Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1998, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. APRÍL 1998 23 /• DV, Akureyri: „Held örugglega áfram að æfa“ DV, Akureyri: „Ég er búinn að koma fjór- um sinnum á Andrésar- leikana og fyrir fjór- um árum var ég í fyrsta sæti Þorsteinn Þorvaldsson. í svigi. Annars hef ég oft verið í svona 4.-5. sæti en svo vann ég núna,“ sagði Þor- steinn Þorvaldsson úr Haukum í Hafnarfírði sem vann sigur í svigi 10 ára drengja. „Við í Hauk- um æfum í Bláfjöllunum. Ég er búinn að æfa síðan ég var 5 ára og þetta er alveg rosalega gaman. Ég er í fótbolta á sumrin í Hauk- um en ég held örugglega áfram að æfa og keppa á skíðum." -gk Meistarar leikanna A myndinni hér aö ofan eru hinir eiginlegu meistarar á Andrésar andar leikunum, sigur- vegararnir í hinum ýmsu greinum í 12 ára aldursflokknum sem jafnan eru ley^tir út með glæsilegum skíöabúnaöi í mótslok. Þau eru Fanne Sigurðardóttir, Akureyri, Aslaug Eva Björnsdóttir, Akureyri, Héðinn Valsson, Dalvík, Fannar Gíslason, Kópavogi, Hjörvar Mar- onsson, Olafsfirði, Jón ingi Björnsson, Siglufirði, Hrafnhildur Guðnadóttir, Siglufirði, og Katrín Arnadóttir, Akureyri. DV-mynd gk Lítið verið hægt að æfa í vetur Hrönn Kristjansdóttir. „Þetta er fimmti bik- arinn sem ég vinn á Andrésar andar leik- unum en nú verða þeir ekki fleiri nema þeir bæti við 13 ára heyrt það,“ aldrinum, ég hef sagði Hrönn Kristjánsdóttir úr Ármanni en hún sigraði í risa- svigi í flokki 12 ára stúlkna. Krakkamir á suðvesturhomi landsins hafa átt erfitt með að stunda æfingar í vetur vegna snjóleysis „Það hefur lítið verið hægt að æfa því annaðhvort hef- ur verið snjólaust eða vitlaust veður,“ sagði hún. -gk Þeir eru fremur stuttir f annan endann, sumir, sem ganga að verölaunapall- inum á Andrésar andar leikum. Hér sjást þrír þeir bestu í skfðagöngu 7 ára á milli þeirra Óðins Árnasonar og Ingvars Þóroddssonar rétt áður en „mar- serað" var að verölaunapallinum. DV-mynd gk Akureyringar fengu flest guil DV, Akureyri: Norðlendingar vora langoftast í efstu sætinn á verðlaunapallin- um á Andrésar-leikunum, enda hefur sennilega einna helst verið hægt að stunda æfingar á Norður- landi í vetur. Akureyringar hlutu flest gullverðlaun en skipting verðlaunanna varð sem hér segir: gull silfur brons Akureyri 15 10 11 Ólafsfjörður 11 8 7 Siglufjörður 4 12 5 Dalvík 4 4 3 Önundarfjörður 3 3 3 Neskaupstaður 3 2 1 Kópavogur 2 2 0 Reykjavík 1 4 6 ísafjörður 1 1 7 Grænland 1 1 2 Hafnarfjörður 1 0 1 Sauðárkrókur 1 0 0 Reyðarfjörður 1 0 0 Seyðisfiörður 0 1 0 Egilsstaðir 0 0 1 Eskifiörður 0 0 1 Glæsileg hatið DV, Akureyri: Andrésar andar leik- amir, sem haldnir em árlega í Hlíöarfjalli á Akureyri, em ekki bara skíðamót. Þeir em mikil hátíð fyrir á áttunda hundrað böm á aldrin- um 7-12 ára sem sækja leikana ár hvert, hátið sem þau bíða eftir allan veturinn. Leikamir era líka ijölskylduhátíð því talið er að um 500 að- standendur, þjálfarar og fararstjórar fylgi krökk- unum til Akureyrar og jafnan eru um 2000 manns í íþróttahöllinni á kvöldin þegar verð- laun em afhent og efnt til skemmtikvölda þar. Framkvæmd leikanna er kapítuli út af fyrir sig, aút í föstum skorð- um ár eftir ár, og for- svarsmenn og starfs- menn leikanna virðast ekki hafa neitt fyrir þessari miklu fram- kvæmd. Eftir mikla keppni og skemmtun í Hlíðarfjalli að deginum til tekur við kvöldvaka og verðlauna- afhending i íþróttahöll- inni að kvöldi og þar er stórkostlegt að sjá þegar verðlaunahafamir í hveijum flokki ganga í röð að verðlaunapallin- um, eldur leikanna logar í bakgrunni og viðeig- andi tónlist er leikin. Hverjum sigurvegara er fagnað á viðeigandi hátt og þeir sem fá bikara i hendumar bregða þeim á loft. í ár komu keppendur frá 23 skíðafélögum víðs vegar af landinu og þá voru einnig 12 græn- lensk böm meðal kepp- enda og setti það sinn svip á mótið. Allir ánægðir „Leikarnir tókust ágætlega þrátt fyrir leið- inlegt veður á fimmtu- deginum og laugardegin- um en á fostudeginum var frábært veður. Ég held að allir séu mjög ánægðir," sagði Gísli Kr. Lórenzson, formaður Andrésar-nefndarinnar í mótslok en sú nefnd ber hita og þunga af undir- búningi og framkvæmd um leikanna. Gísli sagði að þátttak- endafjöldinn hefði verið vel yfir 700 eins og und- anfarin ár en það væri hægt að taka við fleiri keppendum. „Við vorum einnig með keppendur frá Grænlandi og tökum við þeim með glöðu geði.“ Talsvert á annað hundrað manns starfa við framkvæmd leik- anna á einn eða annan hátt, mikið sama fólkið ár eftir ár, en Gísli segir nýja foreldra skíða- krakka koma að leikun- um á hverju ári. Sjálfur hefur Gísli ásamt tveimur öðrum verið í Andrésar-nefnd- inni frá upphafi eða í 23 ár. Ætlar hann ekki að vera a.m.k. tvö ár í við- bót og halda upp á 25 ára afmælið með „stæl“? „Það er eiginlega ekk- ert fararsnið á okkur. Við emm byrjaðir að undirbúa 25 ára afmæl- ið, famir að ræða málin og framkvæmdanefndin hittist reglulega. Ætli við verðum ekki áfram,“ sagði Gísli. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.