Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
Fréttir_____________________________________^
Sjómannadeilan í höröum hnút:
Hafna bráðabirgðalögum
- segir Guðjón A. Kristjánsson, forseti FFSÍ
Deila sjómanna og útgeröar-
manna er í hörðum hnút. Á sátta-
fundi deiluaðila hjá ríkissátta-
semjara í gær hvorki gekk né rak.
Fundurinn stóð aðeins í tvo tíma
og hefur næsti fundur verið hoð-
aður á föstudag þegar niðurstaða
í talningu aðildarfélaga Sjó-
mannasambandsins og Far-
mannasambandsins varðandi
verkfallsboðun liggur fyrir. Guð-
jón A. Kristjánsson, forseti Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands, sagði við DV í gær að allt
sæti fast og engin vitræn umræða
færi fram um aðalkröfu sjó-
manna.
„Útgerðarmenn hafa ekki feng-
ist til að ræða neinar þær útfærsl-
ur á fiskverðsmálinu sem tekið
gætu á návígisvandanum. Við
viljum ekki standa í eilífum ill-
deilum áhafna og útgerða vegna
fiskverðs. Um það snýst aðalkrafa
okkar og Sjómannasambandsins.
Vélstjórafélagið er síðan með allt
aðra framsetningu hvað varðar
kröfur,“ segir Guðjón.
í loftinu liggur að sett verði
bráðabirgðalög vegna deilunnar
sem að margra meti er sú erfið-
asta sem komið hefur upp milli
útgerðarmanna og sjómanna. Þar
er vísað til þess að kröfur vél-
stjóra um hærri skiptahlut stöðvi
Forsystumenn undirmanna og yfirmanna á fiskiskipaflotanum hittust í Karphúsinu í gær. Fundurinn stóð í tvo tíma og var árangurslaus. Hér má sjá Guðjón
A. Kristjánsson faðma Óskar Vigfússon, fyrrum forseta Sjómannasambands íslands. Pétur Sigurðsson frá ASV, Hólmgeir Jónsson, hagfræðingur Sjómanna-
sambandsins, og Kristján Gunnarsson, verkalýðsleiðtogi í Keflavík, fylgjast með. DV-mynd
viðræður um önnur mál. Þannig
sé eina leiðin að höggva á deiluna
með setningu bráðabirgðalaga.
Guðjón segist alfarið hafna laga-
setningu til lausnar deilunni.
„Ég vil ekki sjá lagasetningu og
við þurfum bara frið til að útkljá
þessi mál við útgerðarmenn.
Bráðabirgðalög undanfarinna ára
á vinnudeilur okkar hafa ekki
leyst neinn vanda heldur aðeins
frestað uppgjöri. Þá á ekki að gera
útgerðarmönnum það til geðs að
skera þá niður úr snörunni,“ seg-
ir Guðjón. -rt
Fjögur þúsund og fimmhundruðasti fundurinn
Borgarráð Reykjavíkur hélt 4500. fund sinn þann 6. janúar síðastliðinn og af því tilefni voru tæplega 40 núverandi og
fyrrverandi borgarráðsmenn heiðraðir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ávarpaði borgarráðsmenn fyrr og nú
viö móttöku sem að sjálfsögðu var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrsti fundur bæjarráðs Reykjavíkur var haldinn 6.
ágúst 1932. DV-mynd Pjetur
Vélstjóraverkfall:
Frestun verkfalls
ekki inni í myndinni
„Ég sé ekkert fyrir mér á þessari
stundu varðandi frestun verkfalls,"
segir Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags íslands, um boðað
verkfall vélstjóra á 80 stærstu fiski-
skipunum sem tekur gildi á mið-
nætti þann 16. janúar. Vélstjórar
hafa einu sinni frestað verkfallinu
sem upphaflega átti að heíjast
þann 1. janúar. Nú segir Helgi ekk-
ert slíkt inni í myndinni. Verkfall
annarra sjómanna hefst þann 2.
febrúar semjist ekki fyrir þann
tíma. Athygli vekur aö Vélstjórafé-
lagið hefur ekki boðað verkfall fyr-
ir hönd vélstjóra á smærri fiski-
skipum. Helgi segir vel geta komið
til þeirrar boðunar.
„Það mál er til skoðunar. Ef
ekki er hægt að ræða við okkur
nema í skugga verkfallsboðunar
munum við að sjálfsögðu láta það
eftir Kristjáni Ragnarssyni að
boða verkfall," segir Helgi. -rt
Dagfari
Skæruhernaður í Skorradal
Þeir gera sér margt til dundurs í
Borgarfirðinum. Reyndar hefur
fækkað nokkuð fólki á síðari árum
sem býr í uppsveitum Borgarfjarð-
ar en þess heldur er fjör hjá þeim
sem eftir sitja. Enn er í fersku
minni skemmtileg deila í Flóka-
dalnum sem forráðamenn í sveit-
inni efndu til með því að þrátta um
vegalagningu sem leiddi til þess að
síðasti stórbóndinn í dalnum
flæmdist á brott.
í heiðardalnum hinum megin er
líka verið að reyna að halda við
skemmtanalífinu með sambærileg-
um uppákomum. Hreppsnefndin
hefur haft forystu og frumkvæði í
þeim efnum eins og vera ber.
Hreppsnefndarmenn sumir hafa
tekið upp á því að reyna að flæma
fólk í burtu en því hefur verið
svarað af hálfu annarra hrepps-
nefndarmanna með því að flytja
inn fólk í hreppinn í staðinn. Deil-
an í Skorradalnum snýst um það
að sveitungar hreppstjórans vilja
leggja niður hreppsfélagið á þeirri
forsendu að innan við fimmtíu
manns búi í hreppnum. Þeir vilja
jafnframt að Skorradalurinn verði
sameinaður öðrum hreppum upps-
veitanna.
Hreppstjórinn, sjálfur Davíð á
Grund, stendur hins vegar vörð
um sjálfstætt sveitarfélag og sitt
eigið sjálfstæði með því að skrá
nýja íbúa í hreppnum jafnóðum og
einhver hrökklast þaðan í burtu.
Þannig hefur honum tekist með
harðfylgi að halda íbúatölunni
ofan við fimmtíu manns sem eink-
um felst í því að íbúum á Grund
fjölgar jafnt og þétt eftir því sem
fleiri bæir fara í eyði annars stað-
ar í dalnum.
Davíð á sín börn og bömin hans
eiga sínar kærustur og kærasta og
hreppstjórinn á sinn hrepp og jafn-
vel þótt kærustur og kærastar búi
fjarri Skorradalnum telur hrepp-
stjórinn á Gmnd að ástin geti ver-
ið forsenda fyrir búsetu og lög-
heimili og svo á fólk leið fram hjá
bænum og hreppstjórinn fylgist
grannt með mannaferðum og hefur
þannig lag á því og tök að skrá nið-
ur bílnúmer og nöfn á ferðalöngum
og kærastupömm sem jafnharðan
eru skráð sveitungar í Skorradal.
Því er meira að segja haldið
fram að hreppstjóranum hafi tekist
að finna þessu fólki aðsetur á eyði-
býlum hér og hvar í hreppnum. En
mestu munar þó um íbúana á
Grand, heima hjá hreppstjóranum
sjálfum sein nú hefur safnað sam-
an fjórtán manns á heimilið og ef
heldur sem horfir kemur brátt að
því að Davíð á Grund getur stofnað
sitt eigið hreppsfélag um heimilis-
fólkið á Grund og nokkram eyði-
býlum i kring. Mun það einkum
ráðast af því hversu margir aka
fram hjá bænum næstu dagana fyr-
ir kosningarnar um sameininguna
og eins náttúrlega ef fleiri af böm-
um Davíðs fella ástarhug til fjar-
staddra túrista.
Aðrir hreppsnefndarmenn, sem
vilja hreppinn feigan, hafa gripið
til þess ráðs að fækka hjá sér í
heimili, jafnvel þótt það fólk búi í
sveitinni, með því að kæra það út
af kjörskrá sem endar sennilega
með því að þeir sem búa í Skorra-
dal missa kosningarétt sinn til að
leggja hreppinn niður sem þeir búa
í meðan aðkomufólk leggur sín at-
kvæði í púkkið til að viðhalda
hreppnum sem það býr ekki í.
Já, þeir era húmoristar, Borg-
firðingar. Þrátt fyrir fámennið. Það
gera eyðibýlin. Þau era fjölmenn
og þéttsetin fólki sem hefur húmor
fyrir þessum indæla borgfirska
skærahemaði.
Dagfari