Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Síða 12
26 myndbönd
Cosi:
Geggjuð uppfærsla ★★
\ro
Samkvæmt fyrirmælum frá heilbrigðisráðuneyt-
u á að virkja sköpunargáfu vistmanna geðsjúkra-
húss nokkurs með því að láta þá setja upp leiksýn-
ingu. Ungur og óreyndur leikstjóri fær verkið og að
áéggjan vistmannsins Roys verður óperan Cosi Fan
Tutte eftir Mozart fyrir valinu. Margir setja sig upp
á móti valinu þar sem þeir telja vistmennina ekki valda svo erfiðu verk-
efni. Þeir halda þó ótrauðir áfram með skrautlegum árangri. Ástralskar
myndir hafa náð nokkrum vinsældum undanfarin ár sökum ferskleika
og léttgeggjaðrar kímni. Þessi siglir á sömu mið en fiskar varla eins vel.
Hún á sosum sínar stundir en húmorinn er ekkert sérstaklega snjall eða
ferskur og gengur einna mest út á að geðsjúklingarnir láti eins og vit-
leysingar. Leikhópurinn stendur sig yfirleitt vel þótt hlutverkin séu
ekkert sérstaklega vel skrifuð. Bestir eru Ben Mendelsohn í hlutverki
leikstjórans unga og Barry Otto í hlutverki hins maníska Roys.
Utgefandi: Skífan. Leikstjóri: Mark Joffe. Aðalhlutverk: Ben Mendelsohn,
Toni Collette og Rachel Griffiths. Áströlsk, 1996. Lengd: 96 mín. Öllum
leyfð.
Double Team:
Slagsmál og læti ★
Hetjan Jack Quinn fer fyrir sérsveit sem hefur það
verke&i að handsama hryðjuverkamanninn Stavros.
Allt fer í voða og Stavros sleppur en í valnum liggja
kona hans og dóttir. Vegna mistakanna er Quinn
settur í eins konar lúxus-fanganýlendu fyrir njósn-
ara, en á meðan svarar Stavros fyrir sig með því að
ræna þungaðri konu hans. Quinn brýst út úr prís-
undinni, fær vopnasalann Yaz til liðs við sig og sam-
an taka þeir Stavros og „buifa“ hann. Van Damme er
hrifinn af hasarmyndaleikstjórum frá Hong Kong og
fær hér einn þeirra, Tsui Hark, til að stýra. Myndin
hefur mörg einkenni Hong Kong-myndanna. Per-
sónusköpun er grunn en skýrt afmörkuð og söguþráðurinn er ævintýra-
lega heimskulegur og yfirgengilega melódramatískur. Það sem gerir
Hong Kong-myndirnar skemmtilegar er hraður, kraftmikill og fallegur
ofbeldisballett. Hér sést oft glitta í hann en eins og í flestum öðrum til-
vikum, þegar Hollywood flytur þessa leikstjóra inn, eru gerð þau mistök
að skrúfa niður í hasarnum. Einstaka atriði eru skemmtileg í Double
Team en myndin í heild er slöpp.
Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Tsui Hark. Aðalhlutverk: Jean-Claude Van
Damme, Dennis Rodman og Mickey Rourke. Bandarísk, 1997. Lengd: 93
mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
Head above Water:
★★★ Óðagot
Hin unga Natalie og dómarinn George eru nýgift.
Þau eyða sumarfríinu á lítilli eyju ásamt æskuvini
Natalie, Lance. Meðan Lance og George eru á nætur-
veiðitúr kemur gamall kærasti Natalie í heimsókn.
Morguninn eftir vaknar hún upp við að Lance og
George eru að koma að landi og kærastinn liggur
dauður uppi í rúmi og nakinn í þokkabót. í óðagot-
inu felur hún líkið í kjallaranum þar sem hún óttast
afbrýðisemi eiginmanns síns og það er upphafið á
atburðarás sem best er að rekja ekkert nánar. Þessi
mynd er gerð eftir hinni norsku Hoved Over Vatten
sem vakti nokkra lukku hér á landi fyrir nokkrum
árum. Bandaríska endurgerðin bætir ekki miklu við enda fer hún nán-
ast í einu og öllu eftir hinni norsku. Eini munurinn er að enskumæl-
andi leikarar, og öllu frægari, fara með hlutverkin. Hér er sem betur
fer um ansi góða leikara að ræða, þannig að þeir sem sáu þá norsku
geta allavega skemmt sér yfir því að fylgjast með þeim. Annars eru
þessar myndir hin besta skemmtun. Söguþráðurinn tekur oft óvænta
stefnu og þrátt fyrir heldur óhuggulegt umfjöllunarefhi er myndin oft
meinfyndin.
Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jim Wilson. Aðalhlutverk: Harvey
Keitel, Cameron Diaz, Craig Sheffer og Billy Zane. Bandarísk, 1997.
Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 12 ára.
-PJ
Twin Town:
Ræflar í hefndarhug ★★
Lewis-tvíburamir (sem reyndar eru ekki tvíburar,
aðeins bræður, og annar þremur árum eldri) eru
vonlausustu ræflar bæjarins. Þegar faðir þeirra
slasast við þakviðgerðir á svörtu neitar vinnuveit-
andinn að borga bætur. Þrátt fyrir að hann sé áhrifa-
mikill maður í bæjarlífinu og undirheimum þess
hefja tvíburarnir hefndaraðgerðir en í málið bland-
ast spilltar löggur, sem stunda umfangsmikil flkni-
efnaviðskipti. Lewis-tvíbumamir em sannkallaðar
andhetjur og anarkískir með afbrigðum. Kæruleysis-
lega andfélagslegt viðmót þeirra, óforbetranleiki og
geggjuð uppátæki em skemmtileg framan af en
verða þreytandi er á líður. Sumpart er það vegna þess að verið er að
keyra-á sömu gömlu dópistabröndurunum alla myndina og sumpart
vegna þess að tvíburarnir em of ógeðfelldir til að áhorfandinn láti sér
annt um örlög þeirra. Um miðbik myndarinnar em þeir lamdir og þeir
hefna sín með því að afhausa púðluhund. Þá var endanlega úti um alla
samúð mína meö þeim. Raunar em hér um bil allar persónur myndar-
innar fremur ógeðfelldar. Rhys Ifans og Llyr Evans standa sig vel í að-
alhlutverkunum og flestir aðrir komast sæmilega vel frá sínu.
Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: Kevin Allen. Aðalhlutverk: Rhys Ifans
og Llyr Evans. Velsk, 1996. Lengd: 95 mín. Bönnuð innan 16 ára.
-PJ
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 TIV
SÆTI j fmmm FYRRIJ VIKA , VIKUR ; Á LISTA TITILL ; ÚTGEF. J ; TEG. J
i j 1 i 'HSm 3 j j Men in Black { Skífan ; Gaman
2 i J ■ IMMMU 2 i H j j 3 j Murder at 1600 J j Warner-myndir j j j Spenna DHHB
3 í 4 1 T j 2 L The Chamber ClC-myndbönd { Spenna
J 4 j 3 i j j 2 j Grosse Point Blank j Sam-myndbönd j 1 Gaman J
5 i 4 i 5 i Devils Own J j Skífan j , Spenna
j 6 ; j Ný j 1 i Double Team j Skffan j Spenna 1
7 ) 8 ! ■ . .. . j 6 i 6 i j 8 í j Absolute power J Skífan J J Spenna
10 ; Fierce Creatures ,/J = j ClC-myndbönd j . J , Gaman j ,
9 i 7 i 1 4 1 j Batman and Robin Warner-myndir i Spenna
10 i j 9 i . j j 8 j j Con Air •j j J Sam-myndbönd Spenna J J
11 í Ný i 1 j: Twin Town , Háskólabíó { Gatnan
12 i j J 12 1 j 9 j j One Fine Day j' 1 Skífan 1 Gaman j
13 i 8 i 4 í Blossi J J j Sam-myndbönd j Spenna
j i4 ; Ný ; j 1 i ... 1 Head Above Water j Myndform j { Spenna 1
15 16 i 2 1 Everyone Says 1 Love You 1 Skífan J 1 Gaman J , Spenna j
16 i J ii i mBBBBaa 5 i j Horfinn heimur j j , ClC-myndbönd j
17 i 13 » i 7 {.. The 6th Man ’ Sam-myndbönd { Gaman
18 í j 15 i J 4 1 U J Gridlockd J J Háskólabíó ■j , .í g J J Spenna j
19 i 77 i 9 i Dantes Peak { ClC-myndbönd { Spenna
20 ; 14 i j j 4 ; City of Industy J | Skífan j ; Spenna
3. - 9. febrúar
Men in Black heldur efsta sæti listans þriðju vikuna í röð og
er ekkert að gefa eftir. Þrjár nýjar myndir koma inn á listann
og fer Double Team efst, eða í sjötta sæti. Um er að ræða nýj-
ustu mynd slagsmálaleikarans Jean Claude Van Damme,
sem að því er fréttir herma er ekki eins mikill kappi í raun-
veruleikanum, alla vega var hann sleginn niður af fyrrum lif-
verði sínum. Mótleikari Van Damme í Double Team er körfu-
boltastjarnan Dennis Rodman. í ellefta sæti er breska mynd-
in Twin Town, ein breskra unglingamynda sem komu í kjöl-
farið á Trainspotting, og í fjórtánda sæti er sakamálamyndin
Head above the Water, sem er endurgerð norskrar kvik-
myndar sem bar sama nafn. Á myndinni eru Gene Hackman
og Chris O’Donnell, sem leika aðalhlutverkin íThe Chamber,
sem er í þriðja sæti listans.
’lli
M IN BLACt
A,'j 'j/
Men in Black
Tommy Lee
Jones og
Will Smith
Svartklæddu menn-
imir K (Tommy Lee
Jones) og J (Will
Smith) vinna fyrir
leynilegustu leyniþjón-
ustuna í Bandaríkj-
unum. Þeirra hlutverk
er að fylgjast með ferð-
um geimvera og halda
þeim í skefjum. K er
gamall í hettunni og
reyndur í starfi en J er
ungur ofurhugi, ný-
kominn til starfa. Þeir
þurfa að taka á öllu
sem þeir eiga þegar ill-
vig geimpadda smeyg-
ir sér fram hjá tollyfir-
völdum og hefst handa
við að gera ailt vitlaust
og víst er aö þeir þurfa
á allri sinni kunnáttu
að halda til að halda
velli.
Murder at
1600
Wesley Snipes
og Diane Lane
í Murder at 1600 er
framið morð i Hvíta
húsinu, aðeins nokkra
metra frá skrifstofu
forsetans. Sá sem fær
málið til rannsóknar
er Harlan Regis, gam-
alreyndur lögreglu-
maður sem vanur er
að ná árangri í starfi.
Regis verður að fara
varlega í rannsókn
málsins enda er hann
meö lífvarðarforingja
forsetans yfir sér. Mál-
ið verður samt fyrst
erfitt þegar grunur
beinist að syni forset-
ans og ekki batnar
ástandið þegar sönn-
unargögn hverfa. Reg-
is verður því ljóst að
eigi hann að leysa mál-
ið verði hann að finna
aðstoðarmann.
The Chamber
Chris O’Donnell
og Gene Hack-
man
Adam Hall er ungur
lögfræðingur sem
stefnir hátt. Eitt mál á
þó hug hans allan. Fyr-
ir mörgum árum hafði
maður einn verið
myrtur á skrifstofu
sinni með öflugri
sprengju og með hon-
um fórust einnig tveir
ungir synir hans.
Þekktur ofstækismað-
ur, Sam Cayhall, var
ákærður fyrir morðin
og dæmdur til dauða.
Sam er afi Adams og
þeir hafa þó ekki sést
áður. Nú ákveður
Adam 28 dögum fyrir
aftöku að kanna málið
ofan í kjölinn. Þar með
hefst rannsókn sem á
eftir aö varpa Ijósi á
ótrúlegan vef blekk-
inga og svika.
Grosse Point
Blank
John Cusack og
Minnie Driver
Hinn geðþekki
Martin Q. Blank ákvað
ungur að hasla sér völl
í hinum vafasama
heimi leigumorðingj-
ans. Nú heldur hann
aftur á heimaslóðim-
ar, Grosse Point, til að
taka þátt í tíu ára út-
skriftarafmæli bekkjar
síns. Það hentar lika
vel fyrir verk sem
hann hefur tekið að
sér. í leiðinni ráðgerir
hann að taka aftur upp
samband við gömlu
kærustuna. AUt geng-
ur vel þar til gamail
andstæðingur skýtur
upp kollinum og hlut-
irnir taka heldur betur
óvænta stefnu.
Devils Own
Harrison Ford og
Brad Pitt
Þegar Frankie var
ungur drengur horfði
hann upp á grímu-
klædda menn myrða
foður sinn. Þessi at-
burður markaöi dreng-
inn og í dag, tuttugu
árum síöar, er hann í
fararbroddi IRA-
manna. Frankie er
sendur til New York
og er ætlað að smygla
flugskeytum yfir hafið
heim til írlands. 1
gegnum sambönd sín
tekst honum að kom-
ast inn í landið á fólsk-
um forsendum og fær
húsaskjól hjá hinum
írskættaða lögreglu-
manni O’Meara sem
grunar fljótlega aö
Frankie sé ekki sá sem
hann þykist vera.