Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.1998, Side 9
UV FÖSTUDAGUR 24. APRÍL 1998
Wnlistn
HLJOMPLÖTU
Bernard Butler - People Move on ★★★
Bemard Butler hætti í Su-
ede á hátindi þess bands af því
hann fann engan sameiginleg-
an grundvöll til að starfa leng-
ur með Brett söngvara. Eftir
ágætt samstarf við söngvarann
McAlmont og stutta samvinnu
við ýmsa poppara, þ. á m. viku-
dvöl í The Verve, snýr hann nú
aftur í kastljósið með sina
fyrstu sólóplötu. Bernard er
flinkur gítarleikari og alt-
muligmaður í hljóðverinu:
spilar á allt nema trommur og
lætur strengjasveitina um sitt starf. Hann syngur nú í fyrsta skipti
opinberlega, er svo sem enginn stórbarki en gerir sig heldur ekki að
fífli. Tónlistina má draga saman í orðinu „gítarballöður". Það er allt
gamaldags viö þessa plötu, hún er eins og handsmíðaður hæginda-
stófl með þykku áklæði við hliðina á öllum nýtísku plastkollunum
sem algengastir eru í rokkstofunni þessa dagana. Engar tilraunir ger-
ir Bemard til að útfæra sig með hjálp tölvutóla og lítur ekki heldur
út fyrir nánasta umhverfi í hugmyndaieit. Þess í stað einblínir hann
á arfleifð gamalla manna með kassagítar - jálkamir Neil Young og
Van Morrisson era þar helstir - og semur ósköp nett og notalegt gít-
arpopp upp á gamla móðinn. Útsetningamar eru mishlaðnar strengj-
um og dútluðu skrauti en aldrei fer Bernard offari. Textarnir eru per-
sónulegir en þó hljómar Bernard ekki mjög gáfulega og kafar ekki
ýkja djúpt. Strákgreyið vill þó eflaust vel og tileinkar plötuna pabba
sínum sem lést nýlega. Þetta er plata sem síast inn á yfirgangslaus-
an hátt og gott er að slappa af í rokkhægindum hennar. Séu flóka-
inniskór þinn rokkskóbúnaður má óhikað mæla með henni þessari.
-Gunnar Hjálmarsson
The Presidents of the United States
of America — Pure Frosting *★
1« PReSidfNrs of iho iifliTf, SMTeS Of O.MeRlOi
' * puflf FRO S i f \ §
* *
m } _ Eí
Forsetar Bandaríkjanna,
eða PUSA, eins og hljómsveit-
in er kölluð í daglegu tali,
spratt upp í Seattle með mikl-
um látum fyrir einum fjórum
árum og gaf út plötu sem seld-
ist vel. Rokkið þar var frisk-
andi létt og töff og lög eins og
Lump og Peaches, sem studd
voru skemmtilegum mynd-
böndum, fóra sigurfor um
heiminn. Það var ljóst eftir að
næsta plata, „II“, kom út 1996
að hljómsveitin var einnar
plötu hljómsveit, eða atriði með einum brandara; þróunin var engin,
lögin öfl síðri en á fyrstu plötunni og andagiftin í andarslitrum.
PUSA var tríó: trommur, tveggja strengja þassitar og þriggja strengja
gítassi. Allir sungu og vora glaðir. Brandarinn um fáu strengina
(hljómsveitin viðurkennir að vísu að hafa stolið hugmyndinni frá
hljómsveitinni Morphine), sem þó gátu framreitt hið almennilegasta
rokk, kolféll semsé í annarri tilraun og nú er sveitin öll. „Var á með-
an var,“ geta félagamir hugsað og 4 mifljón eintök seld á einum ágæt-
um rokkbrandara er fimafínn árangur. Útgáfufyrirtækið vildi þó
meira og þessi plata er þessi sígilda „fylla upp í saminginn“-plata
sem alltaf kemur út fyrr eða síðar frá böndum sem ganga vel. Hér era
B-hliðar, tónleikaupptökur og óútgefin lög; uppfyllingarefni sem var
ekki uppfyllingarefni fyrir ekki neitt. Sveitin juðast á 5-strengja
brandaranum, rokkið er staðnað en samt alltaf glatt og lítið um há-
punkta, nema kannski ágæt útgáfa af „Video Killed the Radio Star“,
sem er slík meistarasmíð að snillinga þarf til að klúðra því. Þessi
plata gerir engan að PUSA- aðdáanda en þeir sem fyrirgáfu sveitinni
„11“ ættu að una glaðir við þennan ósannfærandi rokktíning.
-Gunnar Hjálmarsson
THERAPY? - Semi-Detached ★★
Therapy hafa löngum verið
þekktir fyrir vafasama iðju í dag-
legu lífi. Að minnsta kosti lýstu
textar þeirra blóðugum sprautum,
pilluhoxum og dauðum rottum í
sömu andrá og skrifað var bréf til
pennavinarins sem sat á
„deathrow" í Florida fyrir limlest-
ingar. En einhvern veginn hefur
þessi írska hljómsveit vaxið upp
úr hryllingnum og var það farið
að koma fram á síðustu plötu
þeirra félaga, Infernal Love.
Rokkið er orðið indielegt og
skemmtilegt og krafturinn sem að einkennir sveitina skín alltaf í gegn.
Stefin eru einfóld en grípandi eins og rokk á að vera og á stundum finnst
manni sem sumu sé kinnroðalaust stolið af öðrum vígstöðvum. í sam-
bland við töluverða sjálfsfyrirlitningu og karlhormóna er hér komið hið
argasta rokk og maður sér hálfpartinn fyrir sér kófdrukkið fólk dansandi
upp á borðum. Bestu lögin eru Bom too Soon og lokalag plötunnar The
Boy’s Asleep þar sem rödd Cairns, söngvara sveitarinnar, er orðin það
þreytt og hás að hún líkist Thom Yorke í Radiohead.
I flesta staði þrusuplata fyrir þá sem vilja sveifla makkanum í takt við
keyrsluna.
-Páll Svansson
Innvortis: Böbbi, Bibbi og Billi halda á Agga: „Við eigum þaö til aö klæöa okkur úr á opinberum samkomum."
Húsavíkurpönk frá Innvortis:
Stríplast og sungið
Af óútskýrðum ástæðum hefur
Húsavík löngum verið gróðrarstía
pönkaðra rokkhljómsveita. Afrek
þessara sveita hafa ekki borist víða
til þessa en nú gæti orðið breyting á
því í gær gaf ein lífseigasta Húsa-
víkursveitin út sína fyrstu geisla-
plötu. Þetta er hið geðþekka grall-
arapönkband Innvortis og hér á eft-
ir kemur krufning á fyrirbærinu.
Pönkkýrin flengd
Innvortis er kvartett. Söngvar-
amir spila báðir á gítara: Snæbjöm
„Bibbi“ Ragnarsson og Björgvin
„Böbbi“ Sigurðsson. Arngrímur
„Aggi“ Arnarson trommar og Brynj-
úlfur „Billi“ Sigurðsson spilar á
bassa. Þeir era allir tvítugir. Bibbi
er sá eini sem kemst í viðtal og
hann tekur með sér Hákon Sigurð-
arson sem er umbi og aflrahanda
velgjörðarmaður. Þeir segja mér að
þessi kjarni hafi spilað saman síðan
1991; fyrst sem Honzby - „litlir
strákar í bílskúr" - þá sem
dauðarokkssveitin Torture - „fór-
um í Músíktilraunir ’94 en gekk illa,
enda dauðarokkið þá búið að rymja
sitt stðasta”, og sem Innvortis síðan
’96. Þeir unnu sér það til frægðar að
taka þátt í Músíktilraunum í fyrra
og vera kosnir „Athyglisverðasta
hljómsveitin”.
Platan heitir Kemur og fer og er
kraftmesta rokkplata sem hér hefur
komið út lengi, fullyrða strákamir.
Þeim vefst þó tunga um pönktönn
þegar ég neyði þá til aö kryfja pönk-
ið sitt. Það er helst að þeir vilji
minnast á Kaliforníupönkbandiö
Bad Religion sem vægan áhrifavald:
„Þetta er ekki hart pönk en þó ekki
létt. Þetta er melódískt pönk og flók-
ið en samt ekki flókið því í eðli sínu
getur pönk ekki verið flókið. Þetta
er alls ekki ofunnið pönk heldur
eins og það kemur af kúnni.“
Hvaða kú?
„Ætli það sé ekki bara Milka-kýr-
in. Aggi er búinn að vera úti í Sviss
frá áramótum og ætli hann hafi
ekki verið að flengja þá kú þar.“
Að öllu nautagripakenndu gamni
slepptu segja þó félagamir að platan
hafi verið tekin upp mjög hrá og þvl
sé ekkert verið að ljúga að
áheyrandanum. „Platan hljómar al-
veg eins og hljómsveitin er á tón-
leikum, nema á tónleikum era lögin
spfluð miklu hraðar.“
Húsavík: gróðrarstía
pönksins
Nógu erfitt er að spila.frumsamda
tónlist á íslandi, hvað þá að pönkast
á Húsavík, gæti maður haldið. „Jú,“
samþykkja þeir, „enda erum við að
tínast smám saman í höfuðborgina.
Þó hafa bestu rokktónleikar lands-
ins farið fram á Húsavík, eins og
þegar Ham var að koma í denn.“
Frá Húsavík komu bönd eins og
Rotþróin, Ræsið og Roð, en Innvort-
is-menn segja að þeir séu langbesta
bandið sem komið hefur frá Húsa-
vík. „Pönkið fyrir norðan er þó ekki
svipur hjá sjón miðað við hvernig
það var,“ segja þeir, „en platan á
vonandi eftir að breyta því. Nú fara
litlu grillarnir vonandi að hætta í
Völsungi og taka upp gítarana."
Eitthvað er strax byrjað að rofa til í
pönkhugsjón Húsvíkinga því þegar
unglingaklúbbur eins bankans á
staðnum stóð fyrir kynningu á plöt-
unni í síðustu viku mættu ein 200
ungmenni í geggjuðu pönkstuði.
Liklega hafa fríu pitsurnar'haft eitt-
hvað að segja líka.
Útpæld hernaðaráætlun
Hljómsveitin kom lagi í spilun á
X-inu í fyrra, hrárri útgáfu af laginu
Allir glaðir. Nú segja þeir lagið
„Verður morgunverður" mest gríp-
andi og því líklegast til almennrar
hylli þó platan sé annars stútfull af
gullmolum. „Við erum með útpælda
auglýsingaherferð i gangi, erum
með auglýsingar í bíóum og ætlum
að koma lögum í spilun. Við komum
ekkert fram á tónleikum fyrr en
fólk veit hvað þetta band er. Það
væri hálfvonlaust að fara að spila
núna, þegar enginn veit neitt um
okkur og hefur aldrei heyrt í okk-
ur.“ Þið hafið ekkert pælt i að
henda gíturunum og fá ykkur tölv-
ur, eins og framtíðartónlistarmönn-
um sæmir?
„Okkur er svo sem ekkert illa við
hana en tölvutónlist er ekki rokk.
Og rokkið er mamman en klassikin
amman. Harðasta danstónlistin í
dag er auðvitað bara framhald af
pönkinu. Annars hlustum við á all-
an fjandann. Aggi er á fullu í drum
& bass en Böbbi er harðasti pönkari
ever - ef það er ekki pönk er það
ekki tónlist fyrir honum. Billi á það
svo til að stilla á Bylgjuna."
Strípl til kynningar
„Textamir hjá okkur eru bara
nokkuð djúpir," fullyrða Innvortis-
menn, „eða bara mjög djúpir, sem
er mikil andstæða við glaða tón-
listina. Textarnir fjalla um það
hvað við fórum illa út úr unglings-
áranum og um vonlaus samskipti
okkar við hitt kynið. Ef tónlistin
væri ekki svona létt myndu áheyr-
endur leggjast grenjandi niður eða
henda sér í sjóinn." Er þá allt von-
laust enn þá?
„Nei nei, við losum okkur við
bömmerana og dökku hliðarnar en
fólk getur svo sem tekið þessum
textum eins og það vill. Þeir eru
náttúrlega alltaf fyrst og fremst
hugsaðir til að falla þétt að laglín-
unni.“
Hvað með strípi-ímyndina sem
myndirnar af ykkur gefa í skyn?
„Það verður eitthvað að vekja at-
hygli annað en tónlistin svona í
byrjun," viðurkenna þeir, „en
þetta er líka lýsandi fyrir okkar
persónuleika. Við eigum það til að
klæða okkur úr á opinberum sam-
komum. Stelpurnar eru náttúrlega
æstar í þetta!“
Geislaplatan Kemur og fer ætti
að vera komin í næstu plötubúð og
á Netinu má hafa uppi á Innvortis
á www.hi.is/~hhs/innvortis.html.
-glh