Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1997, Side 12
» myndbönd FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1997 mm\\\ Keys To Tulsa: Fjárkúgun í þotuliðinu Erle Sleltz ★★★ ** James Spader Johanne Golno Richter Boudrean (Eric Stoltz) er spilltur sonur auðugrar ekkju sem vinnur á dagblaði bæjarins. Hann hefur þó ekki mikinn tíma til að sinna vinn- unni, sem hann fékk i gegnum fjölskyldutengsl, þar sem hann er stöðugt að sukka með vafasömum kunningjum sínum, sem draga hann siðan inn í fjárkúgun. Gallinn er að hann veit ekki hvem á að kúga eða fyrir hvað. Myndin býður upp á athyglisverða sögufléttu, léttgeggjaðan og nokkuð svartan húmor og vel skrifaðar persónur, sem hefur sjálfsagt gert sitt til að laða hina mörgu góðu leikara að myndinni. Eric Stoltz er í mynd nánast allan tímann og veldur verki sínu vel. Hinir fá þó að leika sér meira og sérstaklega era James Spader og Michael Rooker skemmtilegir í sínum hlutverkum. Persónur beggja era illa bilaðar, hvor á sinn hátt. Joanna Going og Deborah Unger túlka einnig vel brotnar persónur og í eldri deildinni eru James Cobum og Mary Tyler Moore öragg í sínum hlutverkum. Hér er verið að leita á sömu mið og Pulp Fiction og þess slags myndir og tekst það nokkuð vel. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Leslie Grerf. Aðalhlutverk: Eric Stoltz, James Spader, Joanna Going og Deborah Unger. Bandarísk, 1996. Lengd: 109 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ Otþelló: Afbrýðisemi w Óþelló er einn af harmleikjum Shakespeares. Her- foringinn og Márinn Óþelló gengur að eiga Des- demónu og þau eru eins ástfangin og hægt er að hugsa sér. Einn af liðsforingjum hans, Jagó, er ósátt- ur við að annar sé valinn sem næstráðandi Óþellós og spinnm- svikavef til að leita heihda. Hann nær eyra Óþellós, eitrar huga hans og sáir þar fræjum af- brýðiseminnar. Þegar lygavefúr hans kemur loksins upp á yfirborðið er það of seint og Óþelló er búinn að kyrkja Desdemónu í hjónahvílu þeirra. Óþelló er eitt af slappari verkum Shakespeares og þessi mynd ger- ir lítið til að flikka upp á það. Hér vantar allan húmor, verkið er þungt og myrkt, langdregið og leiðinlegt. Glæsileg sviðsmynd og góð frammi- staða leikara hefði getað dreift athyglinni eitthvað en hvora tveggja er ábótavant. Leikarar era í flestum tilvikum frambærilegir en lítið meira. Kenneth Branagh er staðnaður í Shakespeare-túlkun sinni og Irene Jac- ob virðist halda að aðalatriðið sé að vera sakleysislega stóreygð. Laurence Fishburne er skástur og nær að túlka innri ofsa herforingjans á nokkuð trúverðugan hátt. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Oliver Parker. Aðalhlutverk: Laurence Fis- hburne, Irene Jacob og Kenneth Branagh. Bandarísk, 1995. Lengd: 119 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ OneFineDay: Erfiður dagur ★★★ Melanie Parker og Jack Taylor eru bæði ffáskilin. Þau hittast einn dag þegar þau bæði missa af bátn- um sem átti að fara með bömin þeirra í skólaferð og neyðast því til að passa þau sjálf. Þrátt fýrir að vera meinilla hvort við annað í byrjun verða þau að lok- um ásátt um að skipta með sér gæslunni. Bæði eiga afar erfiðan og cmnasaman dag og eiga á hættu að missa vinnuna ef illa tekst. Þrátt fyrir stressið fara þau smám saman að laðast hvort að öðru. Myndin fylgir að nokkru leyti hefðbundinni formúlu mynda af þessu tagi en rís þó hærra en flestar. Michelle Pfeiffer og George Clooney ná ansi vel saman, sérstaklega í byrjun þeg- ar persónur þeirra hatast. Samskipti þeirra endurspeglast í bömunum þeirra, sem einnig er illa hvoru við annað í byrjun, en verða síðan vin- ir. Gamansemin er í fyrirrúmi og tilfmningasemin verður aldrei svo yf- irkeyrð að myndin verði leiðinlega væmin. Endirinn er sá besti og fal- legasti sem ég hef séð í svona mynd. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Hoffman. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer og George Clooney. Bandarísk, 1996. Lengd: 104 mín. Öllum leyfð. Dante's Peak: EldQall bærír á sér Eldfjallafræðingurinn Harry Dalton þykist sjá merki um að gamalt eldfjall nálægt smábænum Dan- te’s Peak muni gjósa á næstunni. Starfsbræður hans gera þó lítið úr hættunni og bæjarráðið vill ekki fæla fjárfesta frá bænum með þvi að lýsa yfir neyðará- standi. Auðvitað gýs fjallið og bæjarbúar flýja í of- boði meðan Harry Dalton og borgarstjórinn Rachel Wando halda til móts við hraunstreymið í leit að bömum hennar og ömmu þeirra sem era eitthvað að þvælast uppi á fjalli. Myndin fylgir hefðbundinni for- múlu stórslysamynda. Þeir sem haga sér illa fá mak- leg málagjöld og einnig farast þeir sem gera lítið úr hættunni. Sumir fá þó að halda virðingunni með því að iðrast gjörða sinna. Sagan er í fle- stalla staði mjög heimskuleg, en eldfjallafræðin era þó ekki svo fjarri lagi. Pierce Brosnan fer létt með hlutverk eldfjallafræðingsins en Linda Hamilton er fremur passíf í borgarstjórahlutverkinu. Besti leikarinn er eldfjallið og stærsti kostur myndarinnar er einmitt flott atriði, þar sem tæknibrellur era nýttar til hins ýtrasta til að gera sem mest úr yfir- þyrmandi eyöileggingarmætti fjaUsins. Útgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Roger Donaldson. Aðalhlutverk: Pi- erce Brosnan og Linda Hamilton. Bandarísk, 1997. Lengd: 104 mín. Bönn- uð innan 12 ara. -PJ SÆTI , FYRRI j VIKA i VIKUR 1 jÁ LISTAj j j TITILL j ÚTGEF. i ; TEG. J 1 : i í 2 í Liar Liar j ClC-myndbönd j Gaman 2 : 2 i : 3 : i j Fifth Element, The J J Skífan J j J Spenna ) 3 : Ný j i * j 1 > Jungle 2 Jungle 1 Sam-myndbönd j Gaman 4 i : 3 j j ] 2 : Trial and Error I < Myndform J < Gaman J 5 : 5 i 4 : Bulletproof J j ClC-myndbönd J j Spenna 6 • i : 4 i j j. < 3 1 j 3 J i ' 1 Private Parts J Sam-myndbönd i j Gaman . 7 6 J 1 j 4 J Shadow Conspiracy / J Myndform J J Spenna 8 . 1. j 1 J 7 < i ' J j J Saint, The J 1 ClC-myndbönd j J , Spenna j 9 7 : 5 i Anaconda 1 Skífan j Spenna 10 : i 9 j . j j 6 j j ) . Scream J J Skífan J ) J Spenna i ii : 10 J 0 < J 8 J Fools Rush In 1 Skffan J Gaman 12 j ■ J J ! 7 : Donnie Brasco j j Sam-myndbönd J j Spenna 13 : 17 : 2 : Executive Target J j Skífan j j Spenna UÍ 1 12 j j i 2 i i ■ j j 9 < , i Shining,The J Sam-myndbönd j j J Spenna | 15 ' l 11 People VS. Larry Flynt 1 Skífan 1 1 Drama 16 ‘ "'"i Ný J J 1 i 1 j 1 J i j Idiot Box J . - /• , •.-. J j Bergvík j J i Gaman HBBijBa ” : 18 i 4 i Big Night ; Sam-myndbönd j Gaman i8 : j Ný i 1 i j J Keys To Tulsa l J Háskólabíó j j J Spenna J 19 1 16 j 0 < J 8 J Smillas Sense of Snow , Sam-myndbönd j Spenna 20 ; Ný J • J 1 i ; Love Jones j Myndform J < Gaman i 2. til 8. desember Jim Carrey hélt efsta sæti myndbandalistans og það urðu ekki örlög Liar Liar að detta úr efsta sæti eftir eina viku eins og gerðist með The Fifth Elem- ent sem vermir annaö sætið. í þriðja sæti er svo fjöl- skyldumyndin Jungle 2 Jungle meö Tim Allen í að- alhlutverki en hann er sjálfsagt þekktastur fyrir að vera heimilisfaöirinn í Handlögnum heimilisfööur. Að öðru leyti er ekki mikið um breytingar á listan- um. Þrjár nýjar myndir eru neðarlega og koma ekki til með aö gera stóra hluti á listanum. Sú sem er merkilegust þeirra er Keys To Tulsa en í aðalhlut- verkum þeirrar myndar er fjöldi þekktra leikara. Liar Liar Jim Carrey og Jennifer Tilly Fletcher er hraðmæltur lögfræðing- ur og óforbetranlegur lygari. Ungur sonur hans, Max, sem býr hjá mömmu sinni, hefur margsinnis þurft að sitja heima svikinn af loforðum foður síns. Þegar Max blæs á kertin á funm ára afmæli sínu á hann sér aðeins eina ósk, að pabbi hans hætti að ljúga þó ekki væri nema í einn sólarhring. Og viti menn. Óskin rætist og Fletcher kemst að því sér til hrellingar að skyndilega getur hann ekki sagt ósatt orð og þaö líður ekki á löngu þar til lögfræði- feriilinn er í hættu. The Fifth Element Bruce Willis, Milia Jovovich og Gary Oldham Eftir 250 ár stafar jörð- inni hætta af illum öflum sem hyggjast ráðast á hana. Vöm jarðarinnar er fimmta frumefhið en þar sem allar þær verur sem vissu hvar frumefhið var eru dauðar eru erfið- leikar fram imdan. Vís- indamönnum tekst að rækta kvenveru úr vefj- um hinna dauðu. Sú kvenvera verður mjög_ hrædd jægar hún vaknar til lifsins og tekst að flýja úr búri sínu og sleppur út í iðandi umferðina þar sem hún endar í aftur- sæti leikbíls sem stjómað er af fyrrum flugforingja, Corben Dailas. Jungle 2 Jungle Tim Allen og Mart- in Short. Kaupsýslumaðurinn Michael Cromwell hefur í bígerö að kvænast unn- ustu sinni en fyrst þarf hann að ganga frá smá- máli. Hann er giftur fyr- ir, en eiginkonuna hefur hann ekki hitt í fjölda ára, enda hefur hún búið í Amazonfrumskóginum á meðal indíána. Mic- hael þarf því að fara inn í frumskóginn og fá hana til að skrifa undir skiln- aðarpappira. Þar uppgöt- var Michael að hann á þrettán ára son sem aldrei hefur siðmenning- una augum litið. Hann samþykkir þvi að taka son sinn með til New York. Trial and Error Jeff Daniels og Michael Richards Charles er efnilegur lögfræömgur og er að fara að giftast hinni fógru dóttur yflr- manns síns. Áður verður hann að taka að sér að vetja frænda yfirmannsins sem hef- ur lifað á svikastarf- semi undanfarin 50 ár. Charles heldur til Nevada þar sem réttar- höldin fara fram og honum til mikillar undrunar tekur besti vinur hans, Richard, á móti honum með óvæntu steggjapartíi. Charley verður svo drukkinn að daginn eft- ir getur hann sig ekki hreyft og Richard ákveður því að mæta í hans stað í réttarsalinn. Bulletproof Adam Sandler og Damon Wayans Archie Moses og Rock Keats voru miklir mátar. Nú, þegar annar þeirra er orðinn lögga og hinn er smákrimmi, telja þeir hvor annan svikara. Þetta leiðir til þess að þeir þola ekki hvor annan og láta hrakyrðin dynja á víxl hvenær sem færi gefst. Það er samt stutt í vin- skapinn og þeir eiga einn sameiginlegan óvin, eiturlyfjakónginn Colton (James Caan) sem þeir þurfa að sam- einast gegn því Colton vill þá báða undir græna torfu og sendir morðingja út af örkinni til að koma þeim fyrir kattamef. Tfiöii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.