Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedmaj 1998næste måned
    mationtofr
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Side 3
TIV FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 kvikmyndir + : Fritz Lang: Leikstjórinn með einglyrnið Þýski leikstjórinn Fritz Lang (1890-1976) er einn af óumdeilanlegum höfimdum kvikmyndarinnar. Á fjöru- tíu ára ferli leikstýrði hann mörgum af merkustu myndum sögunhar, s.s. Der Miide Tod (1921), Dr. Mabuse, der Spieler (1922), Die Nibelungen: Sieg- fried og Die Nibelungen: Kriemhilds Rache (1924), Metropolis (1926), M (1931), Das Testament des Dr. Mabuse (1932), Scarlet Street (1945), The Blue Gardenia (1953) og The Big Heat (1953). Leikstjómarferli Lang má gróf- lega skipta í tvennt; ár hans í Þýska- landi þar sem hann starfaði fram að valdatöku nasista 1932 og árin í Banda- ríkjunum, en á fimmta og sjötta ára- tugnum var hann einn af fremstu leik- Ein síðasta kvik- mynd Lang frá þessu tímabili og fyrsta tal- mynd hans var M (1931). Árið 1994 kusu 324 gagn- rýnendur hana bestu kvikmynd sem gerð hefur verið í Þýska- landi og að minu mati er það ekki ós- anngjam dómur. Myndin, sem byggist á sannsögulegum at- burðmn, segir frá stjórum Hollywood. Þýskaland 919-1932) Á árunum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina allt fram til valdatöku nasista var blómaskeið í þýskri kvikmynda- list. Tímabilið sem kennt er við þýskan expressionisma gat af sér nokkra af merkustu kvik- myndaleikstjórum sögunnar. Lang var einn af helstu leik- stjórum stefnunnar og vann auk þess að öðrum frægum kvikmyndum tíma- bilsins, s.s. Das Kabinett des Doktor M, 1931. Peter Lorre hlaut heims- frægö fyrir túlkun sína á hinum sjúka og stórhættulega Hans Bec- kert. Borgin úr Metropolis, 1926. Caligari (1919), var leikstýrt af Robert Wiene. Lang hóf leikstjómarferil sinn sama ár og næstu tíu árin komu út flestar af hans bestu myndum. Árið 1924 leikstýrði hann tveimur mynd- um byggðum á hinum goðsögulega Niflungahring, þar sem hann segir sögu Sigurðar Fánisbana og annarra hetja Eddukvæðanna. Þrátt fyrir að yfir sjötíu ár séu liðin frá því að kvik- myndimar vom gerðar em þær enn stórfengleg upplifun. Fjölhæfni Lang sést best á því að næsta meistaraverk hans var hin fræga framtíðarsýn Metmpolis frá 1926. Á 21. öldinni teygir ^tórborgin sig enn lengra til himins. fefra hluta hennar býr yfirstéttin og niðri við jörðu verkamennimir sem halda véla- búnaðinum gangandi. Borgarmynd Lang er ógleymanleg og hefur haft gríðarleg áhrif á nútímavísindasögur, s.s. borgimar í Blade Runner (1982), Judge Dredd (1995) og The Fifth Elem- ent (1997). manni sem rænir fjöl- mörgum ung- um bömum og myrðir á hrottafenginn hátt. Yfirvöld em ráðþrota og það er ekki fyrr en glæpaforingj- ar undirheimanna koma til hjálpar að hjólin taka að snúast. Peter Lorre hlaut heimsfrægð fyrir túlkun sína á hinum sjúka og stórhættulega Hans Beckert og myndin hefur ekki glatað neinu af óhugnanlegum mætti sínum. Að mínu mati er þetta besta raðmorð- ingjamynd sem gerð hefur verið. Hollywood (1936-1956) Film-noir hefðin á rætur að rekja til þýska expressionismans. Á fimmta og sjötta áratugnum gerði Lang marg- ar afbragðsmyndir í anda þessarar stefiiu. Þótt engin þeirra jafnist á við bestu myndir hans frá Þýskalandsár- unum er þar engu að síður að finna margar merkar myndir, s.s. The Woman in the Window (1944) og Scar- let Street (1945), en í báðum leika Ed- ward G. Robinson, Joan Bennett og Dan Dureya aðalhlutverkin. Myndim- ar eiga það sameiginlegt að söguhetj- an kynnist kynþokkafúllri konu, villist út af þröngum vegi dyggðarinn- ar, brýtur af sér og reynir síðan eftfr fremsta megni að forðast refsingu. í The Woman in the Window leikur Ed- ward G. Robinson miðaldra sálfræði- prófessor sem fellur fyrir glæsilegri fyrir- sætu (Joan Bennett). Kvöld eitt fylgir hann henni heim, en þegar mrnusti henn- ar kemur að þeim verður Wanley hon- um að bana í átök- um. Þau fela lfkið og reyna að breiða yfir glæpinn. Scarlet Street snýst einnig um afdrifaríkt sam- band miðaldra manns og yngri konu. Christopher Cross (Edward G. Robinson) er ein- mana gjaldkeri í ást- lausu hjónabandi sem lengi hefur dreymt um að gerast listamaður. Eigin- konan er kaldlynt skass sem leyffr hon- um aðeins að mála á baðherberginu og neyðir hann til að sjá um uppvask- ið. Kvöld eitt bjargar hann stúlku úr höndum árásarmanns. Kitty March (Joan Bennett) er augljóslega gleði- kona en sökum reynsluleysis áttar Christopher sig ekki á því og fellur fyrir henni. í samvinnu við dólginn Johnny Prince (Dan Duryea) fær hún Christopher til þess að sjá sér farborða og ekki líður á löngu áður en gjaldkerinn er farinn að stela peningum frá yffr- manni sínum. Hann flytur mál- verkin sín heim til hennar eftir að eiginkonan hefur hótað að fleygja þeim og Kitty, sem heldur að hann sé frægur málari, ákveður að selja þau. Lista- heimur New York tekur Kitty opn- um örmum er hún segist hafa málað myndimar. Hinn ástsjúki Christopher fyrir- gefúr henni, en þegar hann upp- götvar ástarsam- band Kittyar og Johnnys myrðir hann músuna sína og kemur sökinni á elskhugann. Johnny er tekinn af lífi, en Christopher sem hefúr verið rekinn úr vinnunni fyrir fjárdrátt er í lok myndarinnar auðnulaus flæking- ur, bugaður á sál og líkama vegna morðsins sem hann framdi. -ge Metropolis, 1926. Framtíðarsýn Langs hafði mikil áhrif á sfðari tíma kvikmyndir og ekki síður framtíðarskáldsagnagerð. -i.,:~~3 -■ pjgéi# IjÉpp: Hann varð þekktur á svipshmdu þegar hann gerði einhverja vinsælustu gamanmynd allra tíma, National Lampoon’s Animal House árið 1977. Hefur hann síðan leikstýrt mörgum vinsælum kvikmyndum auk þess sem hann leikstýrði ein- hverju frægasta tónlistarmyndbandi sem gert hef- ur verið, Thriller, með Michael Jackson. Þá hefur John Landis verið ffamleiðandi margra vinsælla sjónvarpsþátta. John Landis fæddist i Chicago en flutti fljótlega með fjölskyldu sinni til Los Angeles þar sem hann gekk í skóla. Hann hefur enga formlega menntun að baki í kvikmyndum heldur lærði hann sitt fag í gegnum fjölbreytta vinnu hjá Fox. Eiginkona Landis er búningahönnuðurinn Deborah Nadoolm- an og eiga þau tvö böm. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem John Landis hefur leikstýrt: Schlock, 1973 The Kentucky Fried Movie, 1977 National Lampoon's Animal House, 1978 The Blues Brothers, 1980 An American Warewolf in London, 1981 Trading Places, 1983 Twilight Zone - The Movie, 1983 Into the Night, 1985 Spies Like Us, 1985 Three Amigos, 1986 Amazon Women on the Moon, 1987 Coming to America, 1988 Oscar, 1991 Innocent Blood, 1992 Beverly Hills Cop III, 1994 The Stupids, 1997 Hér er Stupid-fjölskyldan f allri sinni dýrð. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: Fjörkálfur (08.05.1998)
https://timarit.is/issue/198060

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Fjörkálfur (08.05.1998)

Handlinger: