Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1998, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 1998 1 ^~\7' » um helgina Ingvar E. Sigurðsson og Hilmir Snær Guönason í hlutverkum sínum í Lista- verkinu. Sinfóníuhljómsveit Islands flytur m.a. verkið Dettifoss eftir Jón Leifs á há- tíðarsamkomunni. Hátíðarsamkoma í Þjóðleikhúsinu: STEF í hálfa öld A morgun veröa liðin fimmtíu ár frá stofnun STEFS, Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar. í tilefni þess verður efnt til hátíðar- samkomu í Þjóðleikhúsinu. Á Hátíðarsamkomunni í Þjóðleik- húsinu verður m.a. flutt verkið Dettifoss op. 57 eftir Jón Leifs, stofn- anda og fyrsta formann samtak- anna. Sinfóníuhljómsveit islands, Keith Reed barítonsöngvari og Mótettukór Hallgrímskirkju flytja verkið undir stjórn Petri Sakari. Einnig flytur Sinfóníuhljóm- sveitin Hátíðarmars eftir Pál ís- ólfsson, Rímnadans eftir Jón Leifs og nýtt verk eftir Hauk Tómasson tónskáld sem nefnist Þjóðlag. Þá verður einnig nýstárleg þrí- við sending af Netinu frá OZ þar sem verkið Tenderly eftir Móeiði Júníusdóttur verður frumflutt. Allir mæta með nýburst- aðar tennur og skó „Við ætlum að halda upp á fimmtiu ára afmælið með glæsilegri samkomu i Þjóð- leikhúsinu, kl. 14. Þar verður m.a frumflutt verk eftir Jón Leifs sem fannst fyrir nokkr- um árum. Við höfum látið skrifa það út og það verður flutt af stækkaðri sinfóníuhljóm- sveit og sextíu manna kór,‘ segir Magnús Kjartansson, formaður STEFS. „Einnig má nefna að Ey- þór Arnalds og Móeiður Júní- usdóttir ætla að koma fram í Þjóðleikhúsinu í gegnum Internet- ið frá Oz. Hún ætlar að birtast okkur sem einhvers konar tölvuflgúra og flytja okkur verk sem verður varpað á skjá. Þeir sem hafa áhuga geta fylgst með gjörningnum á Netinu. Við ætlum að eiga notalega stund og ég hef gaman af að segja frá því að forseti íslands, 'T> ■ menntamálaráðherrá og forsætisráðherra, sem er sjálfur rétthafi, munu heiðra sam- komuna. Um kvöldið bjóð- um við félags- mönnum og tuttugu og tveimur er- lendum gestum til samsætis á Hótel Sögu þar sem allir i verða með ný- burstað- ar tenn- ur og í nýburst- uðum skóm,“ segir Magnús að lokum. Magnús Kjartansson er formaður Sambands tónskálda og eigenda flutningsrétt- ar. Listaverkið sívinsælt í kvöld sýnir Þjóðleikhúsið leik- ritið Listaverkið eftir Yasminu Reza i fimmtugasta sinn í Loft- kastalanum. Listaverkið er franskur gaman- leikur sem frumsýndur var síð- astliðið vor. Þar segir frá þremur karlmönnum sem hafa verið vinir árum saman. Þeir lenda hins veg- ar í grátbroslegri tilvistarkreppu þegar einn þeirra fjárfestir í rán- dýru málverki. Leikendur í verkinu eru Ingvar E. Sigurðsson, Hilmir Snær Guðnason og Baltasar Kormákur. Túlkun þeirra á vinunum þremur hefur þótt einstök og sýn- ingin notið mikill vinsælda eins og sýningafjöldinn gefur til kynna. Guðjón Ketilsson myndlistar- maður er höfundur leikmyndar og búninga, Guðbrandur Ægir hannaði lýsingu og Pétur Gunn- arsson rithöfundur þýddi verkið. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Kammersveitin helgar síðustu tónleika vetrarins eistneska tónskáldinu Arvo Párts. Kammersveitin í Langholtskirkju Síðustu tónleikar vetrarins hjá Kammersveitinni eru helgaðir verk- um eistneska tónskáldsins Arvo Párts. Hann býr nú í Berlín og er eitt þekkasta tónskáld samtímans. Verkin á tónleikum Kammer- sveitarinnar eru öll samin eftir 1976. Þau byggjast á þríhljómum og tónstigum sem eru mjög einkenn- andi fyrir tónlist Párts. Þennan stíl kaliar hann sjálfur bjöllustílinn. Verk Párts eru hæglát og hljómfög- ur leit kyrrðar og kærleika. Verkin á tónleikunum eru flest fyrir strengjasveit. Auk þess fær Kamm- ersveitin Hamrahlíðarkórana til liðs við sig. Einsöngvari á tónleik- unum verður Ingveldur Ýr Jóns- dóttir. Stjómandi verður Andreas Peer Káhler. Hann er aðalstjórnandi kammersveitarinnar Unter den Linden í Berlín. Arvo Párt verður viðstaddur tón- leikana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.