Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Síða 9
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 nlist HLJOMPLm GAfiipNI Ýmsir - Spírur: Lumaðálögum *** Platan Spírur er framtak sem ber að lofa í hástert. Ekki ólíkt þvi sem Smekkleysa hefur gert með Lúðurseríunni. Hér er að finna þekktar og óþekktar ís- lenskar hljómsveitir sem luma á lögum sem eiga erindi á plötu. Flestallar sveitirnar eiga tvö lög á plötunni sem gefur meiri inn- sýn í hvað þær eru að fást við. Hljómsveitin Výnill hefur plötuna með laginu Flókið ein- falt, lag sem síast inn i heilabúið og losnar ekkert auðveldlega þaðan aftur. Stórgott lag og Výnill greinilega með áhugaverðari sveitum á landinu. Seinna lag sveitarinnar, Höfuð brenna, er rokklag í rólegri kantinum. Lagið undirstrikar að Výnill leitar í margar áttir í tónlistinni. Hljómsveitin Port á eitt lag á plötunni, lagið Eilíf jól. Eilíf jól er ágætt lag og vel útsett en nokkuð.finnst mér skorta á frumleika í lagasmíðinni og lagið skilur litiö eftir sig. 200.000 naglbítar flytur hér lögin Hæð í húsi og Helsærður dordingull. Ég verð að játa að lögin fara óskaplega í taugarnar á mér og held ég að þar sé um að kenna söngnum og söngmelódíunni. Textarnir eru hins veg- ar ágætir og það er kraftur í sveitinni. Stjörnukisi flytur tvö lög á plötunni sem eru vissulega ánægjuleg tíð- indi því sveitin hefur sýnt til þessa að hún er á góðri leið með verða eitt- hvað ofboðslega frábært. Lögin Knull og Reykeitrun eru bæði stórgóð og svíkja engan. Emmet á einnig tvö lög á plötunni, Rafmagn og Draumakonu. Nokkur byrjendabragur er á útsetningum. Söngur er ágætur en nær ekki að hefja lögin upp og sveitin á enn nokkuð í land. Hljómsveitin Tristian á lögin Hungur og í síðasta sinn. Tristian skilar lögunum frá sér óaðfmnanlega og er ekkert að setja út á útsetningar, spilamennsku eða söng. Hungur er gott rokklag og í síðasta sinn er ágætt en hefði kannski átt heima á annarri plötu. Bang Gang flytur hér lagið Svefn. Það er greinilegt að þessi sveit á efir að ná einhverjum hæðum í framtíðinni. Svefn er með eftirtektarverðari lögum sem undirritaður hefur heyrt á árinu og Bang Gang nær að skapa tilfinningalegan blæ á aðdáunarverðan hátt með kíló af frumleika og hæfileikum í uppskriftinni. Páll Svansson Metallica - Reload: Kemur ekki á óvart ★*★ Nýjasta plata Metallica, Reload, er tekin upp á sama tíma og síðasta plata sveitarinnar, Load, og ber þess greinilega merki á ýmsum sviðum. Það er því kannski ekki að undra að hér sé fátt að finna sem kemur manni á óvart. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, James Hetfield, heldur áfram á sömu braut og á Loád og sá stíll sem hann tileink- aði sér i laginu Until it Sleeps tröllríður hér vötnum. Alice in Chains kemur þó nokkuð oft upp í hugann þegar hlustað er á plötuna og þá sérstaklega sönginn. Kannski er það ekkert slæmt í sjálfu sér. Bestu lög plötunnar eru fyrir skrýtna tilviljun aftast á henni. Má þar nefna Low Man’s Lyric og Attitude. Einnig má nefna endurgerð lagsins The Unforgiven og er það nefnt hér Unforgiven II. Lagið sker sig úr og textinn er einnig ólíkur öðru sem finna má á plötunni. Metallica-menn eru orðnir nokkurs konar kóngar metalrokksins, ekki síst eftir að Soundgarden og Alice in Chains hurfu af sjónarsviðinu. Þeir hafa því sallarólegir beðið í tæplega tvö ár með þetta efni í þeirri full- vissu að enginn gæti skákað þeim af sviðinu. Og hafa rétt fyrir sér. Páll Svansson Roni Size, Reprazent / New Forms ★★★★ Uppgangur drum&bass stefn- unnar hefur verið mikill á þessu Éiri. Nokkurs konar há- punktur og lokaviðurkenning á stefnunni kom þegar Roni Size og hljómsveit hans Reprazent fékk Mercury Music verðlaun- in fyrr á þessu ári. Margir veltu þó fyrir sér hvort verið væri að verðlauna og viður- kenna nýja tónlistarstefnu eða tónlist Roni Size. Það er svo sem ekkert aðalatriði því að sú tónlist sem Roni Size gerir ber af öllu öðru sem er að gerast í drum&bass í dag. New Forms er hin fullkomna blanda lífrænnar tónlistar og tölvutónlistar. Djúpur og lif- andi kontrabassaleikur er tekinn og skorinn í búta og söngur og rapp flýtur yflr hröðum og beittum töktum. Öll tilraunastarfsemi síðustu ára er hér að skila sér á afar heilsteypta breiðskífú sem er nokkur konar rjómi af því besta sem drum&bass hefur upp á að bjóða. New Forms líður ekki fyrir það að vera frábær. Hún á eftir að standast tímans tönn meö sóma. Roni Size og Reprazent-hljómsveitin hafa sinn eigin stíl, sína eigin rödd og sinn eigin hljóm. Platan opnar á hinu hraða og hárbeitta lagi „Railing" sem svífur svo inn i Brown Paper Bag sem er eitt besta danslag síðustu ára. í raun og veru seg- ir þessi tilvitnun í texta lagsins Railing allt sem segja þarf: „Yes, something of a different taste." Jón Atll Jónasson áhrifamestu manneskjur i heimi? í nýjasta hefti breska tónlistar- blaðsins er að finna lista yfir 100 áhrifamestu menn í heiminum og eins og gefur að skilja eru þetta næstum allt popparar eða fólk sem tengist skemmtana- og tónlistariðn- aðinum á einhvern hátt. Þetta er afar forvitnilegur listi hjá Select sem er valinn af dómnefnd fólks sem ekki lætur nafn síns getið. 1 toppsætinu er enginn annar en tón- listarmaðurinn Beck Hanson sem hóf feril sinn með hálfónýtan kass- agítar á götuhomi í New York. Hann gafst þó upp á veru sinni þar og fluttist aftur til Kalifomíu þar sem hann tók upp lagið Loser fyrir þá smámynt sem hann fann í budd- unni. Það þarf svo ekki að fjölyrða um framhaldið. í öðm sætinu á lista tímaritsins Select er Liam Howlett, forsprakki hljómsveitarinnar The Prodigy. Hann hefur verið ásakaður um að semja bestu partímúsík á jörðinni og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitar hans sem er nú á tónleikaferðalagi um Þýska- land. í þriðja sæti á Select-listanum er Noel Gallagher sem árið 1991 stofnaði hljómsveitina Oasis ásamt bróður sínum í kjallaraherbergi í Manchester. Þá voru þeir báðir at- vinnulausir og eyddu dögunum í það að hlusta á plötur og drekka bjór. I umsögn sinni um Noel segir blaðamaður Select meðal annars að hann hafi með hljómsveit sinni Oas- is bjargað breska rokkinu frá því að deyja hreinlega út. Af fleirum sem komast inn á topp hundrað listann má nefna kínverska leikstjórann John Woo sem vermir nítjánda sæt- ið. Matt Groening, höfund sjón- varpsþáttanna um Simpson-Qöl- skylduna, David Letterman, sem er í 68. sæti, og golfsnillinginn Tiger Woods sem er í því 25. Listinn telur marga fleiri en er í raun afar ófull- nægjandi og lítið mark hægt að taka á honum þar sem þeir sem velja inn á listann gleyma lykilfólki í tónlist- arheiminum að mínu mati. -JAJ Nýjasta söngstjarna Bandaríkjanna er ættuð frá Dallas í Texas og heitir Erykah Badu. Hún skaust beint á topp bandaríska Billboard-listans þegar hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Badu- izm, árið 1996. Hún hefur nú gefið út tónleika- plötu þar sem hún fer hreinlega á kostum. Tón- list Erykah Badu er létt og djassskotið R n B með miklum funk- og soul-áhrifum og hefur söng hennar verið líkt við söng Billie Holliday. Sá samanburöur á alveg rétt á sér eins og heyr- ist á nýju plötunni. Erkah Badu hefur þróað með sér einstakan stíl þar sem hún blandar saman söng og rappi. Á Erykah Badu Live byrj- ar hún tónleikana á því að syngja lagið Rimshot sem er nokkurs konar forspil aö plötunni og er það nóg til að vekja forvitni manns. Erykah Badu hefur kosið að skilja trommuheilana eftir heima og með henni leikur þriggja manna sveit skipuð hljómborðsleikara, trommuleikara og bassaleikara. Að öðru leyti hvílir flutningur tónlistarinnar á herðum Erykah Badu og nokk- urra bakradda. Þetta gerir það að verkum að lögin verða hálfstrípuð og kjarninn í þeim nær að skína í gegn. Þetta er flott stílbragð hjá henni og aö mörgu leyti minnir hljóðfæraskipan og út- setningar á aðra og eldri funkplötu sem verður að teljast klassík í dag. Það er plata Robertu Flack sem ber heitið Quiet Fire og er frá átt- unda áratugnum. Erykah Badu er bara miklu meiri töffari en Roberta Flack en henni hætti dálítið til aö fara yfir strikið í tilfinningasemi. Erykah Badu keyrir líka tónleikana áfram af mikilli fæmi og slær af og gefur í til skiptis. Það sem gerir hana líka svo frábrugðna öðrum söngkonum í Bandaríkjrmum í dag er að hún hefur náð að þróa sinn eigin stíl og hefur svo sterk séreinkenni að það yrði vonlaust fyrir aðra að reyna að kópera hennar stíl. Tónlist hennar er ekki sykursætt vinsældalistapopp. Hún á það sameiginlegt með Janis Joplin að hún nær að vera hjartnæm án þess að veröa nokkum tíma væmin. R n B tónlist i dag á það til að verða allt of væmin og sykursæt. Enginn viröist almennilega þora að vera öðmvísi - nema Erykah Badu. - á tónleikum - tíu vlnsælustu danslögln vlkuna 6. tll 13.desember 1997 - 1. Planetaria 4 Hero 2. A Love Supreme Ballistic Brothers 3. Lost Recordlngs Steve Bicknell 4. Red Planet 8 Red Planet 5. To % Fro Laj 6. The Main Event House of 909 7. Snapjackin' Veiocity Boy 8. Funky Clave Future Funk 9. Love & Respect (rmx) Paul Simpson 10. Divorce Garcons

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.