Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1997, Page 1
MÁNUDAGUR 22. DESEMBER 1997
fólk
undirbýr
■ BB
jolin
Bls. 28-2*
Haukur Ingi Guðnason, í Liverpool-treyjunni og Liverpool-gallanum,
lyftir varaliðstreyju félagsins ásamt föður sínum, Guðna Kjartanssyni
Haukur skartar einnig stúdentshúfunni sem hann setti upp á
viðburðaríkum laugardegi.
DV-mynd Ægir Már
Haukur Ingi Guðnason skrifar undir samning við Liverpool til ársins 2001:
- er orðinn að veruleika, sagði stúdentinn og atvinnumaðurinn við DV
Haukur Ingi Guðnason, knattspymumaður
úr Keflavík, skrifar undir samning til ársins
2001 við enska stórliðið Liverpool þann 2.
janúar.
Frá þessu var gengið um helgina en þá
sömdu Keflavík og Liverpool sín á milli og
enn fremur var gengið frá samningi Hauks
Inga við félagið, sem þar með er klár til und-
irritunar. Haukur Ingi komst ekki sjálfúr
utan um helgina til að skrifa undir þannig að
því var frestað fram yflr áramótin.
„Það er stórkostlegt að þetta skuli vera í
höfn og að draumurinn um atvinnumennsku
skuli strax vera orðinn að veruleika," sagði
hinn 19 ára gamli Keflvikingur við DV í gær.
Laugardagurinn var stór í lífi Hauks Inga
því þá útskrifaðist hann jafnframt sem stúd-
ent frá Fjölbrautaskóla Suðumesja.
„Ég var hjá Liverpool I viku í vetur og lík-
aði mjög vel. Það kom mér á óvart hve allt er
fjölskyldulegt hjá félaginu og varaliðið og
aðalliðið æfðu alltaf saman, nema síðustu æf-
ingu fyrir leik. Ég reikna með því að ég fari
beint að spila með varaliðinu og mér skilst að
þeir ætli mér tvö ár til að vinna mér sæti í
aðalliði félagsins. Ef það gengur ekki, þarf ég
ekki að örvænta því ég verð ekki nema 22 ára
gamall þegar samningurinn rennur út,“ sagði
Haukur Ingi.
Hann hefúr verið stuðningsmaður Arsenal
alla tíð en sagði að nú yrði forgangsröðin að
breytast í þeim efnum.
Birgir Runólfsson, stjómarmaður hjá
Keflavík, fór til Liverpool um helgina og gekk
frá málum félaganna á milli. Hann vildi ekki
ræða neitt um kaupverðið en sagði aö báðir
aðilar væm sáttir viö sinn hlut.
„Við höfúm lika náð þýðingarmiklum
tengslum við Liverpool sem geta nýst okkur
í framtíðinni. Við getum sent efiiflega leik-
menn til Liverpool og fleira á þeim nótum,"
sagði Birgir við DV í gær.
-VS
Páll til Ayr
Páll Guðmundsson,
knattspymiunaður úr
Leiftri, fer að öllum líkind-
um til skoska 1. deildar liðs-
ins Ayr United í janúar og
spilar þar til vorsins. Páll
gekk til liðs við Leiftur fyr-
ir skömmu eftir ársdvöl hjá
Raufoss í Noregi eins og
áður hefur komið fram í
DV.
„Ég æfði í þijár vikur
með St. Mirren og spilaði
síðan æfingaleik með Ayr.
Þeir vilja síðan fá mig og
það yrði mjög gott að spila
þar og komast í góða æf-
ingu fyrir sumarið," sagöi
Páll við DV í gær. -VS
Jóhann og Jakob
líka á förum?
- með tilboð frá Genk og Degerfors
Tveir leikmenn úrvalsdeildarliðs
Keflavíkur í knattspymu komu til
landsins í gær með tilboð frá erlend-
um félögum upp á vasann. Það stefn-
ir því í það að fleiri Suðumejsmenn
en Haukur Ingi Guðnason hverfi á
braut í atvinnumennsku á næstunni.
Jóhann B. Guðmundsson hefúr
undanfarið dvalið hjá belgíska félag-
inu Genk og staðið sig vel. Hann kom
heim í gær og flest bendir til þess að
honum verði boðinn samningur við
félagið í dag. Það er því útlit fyrir að
hann spili við hlið Þórðar Guðjóns-
sonar.
„Já, það er ekki ólíklegt að ég fari
utan aftur strax eftir áramótin. Ann-
ars á þetta eftir að skýrast nánar.
Mér leist mjög vel á mig og gekk
ágætlega í þremur leikjum, tveimur
með varaliðinu og einum bikarleik
með aðcdliðinu,“ sagði Jóhann við
DV í gær.
Jakob Már Jónharðsson, fyrirliði
Jóhann. Jakob.
Keflvíkinga og vamarjaxl, er með til-
boð frá Degerfors í Svíþjóð, en þar
hefúr hann dvalið við æfingar að
undanfómu.
„Degerfors og Keflavík eiga eftir að
ræða sín á milli en ef allt fer sem
horfir þá slæ ég til og fer til Svíþjóð-
ar,“ sagði Jakob við DV.
Þeir Jóhann og Jakob léku báðir í
fyrsta skipti með A-landsliði Islands í
ár og myndu skilja eftir sig stór
skörð í Keflavíkurliðinu.
„A framtíð
fyrir sér“
„Jóhann á framtíð fyrir sér en
gengur þó ekki beint inn í byij-
unarlið Genk. Hann gæti þó
verið kominn þangað eftir
nokkra mánuði,“ sagði Aime
Anthuenis, þjálfari Genk, við DV
um Keflvíkinginn Jóhann B.
Guðmundsson. -KB/Belgíu
Lottó:
1 13 16 27 30 B: 29
Enskí boltinn:
112 1x2 xll x22x