Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 DV itónlist *★ ★ Island -plöturog diskar— 1. (-) 2. (-) 3. (2) 4. (-) 5. (5) | 6.(>) 7.(3) | 8.(AI) | 9.(9) §M0.(-) I 11 (1D | 12. ( 7 ) Yield Pearl Jam Titanic Úr kvikmynd Lets Talk Celine Dion DecksandDrums Propellerheads Best of Eroz Ramazotti Left of the Middlo Natalie Imbruglia OK Computer Radiohoad Aquarium Aqua 1987JI997 Nýdönsk Bugsy Malone Úr leikriti Pottþótt 10 Ýmsir Urban Hymns Verve 4 13. ( 4 ) Best of Paint Enya • 14. (Al) Spiceworld Spicegirls I 15. (10) Diana Tribute # 16. (13) Moon Safarí Atr t 17. (- ) Backstreot's Back Backstreet Boys t 18. (Al) Lof mór að falla Maus t 19. (- ) New Forms Roni Size t 20. (Al) Central Magnetizm Subterranean London -lög- t 1. ( i ) Doctor Jones Aqua t 2. (— ) All I Have to Give Backstreet Boys t 3. (- ) Cleopatra's Theme Cloopatra ft 4. ( 2 ) You Make Me Wanna... Usher | 5. ( 4 ) Never Ever All Saints $ 6. ( 3 ) Gettin'Jiggy Wit It Will Smith | 7. ( 6 ) Angels Robbie Williams | 8. ( 5 ) High Lighthouse Family t 9. ( 8 ) Mulder and Scully Catatonia t 10. ( 9 ) Together again JanetJackson NewYork -lög- — t 1. ( 2 ) Nico & Slow Usher t 2. (1 ) Together again Janet | 3. ( 3 ) How Do I Live Lcann Rimes | 4. ( 4 ) Truly Madly Deeply Savage Garden t 5. ( 5 ) Been around the World Puff Daddy & The Family t 6. ( 6 ) I Don't ever Want to See You Æ. Uncle Sam t 7. ( 8 ) A Song for Mama Boyz II Men t 8. (-) No. no, no Destiny's Child t 9. (- ) How's It Going to Be Thirt Eye Blind ft 10. ( 9 ) Dangerous Busta Rhymes Bretland — plötur og diskar — Titanic James Horner Urban Hymns The Verve Life Thru a Lens Robbie Williams Unfinished Monkey Businoss lan Brown All Saints All Saints Postcards from Heaven Lighthouse Family Yield Pearl Jam Let's Talk about Love Celine Dion Truly - The Love Songs Lionel Richie Aquarium Aqua I i. <-) i i(D 1 3.(2) t 4. (-) » 5(3) » 6.(4) I M-> I 8.(9) » 9.(81 t 10. (13) Bandaríkin — plötur og diskar— j 1. (1 ) Títanic Soundtrack t 2. ( 2 ) Let's Talk about Love Celine Dion t 3. ( 3 ) Spiceworld Spico Girls t 4. ( 4 ) My Way Usher t 5. ( 6 ) Yourself or Someone Like You Matchbox 20 $ 6. ( 5 ) Backstreet Boys Backstreet Boys t 7. ( 8 ) Savage Garden Savago Garden ft 8. ( 7 ) Tubthumper Chumba Wamba t 9. (- ) Harlem World Mase t10. (- ) Spice Spice Girls Goldie - ný breiðskífa komin út Tónlistarstefnan jungle hefur lengi talist tii mestu neðanjarðar- stefna í heimi danstónlistarinnar. Þaö er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að þetta hefur verið að breyt- ast. Þeim manni sem hefur tekist hvað best að fá fólk til að hlusta á jungle er vafalítið Goldie. Hann er fyrsti tónlistarmaðurinn sem tekst að fanga athygli almennings með hröðum töktum jungle-tónlistarinn- ar. Nýjasta breiðskífa hans kom út fyrir stuttu og ber hún heitið Saturn Retumz. Á henni festir hann sig end- anlega í sessi sem fremstan meðal jafningja þegar kemur að jungle-tón- list. Helsti keppniautur hans um hylli fjöldans er sjálfsagt breski tón- listarmaöurinn og upptökustjórinn Roni Size sem vakti gífurlega athygli á síðasta ári með breiðskífunni New Forms sem færði honum hin eftir- sóttu Mercury-verðlaun. Tónlist þessara tveggja heiðursmanna á þó fátt annað sameiginlegt en hraða takta. Goldie siglir á önnur mið en Bristolbúinn Roni Size. Hann hefur verið lengi þekkt stærð í danstónlist- inni en er nú loks að ná til mim breiðari hóps tónlistarunnenda en áður. Myndbandiö við nýjasta lag hans, Temper Temper, þar sem Noel Gallagher úr Oasis er honum til að- stoðar á gítarinn, er í mikilli spilun á sjónvarpsstöðinni MTV og hið 60 mínútna lag hans, Mother, sem er á nýju plötunni, er talið til hreinna meistaraverka. I laginu Mother er Goldie að gera upp erfiða hluti í lífi sínu. Faðir Goldie, sem er frá Jamaíka, yfirgaf móður Goldies sem er skosk þegar Goldie var lítill drengur og var hann í kjölfar þess settur í fóstur og gekk á miili fóstiu-- heimila um langt skeið. Hann segir að viðskilnaðurinn við foreldra sína hafi markað djúp spor og gert hann harðneskjulegan að vissu leyti. Hann náði þó að sameina fjölskyldu sína um nokkurra klukkustunda skeið á heimili sinu fyrir nokkrum mánuð- um og segir það hafa hjálpað sér mikið. Hann er sáttur í dag og segir að nú fyrst séu hlutimir í lífi hans að ganga upp. Þetta hefur veriö löng og ströng ganga fyrir Goldie. Hann byrjaði að semja tónlist árið 1991 þegar hann kynntist break beat sen- unni í Bretlandi og féll kolflatur fyr- ir þessari hröðu og taktfóstu tónlist. Árið 1995 kom svo fyrsta breiðskífa hans út og ber hún heitið Timeless. Hún er talin vera tímamótaverk í jungle-tónlistinni og í kjölfar þess opnaði hann svo plötufyrirtækið Metalheadz og fór að gefa út tónlist eftir Wax Doctor, Doc Scott og fleiri spámenn innan stefnunnar. Sam- hliða þessu opnar hann svo Metalheadz-klúbbinn sem er í gangi á sunnudögum á Blue Note í London. Þetta varð staður sem dró að sér ólík andlit úr tónlistarheiminum. Þangað fóru hefðbundnari popptónlistar- menn að koma og í kjölfarið fór að bera nokkuð á því að menn eins og David Bowie, Lost Boys og fleiri færu að fá jungle-tónlistarmenn til að endurhljóðblanda lög sín. Goldie hefur meðal annars endurhljóð- blandað lög hljómsveitanna Bush og Garbage. Nú virðist Goldie hafa tek- ist að ná athygli manna i Hollywwod og til stendur að hann leiki í kvik- mynd á næstunni ásamt Val Kilmer og David Bowie. Áhugi manna þar á bæ vaknaði sjálfsagt þegar Goldie hitaði upp fyrir hljómsveitina Jane’s Addiction á tónleikaferðalagi hennar um Bandaríkin fyrir skemmstu. Þar vakti Goldie gífurlega athygli með tónlist sinni. í Bandaríkjunum er danstónlistin nefnilega rétt að slíta bamsskómnn og almenning þar í landi þyrstir í nýja strauma. Og Goldie hefur tekist að hrífa Banda- ríkin með sér. Það er eitthvað sem flesta evrópska raftónlistarmenn dreymir um að gera. Sjálfur segist hann bjartsýnn með framhaldið og hefúr á prjónunum að fara að fram- leiða íþróttafatnað í nafni Metalhea- dz. „Það er ekki fyrr en viö setjumst allir niöur saman og fáum okkur bjór aö viö horfum hver á annan og förum aö skellihlæja.” Endurminningar hijómsveitarinnar Smash. Þegar hljómsveitin Smash Mouth var bara óþekkt hljómsveit í heima- borg sinni, San Jose í Bandarikjun- um, var fjárhagurinn ekki eins og best var á kosið. Til að greiða upp- tökukostnað fóru þeir félagar á stúf- ana og stálu reiðhjóli alræmds eitur- lyfjasala í hverfinu og seldu það svo til að eiga fyrir upptökukostnaði. Upp- átæki sem þessi eru enn þann dag i dag einkermandi fyrir þessa uppreisn- argjömu hljómsveit sem hefur nú þeg- ar selt yfir milljón eintök af fyrstu breiðskífu sinni. Á tónleikaferðalagi hljómsveitar- innar um Bandaríkin á dögunum reyndi söngvari Smash Mouth af stela veiðistöng úr sportvömverslun til að kræKja sér í eitthvað í soðið. „Við ger- um okkur enga grein fyrir því að við þurfum ekki að gera þetta lengur," segir Kevin Coleman trommari sveit- arinnar. „Það er ekki fyrr en við setjumst Mouth allir niður saman og fáum okkur bjór að við horfum hver á annan og forum að skellihlæja. Við erum búnir að meika það. Við seldum milljón eintök af plöhmni." Steve Harwell, söngvari hljómsveitarinnar, segir Elvis Presley vera sinn helsta áhrifavald í tónlist- inni. Sem ungur drengur neyddi hann foreldra sína til að hlýða á sig flytja lög kóngsins við litla hrifningu þeirra. Það var svo á unglingsárunum að Steve uppgötvaði reggítónlist og rapp og stofnaði fyrstu hljómsveit sína. Það var hip hop sveitin F.O.S. sem reyndar varð ekki langlíf. Það var svo fyrir tveimur árum að hann setti saman hljómsveitina Smash Mouth. „Strax frá fyrstu æfingu vissi ég að við myndum slá í gegn,“ segir hann. „Þetta var eins og þegar ég tók Hound Dog með Elvis fyrir mömmu og pabba þegar ég var lítill. Eini mun- urinn er að nú fila það allir, eða að minnsta kosti milljón manns." Besta hljómsveit Bretlands Það er óhætt að segja að hljómsveitin Verve hafi slegið í gegn þegar tilkynnt var um hverjir hefðu hlotið Brit-verðlaunin í ár. Hljómsveitin Verve var valin besta hljóm- sveitin af lesendum breska tónlistarblaðsins NME. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta myndbandið og bestu smáskífuna. Richard Ashcroft, söngvari Verve, var að vonum án- gæður með útkomuna og þakkaði öll þessi verðlaun aðdáendum sveitarinnar sem voru duglegir við að taka þátt í kosningunni. Hann harmaði að ekki hefði fundist tími til að þakka aðdáendum sveitarinnar betur við verðlaunaafhendinguna en sagði það hafa verið sökum þess að meðlimir Verve hefðu kosið að mæta ekki upp á verðlaunapallinn. í stað þess hefðu þeir fengið verðlaunin að borði sínu fjarri sviðsljósinu. Það var Steve Sutherland, ritstjóri NME, sem færöi hljóm- sveitinni verðlaunin að borði hennar. „Við ákváðum að hafa þetta svona því áð við erum búnir að fá svo mikla umfjöllun nú þegar að okkur þykir nóg um,“ sagði Ashc- roft. Af öðrum sem fengu verðlaun má nefna hljómsveitina Prodigy sem var valin besta danshljómsveitin. Embrace var valin besta nýja hljómsveitin og Lo Fidelity All Stars sú efnilegasta. Besti sólótónlistarmaðurinn var valinn Beck Hanson og plata ársins var Urban Hymns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.