Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 9
UV FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 HLJÓMPLjíTU Propellerheads/Decksand Drumsand Rock and Roll ★★★★ Þeir Alex Gifford og Will White, sem mynda dúettinn Propellerheads, eru sjálfsagt þekktustu tónlistarmennimir af Big Beat stefnunni í dag. Propellerheads hafa verið um langt skeið sú Big Beat-sveit sem hefur notið hvað mestrar athygli í heiminum. Tónleikar þeirra þykja með eindæmum enda eru þeir engir nýgræðingar í tónleikahaldi. Alex Gif- ford var session-leikari hjá The Stranglers og spilaði líka á hljómborð með ýmsum þekktum teknósveitum Bretlands áður en hann hóf samstarf með Wiil White og stofnaði Propell- erheads. Tónlist þeirra er hröð og taktfóst sem er reyndar eitt af megineinkennum Big Beat-stefnunnar. Fyrsta breiðskífa þeirra hef- ur nú loks litið dagsins ljós og hefur hennar vægast sagt verið beðið með mikilli eft- irvæntingu. Á DecksandDrums... er að finna allar smáskífur þeirra félaga ásamt nýj- um lögum. Þekktasta lag plötunnar er sjálfsagt History Repeating þar sem þeir njóta aðstoðar Shirley Bassey sem gefur laginu nokkurn Bond-stíl með kröftugum söngstil sínum sem fólk kannast sjálfsagt við. Enda er það ekkert skrítið þar sem Shirley Bass- ey söng nokkur af allra þekktustu James Bönd-lögunum og nægir þar að nefna Gold- finger. Reyndar áttu þeir í miklum erfiðleikum með að fá hana til samstarfs við sig þar sem breiðskífa þeirra var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári en þannig vill til að Shirley Bassey vinnur ekki i ágústmánuði. Þetta orsakaði dálitla seinkun á útkomu plötunnar sem kemur reyndar ekki að sök þar sem frammistaða Shirley Bassey er einn af hápunktum plötunnar. Propellerheads hafa sinn eigin stíl innan stefnu sem oft á tíðum virkar einsleit. Þeir hafa rutt sér tO rúms með melódíska danstónlist sem er samt hrá og lifandi. Það er í raun og veru ekkert á þessari plötu sem gefur til kynna að hún sé dansplata af rafrænum toga. Annað en náttúrlega hraður og drífandi takt- urinn á henni. Að öðru leyti er hún mjög lífræn og lifandi. Propellerheads eru ekki alvarlega þenkjandi í tónlistarsköpun sinni. Þessi plata geislar fyrst og fremst af kímni og lífsgleði og það er eitthvað sem mætti vera meira af i danstónlist í dag. Þar fyrir utan eru þeir bara svo svalir að það er engu lagi líkt. Þeir hafa komið sér upp ímynd hins nýja glaumgosa sem mætir á svæðið með nokkrar tólftommiu- undir hend- inni, krúnurakaður í Paul Smith-jakkafótum og Adidas superstar-skóm. Góða skemmtun. Jón Atli Jónasson Busta Rhymes/When Disaster Strikes ★★★ Rapparinn Busta Rhymes er um margt merkilegur nagli. Honum skaut fyrst inn á sjónarsviðið þegar hann lék smáhlutverk í kvikmyndinni Higher Learning. Eftir það hlutverk hefur hann að mestu látið Hollywood eiga sig og hefur snúið sér alfarið að tónlist- inni. Þar hefur hann náð að ryðja sér til rúms með sérstæðum rappstíl sínum og afar undar- legum fatastíl sem hann hefur nú stofnað fyr- irtæki utan um. Þannig er rappið víst í dag. Það þykir enginn rappari með röppurum ef hann framleiðir ekki joggingalla í nafni sínu. Á breiðskítú sinni, When Disaster Strikes, nýt- ur Busta Rhymes dyggrar aðstoðar Flipmode Squad sem er nokkurs konar klíka á hans vegum. Þetta er líka eitthvað sem enginn rappari getur verið án í dag. Það þykir alveg nauðsynlegt að hafa með sér nokkra efni- lega rappara sem láta í sér heyra svona pínulítið líka. Breiðskífan hefst á intrói þar sem öllum er hótað dauða og djöfulgangi eins og venja er í intróum á svona breiðskíf- um. Þegar það er loks yfirstaðið og við öll orðin skíthrædd við Busta Rhymes, því hann er svo mikill kall, þá hefst veislan. Busta Rhymes er nefnilega frábær rappari og hann sannar það svo um munar á þessari plötu sinni. Lög á borð við Dangerous og Put Your Eyes Where My Hands Could See eru með albestu rapplögum sem und- irritaður hefur heyrt lengi. Það er lenska í rappinu að leita á náðir annarra þekktra rappara og fá þá með í nokkur lög og víkur Busta Rhymes ekki frá þeirri reglu hér. Honum til halds og trausts fyrir utan Flipmode-klíkuna eru Erykah Badu, Sean Puf- fy Combs og Mase sem er lærisveinn Puff Daddy. Það eru kannski þau mistök sem mér finnst Busta Rhymes gera. Hann þarf ekki á neinum öðrum að halda en sjálfum sér. Honum hefur tekist vel upp í því að þróa sinn eigin stil í rappinu og finnst mér oft sem á plötunni séu það klisjur rappsins sem halda aftur af honum og eru í raun einu veiku punktarnir á When Disaster Strikes. Jón Atli Jónasson The Freestyle Files, volume 3 Þýska útgáfufryrtækið K7 hefur um langt skeið notið sérstöðu innan tónlistar- heimsins fyrir þær afúrðir sem fyrirtækið gefur út. K7 hefur gefið meðal annars gefið út hina fráhæru seríu DJ Kicks þar sem þekktustu plötusnúðar heims eru fengnir til að setja saman mixplötur. Meðal þeirra sem gert hafa DJ Kicks plötu til þessa má nefna hina austurísku töframenn Kruder og Dorfmeister, franska hip hop plötusnúð- inn DJ Cam, Carl Craig og þýsku hljóm- sveitina Terranova. Hljómplötur frá K7 hafa allar einhvem sérstakan blæ sem ger- ir útgáfu þeirra auðþekkjanlega og auð- heyranlega hvar sem er. Þeir hjá K7 leggja mikið upp úr allri útgáfu sinni og era vandaðir í öllum vinnubrögðum. Plötuumslög þeirra minna einna helst djassplöt- ur og oft er tónlistin lika róleg og yfirveguð. K7 hafa upp á síðkastið verið að gefa út safnplötur sem bera heitið The Freestyle Files og nú er þriðja bindið komið út. Þar er aðallega að fmna lög eftir hljómsveitir frá meginlandi Evrópu en einnig eru líka nokkrar breskar hljómsveitir á plötunni. Platan er á rólegum nót- um og sver sig mest í ætt við trip hop og electrotónlist. Á þessari þriðju geisla- plötu sem er tvöfóld er að fmna margar perlur. Til dæmis endurhljóðblöndun Mo Wax sveitarinnar U.N.K.L.E. á gamla Can laginu Vitamin og lagið Marrakesh með East of Suez. Báðir diskarnir renna þægilega í gegn og eru lögin fjölbreytt án þess þó að nokkur stílbrot séu framin. Freestyle Files er safnplata sem er gerð af vandvirkni og þekkingu og verður þess vegna tíður gestur i geislaspilurum þeirra sem festa kaup á henni. Jón Atli Jónasson ★★★> itónlist ' ** *• Hvað er það sem gerir skandinav- íska popptónlist svona skrýtna? Þetta er spurning sem aðrar þjóðir hljóta að setja fram þegar hlustað er á nýjustu útflutnings- afurðina í skandin- avíska poppinu. Hljómsveitin sem um er að ræða heit- ir Aqua og er hún dæmi um þær hörmungar sem norrænt samstarf getur haft í for með sér ef ógætilega er farið. Sama hvort um er að ræða Abba, Ace of Base eða Cardigans þá hefur okkur Norð- urlandabúunum tekist að sjóða saman popptón- list í gegnum tíðina sem er ein- hvem veginn bara svo full af hamingju og gleði. Hvað er það sem gerir það að verkum að poppið verður svo hryllilega hamingjuríkt sem raun ber vitni? Nú eru Finnar ekki svona glaðir eins og hinar Norður- landaþjóðimar þegar kemur að tónlistarsköpun. Þar í landi hlusta menn á þunglyndislegan tangó fluttan af tónlistarmönn- um í hvítum, snjáðum smóking- fötum og með þykkt yfirvara- skegg. I textum þeirra verða öll hjörtu að steini og öll samskipti kynjanna fara að lokum á versta veg. En þegar yflr til Svíþjóðar kemur þá kveður strax viö ann- an tón. Tónlist hljómsveitarinn- ar Aqua verður seint sett á stall með ódauðlegum diskóslögurum Abba-kvartettsins. Þó hefur henni líkt og Abba og Ace of Base tekist að sigra alla vin- sældalista veraldar með lagi sínu um draumastúlkuna Bar- bie. Hvert mannsbarn í hinum siðmenntaða heimi hefur vart raulað annað en þetta lag síð- ustu mánuði og þykir sumum nóg um. Þó hljómsveitin Aqua teljist norrænt samstarfsverkefni þá vilja samt Danir eigna sér sveit- ina og held ég að engin hinna Norðurlandaþjóðanna vilji taka það frá þeim. Það er orðið langt síðan Danir hafa átt heimsfræga hljómsveit. Aqua starfar í Kaup- mannahöfn og skaust þau beint í fyrsta sæti vinsældalistans enda ekkert skritið í landi þar sem Slippery When Wet með Bon Jovi telst til höfuðverka tónlist- arsögunnar. En boltinn hélt áfram að rúlla og nokkrum mán- uðum seinna fór smákskífan með Barbie Girl beint inn á topp tíu listann í Bandaríkjunum. Þar brugðu menn á það ráð að stoppa sölu á smáskífunni til að auka sölu á breiðskífu Aqua sem heitir að sjálfsögðu Aquari- um. Þetta gekk eins og i sögu og Aqua fór beint inn á breiðskífu- listann í Bandaríkjunum í eitt af topp tiu sætunum. Hljómsveitin Aqua haföi slegið rækilega í gegn. Framleiðendur barbie- dúkkunnar voru samt ekki ánægðir með framgang þessarar skandinavísku poppsveitar og stefndu þeim fyrir að nota nafn og orðspor barbie í leyfisleysi. í fyrstu kann það að virðast að Aqua sé einungis aö nota vel- þekkta ímynd barbie dúkkunn- ar til að selja tónlist sína. En í raun og veru er hljómsveitin að gera barbiedúkkuna að hold- gervingi þeirra kvenna sem láta stýrast af karlmönnum, eins og meðlimir hljómsveitarinnar segja sjálflr. „Við vorum bara að grínast með því að stofna hljóm- sveitina en jafnréttismálin eru samt okkar boðskapur í raun,“ segir rapparinn Rene sem er meðlimur hljómsveitarinnar. „Það eina sem hefur í raun gerst er að núna erum við moldrík og ennþá að grinast." Og grínið er víða að finna hjá hljómsveitinni Aqua sem á bak- hlið breiðskífu sinnar byrjar á því að telja upp hárgreiðslufólk sitt og fórðunardömur, á undan hljóðfæraleikurunum. Hljóm- sveitin Aqua ætlar sjálfsagt bara að hafa gaman af þessu á meðan það endist. Það er nefni- lega ansi hætt við því að þau verði bara fræg í fimmtán mín- útur eins og Andy Warhol kall- aöi þá frægð sem fólk hlýtur einugis í stuttan tíma. En ein- hvers staðar, í einhverjum bíl- skúr í Malmö er enn ein norræn gleðisveitin að leggja drög að heimsyfirráðum. -JAJ Ný plata væntanleg: G-arbage Hljómsveitin Garbage er nú að leggja lokahönd á aðra breið- skifu sína sem kemur væntan- lega út i byijun apríl. Sögusagn- ir um að hljómsveitin sé hætt störfum eru því úr lausu lofti gripnar og eru sjálfsagt margir Garbage-aðdáendur sem fagna því. Sem áhrifavalda sína á þessari plötu vilja meðlimir Garbage nefna Patti Smith , Kraftwerk, The Beach Boys og svo kvikmyndina The Manchurian Candidate sem þau segja að hafi haft mikil áhrif á sig. Garbage tók nýju plötuna upp í Smart Studios sem er í eigu Butch Wig, trommara Gar- bage. Hann er einn þekktasti upptökustjóri Bandaríkjanna og hefur meðal annars stjórnað upptökum fyrir Nirvana og R.E.M. á ferli sínum. Smart Studios er i Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum, sem er heima- bær karlkynsmeðlima hljóm- sveitarinnar. Þetta er í fyrsta skipti sem allir meðlimir hljóm- sveitarinnar leggjast á eitt við lagasmíðar. Mikið af þeim lögum sem var að fmna á fyrstu breið- skífu Garbage, sem kom út árið 1995, var hljómsveitin búin að semja þegar skoska söngkonan Shirley Manson bættist í hópinn. Hún hefur nú tekið virkari þátt í lagasmíð- unum og segir hljómsveitin að það geri plötuna að heildstæð- ara verki en ella. Shirley segir textana á nýju plötunni líka vera persónu- legri og að öllu leyti sé hljóm- urinn á henni líka dekkri og þyngri. Þau segjast samt ekki vera að taka algjöra kúvend- ingu heldur segjast ætla að halda í þann hljóm sem hefur gert hljómsveitina svo vin- sæla. Þau eru samt farin að hallast meira að danstónlist i seinni tíð og segjast nær ein- göngu nota trommuheila á nýju plötunni og mikið af sömplum og hljómborðum. Gert er ráð fyrir að fyrsta smáskífulagið af nýju plötunni verði lagið Push It. Það kemur út um miðjan mars. Danslisti Islands Party Zone - tíu vlnsælustu danslögln vikuna 7. tll 14. febrúar 1998 - 1. Open Alr Cab Drivers 2. Black Hole 16B 3. High Naturally Warped 69 4. Sangue De Belrone Cesaria Evora 5. ...to all bellevers Heiko Laux 6. Music People Moody Man 7. The Answerlng Machlne Green Velvet 8. Hitech Funk Underground Resistance 9. ThePlan Sofa Surfers 10. The Night Peter Funk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.