Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 3
Richard Gere leikur fanga sem fenginn er til að aðstoða við leitina að Sjakalanum. Michael Caton-Jones Breski leikstjórinn Michael Caton-Jones ólst upp í námu- bænum Broxbum í Skotlandi. Þegar hann var sautján ára flutt- ist hann til London og var ætlun hans að vinna við skriftir. Ekki gekk sú ætlun eftir heldur vann hann í fyrstu fyrir sér sem að- stoöarmaður i leikhúsi. t fram- haldi innritaöist hann i Breska kvikmyndaskólann (National Film School) þar sem sköpunar- hæfileikar hans fóru ekki fram hjá þeim sem kenndu honum. Fyrsta stuttmyndin sem hann gerði í skólanum, Leibe Mutter, fékk verðlaun sem besta kvik- myndin á Europena Students Awards og önnur mynd hans í skólanum, The Riveter, var keypt af BBC til sýningar. Þegar Caton-Jones hafði aðeins verið tvö ár í skólanum var honum boðið að leikstýra þriggja hluta sjónvarpsmynd, Bround, fyrir Channel 4. Myndin hlaut góðar viðtökur og var sýnd víða. Þar með skaust Caton-Jones í hóp efnilegustu leikstjóra Breta á meðan hann var enn í námi. Fyrsta kvikmynd hans var Scandal sem gerð var um hið fræga Profúmo-hneyksli. Mynd- in hlaut góðar viðtökur og var sýnd víða um heim. Vann hún til verðlauna á Cannes (Camera D’Or) og var tilnefhd til Golden Globe verðlaunanna og Evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna. Önnur kvikmynd hans, Memp- his Belle, fjallaði síðan um fræga flugkappa í síðari heims- styrjöldinni. Ekki tókst honum jafnvel upp með Doc Hollywood og fyrri verkefni og þar er í raun að flnna einu lægðina á ferli Caton-Jones hingað til. This Boys Life og Rob Roy voru betur heppnaðar og þess má geta að það var Michael Caton-Jones sem uppgötvaði Leonardo DiCaprio þegar hann var að leita eftir dreng í eitt aðalhlut- verkið í This Boy’s Life. -HK DV FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998 Bruce Willis leikur Sjakalann sem skiptir um útlit jafn oft og hann skiptir um dvalarstað. ^tkvikmyndir lAUUHNS KSPI Tomorrow Nover Dies Bond þarf hér að fást við athyglissjúkan fjöl- miðlamógúl með hjálp kínverskrar súperpiu. Brosnan er snillingur í því að halda hárfínu jafnvægi milli sjálfsháðs og alvöru og það er að stórum hluta honum að þakka hve Tomorrow gengur vel upp, bæði sem grín og hágæöahasar. Myndin er ómissandi skemmtun í skammdeginu og Brosnan hér með yfirlýstur besti Bondinn. -úd L.A. Confidental ★★★★ Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar- ins eru sögusviðið I óvenju innihaldsríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti að missa af. Spilltar löggur, ðsvífnir æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Titanic ★★★i Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fítonskrafti tókst James Cameron að koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér í eðlilegri sviösetningu sem hefur á sér mikinn raunsæisblæ. Leon- ardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftir- minnileg í hlutverkum elskendanna. -HK Alien: Resurrection ★★★* Myndin er langtffrá gallalaus, en að mínu mati nær myndln að hefja sig upp yfir gall- ana. Handritshöfundurinn Joss Whedon ger- ir góða hlutl, en það er fyrst og fremst hinn myndræni samruni Borgar týndu barnanna og Alien sem gerir þessa mynd að sannri ánægju. Eins og alltaf er það Sigoumey Weaver sjálf, drottning geimveranna, sem stendur upp úr. -úd Barbara ★★★* Vel upp byggð ogvel leikin mynd í alla staöi, sérstaklega vaktl það ánægu hversu allar aukapersónur og smáatvik voru vel og fim- lega útfærð. Myndatakan er áferöarfalleg og aldrei of uppskrúfuö f landslagsyfirliti og dramatfskum veðurlýsingum en nýtti jafn- framt vel náttúrufegurð eyjanna. -úd Taxi ★★★ Nokkur ár eru frá þvf kvikmynd eftir Carlos Saura hefur rekiö á fjörur okkar og Taxi veld- ur flölmörgum aðdáendum hans engum vonbrigðum. Tilfinningaþrungin kvikmynd þar sem fram fer eins konar uppgiör við fas- ismann og þjóðerniskenndin sýnd I sinnl verstu mynd. Aðalpersónurnar eru tvö ung- menni sem sjá Iffið í öðru Ijósi en foreldrarn- ir. -HK Lína lanasokkur ★★★ Lfna langsokkur er löngu orðin klassfsk og það vill stundum gleymast að hún er ekki erfð með genunum heldur lesin á bókum. Lína er hinn stjórnlausi óskadraumur allra barna, frjáls, óháð og gersamlega sjálf- stæð, þvi hún bæöi getur allt og leyfir sér allt. Þarna tókst vel til hvað varðaði teikn- ingar og útfærslur og það er óhætt að mæla með þessum Lfnu-pakka fyrir börn á öllum aldri. -úd Starship Troopers ★★★ Starship Troopers fer hægt af stað en f seinni hluta myndarinnar er ekkert hlé á spennunni. Þrátt fyrir aö uppskeran sé inni- haldslftil og óvenjublóðug mynd sem á flestallt undir glæsilegum tæknibrellum mæli ég með henni. Brellurnar eru það góð- ar að flestir hnökrar gleymast eöa skipta ekki máli. -ge Stikkfrí ★★★ Gott handrit og góða barnaleikara þarf til að gera góða barnamynd og þetta er aö finna! kvikmynd Ara Kristinssonar sem auk þess gerlr góðlátlegt grín aö þeim aðstæöum sem börn fráskilinna foreldra lenda f. Skemmtileg og Ijúf fyrir alla fjölskylduna.-HK Með fullri reisn ★★★ Eftir að hafa hneykslast upp f háls (og verða léttskelkaðir lika) á hinum iturvöxnu fatafell- um The Chippendales uppgötva þeir félagar Gaz (Robert Carlyie) og Dave (Mark Addy) að það aö fækka fötum uppi á sviði er hið arðbærasta athæfi. Það er varla hægt að hugsa sér betri ávisun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannarlega skilaöi mynd- in þvf grfni sem hún lofaöl, með fuliri reisn. -úd A Life Less Ordinary ★★t Myndin segir frá verkefni tveggja engla til að endurreisa sanna ást á jörðu. Fyrri hlutinn er bráðskemmtilegur, ekki síst vegna hinna stórfurðulegu engla, sem, blankir og pirrað- ir á jarðlífinu, beita hinum ýmsu ráðum til að leysa verkefni sitt. En svo fer að halla undan fæti - seinni hlutlnn er ekki eins góð- ur. Með góðum töktum - og góðu handriti - í fyrri hlutanum tekst McGregor og Diaz að halda myndinni á flugi. -úd The Devil's Advocate ★★★ Leikur þeirra Keanu Reeves og Al Pacino er ágætur þótt segja megi aö Pacino hafi ekkl þurft aö hafa mlkið fyrir hiutverki sínu sem myrkrahöfðinginn. Leikstfll Keanus einkenn- ist venjulega af hiki sem minnir á óöryggi og hentar þvf vel hinum ráövillta lögfræðingi Lomax. Fléttan er að sama skapi skemmti- leg og þótt hún komi ekki endilega á óvart gengur hún upp. -GE Home Alone 3 ★★* Alex D. Linz skortlr nokkuð af þeim krafti sem einkenndi leik Culkins. Hann er þó sætur krakki og kemst langt á því. Og ef menn eru ekki orðnir leiðir á þeim fjölbreyti- legu og sfendurteknu limlestingum sem ein- kenna þennan myndaflokk ætti hún ekki að valda vonbrigðum. -ge The Game ★★i The Game nær að skapa skemmtiiegt and- rúmsloft þar sem ofsóknarótti og framandl umhverfi haldast ágætlega í hendur. Dou- glas sýnir góö tiiþrif f leik sínum og auka- hlutverkin eru vel mönnuð. Helsti galll myndarinnar er sá að grunnhugmyndin gengur ekki upp og hnökrar I frásagnarflétt- unnl gera þessa annars skemmtilegu spennumynd að innantómri vitleysu. -GE Dagur Sjakalans Dagur Sjakalans (Day of the Jackal) er klassisk sakamálamynd sem oft er vitnað í. Hún var gerö árið 1973 eftir skáldsögu Frederick Forsyth. Leik- stjóri var Fred Zinnemann, marg- reyndur leikstjóri með margar gæða- myndir að baki, meðal annars ósk- arsverðlaunamyndimar High Noon, From here to Etemity og A Man for All Seasons. Og þaö vill svo til aö hann var frægasti einstaklingurinn sem kom nálægt myndinni, því ólíkt nýju útgáfunni vora lítt þekktir leikarar í helstu hlutverkunum. í hlutverki Sjakalans var Edward Fox. Aörir leik- arar vora einnig breskir, Derek Jac- obi, Alan Badel og Cyril Cusack þar á meöal. Day of the Jackal hlaut mjög góða dóma á sínum tima og þótti einstak- lega vel kvikmynduö þar sem morðtil- raunin i lokin er hápunkturinn. t myndinni á Sjakalinn þegar að hafa drepið einræðisherrann TrujiUo i Dóminiska lýðveldinu þegar myndin hefst og franskir öfgamenn ráöa hann til að drepa forseta Frakklands, Charles de Gaulle. Sjakalinn í fýrri myndinni fer ekki fram á nema hálfa milljón dollara fyrir verkið með þeim orðum að það sé ekki mikið fyrir að af- henda Frakkland. -HK Sjakalinn Sjakalinn (Jackal) er lauslega byggð á kvikmyndahandriti eftir Kenneth Ross sem hann skrifaði upp frægri skáldsögu eftir Fredericks Forsyths og gerð var eftir þekktri kvikmynd, The Day of the Jackal. Miklar breytingar hafa þó verið gerðar á handritinu og er nánast um tvær ólíkar myndir að ræða. Það sem þær eiga sameiginlegt er að báð- ar fjalla um hryðjuverkamann sem fær það verkefni að drepa háttsettan mann. í Jackal leikur Bruce Willis mis- kunnarlausan atvinnumorðingja sem alþjóðleg samtök hafa fengið til að drepa háttsettan mann í ríkis- stjórn Bandaríkjanna. Atvinnumorð- inginn, sem gengur undir nafninu Sjakalinn, hefur verið goðsögn í heimi glæpa í mörg ár. Enginn þekkir hann enda er hann stanslaust að skipta um útlit og samastað. Allt sem tengist þessum manni er leynd sem enginn getur fest hendur á. Þjónusta Sjakalans fæst ekki fyrir neina smápen- inga. Fyrir morðin á Bandaríkjamanninmn set- ur hann upp 70 milljónir dollara. Einn af yfirmönnum hjá FBI, Preston (Sidney Poitier) veit af Sjak- alanum og hefur grun um að eitthvað stórt sé í vændum. Hann hefur því ná- kvæma leit að honum með aðstoö rússneska njósnarans Valentinu Koslovu. Þau reka sig alls staðar á vegg og gera sér grein fyrir því að eina leiðin til að stöðva þennan hættulega mann er að hafa uppi á manni sem hugsar eins og Sjakalinn. Þennan mann finna þau í fangelsi - Declan Mulqueen, fyrrum skæruliða, sem á að baki feril þar sem Sjakalinn kem- ur við sögu. Sá sem átti hugmyndina að endur- gerð Sjakalans var framleiðandinn James Jacks sem ásamt meöeiganda sínum í Alphaville Production, Sean Daniel, viðraði hugmyndina við Uni- versal sem var síðan til í að taka þátt í gerð myndarinnar. Allir voru sam- mála um að ekki þýddi að endurgera myndina eins og hún var en í henni er Sjakalinn á eft- ir Charles de Gaulle, forseta Frakk- lands. Stærsti hópur kvikmyndahúsa- gesta nú er undir þijátíu ára og stór hluti hans veit varla hver de Gaulle var. Það var því nauðsynlegt að færa atburðina inn í nútímann og breyta áhersluatriðum. Hjólin snerust síðan hratt. Handritið var unnið í sam- vinnu við framleiðandann og leik- stjórann Michael Caton-Jones og þeg- ar búið var að tryggja að Bruce Willis og Richard Gere léku aðalhlutverkin stóðu allar dyr opnar. Caton-Jones segir að hann hafi verið dálítið hik- andi við að bjóða Richard Gere hlut- verkið, þar sem það er í raun ekki að- alhlutverkið í myndinni, en Gere fannst þetta góð tilbreyting og var því til í slaginn. Sidney Poitier, sem leik- ur Preston, er sá þeldökki leikari sem braut ísinn fyrir aðra, lék á árum áður í mörgum gæðamyndum en hef- ur verið lítt áberandi á undanfórnum árum. Sjakalinn er tekin víða. Byrjað var í Montreal í Kanada 19. ágúst 1996, þaðan var farið til Chicago þar sem kvikmyndað var við höfnina, síðan lá leiðin til Washington þar sem hinar þekktu götur í miðborginni voru bak- grunnurinn. Eftir það fór allur hóp- urinn til London þar sem bak- gnmnurinn er Thames-áin og Tower-brúin og ýmsar hallir. Að lokum var farið til Helsinki þar sem vetr- aratriðin voru kvik- mynduð, meðal annars var leikhúsi í rúss- nesk-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.