Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Qupperneq 7
■ »V FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 um helgina » Þaö er gott aö taka gæöinga til kostanna á dúandi ís. Keppt í ístölti Meö tilkomu hinnar nýju skautahallar hafa opnast nýir möguleikar í mótahaldi hestamanna. Töltkeppni á ís verður haldin þar á morgun kl. 20.30 og munu allir helstu hestaíþróttamenn af suðvesturhorninu mæta til leiks með helstu gæðinga landsins. Keppnin verður með út- sláttarfyrirkomulagi svipað því sem gerist í öðrum íþróttagreinum þar sem í lokin standa eftir tveir keppendur sem heyja einvígi um 1. sætið. Skautahöllin býður upp á frábæra aðstöðu fyrir keppni af þessu tagi og rúmar hún 1000 áhorfendur í sæti. Einnig verður nýtt hið fullkomna hljómflutningskerfl hallarinnar til að magna upp stemningu meðal keppenda og áhorfenda. Listamennirnir voru í óöaönn aö klippa myndbandalistaverk sín þegar Ijós- myndari DV leit til þeirra. Listaverkin veröa sýnd í Verslunarmiðstööinni í Hafnarfirði um helgina. DV-mynd Pjetur Verslunarmiðstöðin í Hafnarfirði Nýir miðlar Um helgina munu listamenn sýna í Verslunarmiðstöðinni í Hafn- arfirði afrakstur listasmiðju sem þeir hafa tekið þátt í undanfamar vikur. Þar hafa þeir verið að læra notkun nýrra miðla i myndlist, svo Leikfélagið Leyndir draumar: Á bleiku skýi Leikfélagið Leyndir draumar hyggst frumsýna leikrit- ið Á bleiku skýi, eða „Cloud 9“ eftir Caryl Churchill næstkomandi miðvikudag í Möguleikhúsinu viö Hlemm. Leikritið fjallar um breska fjölskyldu sem í fyrri hluta verksins býr í Suður-Afríku í kringum 1880. í seinni hluta verksins ' hafa liðið 25 ár í lífi persónanna en hann gerist heilum hundrað árum síðar í sögunni. Skúli Gautason leikstýrir Frá sýningu leikfélags- ins Leyndra drauma á leikritinu Á bleiku skýi eftir Caryl Churchill. Hún er sögö einn mest spennandi leik- ritahöfundur samtímans. DV- mynd Pjetur verkinu og DV spurði hann hvers vegna þetta verk hefði orðið fyrir valinu. „Þetta er fyrst og fremst svo skemmtilegt og krefjandi leikrit og mikil áskorun kbæði fyrir mig og leikarana. Þetta hefur verið t mjög ánægjulegur tími, því fólkið héma í leikfé- j laginu er svo áhugasamt og uppfullt af orku.“ En hverjir ættu að fara að sjá leikritið Á I bleiku skýi? „í raun myndi ég segja að það ætti erindi við alla. Það segir manni svo margt um þann heim sem maður lifir í. En um- fram allt er þetta mjög tímalaust verk, sem kémur til með að hafa boðskap að færa okkur um ókomna tíð,“ seg- ir Skúli. Leikfélagið Leyndir draumar var stofnað af hópi áhugamanna um leiklist haustið 1995. Fyrri verkefhi þess eru m.a. Magda- lena eftir Ibsen, Mitt bælda líf eftir Hlín Agnarsdóttur og verkið Glæpur og glæpur eftir August Strindberg. sem myndbands, hljóðs, tölvu, lit- skyggnu, geminga, tungumáls og innsetninga. Leiðbeinendur á lista- smiðjunni eru þær Elsa Stansfield og Madelon Hooykas, tveir af þekkt- ustu listamönnum Evrópu á þessu sviði. Þór EIís Pálsson hefur einnig leið- beint á námskeiðinu. DV hafði sam- band við hann og spurðist fyrir um hvaða gildi þetta hefði fyrir lista- mennina. „Þetta hefur geysilega mikið gildi og hefur verið góð upp- spretta hugmynda fyrir alla þá sem listasmiðjuna hafa sótt. Það eru allt starfandi listamenn í öðmm fögum innan listarinnar og þetta hefur víkkað sjóndeildarhring þeirra verulega," sagði Þór Elís. Almenningur getur svo fengiö að sjá afrakstur erfiðis listamannanna í Verslunarmiðstöðinni í Hafnar- firði þar sem öll verkefnin verða sýnd. Krossfesting Kjuregej Alexandra Argunova heldur um þessar mundir mynd- listarsýningu í Grafarvogskirkju á 19 verkum sem unnin eru í efni og mosaik. Sýningin ber yfir- skriftina „Hver hefur ekki verið krossfestur?" Sýningin er haldin á jarðhæð Grafarvogskirkju og verður opin fram í júní. Islenska óperan: Tveir efnilegustu söngvararnir Pau Jón Rúnar Arason, Auöur Gunnarsdóttir og Gerrit Schuil veröa í aöalhlutverkum á lokatónleikum Styrktarfé- lags íslensku óperunnar á starfsárinu. DV-mynd Pjetur Á morgun kl. 17 munu tveir af efnilegustu söngvurum yngri kynslóðarinnar koma fram á lokatónleikum Styrktarfélags ís- lensku óperunn- ar á þessu starfs- ári. Þetta eru þau Auður Gunnars- dóttir sópran og Jón Rúnar Ara- son tenór. Með þeim leikur einnig pianóleik- arinn Gerrit Schuil. Bakgrunnur söngvaranna er um margt líkur. Bæði luku þau námi frá Söngskóla Reykjavíkur og bæði hafa þau hlotið eina eftirsóttustu viðurkenningu íslenskra söngvara, styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar. Auður lauk nýverið framhalds- námi frá ljóða-, óperu- og einsöngv- aradeild tónlistarháskólans í Stuttg- art með hæstu einkunn. Tónleikarnir eru „debut“-tónleikar hjá Jóni Rúnari. Að loknu söngnámi í Söngskólanum nam hann söng í London, Kaupmannahöfn, MUanó og Róm. Hans er ekki síst minnst fyrir sérstök tenórverðlaun sem hann hlaut í Lauritz Melchior-keppninni í Kaup- mannahöfn fyrir nokkru, en þá söng hann fyrir Danadrottningu í hinu kon- unglega leikhúsi í Kaupmannahöfn. ■ >/ UTILIF GLÆSIBÆ . S: 581 2922 I SÝNINGAR Gallerí 20m2, Vesturgötu 10A, kjall- : ara. Helgi Ásmundsson er með sýn- ingu. Opið miðv. tU sun. frá kl. 15-18 j tU 3. mai. : Gallerí Fold, Rauðarárstlg, 1 Reykjavfk. Gunnlaugur Stefán j Gíslason er með sýningu á vatnslita- 5 myndum í baksal. Opið verður dag- lega írá kl. 10-18, ld. frá kl. 10-17 og | sud. frá kl. 14-17 og lýkur sud. 5. maí. Gallerí Hár og list, Strandgötu 39, Hafnarflrði. Sýning Elíasar Hjör- leifssonar. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. S Sigrún Ögmundsdóttir og Anna Snæ- j dís Sigmarsdóttir eru með sýningu á | eigin grafikverkum. Sýningin stend- C ur tU 6. maí. j; Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýning I Ólafar Nordal stendur tU 10. maí. Opið fim.-sun. 14-18. Galleri Listakot, Laugavegi 70. Iré- ne Jensen grafíklistakona er með sýningu sem stendur tU 25. aprU og er opin virka daga kl. 12-18 og ld. J 10-16. Gailerí Regnbogans, Hverfisgötu 54. Sýning á verkum Sigurðar Ör- : lygssonar er opin virka daga frá kl. 16-24 og 14-24 um helgar. Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustfg 6. | Mæðgumar Guðrún Marinósdóttir og Sif Ægisdóttir eru með sýningu á skartgripum og öörum skúlptúrum. Sýningin stendur tU 3. maí. Gallerí Sævars Karls. Sýning á nýj- | um verkum eftir Huldu Hákon opin á verslunartíma tU 12. maí. Gerðarsafn. Sýning á verkum Gerð- ar Helgadóttur í tUefni af þvi að 70 ár eru liðin frá fæöingu hennar. Opið kl. 12-18 nema mán. Gerðuberg. Sjónþing Huldu Hákon. ! Valin verk hennar frá ýmsum tímum í verða sýnd tU 17. maf. Grafarvogskirkja. Kjuregejj Alex- ; andra Argunova heidur sýningu á 19 verkum sem unnin eru í efni og mósaik. Sýningin er haldin á jaröhæð kirkjunnar og verður opin framm í | júní. Hafnarborg. Sýning á pastelmynd- J um Louisu Matthíasdóttur stendur tU 1 27. april. Einnig er Gunnlaugur Stef- I án Gíslason með sýningu. Opiö er kl. 12-18 nema þd. Hallgrímskirkja. Sýning á teikning- tjí um Valgerðar Bergsdóttur. Kjarvalsstaöir við Flókagötu. Mál- verk eftir Georg Guöna Hauksson og S teikningar og önnur verk eftir franska listamanninn Bernard Mon- :j inot. 1 austursal: Verk úr Kjarvals- safni valin af Thor Vilhjálmssyni. Opið aUa daga frá kl. 10-18, á sud. kl. 16 er almenn leiðsögn um sýningarn- ar sem standa til 17. maí. Listasafn ASÍ við Freyjugötu. 1 dag 24. aprU kl. 17 verða opnaðai' tvær sýningar. I Ásmundarsal sýnir Guð- rún Gunnarsdóttir þrívlðar teikning- ar unnar úr vír, gúmmi og plasti og i Gryfjunni sýnir CamUla Vasudeva tví- og þrívíð verk unnin úr hand- gerðum pappír. Sýningarnar standa tU 10. maí og eru opnar aUa daga nema mán frá kl. 14-18. Listasafn Akureyrar. Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jónssonar tU 19. apríl. Listasafn Einars Jónssonar. Sýn- ing á höggmyndum og málverkum í Einars Jónssonar ásamt íbúð lista- mannsins. Opið ld. og sud. 13.30-16. ij Höggmyndagarðurinn er aUtaf opinn. Listasafn íslands. Sýningin Erlend | verk í eigu safnsins stendur tU 10. | mai; málverk, höggmyndir og grafik i eftir fjölda listamanna, marga heims- :j þekkta. Opið aUa daga nema mán. kl. 11-17. Ókeypis á mvd. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, R.vik. 25. aprU verður opnuð sýning á þrívíddar- verkum úr málmi eftir Örn Þor- steinsson. Sýningin er opin tU 31. maí ld. og sud. kl. 14-17. Eftir 1. júní er opið aUa daga nema mán. ki. 14-17 og stendur til 1. júlí. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Ii 1. Sýning á svarthvítum í af látnum íslenskum m eftir Vladimir Sichov. daga kl. 12-15.30 tU 30. miðstöðin Gerðubergi. u’kum Guðfinnu K. Guð- r tU 10. maí. Skólavörðustíg. Sýning gils Sæbjömssonar stend- rU. úsið. Sýning á grafískum istamanna. Opið kl. 14-18 lið við Vatnsstíg. Afmæl- ,Tími - rými“ með fjölda til 3. maí. Opið kl. 14-18 sykjavfkur. Anna Þóra og Guðrún Gunnarsdóttir srðar mottur í Tiamarsal. (imilið Hruna. Systumar Þórdís Sveinsdætur sýna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.