Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 5
JLlV FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998 helgina .9 Gallerí 20 m2: w ■ ■ / Myndlistarmaðurinn Birgir Snæ- björn Birgisson opnar á morgun kl. 16 sýningu á verkum sínum í Gall- eríi 20 m2 að Vesturgötu lOa. Sýninguna nefnir hann Fjóra skjái. Birgir Snæbjöm mun einnig sýna í Gaileríi Barmi í febrúar. Ber- andi Barmsins að þessu sinni er Helgi Hjaltalín Eyjólfsson myndlist- armaður. GaUerí 20 m2 er opiö milli kl. 15 og 18 frá miðvikudegi til sunnudags. Sýning Birgis stendur til 15. febrúar. Birgir Snæbjörn nefnir sýningu sína Fjóra skjái. Har og hitt sýnt í fimmtugasta sinn Hinn glæpsamlegi gamanleikur Hár og hitt verður sýndur í fimmtugasta sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Leikritið gerist á hárgreiðslustofúnni Hári og hinu. Skömmu eftir að sýningin hefst er framið morð í íbúðinni fyrir ofan hárgreiðslustofúna. Fómarlambið er hinn heimsfrægi píanóleikari Karólina Hjálmtýsdóttir. Bonni, eigandi stofúnnar, og aðstoðarstúlka hans Hófl liggja undir grun ásamt tveimur viðskiptavinum, þeim Ammundi Lárussyni antiksala og hinni stórættuðu Gull- veigu Sjöbeck. Það er síðan í höndum rannsóknarlögreglumannanna Hans ------------------------ Maack og Grétars Tómassonar að finna hvert þeirra er morðing- inn. Sýningin hefúr þá sér- stöðu að áhorfendur geta breytt gangi verksins ef þeim sýnist og ákveðið hver sé morð- inginn. Af þessu leiðir að engar tvær sýningar eru eins. Leikarar í sýningunni em: Edda Björgvinsdóttir, Ellert. A. Ingi- mundarson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kjartan Bjargmundsson og Þórhall- ur Gunnarsson. Hár og hitt er drepfyndinn gamanleikur sem áhorfendur taka virkan þátt í. Heiðrún Helga nr. 1469 Friðrik Gunnarsson nr. 11780 Laufey R. Olafsdóttir nr. 12370 Eydís Elmarsdóttir nr. 11245 Ragnar Hjálmarsson nr. 12533 Guðrún Selma nr. 6371 Haukur A. Hilmarsson nr. 12511 Snæfríður Björgvinsd. nr.10262 Alexander Hilmarsson nr. 8510 Kári S. Kárason nr. 11765 Krakkaklúbbur DV og Þjóðleikhúsið óska vinningshöfum til hamingju og þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Vinningshafarfá gjafabréfið sentí pósti næstu daga. Vinnin)sli«{ir I Yndisfríi •) ifrtskjan Listasafn ASI: Islensk og japönsk list Japanska listakonan Rieko Yamazaki opnar sýningu á myndlist og japanskri stafalist á morgun, kl. 15, í Listasafni alþýðu, Ásmundar- sal við Freyjugötu. Samtímis mun myndlistarkonan Inga Rósa Loftsdóttir opna sýningu á verkum sínum í Gryfju listasafnsins. Sýninguna nefnir hún Ferð vitra mannsins. Báðar sýningamar standa til 15. Yebrúar. í Arinstofu listasafnsins stendur yfir sýning á nýjum aðföngum safnsins. Sú sýning stend- ur tU 29. mars. Listasafnið er opið alla daga nema mánu- daga, milli kl. 14 og 18. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Inga Rósa Lofts- dóttir kallar sýn- ingu sína Ferð vitra mannsins. Aðstandendur Brúðubflsins. Brúðubíll- inná Selfossi Brúðubíllinn verður á ferð og flugi helgina. Á laugardaginn sýnir hann í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi og á sunnudaginn sýnir hann í Félagsbíói í Keflavík. Báðar sýningamar hefjast kl. 15. Sýnd verða leikritin í Dúskalandi og Bimm-bamm. Þar koma fram um 50 brúður af öllum stærðum og gerðum - allt frá litlum hanskabrúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæðist. Á ferðinni em m.a. trúðurinn Dúskur, Tófan, Svarti Seppi, Han- inn, Amma og Garpur. Það er gleðin sem ræður ríkjum á sýningum Brúðubílsins. Þar er einnig að finna ýmislegt bæði til fróðleiks og skemmtunar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.