Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997
tónlist
- rokkið og danstónlistin sameinast
Bandaríkjamaðurinn DJ Shadow
(Josh Davies) er sjálfsagt þekktasti
plötusnúður veraldarinnar í dag.
Hann er hlédrægur með eindæmum
og hefur ekki farið hefðbundna leið
á toppinn. Hann hefur ekki komið
oft fram og telst það til kraftaverka
ef hægt er að fá hann til að þeyta
skífur á danshúsum.
Kannski er það rangnefni að kalla
Josh plötusnúð því hann er í raun
mun meiri tónlistarmaður. Hljóð-
færi hans eru gamlar og oft ótrúlega
undarlegar plötin* sem hann tekur
og skellir saman í eitthvert flæði
sem gefur þeim alveg nýja vídd. All-
ir taktar hcms eru fengnir að láni úr
gömlum lögum og margir klipptir
saman þannig að úr verður eitthvað
nýtt. Með Akai sampler, tvo plötu-
spilara og safn af plötum - vel yfir
50 þúsund eintök, er þessi ungi San
Fransisco-búi að endurskrifa þær
reglur sem gilda í rokk- og popptón-
list í dag. Það sem hefúr vakið furðu
tónlistarblaðamanna upp á síðkast-
ið er að þessi annars hlédrægi tón-
listarmaöur er nú á tónleikaferða-
lagi með Radiohead og Teenage
Fanclub.
Fjölbreyttari tónlist
DJ Shadow gegnir sama hlutverki
og Howie B. á tónleikaferðalaginu
þar sem hann sér um að hita tón-
leikagesti upp með því að þeyta skíf-
ur áður en Radiohead stíga á svið.
Hugmyndin að þessari undarlegu
samsetningu tónlistarstefna er kom-
in frá Ed OBrien, liðsmanni Radi-
ohead, sem saknaöi þess að heyra
fjölbreyttari tónlist á einum og
sömu tónleikunum: „Áður fyrr fór
fólk og sá BB King og The Doors
spila sama kvöldið. Þetta er allt
annað í dag. Maður fer og heyrir í
hljómsveit sem er að gera nýja hluti
og svo á undan einhverja hljómsveit
sem er minna þekkt og kannski
komin skemmra á veg með að þróa
sína eigin stefnu. Með því að hafa
DJ Shadow með okkur erum við að
reyna að fá fjölbreyttari hóp fólks til
að mæta á tónleika. Aðdáendur okk-
Bsekling-
urizm sem
varcL ad
bladi
Tónlistartimaritið Undirtónar
var stofhað af þeim ísari Loga
Amarsyni og Snorra Jónssyni í
nóvember árið 1996. Þeir félag-
amir hittust á námskeiði í Hinu
húsinu þar sem þeir tóku þátt í
atvinnuátaksverkefhi sem hefur
tekist svo vel að Tony Blair hefhr
nú ákveðið að innleiða þaö í
Bretlandi. Þeir lýstu báðir yfir
áhuga á tónlist og vom fengnir
til að stofna tónlistardeild Hins
hússins. Fyrsta verkefni á dag-
skrá var að halda hljóðfærasýn-
ingu og samhliöa henni var gef-
inn út lítill bæklingur sem yfir-
skyggði sýninguna. Bæklingur
þeirra félaga varð fljótlega aðalá-
hugamálið og hljóðfærasýning-
unni var frestað.
Fyrstu tölublöðin vom lítil
umfangs en nú er blaðið orðið
einar 72 síður og er dreift í 15
þúsund eintökum um allt land.
Undirtónar íjalla um alls kyns
tónlist allt frá danstónlist yfir i
rokk og hefur blaðið náð að
skapa sér miklar vinsældir með-
al ungu kynslóðarinnar.
ar fá færi á því að kynnast tónlist
DJ Shadow og hans aðdáendur tón-
list okkar."
Josh Davies féllst á að fara á tón-
leikaferðalag með Radiohead eftir
að hafa orðið vitni að tónleikum
sveitarinnar í heimahorg sinni San
Fransico: „Það sem vakti athygli
mina á tónleikunum var að fólk
fylgdist þögult með rólegum lögum
Radiohead og passaði sig að trufla
hana ekki. Þegar lögin enduðu varð
svo andartaks þögn áður en fólk
klappaði. Það var reglulega að
hlusta," segir Josh.
í sjálfu sér er ekkert skrítið að
Radiohead skuli vilja fá tónlistar-
mann eins og Josh Davies með sér i
lið. Tónlist hans er búin til með
tækjum og tólum danstónlistarinn-
ar en hann er samt rokkaður. Smá-
skífan High Noon, sem er nýjasta af-
urð DJ Shadow, gæti vel átt heima
á plötu með Radiohead. Það eina
sem vantar eða er öllu heldur ekki
til staðar er söngurinn. Það sem
Joash Davies á sameiginlegt með
Thom Yorke, söngvara Radiohead,
er hvað frægðin virkar framandi i
augum þeirra beggja. Þeir eru nokk-
urs konar sálufélagar, segja þeir
sem þekkja til. Þeir vinna saman
eitt lag sem er að finna á nýjustu
breiðskífu UNKLE, sem er hljóm-
sveit þeirra Josh Davies og James
Lavelle. Á nýju breiðskífunni tekur
Richard Ashcroft, söngvari The
Verve, líka eitt lag. Það að danstón-
listarmenn og rokktónlistarmenn
vinna saman er tiitölulega þekkt
fyrirbæri í tónlistarheiminum, en
það hefur hingað til verið háð því
að danstónlistarmennirnir taka
rokk og popplög og setja þau í dans-
búning. Noel Gallagher og Chemical
Brothers breyttu þessum vinnufor-
sendum með laginu Setting Sun á
breiðskífunni Dig Your Own Hole.
Þar unnu þeir hlið við hlið að því að
semja tónlist. Setting Sun var ein-
staklega vel heppnað lag og fór
beint á topp breska listans þegar
það kom út. Noel Gallagher spilar
líka inn á nýja breiðskifu jungle
tónlistarmannsins Goldie og David
Bowie syngur þar eitt lag. Má með
Með Akai sampler, tvo plötuspilara og safn
að endurskrifa þær reglur sem gilda í rokk-
sanni segja að þessi samvinna tón-
listarfólks úr svo ólíkum áttum sé
að breyta allri dægurtónlist í dag.
-JAJ
af plötum - vel yfir 50 þúsund eintök, er þessi ungi San Fransisco-búi
og popptónlist í dag.
Lúðrasería
Smekkleysu
Útgáfa Smekkleysu á Lúðraseríunni
svokölluðu er vafalítið það menningará-
tak sem á mestan heiður skilinn í ár.
Lúðraserían inniheldur átta geislaplöt-
ur ungra hljómsveita og tónlistarmanna
og eru þær afar ólíkar. í Lúðraseríunni
mætast margar ólíkar tónlistarstefnur
en segja má að rauði þráðurinn í gegn-
um seríuna sé rokk af öllum stærðum
og gerðum. En hvað er hægt að segja um svona átak eins og Lúðraseríuna?
Vissulega eru ekki allar plöturnar meistarverk, það væri til of mikils mælst.
Nokkrir gullmolar leynast þó inni á milli eins og til dæmis Kvartett Ó. Jóns-
son og Grjóni, Andhéri og Soðin fiðla. En í heild verður samt að viðurkenna
að Lúðraserían er meistarverk - svona útgáfulega séð. Ég efast um að nokk-
urt annað útgáfufyrirtæki hefði lagt í svona útgáfu hér á landi. Ungar hljóm-
sveitir hafa oftar en ekki litla reynslu í því að gefa út tónlist sina og er
Lúðraserían því sjálfsagt mjög góð reynsla fyrir þær.
Það sem kvikmyndin Rokk í Reykjavík gerði á
sínum tíma var að endurspegla tíð-
arandann og tónlistarlif bprgarinn-
ar og má í raun segja að það
sama sé uppi á teningnum á
Lúðraseríunni. Skjalfesting
þeirrar staðreyndar að tónlist-
arlíf borgarinnar sé í miklum
blóma og hafi sjálfsagt aldrei
verið öflugra.
nu-
1-
Kaffi Austur-
stræti
Trúbadorinn James Clif-
ton leikur á Kaði Austur-
stræti milli kl. 20 og 24
um helgina.
Karma á ír-
landi
Hljómsveitin Karma
heldur uppi fjörinu á
veitingastaðnum írlandi i
kvöld og annað kvöld.
Tónleikar í
Krossinum
Tónleikar verða í Kross-
inum, Hliðarsmára 5, í
kvöld kl. 20.
Fram koma m.a. Páll Rós-
inkranz og Christ Gospel
Band.
Extra á
Amsterdam
Hljómsveitin Extra leik-
ur á Café Amsterdam um
helgina.
Sóldögg í
Sjallanum
Hljómsveitin Sóldögg
leikur annað kvöld í
Sjallanum á Akureyri.
Súrefni í Hinu
húsinu
Hljómsveitin Súrefni
spilar á síðdegistónleik-
um Hins hússins við Ing-
ólfstorg. Tónleikarnir
hefjast kl. 17 í dag á
Kakóbamum Geysi. Að-
gangur er ókeypis.
Sín á Kringlu-
kránni
Hljómsveitin Sín leikur á
Kringlukránni um helg-
ina. í henni eru Guð-
mundur Símonarson og
Guðlaugur Sigurðsson.
Viðar Jónsson trúbador
leikur í Leikstofu
Kringlukrárinnar.