Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.1998, Blaðsíða 10
FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 ísland t 1(2) Mezzanine Massive Attack 4 2(5) This is Hardcore Pulp t 3(4) Pottþétt 11 Ýmsir t 4 ( - ) Soulfly Soulfly 4 5(1) Left of the Middle Natalie Imbruglia $ 6(6) Pilgrim Eric Clapton t 7(8) Madonna Ray of Light t 8(11) Titanic Ur kvikmynd t 9 (13) Moon Safari Air $ 10 ( 3 ) All Saints All Saints | 11 (10) Let's Talk About Love Celine Dion t 12(20) Glinggló Björk & Tríó Guðmundar Ingólfss. t 13 (Al) Aquarium Aqua t 14 (Al) Grease Ur kvikmynd # 15(7) The Pillage Cappadonna t 16 (-) Airbag/How Do I Drive Radiohead 17 | 17 (15) Urban Hymns The Verve | 18(12) Drumsanddecksandrockandroll Propellerheads 4 19(17) Moment of Truth Gang Starr 4 20 ( 9 ) A Thousand Leaves Sonic Youth London -lög- 1. ( - ) Under the Bridge/Lady Marmalade All Saints 2. (- ) Ray of Light Madonna 3. ( 4 ) Feel It The Temporer featuring Maya P... 4. (1 ) All That I Need Boyzone 5. ( 2 ) lt s Like that Run DMC Vs Jason Novins 6. ( 7 ) Truely Madly Doeply Savago Garden 7. ( 6 ) Last Thing On My Mind Steps 8. ( 9 ) Danco The Night Away The Mavericks 9. (- ) Push It Garbage 10. (- ) Teardrop Massive Attack NewYork 1. (1 ) Too Close Next 2. (-) MyAII Mariah Carey 3. ( 2 ) You're Still the One Shania Twain 4. ( 8 ) Everybody Backstroet Boys t 5. ( 7 ) Truely Madly Deeply Savago Garden | 6. ( 6 ) Body Bumpin Yippie-Yi-Yo | 7. ( 3 ) Lot's Ride Montell Jordan $ 8. ( 4 ) All My Life K-Ci & Jojo | 9. ( 5 ) Frozen Madonna t 10. (10) TumltUp Busta Rhymes Bretland í 1. ( 1 ) Mezzanine Massive Attack t 2. ( 5 ) International Velvet Catatonia $ 3. ( 2 ) LHe Thru a Lens Robbie Williams t 4. ( 9 ) Ray of Light Madonna 4 5. ( 4 ) The Best Of James t 6. ( 8 ) Urban Hymns The Verve 4 7. ( 6) Lot's Talk About Love Celine Dion t 8. (10) Essentials George Benson | 9. ( 7 ) Titanic Ur kvikmynd t 10. (12) All Saints All Saints Bandaríkin 8 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd t 2. (- ) One Step At A Time George Strait ) 3. ( 3 ) City of Angols Ur kvikmynd 4 4. ( 2 ) Let's Talk About Love Celine Dion | 5. (4) Savage Garden Savage Garden 4 6. ( 5 ) Backstreet Boys Backstreet Boys t 7. (- ) Faith Faith Hill t 8. (- ) Walking Into Clarksdale Page & Plant | 9. ( 7 ) Love Always K - ci and Jojo 410. ( 9 ) Come On Over Shania Twain „Best of“ plata frá Nick Cave - eymd og yolaodi í 15 ár & The Bad Seeds Það hefur oft staðið tæpt en Nick Cave er ennþá á meðal vor. Hann er meira að segja í fínu formi þessa dag- ana og út er að koma með honum „Best of ‘ plata. Enda kominn tími til; sólóferiliinn nær yfir fimmtán ár og tíu plötur. Hrottaleg byrjun Nick hóf ferilinn um miðjan átt- unda áratuginn, söng í byrjun Stooges- og New York DoUs-lög með nokkrum æskuvinum sínum í Melbo- urne. Hljómsveitin hét fyrst Boys Next Door en breyttist í The Birthday Party þegar áherslurnar urðu þyngri. Tónlistin réðst grimmilega á eyrun, blanda af hörðu pönki og framúr- stefnulegra pönki í anda The FaU og Pop Group. Þegar þeir voru orðnir leiðir á að spUa fyrir sömu 300 hræð- umar í Ástralíu fluttu þeir til London sem þeir sáu í anda sem draumastað. Þeir urðu fyrir miklum vonbrigðum, aUur kraftur var fokinn úr tónlistinni á þessum tíma (1981) og nýrómantík og plastpopp var réttur dagsins. Ástr- alamir vöktu þó nokkra athygli með hrárri tónlistinni sem síþyngdist með hverri plötu og sviðsframkomu sem varð sígeggjaðri eftir því sem á leið. Sérstaklega var Nick Cave hrottaleg- ur, enda enginn hófsmaður á brenni- vín og eiturlyf á þessum tíma og er enn blautur þó nokkuö sé orðið síðan hann vann sig út úr heróínfíkninni. The Birthday Party hætti 1983 þegar ekki varð komist lengra. Hljómsveit sneri aftur tU Ástralíu og Nick fór of- förum í ruglinu, „vafraði um í rússi í sex mánuði", eins og hann segir sjáif- ur, en á einhverjum tímapunkti segist Nick ráma í þaö að hafa hitt Mick Harvey sem taldi hann á að stofna nýja hljómsveit. Mick hafði verið með honum í The Birthday Party og var eins konar akkeri þeirrar hljómsveit- ar, altmuligmaður á hljóðfæri og ró- legur í sukkinu. Þýski gítarflengjar- inn Blixa Bargeld var fenginn í hóp- inn og Barry Adamsson úr Magazine á bassa. Barry hætti eftir tvær plötur en Mick og Blixa hafa verið kjaminn í The Bad Seeds frá upphafi. f kring- um fimmtán manns hafa verið í Bad Seeds í gegnum tíðina en hópurinn hefur þó aUtaf lotið stjóm Nicks, enda er „lýðræðið aUtof seinvirkt", eins og hann bendir réttUega á. Gert út frá Berlín Frá upphafi var ljóst að með Bad Seeds yrðu famar heUaðri leiðir en sú helreið sem Birthday Party hafði ver- ið á. Drunginn var þó svipaður og yrkisefnin héldu sér; dauði, tortíming ástarinnar, morð, geðveiki og ofstæk- isfuU trú það helsta. „From Her to Et- emity" kom út 1984 og „The Firstborn Is Dead“ ári síðar. Þær voru hráar og blúsaðar. Árið 1986 kom út platan „Kicking Against the Pricks“ þar sem Nick söng eingöngu ýmsa gamla slag- ara. í september 1986 kom Nick og hljómsveit tU fslands og spUaði á Skúlagötunni, í klúbbi sem þá hét Roxzý. Margar sögur spunnust af komu þeirra hingað og aðaUega um sukkað ástandið á Nick. Eitthvað vom eiturlyfjabirðir kappans orðnar rýrar svo eldheitir aðdáendur tóku að sér að brjótast inn í skip í Reykjavik- urhöfn og redda söngvaranum um sjó- veikistöflur. Nick hafði nokkra áður flutt tU Berlínar og þaðan gerði sveit- in út. Honum var tekið opnum örm- um af listaliði borgarinnar og segir að þessi tími hafi verið mjög gefandi. Hann byrjaði að skrifa skáldsögu, „And the Ass Saw the Angel", sem kom út 1990, og hljómsveitin kynntist leikstjóranum Wim Wenders og kom fram í mynd hans, „Wings of Desire", með lagið „The Camy“ sem var gefið út seint árið 1986 á plötunni „Your áður en Berlínarmúrinn féU og fór í pUagrímsferð tU Sao Paolo í BrasUíu. Uppáhaldskvikmyndin hans hafði lengi verið „Pixote" sem segir frá strætisbömum í borginni. Ferðin átti að vera stutt en teygðist upp í þrjú ár eftir að hann varð ástfanginn af Viv sem hann kynntist á fyrstu dögum BrasUíudvalarinnar. Hann lagðist í rjómalagðan ástarbríma, þurrkaði sig upp að mestu og eignaðist son. Platan „The Good Son“ kom út úr þessum hamingjutíma, léttasta plata hans tU þessa en þó hlaðin einhverjum óút- skýranlegum söknuði sem Portúgalar ná manna best að útskýra með orðinu „Saudade". Hin afslappaða stemning í með Kylie Minogue og varð geysivin- sælt um aUan heim. „Það var mjög auðvelt að semja þetta lag,“ segir Nick, „en eftir á að hyggja var aUt um- stangið hálffáránlegt. Með þessu lagi tókst mér að svindla mér inn tU fólks og inn í stofur þar sem ég á kannski ekki heirna." Textamir á „Murder BaUads“ vom hreinn skáldskapur en á síðustu plöt- unni, „The Boatmans CaU“, gerðist Nick jafnvel persónulegri en hann hafði áður verið. „Ég lærði mikið af þessari plötu og hún mun hafa mikU áhrif á næstu plötur, ef það verða á annað borð aðrar plötur," segir hann. „Á „Boatman’s CaU“ finnst mér ég isburður um afkastamikinn og sér- stakan tónlistarmann sem hefur skap- að sér stU sem margir hafa reynt að herma eftir en engum tekist fyUUega sannfærandi að stæla. Nick er skemmtUega laus við að hafa áhuga á nútímanum, t.d. var hann spurður hvað honum fyndist um Oasis og Blur þegar stríðið á miUi þeirra stóð sem hæst. Hann sagðist ekki vita neitt um þessar hljómsveitir og sagði blaða- manninum að hann gæti alveg eins spurt sig um Power Rangers karla sonar síns. Hvað svo sem Nick Cave gerir í framtíöinni er nokkuð ljóst að hann gerir það ekki i jogginggaUa. -glh Nick hóf ferilinn um miðjan áttunda áratuginn, söng í byrjun Stooges- og New York Dolls-lög með nokkrum æskuvinum sínum í Melbourne. Funeral... My Trial“. Tveim árum síð- ar kom út platan „The Tender Prey“ sem innihélt þrekvirkið „The Mercy Seat“ og bæði ensku poppvikublöðin töldu réttUega besta lag ársins 1988. Nick fékk einnig útrás fyrir leikræna hæfíleika um svipað leyti, lék rokk- stjömuna Freak Storm á móti Brad Pitt í myndinni „Johnny Suede“. Til Brasilíu og hátt á vinsældalistana Nick flutti sig enn um set skömmu BrasUíu tók á taugar Nicks sem segist kunna best við sig í eymd og volæði og eftir þrjú ár í sólinni flutti hann tU London og hefúr haft bækistöðvar þar síðan. Liðsmenn Bad Seeds búa ann- ars víðs vegar um heiminn og sinna ýmsum öðnun verkefnum. Hópurinn kemur bara saman þegar Nick er til- búinn með nýja plötu. Plötumar „Henry’s Drearn" frá ’92 og „Let Love in“ frá 1994 sýndu jafna þróun en „Murder BaUads", sem kom út 1996, varð langvinsælasta plata Nicks frá upphafl. Það má þakka laginu „Where the WUd Roses Grow” sem Nick söng hafa náð ákveðinni innri hugarró og fullkommm, kannski, og því er mikU áskorun fólgin í þvi að koma með nýja plötu á eftir henni. Það verður bara að koma í ljós hvort ég er maður tU að standa undir því verkefni." Samur við sig Fimmtán árum síðar er Nick við sama heygarðshomið, trúr sjálfum sér í svörtu jakkafótunum með gljáö- an makkann og ljúfsára texta á vör. „Best of ‘ platan ber niður i sextán lög- um meistarans og er handhægur vitn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.