Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Page 4
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 T>V
26 uto helgina
Slakandi
Jólatrésskemmtun Árbæjarsafnsins hefst kl. 15 á sunnudag.
Jólasýning Árbæjarsafnsins
piano-
tónar
Á sunnudaginn milli kl. 13 og 17
gefst gestum Árbæjarsafnsins
kostur á að sjá nýja leikfangasýn-
ingu í Kornhúsi safnsins. Þá verð-
ur einnig hefðbundið jólahald í
gamla Árbænum, búin til tólgar-
kerti í skemmu, skorið út laufa-
brauð í kamesi og sýndur jólaund-
irbúningur á baðstofulofti. Messa
verður í gömlu safnkirkjunni frá
Silfrastöðum kl. 14. Prestur verður
sr. Kristinn Ágúst Friöfinnsson.
Jólatrésskemmtun verður kl. 15
þar sem jólasveinar verða á vappi.
Hægt verður að kaupa veitingar í
Dillonshúsi og í Miðhúsi verða til
sýnis gömul jólakort.
Bormn verða i storu hlutverki í Hafnarborg um helgina
Hafnarborg:
Syngjandi jol
Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson held-
ur tónleika á Ránni í Keflavík i kvöld og annað
kvöld. Rúnar hefur nýverið sent frá sér geisla-
disk sem hefur að geyma tíu píanólög eftir
hann. Á diskinum er m.a. að finna nýja útsetn-
ingu á hinu þekkta píanólagi 1.12.
„Það má segja að megináherslan sé á rólega
og slakandi tónlist á þessum diski. Diskurinn nú
er ellefta platan sem ég sendi frá mér,“ segir
Rúnar.
Að hans sögn er nýi diskurinn í anda fyrri píanó-
verka hans m.a. í anda plötunnar 1.12. „Það sem er
ólíkt við þessa plötu samanborið við fyrri píanóplöt-
ur mínar er að nú sér Þórir Úlfarsson að vinnslu
plötunnar og spilar á píanóið. Einnig er
ég nú í fyrsta sinn með alvöru
flygil.“
Lögin á nýja disknum eru
öll „instrumental“. Að-
spurður hvort mikill
munur sé á gerð
„instrumen-
tal“ laga og
laga mm.
með
text-
um segn-
Rúnar: „Með
því að gera
instrumental disk
er ég e.t.v að leita inn á
fleiri svið. Hér á íslandi
er markaðurinn svo
þröngur. Ég stefni á að
gefa diskinn út víðs vegar um
heim og því er auðveldara að
hafa hann textalausan. Svo er
það bara þannig að sum lög sem
ég sem verða bara ósjálfrátt
instrumental og við sum þeirra
verða til textar. Ég geri hins vegar
ekki upp á milli textalausra og
textaðra laga,“ segir Rúnar að lokum.
-glm
A morgun kl. 13 hefst í Hafn-
arborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, dagskrá sem
hlotið hefur nafnið Syngjandi jól
í Hafnarborg. Dagskráin er sam-
vinnuverkefni Hafnarborgar og
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar.
Þar koma fram tuttugu og tveir
kórar og sönghópar, um 800
manns. Meðal annars má nefna
Kór Öldutúnsskóla, Kór Álfta-
neskirkju, Kór Setbergsskóla,
Kvennakór Hafnarfjarðar
og Karlakórinn Þresti.
Dagskráin stendur fram á
kvöld og eru allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfír.
Rúnar Þór Pétursson.
Um þessar mundir er eitt ár liðið
frá því hljómsveitin Mjólk tók til
starfa. Sveitin hefur starfað víða um
heim við tónleikahald og önnur
verkefni sem tengjast tísku og list-
um á mismunandi hátt, s.s. samið
tónlist við tölvuleiki og sett upp
vöru- og tískusýningar. Mjólk hefur
lítið komið fram hérlendis en nú
hefur sveitin opnað sýningu á kaffi-
húsinu Café au lait. Sýningin verð-
ur opin allan desembermánuð. Með-
limir Mjólkur eru Hlin Gylfadóttir,
Karlotta Blöndal og Unnar Öm Jón-
asson.
Meðlimir Mjólkur.