Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Page 2
26
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
ÍS
Hamar
Breiðablik
Selfoss
Leiknir R.
Staiholtst.
541-529 8
607-582 6
562-580 4
526-636 4
504-711 2
580-687 2
íþróttir
Gunnar Már Másson:
„Spenntur
fyrir
Örebro“
Gunnar Már Másson knatt-
spymumaður kom heim fyrir
helgina frá Svíþjóð en hann æfði
I vikutíma með sænska úrvals-
deildarliðinu Örebro.
„Mér leist mjög vel á liðið og
mannskapinn og fannst þettta
bara mjög spennandi. Ég fékk
ekkert formlegt tilboð en þeir
söguðust ætla að vera í sam-
bandi við mig eftir að ég kem
heim úr ferð landsliðsins til
Saudi-Arabíu,“ sagði Gunnar
Már i samtali við DV í gær.
Gunnar Már, sem leikið hefur
með Leiftri á Ólafsfirði síðustu
árin, er með lausan samning við
Ólafsfjarðarliðið og mun vænt-
anlega yfirgefa liðið. KR-ingar
töluðu við hann fyrir nokkrum
vikum og eins æfði hann með
nokkrum félögum i Skotlandi.
„Ég er ekki búinn að afskrifa
Skotland. Félag í 1. deildinni hef-
ur verið í sambandi við umboðs-
mann minn en ef þetta verður
ekki að veruleika í Svíþjóð eða í
Skotlandi leik ég hér heima
næsta sumar,“ sagði Gunnar
Már. -GH
Þorvaldur fór
til Öster í gær
DV, Ólafsfirði:
Þorvaldur Makan Sigbjöms-
son, knattspymumaður úr
Leiftri, fór til Sviþjóðar í gær og
æfir þar með úrvalsdeildarliði
Öster næstu daga.
Þorvaldur, sem varð þriðji
markahæsti leikmaður úrvals-
deildarinnar í sumar, er mjög
eftirsóttur hér heima. Líklegast
er að hann verði með Leiftri eða
ÍBV ef hann kemst ekki að ytra.
-HJ
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson.
Leiknir R.-ÍS ...............50-81
Stafholtstungur-Snæfell .....72-92
Breiðablik-Þór Þ.............87-96
Stjaman-Hamar................85-74
Snæfell 7 7 0 618-428 14
Stjaman 7 6 1 592-475 12
Þór Þ. 7 6 1 625-547 12
HÖttur 9 5 4 751-731 10
Birkir Kristinsson:
„Hef ekki gert
upp hug minn“
Birkir Kristins-
son, fyrrum lands-
liðsmarkvörður í
knattspymu sem
er á förum frá
Brann í Nor-
egi, hefur ekki
gert upp hug
sinn hvar
hann leikur á
næsta tímabili. Nokk-
ur erlend félög hafa sett sig í
samband við umboðsmann hans,
þar á meðal sænska úrvalsdeild-
arliðið Norrköping. Þá hafa félög
hér heima rædd við Birki.
„Mín mál skýrast ekki fyrr en
ég kem heim síðar í vikunni.
Það er möguleiki á að ég verði
áfram erlendis en einnig sá að ég
komi heim,“ sagði Birkir sem
staddur er í fríi ásamt fjöld-
skyldu sinni á Kanaríeyjum.
-GH
Hihnar Björns-
son úr KR hefur
verið valinn í ís-
lenska landsliðið
í knattspyrnu
sem mætir
Sádi-Arabíu
ytra næsta
sunnudag.
Hann kemur í
stað félaga síns, Einars
Þórs Daníelssonar, sem fer i dag
til þýska 2. deildarliðsins Zwick-
au og verður þar út veturinn.
Hilmar hefur áður leikið tvo
landsleiki.
íslenska liðið fer utan strax i
fyrramálið og ferðin tekur heila
viku. Að sögn Guðjóns Þórðar-
sonar landsliðsþjálfara verður
ferðin nýtt til hins ýtrasta og æft
alla dagana. -VS
Örn Amarson, sá bráðefnilegi
sundmaður, krækti bæði í gull- og
silfurverðlaun á sænsku úrtöku-
móti í Örebro í Svíþjóð um helgina.
Öm varð annar í 100 metra
baksundi á laugardaginn, synti þá á
58,10 sekúndum og var aðeins 4/100
úr sekúndu á eftir sigurvegaranum,
Jakob Andersen frá Danmörku. I
gær gerði hann sér síðan lítið fyrir
og sigraði í 200 m baksundi en var
þó hálfri sekúndu frá sínum besta
árangri.
Lára Hrund Bjargardóttir setti
íslandsmet í 400 metra fiórsundi á
mótinu á föstudaginn. Hún synti á
5:08,79 minútum og varð fiórða í
greininni.
Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð
önnur í 200 metra baksundi á 2:22,74
mínútum og Hjalti Guðmundsson
varð þriðji í 50 metra bringusundi á
30,20 sekúndum.
-VS
„Allt eru þetta hetjur“
- Jermaine Smith líklega til KR-inga
Körfuknattleiksliö KR fær aö öll-
um líkindum til liðs við sig nýjan
bandarískan leikmann um miðja
vikuna í stað Kevins Tucksons sem
var rekinn og fór af landi brott í
morgun.
Flest bendir til þess að sá nýi
verði Jermaine Smith, 24 ára bak-
vörður frá Las Vegas-háskóla, sem
getur bæði spilað sem leikstjóm-
andi og skotbakvörður. Til vara eru
KR-ingar með tvo aðra bakverði
sem heita Marcus Grant og Damell
Burton.
„Þessi Smith ætti að vera góður
kostur fyrir okkur. Hann lék í 1.
deild háskólakeppninnar og var þar
með 40 prósenta nýtingu í 3ja stiga
skotum og skoraði 14 stig að meðal-
tali í leik. En þetta er alltaf spum-
ing um heppni og aö viðkomandi
leikmaður falli inn í liðið. Allt em
þetta jú hetjur áður en þeir koma,“
sagði Hrannar Hólm, þjálfari KR,
við DV í gær.
-vs
1. DEILD KARLA
Grikkland:
Góður útisigur
hjá Arnari
Arnar Grétarsson
og félagar í AEK
eru komnir meö
fiögurra stiga for-
ystu í grísku 1.
deildinni í
knattspyrnu
eftir 1-2 sigur
á Veria um
helgina.
Arnar lék allan
leikinn á miðjunni, byrjaði
hægra megin en var fljótlega
færður í stöðu vamartengiliðs.
„Þetta var mjög góður útisigur
því AEK hefur ekki unniö þama
í mörg ár,“ sagði Amar við DV í
gærkvöld.
AEKer með 31 stig en síðan
koma Panathinaikos og Olympi-
akos með 27 stig en þau mætast
í kvöld. Ionikos er líka með 27
stig. -VS
Rosenborg
vildi Bjarka
Norsku meistar-
arnir Rosenborg
sýndu Bjarka
Gunnlaugssyni
hjá Molde mik-
inn áhuga á
dögunum. Að
sögn umboðs-
manns
Bjarka sögðu
forráðamenn Rosen-
borg við hann að Bjarki væri
besti leikmaðurinn sem hefði
leikið á móti þeim á tímabilinu
og þeir hefðu áhuga á að fá hann
til sín. Bjarki var hins vegar
ekki spenntur, enda er mikill
uppgangur hjá Molde og liðið
leikur í Evrópukeppni næsta
haust. -DVÓ
Hilmar fer í
stað Einars
Ársþing KSÍ um helgina:
Fyrsta konan
- kjörin í aðalstjórn sambandsins
Anna Vignir var í gær kjörin í að-
alstjóm Knattspymusambands ís-
lands, fyrst kvenna. Áður hafa kon-
ur aðeins komist í varastjóm sam-
bandsins. Eggert Magnússon var
endurkjörinn formaður til tveggja
ára, án mótframboðs.
Auk Önnu var Ástráður Gunnars-
son kjörinn i stjómina í fyrsta sinn.
Jón Gunnlaugsson og Lúðvík Ge-
orgsson vom endurkjömir en Helgi
Þorvaldsson féll út úr stjórninni í
kosningunni.
Stefán Gunnlaugsson, Halldór B.
Jónsson, Ágúst Ingi Jónsson og Elí-
as Hergeirsson eru áfram í stjórn en
þeir vom kjörnir til tveggja ára í
fyrra. Enn fremur vom landshluta-
fulltrúarnir allir endurkjömir, þeir
Jóhann Ólafsson, Jakob Skúlason,
Rafn Hjaltalín og Albert Eymunds-
son.
í varastjóm vom kjörnir þeir
Einar Friðþjófsson, Gunnlaugur
Hreinsson og Björn Friðþjófsson,
sem er nýr á þessum vettvangi. Þau
Ingibjörg Hinriksdóttir og Guð-
mundur Stefán Maríasson voru
einnig í kjöri til varastjórnar en
náðu ekki inn.
Tapið 7,6 milljónir
KSÍ var rekið með halla á árinu
en tapið nemur 7,6 milljónum
króna. Það er helmingi skárri út-
koma en á árinu 1996. Sambandið
var aö ljúka sínu fyrsta ári í rekstri
Laugardalsvallar og hann skilaði
tveimur milljónum í hagnað.
Þrír útlendingar leyföir
Samþykkt var á þinginu að
hveiju liði væri heimilt að nota þrjá
leikmenn frá löndum utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins, í stað
tveggja áður. Leiftur lagði til að fiór-
ir væra leyfðir og tveir mættu vera
inná í einu en tillögunni var breytt
á þennan hátt.
Meðal annarra breytinga má
nefna að nú geta tvö lið frá sama fé-
lagi ekki mæst í bikarkeppni karla
og að tekin verður upp á ný úrslita-
keppni í 3. flokki karla. Enn fremur
var ákveðið að halda ársþingin
framvegis í febrúar og miða reikn-
ingsárið við almanaksárið en ekki
1. nóvember eins og til þessa.
-VS
Góður árangur í Svíþjóð
- Örn hlaut gull- og silfurverölaun í Örebro
Allt á fullu
í Nagano
Það styttist óðum í
vetrarólympfuleikana f
Nagano í Japan. Þar var
haldið alþjóðlegt mót í
listhlaupi á skautum um
helgina, nokkurs konar
reynslumót fyrir leik-
ana. Ilia Kulik, Evrópu-
meistari frá Rússlandi,
sigraði í karlaflokki og
leikur hér listir sínar.
Símamynd Reuter