunfermline 2-1
Rangers-St.Johnstone 3-2
Hearts 14 11 0 3 35-17 33
Rangers 15 9 5 1 41-18 32
Celtic 14 9 1 4 26-12 28
Dundee U. 14 5 4 5 27-24 19
Dunferml. 15 5 4 6 21-32 19
St.Johnst. 15 5 3 7 16-22 18
Kilmamock 15 5 2 8 15-32 17
Hibernian 15 3 4 8 21-24 13
Motherwell 15 3 4 8 20-27 13
Aberdeen 14 2 5 7 14-28 11
DV
Enska knattspyrnan:
Óstöðvandi?
- stórsigur Manchester United í viðureign efstu liðanna
Leikmenn Manchester United sýndu í gær svo
ekki varð um villst að það verður ekki auðvelt að
hrifsa enska meistaratitilinn úr þeirra greipum.
Þeir mættu Blackbum, sem var í öðru sæti fyrir
umferðina, hafði gengið allt í haginn í síðustu
leikjum og aðeins tapað einum leik allt tímabilið.
En á Old Trafford í gær var engin spuming,
meistaramir sigraðu, 4-0, og til að bæta gráu
ofan á svart fyrir Blackbum var Chris
Sutton rekinn af leikvelli.
Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær
skoraði tvö tyrstu mörkin í leiknum.
Síðan bættu hinir sterku vamarmenn
Blackbum um betur og skoraðu tvö
sjálfsmörk.
Arsenal varð fyrir miklu áfalli í
gær þegar liðið tapaði, 0-1, á heima-
velli fyrir Liverpool. Þar með er
ekki útlit fyrir að Arsenal nái
að fylgja Manchester United
eftir í toppslagnum eins og
allt stefndi í til skamms
tíma. Steve McManaman
skoraði eina mark leiks-
ins með fallegu skoti.
Liverpool lyfti sér
upp í 7. sætiö og
sigurinn er upp-
reisn æra fyrir
liðið og ekki síst
fyrir Roy
Evans, fram-
kvæmda-
stjóra
Liverpool,
sem hefur sætt harðri gagnrýni að undanfómu.
Chelsea tilbúiö í slaginn
Chelsea er tilbúið til að berjast af alvöra um
meistaratitilinn. Það sýndi liðið á laugardag í 4-0
sigri á Derby. Vömin, sem var veikasti hlekkur
Chelsea í fyrra, hefúr ekki fengið á sig mark í 8
leikjum af 16 og hún var sjaldan í vandræö-
um á laugardaginn. Gianfranco Zola
lék síðan vamarmenn gestanna grátt
og skoraði þrjú mörk - hans fyrsta
þrenna á ferlinum, þótt ótrúlegt
megi virðast.
Enn einn endasprettur
Leeds
Leeds átti enn einn endasprett-
inn og lenti nú 2-0 undir gegn ná-
grönnunum í Bamsley. Rod Wallace
var í aðalhlutverki en það var vara-
maðurinn Derek Lilley sem skoraði sig-
urmarkið, 2-3, flmm mínútum eftir að
honum var skipt inn á.
Crystal Palace nær alls ekki
að vinna heimaleiki og beið
nú lægri hlut fyrir
Newcastle, þrátt
fyrir einn
_. . . besta
leik
...yr Gian- m
yW francoZola 1
ÉX/ sýndi snilld- \
f artakta meö
f Chelsea á laugar-
daginn og geröi
sína fyrstu þrennu.
Hér er hann f þann veg-
inn aö skora fyrsta
markiö gegn Derby.
Sfmamynd Reuter
sinn á tímabilinu. Liðinu hentar best að byggja á
skyndisóknum og það hefur fært því marga góða
útisigra. Á heimavelli er reynt að sækja meira,
með litlum árangri.
Mikilvægur sigur Bolton
Bolton náði dýrmætum sigri gegn Wimbledon
og mjög sanngjömum. Allt stefndi þó í marka-
laust jafntefli en á lokasekúndunum náði Nathan
Blake að senda boltann í tómt mark gestanna eft-
ir sendingu frá Dean Holdsworth.
Tottenham vann fallslag gömlu stórveldanna
við Everton, 0-2, og Christian Gross gat því fagn-
að eftir fyrsta leik sinn með liðið. Staða Everton
er orðin mjög alvarleg og lítil teikn á himni um
betri tíð.
-VS
Sutton með nýjan
5 ára samning
Chris Sutton, sóknarmaðurinn snjalli, skrif-
aði imdir nýjan fimm ára samning við Black-
bum á laugardag. Sutton hefúr gengið í gegn-
um ýmislegt hjá félaginu og var löngum ósátt-
ur við Ray Harford, fýrrum framkvæmda-
stjóra. Sutton segir að allt hafi breyst eftir að
Roy Hodgson tók við starfmu og auk þess hafi
eigandi Blackbum, Jack Walker, reynst sér
stórkostlega, sem og öðram leikmönnum.
„Hann er eins og faðir okkar, á í okkur hvert
bein og hughreystir okkur á erfiðum
stundum," segir Sutton um hinn forríka
Walker. -VS
Christian Gross, hinn svissneski
framkvæmdastjóri Tottenham,
fagnaöi sigri f fyrsta leik sinum
meö liöiö. Símamynd Reuter
Alan Sugar, stjómarformaður Tottenham, sendi
leikmönnum liðsins tóninn fyrir leikinn gegn Ev-
erton. Hann var ræðumaður á nemendakvöldi í
Cambridge-háskóla á fóstudagskvöldið og sagði þar
að marga leikmanna Tottenham skorti allar taugar
til félagsins og væra ekki þess verðir aö klæðast
búningi þess. „Sumir svokallaðir stjömuleikmenn,
sem hingaö hafa komið, eins og Dumitrescu á sín-
um tíma, eyddu meiri tíma í myndatökum á hót-
elherbergjum en í æfingar og keppni,“ sagði
Sugar. Hans menn bragðust við daginn eftir
með langþráðum sigri.
Formaður stuðningsklúbbs Tottenham
sagði að orð Sugars væra sem töluð úr munni
fjölmargra aödáenda félagsins.
-VS
Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn með Crystal Palace gegn
Newcastle.
Lárus Orri Sigurösson lék allan leikinn með Stoke sem tapaði heima
fyrir Reading í 1. deild. Hann fékk á sig vitaspymu í fyrri hálfleik.
Bjarnólfur Lárusson kom inn á sem varamaöur hjá Hibemian gegn
Motherwell í skosku úrvalsdeildinni á 56. mínútu.
Grétar Hjartarson lék siðustu 25 mínútumar með Stirling sem
tapaði, 2-0, fyrir Airdrie í skosku 1. deildinni. Stirling er
næstneðst.
Arnar Gunnlaugsson kom inn á hjá Bolton 15 mínútum fyrir leikslok.
Hann var einn fyrir opnu marki ásamt Nathan Blake þegar sá siðamefhdi
skoraði sigurmark Bolton.
Stuðningsmenn Everton héldu 45 mínútna mótmælafund á
Goodison Park eftir tapið gegn Tottenham. Þeir heimtuðu að
Peter Johnson, stjómarformaður félagsins, segði af sér.
Everton situr á botninum en liðið hefúr leikið
samfleytt i efstu deild i 43 ár.
Bland í noka
Guóni Bergsson lék allan leikinn með Bolton gegn Wimbledon sem hægri
bakvörður.
Sugar sendi leik-
mönnum tóninn
„Mín sök“
Hibemian missti af sínum fyrsta sigri í langan tíma
í skosku úrvalsdeildinni á laugardag þegar Owen Coyle
jafnaði fyrir Motherwell, 1-1, á lokasekúndunum í leik
liðanna í Edinborg. Ólafur Gottskálksson landsliðs- Gottskálksson.
markvörður tekur markið alfarið á sig.
„Þetta var algerlega mín sök. Ég varði auðvelt skot af 25 m færi með því
að leggjast niður í hornið. Það var rigning og boltinn háll og einhvem veg-
inn skrapp hann frá mér og ég lá bjargarlaus á meöan þeir skoraðu. Þetta
var grátlegt, tvö dýrmæt stig í súginn og ég var búinn aö eiga minn besta
leik á tímabilinu. Það gleymist allt þegar svona lagað gerist," sagði Ólafúr
viö DV. -VS
Kevin Ratcliffe, fyrirliði Everton á sigurskeiði félagsins á níunda áratugnum,
sagði um helgina að liðið í dag væri ekki tilbúið í slaginn í úrvalsdeildinni.
Alan BalL meistari meö Everton 1970, tók dýpra í árinni. Hann sagði að Ev-
erton væri eins og brennandi hús, veggimir væru hrundir og ef ekki yrði
slökkt strax yröi aðeins aska eftir irnian skamms.
Roy Hodgson, framkvæmdastjóri Blackbum, fékk á dögunum fyrirspum frá
Arsenal um hvort hann vildi selja Chris Sutton. „Ekki nema þiö viljið selja
okkur Dennis Bergkamp,“ var svar Hodgsons og þar með var málið útrætt.
Blackburn er, aö sögn Hodgsons, eina lið deildarinnar fyrir utan Manchester
United sem þarf ekki að hugsa um peningamálin. „Félagið veður í peningmn
og gæti þess vegna kveikt í þeim. Það veröur þó ekki gert!" segir Hodgson.
Arsene Wenger, framkvæmdastjóri Arsenal, sagði í blaðaviðtali 1 gær að fé-
lagið yrði aö byggja nýjan völl til að vera samkeppnishæft við stóm félögin í
Englandi og á meginlandinu. Ólíklegt er að félagið fái að stækka Highbury,
sem tekur aðeins 38 þúsund áhorfendur. Miðað við eftirspum er félagið að tapa
háum fjárhæðum á hverjum heimaleik því mun færri komast að en vilja.