Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    1234567
    891011121314

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 5
UV FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 19 Esja hin fjölkunnuga er eitt verka Baltasars á sýningunni í Gerðarsafni. Baltasar sýnir í Gerðarsafni: Konaní goðsögunum Nýlega var opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sýning á málverkum myndlistarmannsins Baltasars. Á sýningunni er á fjórða tug verka eftir listamanninn sem hann hefur unnið á síðustu árum, flest þó á síðastliðnu ári. „Ég hef undanfarið málað mikið af myndum upp úr norrænu goða- fræðinni. Því held ég áfram á þess- ari sýningu en þrengi sjónarhomið nokkuð því ég mála bara konur úr norrænum goðsögum. Þama er því meðal annars að finna myndir af valkyrjum, skjaldmeyjum og öðrum kvenpersónum sem finna má í sög- unum,“ segir Baltasar um sýning- una í samtali viö DV. „í raun má segja að viðfangsefni mitt sé „kon- an“ í norrænni goðafræði." En em málverkin á sýningunni frábmgðin þvi sem hann hefúr ver- ið að gera undanfarið? „Já, að einhverju leyti má segja að ég hafi notaö öðruvísi tækni og vinnuaðferðir nú heldur en ég hef gert áður. Það má þó alls ekki taka það svo að ég hafi breytt um stíl eða gert stórkostlegar breytingar á list- sköpim minni. Ég hef alltaf þróað list mína hægt og rólega, án stökk- breytinga. Tískustraumar og steftiur hafa lítil áhrif haft á mig í gegnum tíðina og svo mun áfram verða. Samt er ég í stöðugri og hægri þróun sem gerir að verkum að fólk mun alltaf geta þekkt min verk frá öðrum út frá mínu sérstaka handbragði." Leikritiö í Grafarvogskirkju veltir upp spurningunni hvort til séu heilagir syndarar. Heilagir syndarar: í óvígðri Grafarvogskirkju í vikimni var leikritið Heilagir syndarar frumsýnt. Sýningarstað- ur leikritsins er mjög óvanalegur, leikritið er sýnt í Grafarvogs- kirkju, en sú bygging er rétt rúm- lega fokheld. Vegna þess er hús- næðið mjög hrátt, vítt til veggja og því afskaplega spennandi leik- húsrými. Um leið er kirkjan mjög krefjandi verkefni fyrir bæði leik- ara og hönnuði leikmyndar. Fyrir sýningima hafa verið smíðaðir áhorfendapallar fyrir 170 manns, kirkjan hefur verið upphituð og festur upp fjöldinn allur af ljós- um. Verkið er eftir Guðrúnu Ás- mundsdóttur en hún er líklega einna þekktust fyrir verk sitt Kaj Munk sem sýnt var við ekki ósvipaðar aðstæður og Heilagir syndarar, í ókláraðri Hallgríms- kirkju. Leikhópurinn sem sér um sýn- inguna samanstendur af reyndum leikhúslistamönnum í bland við fulltrúa yngri kynslóðarinnar í ís- lensku leikhúslífi. Sem dæmi um það má nefna að leikstjóri verks- ins er Magnús Geir Þórðarson sem hingað til hefur aðallega leik- stýrt verkum fyrir yngri kynslóð- ina. Með aðalhlutverkið fer svo hinn margreyndi leikari Þrösfiir Leó Gunnarsson. Leikritið fjallar fyrst og fremst um ást, hvernig hún birtist í ólík- um myndum og hvemig fólk með- höndlar hana. Fylgst er með presti sem liggur banaleguna og gerir upp líf sitt. í uppgjörinu af- hjúpast margt sem áður hafði ver- ið dulið og inn í söguna fléttast fjármálasvik og misferli, ástkonur og elskhugar. £4Mafl S4MÍÉ SAMBiSi i SÍMA 905-5050 í vinninga eru „FLUBBER“-töskur, troðfullar af „FLUBBER“-dóti, tölvuleikjum bíómiðum, húfum, „FLUBBER“-slími o.fl. uTiT 1 r ÍI * J Æ iJ | 1 1 11 1 1 1 j i A OjJllij 1 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fjörkálfur (13.02.1998)
https://timarit.is/issue/197905

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fjörkálfur (13.02.1998)

Aðgerðir: