Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Blaðsíða 12
» myndbönd FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998 T>V MYNDBANDA 0 Cheech & Chong's the Corsican Brothers: Bræðrabyltur ★* Félagarnir Cheech Marin og Tommy Chong mynd- uðu gríndúettinn Cheech & Chong og gerðu nokkrar geggjaðar grín- myndir á áttunda og níunda áratugnum, þ.á m. Up in Smoke, Next Movie og Still Smoking, þar sem þeir voru jafnan í hlutverkum hass- hausa og undirmálsmanna, enda urðu þeir sérstaklega vinsælir í neðan- jarðarmenningu dópista. Aulahúmor var allsráðandi i myndum þeirra sem einkenndust af hugmyndaauðgi og leikgleði og eru sumar orðnar klassískar í dag. Korsíkubræðurnir var síðasta mynd þeirra saman og nokkuð ólík hinum fyrri. í henni létu þeir að mestu af dópistahúmorn- um og fóru hefðbundnari leiðir þótt aulahúmorinn hafl enn verið í fyr- irrúmi. Þeir skreppa tvær aldir eða svo aftur í timann og leika bræður sem gera uppreisn gegn spilltum og úrkynjuðum aðlinum. Húmorinn er ekki nógu beittur og verður oft vandræðalegur fremur en fyndinn. Af og til glittir í gamla sjarmann en annars er þetta fremur slappt. Það er lofs- vert framtak að endurútgefa gamlar Cheech & Chong myndir en því miöur er hér byrjað á öfugum enda, þeirri síðustu og sístu. Útgefandi: Háskólabió. Leikstjóri: lan Sharp. Aðalhlutverk: Cheech Marin og Tommy Chong. Bandarísk, 1984. Lengd: 87 mín. Öllum leyfð. -PJ Floundering: **** Hlvistarkreppa iðjuleysingja John Boyz er iðjuleysingi í tilvistarkreppu. Hann er atvinnulaus og hefur lítið annað að gera en drekka bjór, horfa á sjónvarpið, spjalla við kunn- ingja sína, eða fylgjast með mannlífinu út um glugg- ann hjá sér. Dag einn er bankareikningi hans lokað vegna skattaskuldar, hann missir atvinnuleysisbóta- rétt sinn og þarf að koma bróður sínum á meðferðar- hæli vegna fikniefnaneyslu sem mun kosta hann 3.000 dollara. Við fáum síðan að fylgjast með grát- broslegum tilraunum hans til að koma lífi sínu á réttan kjöl, sem gengur heldur illa, og svo virðist sem hann sé hreinlega að missa vitið. Til að byrja með er myndin jafn- stefnulaus og söguhetjan en smám saman tekur hún við sér. Þrátt fyrir dapurlegan söguþráð er hún full af skemmtilegum hugmyndum og veru- lega athyglisverð. James LeGros nær aðalsöguhetjunni vel, er hæfilega aulalegur og spekingslegur í bland. Margir góöir aukaleikarar fara með smáhlutverk, svo sem Billy Bob Thomton, John Cusack, Steve Buscemi og Ethan Hawke. Þessi mynd endist fram yfir sýningartimann. Útgefandi: Stjörnubíó. Leikstjóri: Peter McCarthy. Aðalhlutverk: James LeGros. Bandarísk, 1994. Lengd 97 mín. Bönnuð innan 16 ára. PJ The Peacemaker: Kjarnorkuvá ** PMCEMAKER ..(rsfiir spMBraym ...■ Dr. Julia Kelly er sérfræðingur í kjarnorkuvá á vegum Bandaríkjastjórnar. Þegar kjarnorkuspreng- ing verður í rússneskri lest er henni falið að rann- saka málið ásamt fulltrúa hersins, Thomas Devone. Þau komast brátt að því að sprengingin var aðeins yfirskin á ráni á kjamorkuvopnum og þau verða að reyna að klófesta ræningjana og vopnin áður en þeim verður beitt í einhverjum illum tilgangi. Þessi mynd er hvorki betri né verri en aðrar hasarmynd- ir af svipuðum toga. Hún nær að halda athygli áhorf- andans allan tímann með hæfilegum skammti af sprengingum, hasar og hetjudáðum en situr ekki lengi eftir í minningunni. Hún sýnir ákveðna tilburði í þá átt að taka mið af helstu fréttaviðburðum hin síðari ár, tekur m.a. til greina fall kommúnismans i Austur-Evrópu og Rússlandi, ótta við lélega umsjón kjarnorkuvopna þar og Bosníustríðið og kemst þar með skör ofar en al- gjörlega heilalausu hasarmyndirnar án þess að vera neitt sérstaklega gáfuleg. Aðalpersónurnar eru fremur litlausar og George Clooney og Nicole Kidman ná ekki að glæða þær lífi. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Mimi Leder. Aðalhlutverk: George Clooney og Nicole Kidman. Bandarísk, 1997. Lengd 126 mín. Bönnuð inn- an 16 ára. PJ G.l. Jane: Valkyrja ★ Hér er sagt frá konu sem íyrst kvenna fær tæki- færi til að komast í þjálfunarbúðir fyrir sérsveit sjó- hersins sem sér um leynilegar hernaðaraðgerðir. Nafn myndarinnar, G.I. Jahe, er vísun í leikfanga- hermanninn G.I. Joe. MerkÖegt nokk stendur G.I. fyrir Ground Infantry, eða laridher, meðan konan í myndinni er í sjóhemum. Myndinni tekst að forðast algjörlega að taka af nokkurri alvöru á þeim spum- ingum sem gætu vaknað um þátttöku kvenna í hem- aði. í staðinn einbeitir hún sér að þeim melódramat- ískasta hermannamóral og hetjuvæmni sem fýrir- finnst í kvikmyndum og þá er mikið sagt. Ég spyr nú bara: Hvaö er Ridley Scott að pæla? Þetta er maðurinn sem gerði Alien, Blade Runner og Thelma and Louise. Demi Moore var „heiðruð“ sem versta leikkona ársins annað árið í röð fyrir þessa mynd og á það svona hér um bil skil- ið. Alla vega efast ég um að leikkona fyrirfinnist með jafnlítið hlutfall leikhæfileika og launa. Viggo Mortensen er ágætur í hlutverki lið- þjálfans og fær eina stjömu fyrir að lemja Demi Moore í spað í mynd- inni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri er Ridley Scott. Aðalhlutverk leikur Demi Moore. Bandarísk, 1997. Lengd 130 mln. Bönnuð innan 16 ára. -PJ 7.-13. apríl SÆTlj V *’J FYRRI| VIKA i * -- p J VIKUR j Á LISTAj j TITILL j ÚTQEF. ! J j TEG. 1J 1 J 1 i Face/Off J Sam-myndbönd | Spenna 2 i i j 2 i 1 í j My Best Friends Wedding j J i Skífan j J J Gaman 3 J 3 j Ný ; 2 ! G.l. Jane Myndform Spenna i 4 * j NÝ | ■ - -) 5 > j Peacemaker, The J ) J ClC-myndbönd 1 Spenna 5 i , i 3 j 4 i Nothing To Lose i J j Sam-myndbönd j Gaman i 6 i ?. J - |. j 4 J * j j 2 J L i -'l ... j Full Monty, The i j Skífan r| . „ /... ‘ _u. 1 Gaman 1 7 i j 6 > 3 J Money Talks J J i Myndform J ) J j Stjömubíó j j j Gaman 8 í j u i 3 i J Shooting Fish Gaman 9 1 J j 5 ! 4 1 T j Air Force One j Sam-myndbönd j Spenna 10 í j J 8 j j j 7 J j Contact J J J Warner myndir J J i Spenna 11 i 7 i 1 i Volcano J Skífan J Spenna i2; j 9 i j 6 í Beverly Hills Ninja J J Skífan j Gaman 13 i 10 i 4 i Conspiracy Theory J J J Warner myndir j Spenna 14 ! » i mh|u 7 i Austin Powers inHpu j Háskólabíó \ 1 1 Gaman 15 i 1S: 17 i 2 > Breaking The Waves 1 Háskólabíó > j j j i j Myndform j J J. Drama 13 ! 3 i j Most Wanted Spenna 17 i 16 i i ! Beutician And The Beast ! ClC-myndbönd j Gaman j 18 i . j j 15 J HBH j 8 J j Eddie J J J Háskólabíó J J J Gaman 19 i 14 i s ,i Romy And Michele's High j Sam-myndbönd j Gaman j 20 ! Ný ! i 8 ! Larger Than Life J J ! Skffan ! Gaman Sakamálamyndin Face/Off heldur fyrsta sætinu og kemur það engum á óvart. Þetta er háspennumynd með skemmti- legri og óvenjulegri fléttu og góðum leik þar sem fremstir fara John Travolta og Nicholas Cage. My Best Friend’s Wedding, sem er i öðru sæti listans, er rómantísk gaman- mynd með Juliu Roberts og má með sanni segja að mynd þessi hafi að nokkru leyti bjargað ferli hennar en í myndinni sannar hún það sem margir sáu í Pretty Woman að hún get- ur haft mikla útgeislum fái hún réttu hlutverkin. Demi Moore, sem leikur aðalhlutverkið í G.l. Jane, hefur hingað til verið hæst launaða leikkonan í Hollywood en síðustu myndir hennar hafa ekki aukið á frægð hennar svo hún þarf að fá gott hlutverk í vinsælli kvikmynd verði kuldinn ekki of mikill á toppnum. -HK FACE/OFF Face/Off John Travolta og Nicholas Cage. Sean Archer stjómar úrvalssveit manna sem berst við hættulegustu glæpamenn í heimi. Einn þeirra er morðing- inn Castir Troy. Þegar myndin hefst hefur Archer loks haft upp á Troy sem liggur óvigur í valnum eftir mikinn skotbardaga. í ljós kem- ur að Troy hafði komið fyrir öflugri sprengju sem var ætlað að valda miklu manntjóni. Eina leiðin til að fá upplýs- ingar um hvar sprengj- an er niðurkomin er að fá bróður Troys til að leysa frá skjóðunni. Til að fá hann til að tala er andlit Troys grætt á Archer svo hann haldi að það sé bróðir hans. Allt fer þó til fjandans þegar Troy vaknar óvænt úr dásvefni. My Best Fri- end's Wedding Julia Roberts og Dermot Mulroney. Fyrir tíu árum gerðu Julianne og Michael með sér samn- ing. Þau ákváðu að hætta að vera elskend- ur og ef þau væru ekki gengin út þegar þau væm 28 ára mundu þau giftast. Þegar af- mælisdagurinn nálg- ast kemur upp sú staða að Michael hefur ákveðið að giftast annarri konu. Þegar Julianne sér fram á að missa af Michael áttar hún sig á því að hann er i raun maðurinn sem hún hefur alltaf ætlað sér að eignast. Hefur hún fjóra sóiar- hringa til að ná hon- um til baka. GJ.Jane Demi Moore, Viggo Mortensen. Þegar þess er kraf- ist að sjóherinn opni fyrir þann möguleika að konur geti sótt um inngöngu í sérsveit hans er ákveðið að bjóða Jordan O’Neal að spreyta sig á verk- efninu. það felst i því að komast í gegnum erflða þjálfun sem reynir ekki siður á andlegu hliðina en þá líkamlegu. En Jordan tekur áskoruninni og þrátt fyrir að enginn sem þekkir til í hern- um telji að hún hafi möguleika á að kom- ast í hóp hinna út- völdu er hún ákveðin í að gera sitt besta en mörg þón verða á vegi hennar. The Peac- emaker George Clooney og Nicole Kidman. Þegar rússnesk lest, sem flytur kjamaodda, ferst við grunsamlegar aðstæður er kjameðl- isfræðingurinn dr. Jul- ia Kelly fyrst til að átta sig á þvi að „slys- ið“ var sett á svið tU að hylma yfir ráða- gerðir hryðjuverka- manna. Um leið verð- ur öUum Ijóst að tU- gangur hiyðjuverka- mannanna er að koma kjamorkusprengju fyr- ir einhvers staðar i Bandarikjunum. Sér- sveitarmaðurinn Thomas Devone er settur 1 málið og þótt honum og Juliu greini á um hvaða aðferðum eigi að beita verða þau að snúa bökum saman. Nothing to Loose Tlm Robbins og Martin Lawrence. Auglýsingastjórinn Nick Beam verður fyrir áfaUi lífs síns þegar hann kemur dag einn að eiginkonunni í rúm- inu með forstjóra fyrir- tækisins sem hann vinnur hjá. Það eina sem honum dettur í hug er að fara út í jeppann sinn og aka eins langt og hann kemst. Eftir að hafa verið næstum valdur að alvarlegu slysi á hraðbraut keyrir hann inn í vafasaman borgarhluta og áður en hann veit af horfir hann í byssuhlaup smá- krimmans T. Pail. Rán- ið fer út um þúfur og T. Pail verður að fylgja Nick Beam út í eyði- mörkina með lögregl- una og aðra krirama á hælunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.