Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Page 2
24 kvikmyndir L.A. Confidental ★★★★ Skuggahliöar Los Angeles sjötta áratugar- ins er sögusviöiö 1 óvenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti aö missa af. Spilltar löggur, ósvífnir æsífréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Sling Blade Billy Bob Thornton (leikstjóri, handrit og aö- alhlutverk) er hér að vinna meö klassísk temu, svo sem spurninguna um sakleysi, vit og muninn á réttu og röngu. Með ótrú- lega góðri persónusköpun og vel skrifuöu handriti tekst Thornton aö skapa virkilega áhugaverða og ánægjulega kvikmynd, sem þrátt fyrir hægan gang og þungan undirtón er bæöi grípandi og fyndin. -úd Event Horizon Geimskiplö Lewis & Clark leggur upp í leiö- angur til að bjarga tllraunaskipinu Event Horizon sem hefur veriö týnt i 7 ár. Bresk áhrif leyna sér ekki hér, bæði hvaö varðar gotneska hönnun, góöan leik og gæöahryll- ing. Með vel heppnaðri hönnun og flottu út- liti, magnaöri tónlist og hágæöa ískrandi spennu, er varla hægt aö ímynda sér að hægt sé að gera betur í svona geimhorror- hasar. -úd Auðveld bráð Shooting Rsh segir frá tveimur munaðar- lausum svindlurum. Dylan er sjarmörinn sem getur talað sig út úr hvaöa klipu sem er og Jez er feimna tölvuséniiö sem veit ná- kvæmlega hvernig brauöristinni þinni leið áöur en hún bilaöi. Persónusköpunin og handritiö eru bráöskemmtlleg þar sem fjár- glæfrabrellur þeirra félaga eru hreint ótrú- lega klikkaðar og uppátækin eru óhikaö og fimlega yfirkeyrö. -úd Marvin's Room Fjölskyldukvikmynd í orðsins bestu merk- ingu. Persónur eru djúpar, mlkiö lagt I þær frá höfundar hendi og þær endurspegla þaö sem hverri fjölskyldu er verömætast, rækt- un hennar inn á viö. Stórleikkonurnar Meryl Streep og Dlane Keaton sýna snilldarleik I hlutverkum systra, spila á allan tilflnninga- skalann af mikilli list. -HK Perlur og svín ★★★ Fyndin mynd um hjón sem kunna ekki að baka en kaupa bakarí og son þeirra sem selur rússneskum sjómönnum Lödur. Óskar Jónasson hefur einstaklega skemmtilegan húmor sem kemst vel til skila og í leiöinni kemur hann viö kaunin á landanum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Siguröarson eru eftirmlnnileg i hlutverkum hjónanna.-HK Með fullri reisn ★★ Eftir aö hafa hneykslast upp í háls (og veröa létt skelkaðir líka) á hinum íturvöxnu fata- fellum The Chippendales uppgötva þeir fé- lagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) að það aö fækka fötum uppi á sviöí er hiö aröbærasta athæfi. Það er varla hægt aö hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannar- lega skilaöl myndin þvi gríni sem hún lofaði, meö fullri reisn. -úd Contact ★★★ Jodie Foster er konan sem féll til stjarnanna í þessari geim(veru)mynd um trú og tilverur. Leikstjóra er mikiö í mun aö greina sig frá tæknibrelluþungum og fantasíufullum geim- myndum og skapa í staðinn raunsæja og vitræna mynd en smáfantasía heföi veriö holl og góö og létt aðeins á öllu dramanu. I heildina er Contact sterk og skemmtileg mynd af því einfalda en samt viötæka atviki sem samband við verur utan úr geimi hlýtur aö vera. -úd Excess Baggage ★★★ Excess Baggage kom mér skemmtilega á óvart. Styrkur myndarlnnar felst i stór- skemmtilegu handriti sem þrátt fyrir hefö- bundinn og fremur ófrumlegan söguþráö hefur sig yfir alla meöalmennsku i leiftrandi samtölum og frábærum lelk Benicios Del Toros sem túlkar hinn seinþreytta og sein- heppna Roche meö miklum tilþrifum. Þannig skyggir hann aftur og aftur Silvers- tone. -GE The Peacemaker ★★★ Dæmigerö Hollywood- afþreying þar sem allt sem lagt er af staö meö gengur upp, myndin er hröö, spennandi og vel gerö en eins og meö marga „sumarsmellina" sem komiö hafa frá Hollywood í ár er hún inni- haldsrýr og skilur ekkert eftir. Spíelberg og félagar í Draumasmiöjunni heföu átt aö byrja af meiri metnaöl. -HK Wilde ★★ Kvikmynd Brians Gilberts segir sögu breska rithöfundarins Oscars Wilde síöasta áratug- inn í Itfi hans. Meö aöalhlutverkiö fer Steph- en Fry sem, eins og svo margir hafa bent á, er fullkominn í hlutverk Wildes. Wilde er vönduö mynd meö ágætis leik en nokkuö vantar á að handritlð skili dramatísku lífs- hlaupi Wilde á sannfærandi máta. Ég mæli þó meö henni. -ge Bean ★★★ Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborganlegar senur sem ég heföi kosiö aö sjá fléttaöar saman af meiri kostgæfni. -GE Air Force One ★★ Harrison Ford er trúveröugur forseti Banda- rikjanna, hvort sem hann setur sig í spor stjórnmálamannsins eöa fyrrum Víetnam- hefju í spennumynd sem er hröð og býöur upp á góð atriöi. Brotalamir í handriti ásamt klisjukenndum persónum veikja hana þó til muna. -HK The Game ★★★ The Game nær aö skapa skemmtilegt and- rúmsloft þar sem ofsóknarótti og framandi umhverfi haldast ágætlega í hendur. Dou- glas sýnir góö tilþrif i leik sínum og auka- hlutverkin eru vel mönnuö. Helsti galli henn- ar er sá að grunnhugmyndin gengur ekki upp og hnökrar i frásagnarfléttunni gera jjessa annars skemmtiiegu spennumynd aö innantómri vitleysu. -GE FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 ii3 i sinm átjándu mynd Bond (Pierce Brosnan) í kröppum dansi ásamt Wai Lin (Michelle Yeoh). Sam-bíóin og Laugarásbíó frum- sýna í dag nýjustu James Bond mynd- ina Tomorrow never Comes. Um er að ræða átjándu James Bond- myndina og nú er það í annað sinn sem Pierce Brosnan leikur hinn lífseiga njósnara 007 og virðist sem hann hafi fest sig í sessi, þykir hafa náð sömu tökum á hlutverkinu og Sean Connery og Roger Moore gerðu. í Tomorrow never Comes á Bond í höggi við stór- hættulegan fjölmiðlakóng sem getur leyft sér aö kaupa öll þau vopn sem hann telur sig þurfa. Myndin byrjar á því að James Bond er í frek- ar lit- lausri vinnu i Khyber Pass sem eitt sinn var sagt um að væru endamörk heimsins. Ósköp venjuleg rútínuvinna tekur fljótt á sig kunnuglega umgjörð og brátt þarf Bond á aUri sinni snilld að halda til að halda lífi um leið og hann einu sinni enn bjargar mannkyninu. Áður fyrr var kalda stríðið vígvöll- ur James Bonds, nú er það liðin tíð. í Goldeneye átti hann í höggi við leif- amar af Sovétveldinu og í Tomorrow never Dies er aöalóvinurinn Elliot Carver sem telur að hann geti selt meira af blaði sínu, Tomorrow, og fengið fleiri áhorfendur aö sjónvarps- stöðvum sínum ef hann geti komið af stað styrjöld milli Englands og Kína. Með hlutverk Carvers fer Jonathan Pryce. Eiginkonu hans, Paris, leikur Teri Hatcher sem við þekkjum sem Lois Lane í sjónvarpsþáttaröðinni um Superman. Paris hafði einu sinni átt í ástarsambandi við James Bond og reynir nú án árangurs að kveikja í glóðinni aftur, að sjálfsögðu með eigin hagsmuni í huga. Fjórða aðalpersón- an er kínverski njósnarinn Wai Lin sem leikin er af einni skærustu stjömu Hong Kong kvikmyndanna, Michelle Yeoh. Leikstjóri Tomorrow never Dies er Roger Spottiswoode, breskur leik- stjóri sem býr í Los Angeles þar sem hann leikstýrði meðal annars Air America og Tumer and Hootch. Spott- iswoode segir að það sé alltaf búist við meiri hasar, hraðskreiðari bílum og fleiri fallegum stúlkum þegar ný James Bond-mynd eigi í hlut og að allt verði aö takast svo ekki verði um siðustu James Bond myndina að ræða. Eftir vin- sældir Gold- enEye þurfti að þrefalda laun Pierce Brosnans og var það ekk- ert vandamál þar sem hann þáði frekar lítil laun á Hollywood- skala fyrir GoldenEye. Sjálfur segist hann mun af- slappaðri nú en áður. „Það eina sem gild- ir þegar mað- m- er að leika Bond er að vera nógu svalur.“-HK Sætar stelpur eru ávallt í kringum James Bond. Meö honum á myndinni er meöal annars Paris (Teri Hatcher). Sam-bíóin/Háskólabíó - Tomorrow Never Dies: Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þá ánægjulegu tilfinningu að vera illmennið í Bond-mynd, því ef valdasjúkur íjölmiðlakóngur (Jonathan Pryce) reynir að starta þriðju heims- styrjöld til þess að fá fréttir, þá hlýtur (eftir sömu lógík) Tomorrow Never Dies að vera gerð eingöngu fyrir (valdasjúka) gagnrýnendur, til þess að fá umfjöllun. Um leið er búið að koma í veg fyrir slæma dóma, því fjölmiðlafólkið er þá bara sekt um að þola ekki að vera gert að ill- mennum. Og ég fell hamingjusamlega í þá gildru og lýsi hér með Tomorrow Never Dies á allan hátt hina ánægjulegustu mynd. Bond (Pierce Brosnan) þarf hér að díla við at- hyglissjúkan fjölmiðlamógúl, sem reynir að æsa Kína upp gegn Bretum í von um einkarétt á út- sendingum í Kína, en til varnar einsemd í bar- áttunni slær súpemjósnaranum saman við kín- verska súperpíu (Michelle Yeoh). Bond hefur alltaf verið hálfgerður sæberpönkari, upp- tekinn af tækjum og tólum, og í Tomor- row er þetta undirstrikað frekar. Titla- senan er algert sæber, með smart tölvu- graflk (mjög áhugavert með tilliti til þess að myndbandið við lagið er síðan í mjög hefðbundnum Bondstíl) og síðan er áherslan áfram á tölvur og tækni; enda fullyrðir fjölmiðlamógúllinn aö hefð- bundin vopn séu dottin úr tísku, nú séu það gervihnettir og fjöhniðlar sem séu handhaf- ar valdsins. Gagnrýni/sjálfsrýni sem þessi á fjöl- miðla er að verða æ vinsælla tema í kvikmynd- um, og veröur oft hálfvandræðalegt og þung- lamalegt. En hér eru málin tekin léttum og írónískum tökum, en slík „meðvitund" er jú alltaf eitt af aðalsmerkjum Bond- myndanna. Brosnan er snillingur í því að halda hárfínu jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru, og það er að stórum hluta honum að þakka hvað Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grín og sem hágæða hasar. Súperpían Yeoh er ekki síöri sem irónísk hetja, enda sýndi hún svipaða takta í Supercop. Hlutverk kvennanna i Bond-myndunum eru alltaf að aukast og batna, og þama bætist sjálf- ur Bond-bíllinn í kvennahópinn og á stjömu- leik. Allt em þetta ánægjuleg merki um að þessi nýi Bond er kirfílega maður nýrra tíma. Tomor- row Never Dies er algerlega ómissandi skemmt- un í skammdeginu og Brosnan hér með yfirlýst- ur besti Bondinn. (Og þið þama Connery-liö, átt- ið ykkur; það ERU breyttir tímar.) Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Bruce Feirstein. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Michelle Yeoh, Jonathan Pryce, Teri Hatcher, Judi Dench, Desmond Llewelyn, Samantha Bond. Úlfhildur Dagsdóttir Besti Bondinn ••••

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.