Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.1998, Side 2
26
MÁNUDAGUR 20. APRÍL 1998
íþróttir_________________________________________________________________________________________r>v
íslandsmeistarar, bikarmeistarar og Reykjavíkurmeistarar Vals 1998 í sigurvímu eftir sigurinn gegn Fram á laugardaginn. Þetta var 20. íslandsmeistaratitill
félagsins og sá fimmti á síðustu sex árum. DV-mynd Pjetur
- Valur íslandsmeistari í 20. sinn meö því að leggja Fram, 3-1, í úrslitum
Svíþjóð:
Gullmark
Péturs
- Sverrir skoraði aftur
Pétur H. Marteinsson tryggði
nýliðum Hammarby stig gegn
Gautaborg í sænsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu í gær. Pétur
jafnaði metin, 1-1, á lokasekúnd-
um leiksins með stórglæsilegu
skoti í stöngina og inn frá víta-
punkti. Pétur var sagður besti
maður vallarins og frammistaða
hans í fyrstu umferðunum hefur
vakið mikla athygli í Svíþjóð.
Sverrir Sverrisson skoraði sitt
annað mark fyrir Malmö i jafn-
mörgum leikjum þegar hann
kom liðinu yfir gegn Norrköping
á 11. mínútu. Það dugði þó ekki
því heimaliðið skoraði tvisvar
og vann. Sverrir lék mjög vel i
fyrri hálfleik en datt niður eins
og allt liðið í þeim síðari.
Úrslitin i Svíþjóð um helgina:
AIK-Halmstad...........1-0
Frölunda-Öster ........3-0
Stefán Þ. Þórðarson lék fyrri hálfleik-
inn með Öster en Þorvaldur Makan
Sigbjömsson var ekki með.
Hammarby-Gautaborg.....1-1
Pétur Bjöm Jónsson fór af velli hjá
Hammarby á 56. mínútu.
Helsingborg-Örebro.....0-0
Amór Guðjohnsen lék allan leikinn
með Örebro. Hlynur Birgisson og
Gunnlaugur Jónsson vom ekki með
liðinu og hvorki Hilmar Bjömsson né
Jakob Jónharðsson með Helsingborg.
Norrköping-Malmö FF....2-1
Ólafur Öm Bjamason lék seinni hálf-
leikinn með Malmö. Birkir Kristins-
son var ekki i marki Norrköping.
Trelleborg-Hácken......0-1
Örgryte-Elfsborg.......2-2
Haraldur Ingólfsson lék síðustu 20
mínútumar með Elfsborg.
Staða efstu liða:
Frölunda 2 2 0 0 5-1 6
Norrköping 2 2 0 0 5-2 6
Hammarby 3 1 2 0 6-4 5
Helsingborg 3 1 2 0 1-0 5
Örgryte 2 1 I 0 4-2 4
AIK 2 1 1 0 2-1 4
Hacken 3 1 1 1 1-2 4
-EH/VS
Noregur:
Tryggvi
skoraði
- og Bjarki líka
Tryggvi Guðmundsson komst
á blaö í norsku úrvalsdeildinni í
knattspymu í gær. Hann skoraði
þá fyrra mark Tromsö sem gerði
jafhtefli viö Strömsgodset, 2-2.
Bjarki Gunnlaugsson kom inn
á sem varamaður þegar Molde
vann Liileström, 4-0, og skoraði
síðasta markið.
Úrslitin í Noregi um helgina:
Molde-Lilleström.......4-0
Heiöar Helguson lék í framlínu Lille-
ström en Rúnar Kristinsson er enn
frá vegna meiðsla.
Bodö/Glimt-Sogndal ....3-0
Kongsvinger-Brann......2-2
Ágúst Gylfason lék með Brann.
Moss-Stabæk............1-0
Helgi Sigurðsson lék síðustu 4 mínút-
umar með Stabæk.
Rosenborg-Viking ......3-1
Rikharöur Daðason lagði upp mark
Viking. Hann og Auöun Helgason
léku allan leikinn með Viking. Ámi
Gautur var ekki í marki Rosenborg.
Tromsö-Strömsgodset ...2-2
Óskar Þorvaldsson var ekki með
Strömsgodset en Valur Fannar Gísla-
son var á varamannabekk liðsins.
Válerenga-Haugesund....3-2
Brynjar Gunnarsson lék ekki með
Válerenga.
Molde, Rosenborg og Moss eru
með fullt hús stiga eftir tvær
umferðir. -VS
íslandsbikarinn er kominn til
varðveislu á heimavöll Valsmanna í
Hlíðarenda eftir sigur Vals á Fram í
fjórða úrslitaleik liðanna um ís-
landsmeistaratitilinn í handknatt-
leik karla. Þetta er svo sem engin
ný tíðindi því þetta var 20. íslands-
meistaratitill Hlíðarendaliðsins frá
upphafi og sá fimmti á síðustu sex
árum en í fyrra voru það KA-menn
sem fögnuðu titlinum.
Valsmenn fóru á kostum
Valsmenn sýndu það og sönnuðu
í þessum fjórða leik að þeir bera
með réttu sæmdarheitið besta hand-
knattleikslið íslands 1998. Þeir fóru
á kostum og hreinlega tættu Fram-
arana í sig. Valsmenn náðu yfír-
burðaforystu strax i fyrri hálfleik
og voru búnir að gera út um leikinn
löngu áður en hann var úti. Frábær
vöm, snjöll markvarsla Guðmundar
Hrafnkelssonar, geysiöflug liðs-
heild, barátta og sigurvilji ein-
kenndi leik Valsmanna allan leik-
inn og það réðu Framaramir ein-
faldlega ekki við. Þeir urðu að játa
sig sigraða strax í fyrri háifleik
enda vom úrslitin I einvíginu ráðin
eftir að Valur náði mest 8 marka
forskoti í fyrri hálfleik.
í haust vora það ekki margir sem
spáðu því að Valsmenn ættu eftir að
standa uppi sem sigurvegarar á ís-
landsmótinu en enn einu sinni
hnekktu Valsmenn spádómum spek-
inganna. Þeir efldust með hverri
raun og eins góðu liði sæmir topp-
uðu þeir á hárréttum tíma. í úrslita-
keppninni þurftu þeir að kljást við
liðin sem vora fyrir ofan þá í deild-
arkeppninni sínum en það breytti
engu og því getur enginn velkst í
vafa um að íslandsmeistaratitillinn
er á réttum stað.
Frábær vörn
Fyrirfram áttu menn von á jöfn-
um leik en Valsmenn mættu geysi-
lega vel stemmdir til leiks. Guð-
mundur Hrafnkelsson gaf sínum
mönnum tóninn með frábærri
markvörslu á upphafsmínútunum
þar sem hann varði meðal annars
vítakast Olegs Titovs. Framararnir
komust ekki áleiðis gegn öflugri
vöm Vals og þessi varnarleikur
minnti mjög á hina frægu mulnings-
vél sem í vora menn eins Gísli Blön-
dal, Ágúst Ögmundsson, Ólafur H.
Jónsson, Stefán Gunnarsson og fl.
Leikmenn Safamýrarliðsins skor-
uðu fýrsta mark sitt á 7. mínútu og
náðu aðeins að skora 6 mörk í hálf-
leiknum á meðan Valsmenn léku
við hvem sinn flngur og skoruðu
mörk úr öllum regnbogans litum.
Flestir ef ekki allir sem fylgdust
með leiknum skynjuðu það þegar
flautað var til leikhlés aö úrslitin
voru ráðin og það var ekki laust viö
að sigurglampi sæist í augum Vals-
manna þegar þeir gengu til búnings-
herbergja.
Framcirar voru að sama skapi
niðurlútir enda sér meðvitaandi að
þeir gætu ekki snúið leiknum sér í
vil. Valsmenn slökuðu á klónni á
lokakafla leiksins en þótt Frömur-
um hafi tekist að minnka muninn
niður í þrjú mörk var sigur Hlíðar-
endapiltanna ekki í hættu og þegar
leiktíminn rann út bratust út gífur-
leg fagnaðarlæti í Valsheimilinu.
Jón dró vagninn
Það var sannkallaður meistara-
bragur á leik Valsmanna þar sem
liðsheildin sá um að gera út um
leikinn. Vamarleikur Vals og mark-
varsla Guðmundar lagði grunninn
að þessu góða forskoti sem liðið
náði í fyrri háifleik. í sókninni léku
Valsmenn eins og áður í úrslita-
keppninni af yfirvegun og skyn-
semi. Sá sem þar stjórnaði ferðinni
var foringinn sjálfur, Jón Kristjáns-
son. Hann dró vagninn fyrir læri-
sveina sína og tók af skarið þegar
þess þurfti. Þessi hógværi leikmað-
ur og þjálfari sýndi og sannaöi að
hann er snjall í sínu fagi sem þjálf-
ari og ekki síður sem leikmaður.
Hinn 19 ára gamli Daníel Ragn-
arsson blómstraði í leiknum, eink-
um i fyrri hálfleik, og ljóst er að
þarna er á ferðinni gifurlegt efni.
Sigfús Sigurðsson var sterkur i
vöm og sókn sem og Ingi Rafn, Dav-
íð Ólafsson lék vel í horninu og The-
dór Valsson hefur skipað sér í hóp
bestu varnarmanna landsins. Svona
getur maður haldið áfram. Allt
Valsliðið á hrós skilið fyrir frábæra
frammistöðu. Það kom, sá og sigraði
og vann verðskuldaðan íslands-
meistaratitil.
Reynslunni ríkari
Framarar kveðja þetta tímabil
frekar súrir. Þeir áttu góða mögu-
leika á að hampa þremur stórum
titlum en töpuðu þeim öllum. í
þessu einvígi sáu þeir aldrei til sól-
ar og tapleikurinn á heimavelli í
fýrsta leiknum varð liðinu einfald-
lega um megn. Eftir þann leik glat-
aðist sjáifstraustið og trúin á að
geta lagt Valsmenn að velli. Þessi
vetur verður þó leikmönnum Fram
öragglega lærdómsríkur og góður
reynslubanki upp á framtíðina.
Framarar þurfa engu að kvíða með
þetta lið sitt. Það er vel skipað og
hefúr burði til að verða áfram í
fremstu röð.
Reynir Þór markvörður lék best
Framara í þessum leik og mark-
varsla hans bjargaði liðinu frá
stærra tapi. Oleg Titov gerði góða
hluti þegar hann slapp úr gæslunni
og Magnús Amar kom sterkur upp
í síðari hálfleik. Skyttumar Gunnar
Berg og einkum Daði fúndu sig ekki
og við því máttu Framarar alls ekki.
-GH
Lærdómsríkur vetur
„Banabitinn í þessu var að tapa fyrsta leiknum á heima-
velli og eftir á að hyggja var það of stór biti að kyngja gegn
jafhsterku Uði og Val. Það var mjög slæmt að missa út tvo
lykilleikmenn, Guðmund og Sigurpál, og það skapaði ákveð-
inn vandamál í leik okkar. Þessi vetur hefúr verið mjög erf-
iður fyrir okkur en geysilega lærdómsríkur fyrir mína menn.
Fram á að mínu mati framtíðina fyrir sér og það er geysilega
mikilvægt fyrir reynsluna að ganga í gegnum svona,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fram.
„í þessum leik byrjuðum við á því að misnota dauðafáeri og vítakast og ein-
hvem veginn náði vömin sér aldrei á strik og sóknarleikurinn ekki heldur.
Það gekk ekkert upp og þetta var slakur leikur af okkar háifú. í haust hefði
maður kannski ekki veðjað á Val en þegar maður sá hvað mótið var jafiit þá
gerði maður sér grein fýrir því að það gat nánast hvaða lið sem er orðið ís-
landsmeistari. Hefðin og reynslan hjálpaði Val og það er vonandi hlutur sem
við erum að öðlast. Ég vil þakka stuðningsmönnum Fram frábæran stuðning
við okkur í vetur og þeir eiga stóran þátt í árangri okkar í vetur ásamt
frábærri stjóm," sagði Guðmundur. -GH
Hafa tvú á sínum hópi
„Það var alit önnur stemning í liðinu en í síöasta leik og
Framaramir vora ekki eins stemmdir og í þeim leik. Það varð
ákveðiö spennufall hjá þeim á meðan minir menn mættu í leik-
inn reiðir eftir útreiðina sem þeir fengu hjá Frömurum i þriðja
leiknum. Liðið er búið að spila mjög góða leiki í þessari úrslita-
keppni og ég held aö við séum vel að titlinum komnir," sagði
Jón Krisfjánsson, þjálfari og leikmaður Vals.
„Það er engin sérstök formúia fýrir þessari velgengni. Mín
regja hefúr veriö sú að ég eyði ekki allt of miklum tima í hvað
hinir eru að gera heldur skoða ég hvað við erum að gera. Ef maður hefúr virki-
lega trú á sínum hóp þá á maður að einbeita sér af sínum mannskap. Ungu
strákamir læra mest af því. I haust þegar mótið hófst var maður ekkert að spá
I neina titia. Stefiian var tekin á aö faka að minnsta kosti einn. Menn áttu von
á að við yröum að berjast í efri kantinum en það vom aðrir kandídatar en við
sem veðjað var á. Ég held að ungu strákamir í liðinu hafi sýnt virkilega hvað
í þeim býr og enn og aftur hefúr það sannast hve gott og öflugt yngri flokka
sfarf er mikilvægt Hér hefúr þaö tíðkast að menn ah upp sitt eigið hð. Þetta
eru allt Valsmenn með Valsfrjartað á réttum stað,“ sagði Jón. -GH