Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 LlV \mennmg Þetta er enginn Guðmundur Jónsson er réttnefndur húsalausi verðlaunaarkitektinn, því hann hefur unnið sam- keppni um stórhýsi hér heima æ ofan í æ - en þau eru aldrei byggð! Hann fékk Menningarverð- laun DV 1991 fyrir teikningu að einbýlishúsi þar sem hann endurvakti forna islenska byggingar- list, en það hefur heldur ekki verið byggt nema á sýningu í Malmö. Guðmundur hefur búið og starfað í Noregi allt frá því að hann fór þangað til náms fyrir rúmum 20 árum, og í tilefni af því að hann tók nýlega sæti i verðlaunanefnd DV í byggingarlist forvitn- uðumst við um hvað íslenskur arkitekt gerði þar og hvemig honum lík- aði. „Mér líkar vistin vel,“ segir Guðmund- ur. „Noregur sameinar fallega náttúra og mik- il umsvif í atvinnulífi og menningarlífi. Þó aö ég búi í Ósló hef ég mest unnið verkefni utan borgarinnar. Reyndar hef ég sér- hæft mig í að teikna menningarmiðstöðvar, en það var alveg óvart. Þetta byrjaði á því að mér var falið að koma upp Noregssögusýn- ingu fyrir Ólympíu- leikana í Lillehammer 1994. Norðmenn vildu kynna ferðamönnum sögu Noregs þegar þeir streymdu á leikana, og þeir efndu til sam- keppni um slíka sýn- ingu sem ég vann. Ég gerði þetta mjög leik- rænt, bjó nánast til leiktjöld sem umluktu sýningargestinn þannig að hann labbaði gegnum sög- una, upplifði til dæmis svarta dauða í einu rýminu - móðirin dáin í fletinu, barnið komið með einkenni pestarinnar, nályktina leggur um allt og kirkjuklukkurnar klingja dapurlega í íjarska. Siíkar sviðsetningar höfðu ekki áður tíðk- ast í Noregi og sýningin varð gífurlega vinsæl. Þar áður hafði ég fyrst og fremst unnið að ís- lenskum verkefnum, eins og tónlistarhúsi, Kjar- valssafni, Amtsbókasafninu á Akureyri, heims- sýningarskálanum á Spáni - sem öll eru óbyggð ennþá! En eftir þesa vinsælu sögusýningu fékk ég fleiri sýningarverkefni í Noregi og varð eiginlega smeykur um að ílengjast í þeim. Þau era fræð- andi og skemmtileg en mig langaði auðvitað til að fást við arkitektúr. En þegar sýningarnar undu upp á sig fór fólk að vanta hús utan um þær - og hvað var eðlilegra en að ég fengi að teikna þau? Noregur er víðfeðmt land og fjölbreytt að landslagi og menningu. Sveitarfélög era mörg og þeirra hagur er að sýna fram á eigin verðleika og leikur sérstöðu. Til Noregs koma fjölmargir ferðamenn og ekkert lát á straumnum, og sveitarfélög vilja gjarnan koma sér upp menningarmiðstöðvum sem geta borið sig í rekstri en sýna líka sögu og menningu héraðsins. í þessum húsum eru sýn- ingarsalir undir fastar sýningar og farandsýning- ar, stundum leiksvið, veitinga- og minjagripasala - sem er afar arðbær ef henni er vel fyrir komið. Ég er núna með sjö svona menningarhús á ýmsum vinnslustigum. Ekkert þeirra er ennþá fullbyggt, en sýningamar mínar eru í góðum gangi. 27. og 28. nóvember opnuðu norsku kon- ungshjónin þær nýjustu, annars vegar Norska Ólympíuleikasafnið í Lillehammer sem segir sögu Ólympíuleikanna, og hins vegar Alf Proysen-safn- ið, en Alf er þekktur söngvari og barnabókahöf- undur. Báðum þessum sýningum hefur verið vel tekið, en þær eru ákaflega ólíkar. Önnur er aðallega byggð á staðreyndum, metum í ýmsum íþrótta- greinum, en hin byggist meira á ímyndunarafli því ég sviðset vísur og sögur Alfs. Þar sem ég kynni söguna frægu um kerlinguna sem varð eins lítil og teskeið er geysilega stórt borð með risastóram ketti sem sveiflar skottinu og mjálm- ar þegar gesturinn gengur framhjá, og gesturinn er í samanburði við hann eins lítill og teskeið!“ En á íslandi era húsin þín ekki byggð - tek- urðu þetta nokkuð persónulega? „Nei, maður heldur ótrauður áfram, en ég við- urkenni að ég er orðinn dálítið leiður á þessu. En nú virðist vera hreyfmg á tónlistarhúsinu. Eitt- hvað hafa menn verið að ræða staðarvalið - en ég vona að ekki verði hætt við aö byggja í Laugar- dalnum því hann er orðinn ákaflega gróðurmikill og fallegur, og svo er hann orðinn alveg miðsvæð- is eftir að borgin teygði sig svona langt í austur." Flipp er enginn vandi - Hvað finnst þér um þró- un íslenskrar byggingarlist- ar? „Mér finnst henni hafa farið mikið fram. Það er meiri umræða um arki- tektúr, meiri fjölbreytni, meira að gerast, meiri sköp- unargleði og með stekrari formerkjum en áður. Mód- emisminn var orðinn geld- ur en póst- módernisminn losaði um ýmsar hömlur, svo kom dekonstrúksjónin og hljóp með hlutina dálítið úr böndum, en það leiddi til frjálsleika sem var mikils virði. En það þarf að setja sjálfum sér ákveðnar reglur i sambandi við stílnotkun. Einhver ögun verður að vera eins og í módemis- manum og fúnksjónalism- anum þegar þeir voru upp á sitt besta. Formorgía og flipp er enginn vandi, það er ögunin og rökrétt stefnu- fóst hugsun sem sker úr um gæði byggingarlistarinnar.“ - Hvaða straumar eru helstir núna? „Það er geysilega margt á seyði - eins og í allri hönn- un, allt er leyfilegt. Mér fmnst hafa verið tilhneig- ing til að hverfa aftur í átt til módernisma og það er af hinu góða, en efnisnotkun er ólík, sjálfsagt með tilkomu nýrrar tækni. Til dæmis hefur fram- leg málmnotkun leitt til þess að hin einföldu form og skipulag eru komin aftur sem eins konar and- svar við dekonstruksjónisma og hysteríunni sem hann stendur oft fyrir. Fjölbreytninni er náð með ríkidæmi í efni en einföldum stíl. Oft einfaldari en i módernismanum." - Nokkuð að lokum? „Mér finnst fagið ekki tekið nógu alvarlega af fagfólkinu sjálfu og vildi gjarnan sjá það breytast. Þetta er enginn leikur heldur blóðug alvara. Hús skulu standa og bera listrænan vott um menn- ingu sins tíma. Við þurfum að sýna að við séum verðug þess að vera kölluð arkitektar og þar af leiðandi listamenn.“ Guðmundur Jónsson - hús eiga að bera listrænan vott um menningu síns tíma. DV-mynd Pjetur Af fyrstu ljóðabók konu Júlíana Jónsdóttir (1838- 1917) var fyrst ís- lenskra kvenna sem fékk gefna út ljóðabók hér á landi, ljóðabókina Stúlku árið 1876. Júlíana er því rétt nefndur brautryðjandi íslenskra kvenna á þessu sviði en það er einmitt heitiö á nýút- kominni bók Guðrúnar P. Helgadóttur um ævi og kveðskap Júlíönu. Júlíana Jónsdóttir var fátæk alþýðukona sem sá sjálfri sér farborða með vinnukonustörfum og að- hlynningu sjúkra en eins og margir aðrir íslendingar flutt- ist hún að lokum til Vestur- heims, líklegast um 1886. Guð- rún rekur hagi og aðstæður Júlíönu nokkuð nákvæmlega fram til þess tíma en eftir það segir Guðrún að erfitt sé að fylgja lífs- ferli hennar. Af örfáum bréfum og ljóðum ortum á þessum tíma má þó gefa sér að aðstæður skáld- konunnar hafa verið fremur bágbomar. Sú aðferð sem Guðrún beitir í ævisöguritun sinni er fyrst og síðast fræðileg. Hún fylgir heim- ildum sínum af kostgæfni og má greinilega merkja að hér liggur mikil vinna að baki. Guðrún hefur þó ekki haft úr miklu að moða þegar að því kemur að lýsa persónu Júlíönu því eins og hún segir sjálf er ein helsta heimild um líðan Júliönu kvæði hennar sjálfrar (bls. 23). Úr þeim vinnur Guðrún víða í bókinni en einnig í sérstökum köflum, annars vegar kaíla sem fjallar um ljóðin úr Stúlku, hins vegar kafla sem fjallar um Hagalagða, seinni ljóðabók Júliönu. Túlkun Guðrúnar er vandvirknisleg og vel unnin. Af henni fáum við mynd af vinnu- þjakaðri, einmana og leitandi konu sem á sig þó sjálf og getur verið hvassyrt og meinhæðin. Svo finnst henni lika gott að taka í nefið! Það er í raun að- dáunarvert hvernig Guðrúnu tekst að vinna úr því takmarkaða sviði sem ljóðin spanna. Hitt er svo annað mál að textinn er bæði þurrlegur og drunga- legur og þó lesandinn sé í bókarlok einhverju nær um brautryðjandann Júliönu Jónsdóttur nær höfundur sér aldrei á almennilegt flug. Einnig má finna að þeirri ákvörðun höfundar að fjalla um endalok skáldkonunnar í lok næstsíð- asta kaflans en láta umfjöllunina um Hagalagða reka lestina. Fyrir vikið verður bygging sögunn- ar ómarkviss auk þess sem hún endar í lausu lofti á eftirfarandi staðhæfingu um kveðskap Júlíönu: „Sumar lausavísur hennar og kvæða- brot eru með því besta, sem ort var á þessum tíma.“ Þessa fullyrð- ingu verður lesandinn auðvitað að dæma um sjálfur. Kostur góðra ævi- sagna er ekki aðeins fólg- inn í því að fylgja heim- ildum vel. Ekki er síður kostur ef tekst að gæða að- alpersónuna svo miklu lífi að hún verði nákomin les- anda. Því lífi tekst Guðrúnu ekki að blása í þessa gengnu skáldkonu. Hvort um er að kenna áðumefndum skorti á heimildum eða kannski trúfesti Guðrúnar við það litla sem hún hefur að styðjast við skal ekkert um sagt en smáskammtur af skáldaleyfi hefði ekki komið að sök. Guðrún P. Helgadóttir: Brautryðjandinn Júliana Jónsdóttir skáldkona Hörpuútgáfan 1997 Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Uppselt, uppselt Engan sem fylgst hefur með sinfóníuhljómsveitinni undan- farin ár undrar að uppselt skuli vera á alla ferna Vínartónleik- ana í ár. Söngkonan yndislega, Sólrún Bragadóttir, sem heillaði alla upp úr skón- um síðast á sundbol í Cosi fan tutte, ætlar að syngja ljúfa Vín- arslagara frá öld- inni sem leið og inn á þessa undir stjórn Svíans Mika Eichenholz. Þessar vinsældir koma sem sagt ekki á óvart. Hitt er í frá- sögur færandi að nú þegar er uppselt á tvenna Vínartónleika að ári, í janúar 1999. Þá verður haldið upp á tvöfalda ártíð frægra valsakónga, því Johann Strauss eldri lést 1849 og sonur hans og nafni dó 1899. Hinn góðkunni Peter Guth mun stjórna þeim tónleikum, en ekki hefur enn verið uppgefið hver eða hverjir eiga aö syngja þá. Verðlaun Hagþenkis | Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna veit- ir árlega viðurkenningu fyrir I verk á sínu sviði, eitt afmarkað verk frá liðnu ári eða mikils- | vert framlag á lengra tímabili. Viðurkenningin verður veitt í ; dag í ellefta sinn og felst I við- urkenningarskjali og fjárhæð. Við og hinir Mann- fræðistofn- un Háskóla íslands hefur gef- ið út greina- safnið Við og hinir: Rannsóknir í mann- fræði, undir ritstjórn Gísla Pálssonar, Haraldar Ólafssonar og Sigríðar Dúnu Kristmunds- dóttur. Flestar greinamar í bókinni era að stofni til fyrirlestrar frá ráðstefnu sem var haldin í sept- ember 1996, á 20 ára afmæli fé- lagsvisindadeildar HÍ, en mannfræði hefur verið kennd viö þá deild frá upphafi. Mark- miðiö með ráðstefnunni og rit- inu er að leiða í ljós þá grósku og fjölbreytni sem hefur ein- kennt mannfræðirannsóknir á íslandi síðustu ár. Bókin skiptist í fjóra hluta: Fortíð og nútíð, Nær og fjær, Samsemd og sjálfsmynd og Lík- ami og samfélag. Greinarhöf- undar auk ritstjóra eru Agnar Helgason, Arnar Árnason, Hall- dór Stefánsson, Hjörleifur Jóns- son, Inga Dóra Björnsdóttir, Kristín Loftsdóttir, Magnús Einarsson, Níels Einarsson, Pia Monrad Christensen, Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Sveinn Eggertsson, Una Strand Viðars- dóttir og Unnur Dís Skaptadótt- Þetta er fyrsta ritið í nýrri ritröð Mannfræðistofnunar Há- skóla íslands og er tileinkað Jens Ó. Pálssyni prófessor, fyrr- verandi forstöðumanni stofnun- arinnar. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.