Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Qupperneq 9
JL^'V FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998
HLJÓMPLM
1.
. * 4 , «*r -
MU.YIillY MAl'IA SHOO'I IHi; ROSS
Monkey Mafia - Shoot the Boss ***
Breski plötusnúðurinn Jon
Carter er maðurinn á bak við
Monkey Mafia. Hann er
innsti koppur í búri diskó-
teksins Heavenly Society,
sem sumir telja fæðingarstað
big bítsins, en áður en Jon
tók þar við sem aðalsnúður
höfðu Chemical-bræðurnir
lagt línumar í snúðsklefan-
um. Að sjálfsögðu mætir Jon
með mikinn takt og þungar
bassalínur á þessari fyrstu
breiðskífu sinni. Hann er
ekkert að tvínóna við þetta og keyrir stuðið í gang frá fyrstu mín-
útu með hröðum töktum, hnausþykkum bassalínum og jamaísku
ganjarappi. Lögin I Am Fresh og Make Jah Music eru áberandi
best, bæði dúndrandi dansgólfafóður og lappimar á manni fara
stjómlaust á hreyfingu og hausinn að tina eins og á dúfu sem kom-
ist hefur í pulsubrauð. Dampurinn helst nú stinnur með ferskum
sömplum, fmmlegum áslætti (það er þónokkuð lamið á olíutunnu-
trommur) og almennt góðum stælum fram á sjöunda lag, Ward 10,
en þá skiptir Jon niður og þunglamalegt döbbrapp tekur við. Það
er helst í þessum silalega gir sem Jon fatast flugið þvi 2-3 lög á
þessum kafla eru heldur ómerkileg, endurtekningamar verða leið-
inlegar og stuðið á dansgólfinu breytist í hangs upp við vegg.
Hraðinn er ekkert aukinn eftir þetta en lögin fara þó að verða bita-
stæðari og Jon fyrirgefst flest eftir síðasta lagið sem er frábær
úgáfa hans á gömlu Creedence Clearwater-lagi, Long as I Can See
the Light. Jon sleppur vel frá þessari frumraun, og mjög ríflega
það.
Gunnar Hjálmarsson
Cornelius - Fantasma *★*
Nú dreymir unga menn ekki
lengur um að vera i rokk-
hljómsveit. Það er rnirn sval-
ara að vera einherji: herberg-
issnillingur í eigin heimi, enda
nokkurn veginn hægt að gera
það sama og heil hljómsveit í
bílskúr með sæmilega góðri
tölvu. Eða þannig. Siðan Beck
sló í gegn hefur ímynd sér-
vitra sólóistans orðið algeng-
ari I poppinu. Japaninn Keigo
Oyamada, sem kallar sig Com-
elius eftir karakter úr Apa-
plánetunni, fellur í þessa deild. Fantasma er önnur sólóplata hans
og sú fyrsta sem fær útbreiðslu á Vesturlöndum. Líkt og Beck beit-
ir hann skæmnum óspart á tónlist sína og umgengst poppsögima
eins og mslahaug. Hann hirðir og dregur í bú, klippir og límir,
pússar og púslar. Útkoman er þó mun slípaðri og meira popp í
gangi en hjá Beck, sumt er m.a.s. dálítið í ætt við japönsku ofur-
popparana í Pizzicato 5. Það þarf að taka þessari plötu með veru-
lega opnum huga. Það er alveg vonlaust að hafa gaman af henni
sé maður gallharður eitthvað; gallharður rokkari, hipphoppari,
poppari, teknóhaus eða hvur veit hvað. Best er að segjast „hlusta
á allt“ og meina það þvi Cornelius dregur allt úr haugnum og lím-
ir ótrúlegustu hluti saman. Á einhvem furðulegan hátt passa að-
föngin saman í skilmerkilega heild og lögin læsast í heilabúinu
sem er virðingarvert í ljósi þess hve skringilega uppbyggð þau
eru. Hvort þau tolla þar til langframa er svo annað mál en ég er
ekki frá því að fljótlega fari að slá í sumt á þessum ruslahaug sem
Japaninn mokar upp af einstakri tæknikunnáttu og ágætu þef-
skyni á poppleifar.
Gunnar Hjálmarsson
The Din Pedals - The Din Pedals ★★★
Kalíforníska sveitin The
Din Pedals er hér með fyrstu
plötu sína. Nokkuð hefur bor-
ið á því að söngvaranum sé
líkt við Thom Yorke í Radio-
head en undirrituðum finnst
þó söngurinn meir í ætt við
Bono, röddin og beiting henn-
ar. Hér er þó bmgðið fyrir sig
ýmsum stælum og áhrif frá
Radiohead, U2 og Verve eru
greinileg, kannski á stundum
of mikil og jafnvel þannig að
erfitt er að greina sjálfstæðan
stíl sveitarinnar.
Lagið Ashtrey hefur orðið mörgum kunnugt að undanförnu,
enda efnilegt lag. Reyndar er ekkert lag lélegt á þessarri plötu en
af betri lögum má telja Kangaroo Kourt, Downtown Sister og ball-
öðurnar Waterfall og Plastic.
Hljómsveitin bregður fyrir sig rokki af slípaðri kantimnn og má
ekki eingöngu þakka frábæmm söng heldur er hljóðfæraleikur og
útsetningar til fyrirmyndar. Það sem helst er að finna plötunni til
foráttu er að viðteknar formúlur eru of mikið notaðar í lagasmíð-
unum og ekkert kemur manni beinlínis á óvart. 'Það getur orðið
leiðigjarnt til lengdar og jafnvel sorglegt því hér er um góða og
efnilega hljómsveit að ræða, en sem ætlar sér um of í byrjun og
fellur á prófinu. Páll Svansson
éónlist
„Ég fann mig jafnvel enn sterkar í tónlistinni eftir fosturlatiö því ég get þó altént skapaö tónlist þó ég geti kannski
ekki fætt af mér !íf.“ - Tori Amos, hreinskilin aö vanda.
Fjórða plata
Tori Amos
- dansað og flissað með sorginni
Myra Ellen Amos tók sér nafnið
Tori því hún var viss um að „Myra
Ellen" myndi fæla fólk frá. Frægðin
kom ekki samstundis. Hún lærði
snemma á píanó og í uppreisn gegn
fóður sínum, ströngum meþódi-
stapresti, flutti hún úr sveitinni til
Los Angeles og gekk í strípuhært
þungarokksband um miðjan síðasta
áratug. Hljómsveitin sú, Y Kant
Tori Read, gaf að vísu út plötu en
Tori og útgefendum hennar er mik-
ið í mun að gleyma henni og platan
„Little Earthquakes", sem kom út
1992, er jafnan talin fyrsta platan.
Söngstíll hennar minnir mjög á
Kate Bush en Tori segist ekki hafa
hlustað á hana fyrr en eftir að marg-
ir höfðu bent henni á það hve líkar
þær væru. „Vááá!, var það fyrsta
sem mér datt i hug þegar ég hlust-
aði á hana,“ segir Tori. „Hún var að
gera ótrúlega hluti sem mér hafði
aldrei dottið í hug að gera og það
var eitthvað líkt með röddum okk-
ar, eins og við værum fjarskyldar
eða eitthvað."
Á tveim næstu sólóplötum, „Und-
er The Pink“ og „Boys For Pele“,
hélt Tori áfram að þróast; píanóið
og söngurinn voru alltaf í fyrirrúmi
og á tónleikum kom hún fram ein
við flygilinn, eins og áheyrendur
sáu og heyrðu þegar hún spilaði hér
á Listahátíð í byijun sólóferils síns.
Á nýjustu plötunni, „From the
Choirgirl Hotel", er píanóið ennþá
fremst en í fyrsta skipti hefúr Tori
heila hljómsveit sér til halds og
trausts sem gerir plötuna mun fjöl-
breyttari en fyrri verk. Á komandi
mánuðum mun hún fylgja plötunni
eftir með hljómsveitinni á tónleik-
um. Hún hefur löngum verið tón-
leikaóð, 600 tónleika hefur hún
haldið síðan „Little Earthquakes"
kom út og 200 eru fyrirhugaðir til að
fylgja nýju plötunni eftir. Þessi
dugnaður hefur skilað sér margfalt,
plötur hennar þrjár hafa selst í 8
milljón eintökum, Intemetið er
morandi í heimasíðum tileinkuöum
henni og aðdáunin verður oft trúar-
brögðum líkust í heimalandinu þeg-
ar aðdáendumir grípa hvert orð úr
munni hennar með öndina í hálsin-
um og blik í augum.
Full af bældri reiði
Fáir eru jafnopinskáir og per-
sónulegir í textum sínum og Tori.
Enda hefur hún nóg um að tala og
marga krísuna að vinna sig úr í
gegnum textana. Hún fékk strangt
kristilegt uppeldi, var löngum bæld
kynferðislega en dreymdi þó blaut-
lega um bæði Jesús og Robert Plant.
Á þungarokksárunum var henni
nauðgað af áhorfanda sem hún bauð
far heim eftir tónleika. Atburðurinn
situr vitanlega enn eftir í henni og
hún tjáði sig um hann í laginu „Me
and a Gun“ á „Little Earthquakes".
„Ég fæ enn martraðir og þær era
ljóslifandi eins og hryllingsmyndir.
Ég er ennþá full af bældri reiði sem
hverfur ekki svo glatt. En smám
saman fer maður aö þekkja sína
innri púka og þá fyrst þroskast
maður sem manneskja."
Síðustu árin hafa skipst á skyn og
skúrir í lifi hennar. Hún hætti með
kærasta sem hún hafði verið með
lengi, varð svo ólétt en missti
fóstrið eftir þrjá mánuði. „Ég varð
ólétt á miöju tónleikaferðalagi, það
kom óvænt upp á en ég varð samt
himinlifandi. Að sama skapi varð ég
yfirbuguð af sorg eftir fósturlátið.
Klisjan að slæmir atburðir hendi
ekki gott fólk er ömurleg lygi."
Fyrstu lögin á nýju plötunni fóru að
kvikna í kjölfar þessa atburðar. „Ég
fann mig jafnvel enn sterkar í tón-
listinni eftir þetta því ég get þó alt-
ént skapað tónlist þó ég geti
kannski ekki fætt af mér líf. Ég
ákvað að taka í höndina á sorginni,
dansaði með henni og við flissuðum
saman."
Sveitastelpan giftir sig
Nýja platan var tekin upp í þrjú-
hundruð ára gamalli hlöðu í
Englandi sem breytt var í hljóðver
sérstaklega fyrir þetta verkefni.
Tori segist í eðli sínu vera sveita-
stelpa þó tónlistin kalli á mikla við-
veru í stórborgum heimsins og þvi
hafi upptökuferillinn á nýju plöt-
unni verið sérstaklega ánægjulegur.
Hún fann meira að segja ástina á
meðan á upptökum stóð; hún og
Mark Hawley, upptökustjóri plöt-
unnar, giftu sig í mars sl. Að lokum
er rétt að fá útskýringu Tori á nafni
plötunnar.
„Kórstúlknahótelið er sá heimur
sem ég bjó til fyrir þessa plötu. Þess-
ar stelpur - þessi lög - þær þekkjast
allar og fá sér margaríta saman og
hrekkja hver aðra. Þær hanga sam-
an en búa þó á ólíkum plánetum.
Stundum leyfa þær mér að vera
með, en ekki alltaf."
-glh